Morgunblaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 6
6 \ MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. maí 1944 nttMftfrifc TJtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Annai dagur ANNAR DAGUR þjóðaratkvæðagreiðslunnar um lýð- veldisstofnunina og sambandsslitin í dag. í mörgum síðasti dagur kosninganna, þar voru allir, — hver einn og einasti, — búnir að kjósa, kjörsóknin 100%! kjördeildum landsins var fyrsti dagurinn í gær jafnframt í Reykjavík þarf dagurinn í dag raunverulega að vera síðasti dagur kosninganna, í kvöld eiga allir, sem þess eiga kost, að hafa greitt sitt atkvæði. í kvöld á þjóðin að hafa trygt sjer glæsilega útkomu í atkvæðagreiðslunni. — í kvöld á þjóðin að vera búin að sjá sóma sínum borgið! Það var gaman að sjá glóðina í augnaráði öldunganna, sem gengu til kjörstaðar í gær. Þeir muna vel tímana tvenna. Þeir muna þá tið, þegar íslendingar áttu engan þjóðfána, enga vegi, engar brýr, engin skip, enga verslun, naumast skóla nje önnur tákn menningar og framfara. Þeir horfðu til himins í gær og litu íslensku fánana blakta við hún. Þeir gengu að kjörborðinu og krossuðu við já-in á atkvæðaseðlinum. Þeir höfðu lokið miklu og góðu dags- verki! Æskan þekkir reynslu hinna gömlu og gengnu í spjöld- um sögunnar og frásögnum. Hún þekkir hið nýja ísland þeirra framfara, er frelsið skapaði. Hún getur ekki hugs- að sjer annað en fullkomna verkið, er feðurnir hófu. — Þess vegna gengur hún árvök með þeim öldnu að kjör- borðinu og játast undir frelsis-merkið. Hver getur falið sig við þjóðaratkvæðagreiðsluna um endurreisn lýðveldisins á íslandi? Hver getur gleymt hlutverki sínu, sem Fjallkonan treystir öllum til að rækja eins og góðum sonum og dætrum sæmir? íslenska þjóð! Nú átt þú andsvör að veita í verkinu í dag! Reykvíkingar! Þið skuluð vinna í görðum ykkar, bregða ykkur úr bænum, eða gera hvað annað, er hugur býður, — þegar þið eruð búnir að greiða atkvæði! „Aróðurínn „JEG VIL fá að ráða því sjálfur hvort jeg fer á kjörstað og greiði atkvæði í skilnaðar- og lýðveldismálinu, eða sit heima og greiði alls ekki atkvæði. Jeg kann ekki við þenna sífelda áróður í sambandi við þessa atkvæða- greiðslu“. — Rödd, þessu lík heyrist úr einstaka átt um þessar mundir. Vitanlega er sjerhver kjósandi sjálfráður gerða sinna í þessu efni. Engum kemur til hugar að neyða nokkurn mann til þess að fara á kjörstað og greiða atkvæði. Hitt hefir þótt rjett og sjálfsagt, að gera hvérjum einasta kjós- anda kleift að neyta atkvæðisrjettar síns að þessu sinni. Að þessu hefir verið reynt að stuðla, með því t. d. að leyfa atkvæðagreiðslu í heimahúsum, þar sem svo er ástatt, að menn eiga ekki heimangengt og geta ekki sótt kjörfund, í sjúkrahúsum o. s. frv. En ef einhverjir eru að amast við því, að kjósendur eru hvattir til að gera skyldu sína við þessa atkvæðagreiðslu og kalla það óviðeigandi „áróður", má minna þessa sömu menn á, að 1918 kröfðust Danir þess, að % kjósenda a. m. k. yrðu að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og % greiddra atkvæða að vera mcð uppsögn, til þess að sambandinu yrði slitið. Enda þótt þetta ákvæði sambandslaganna sje ekki, fremur en önnur lengur í gildi, á það að verða metn- aður íslendinga að setja markið enn hærra í atkvæða- greiðslunni. En Danir trúðu því 1918, að þessi ströngu á- kvæði, yrðu þess valdandi, að sambandinu yrði aldrei slitið. - Sjeð frá þ e s s u sjónarmiði er það fullkomlega rjett- mætt, að gera þá kröfu til hvers einasta kjósanda á land- inu, að hann greiði nú atkvæði. Hver sá íslendingur, sem situr heima við þessa at- kvæðagreiðslu, bregst ættlandi sínu, þegar mest á ríður. Hú faka allir íslendingar I ^ dagL höndum NÚ fer vorið blíðum blæ og björtum nóttum um landið blessaða, sem vjer elskum öll, landið sem Guð £af oss, og feður vorir og mæður hafa helgað oss. Stundin cr komin, stundin mikla, er allir íslendingar hafa þráð. Stundin er komin, þegar allir íslendingar taka höndum saman, aldrei þessu vant, gleyma öllum gömlum og nýj- um ágreiningsmálum, og ganga samhuga til atkvæðagreiðslu. Vjer fylkjum liði til þess að vinna úrslitasigurinn, eða öllu heldur til þess að taka við sig- urlaununum, sem frelsishetjur vorar hafa áunnið oss með bar- áttu sinni og stríði á liðnum ár- um og öldum. Hver er sá, sem ekki vill njóta sigurlauna? Hver er sá íslendingur, sem ekki vill að íslenska þjóðin ráði landi sínu sjálf og eigi það ein? Jeg þori að segja, að sá ís- lendingur er ekki til. íslendingar eiga nú/ sam- kvæmt ákvörðun Alþingis ís- lendinga, að sýna öllum þjóðum heimsins, hvað þeir vilja, að þeir vilja ísland frjálst og Is- lendinga einráða á landi sínu. Þessari heilögu skyldu hljótum vjer að gegna samhuga og sam taka við kjörborðin þessa dag- ana. Jeg hitti núna einhvern dag- inn nær níræðan öldung, sem hafði greitt atkvæði heima. Jeg sá, hve glaður hann var, að hafa fengið að lifa þetta. Og eigi skyldi æskan fagna síður en ellin, æskan, sem á að erfa landið frjálst, til þess að yrkja bað og verja. Það hlýtur að vera óþarfi að |era ráð fyrir því, að nokkur rslendingur sitji nú heima á cjcrdegi. Enginn gefur oss frelsið, ís- 'endingar, ef vjer sýnum ekki vjálfir, að vjer viljum þiggja bað. Sameinumst því allir og sækj ’im sigurlaunin. Sækjum síðan fram til nýrra sigra. Göngum með nýjum dug og dáð að ræktun lands og lýðs. Strengjum þess heit, að þjóð vor skuli verða sterkari og betri þjóð um leið og hún verð- ur alfrjáls þjóð í alfrjálsu landi. Guð gefi að svo verði. ÁRNI SIGURÐSSON. Finski flugherinn ræðst á Rússa. Stokkhólmi í gærkveldi. FINSKAR sprengjuflugvjel- ar rjeðust á birgðastöð Rússa að baki víglínunnar í nótt sem leið. Segja Finnar í herstjórn- artilkynningu sinni, að skemd- ir hafi orðið miklar og stórir eldar kviknað. — Engin finsku flugvjelanna fórst. cicfiecýci ÍíjlllU t Góð byrjun. ÞAÐ VAR gaman að vera við Miðbæjarbarnaskólann um 10 leytið í gærmorgun þegar kosn- ingarnar hófust. Áður en kjör- fundur hófst hafði safnast saman fjöldi fóllts, sem ekki ætlaði að láta dragast að kjósa. Þarna voru ! menn á öllum aldri og af ölllum stjettum. Forsætisráðherrann var einn af þeim fyrstu, sem kom á kjörstað. Borgarstjórinn í Reykja vík, sakadómarinn, lögreglustjór- inn og fleiri af æðstu embættis- mönnum landsins. Þarna mátti og sjá aldraðar konur og karla, verkamenn, verslunarnienn, iðn- aðarmenn og lögregluþjónar. Þeir síðastnefndu höfðu skotist inn til að kjósa, er þeir sáu sjer færi frá störfum sínum á götunni. Stöð ugt fjölgaði þeim, sem báru birki laufsmerkið í barminum. En þegar leið á daginn og tölur um kjörsókn fóru að berast, kom í ljós, að kjörsókn var ekki eins góð og menn höfðu gert sjer vonir um. „Ertu búinn að kjósa?“ ÞAR SEM tveir menn eða fleiri hittust í gær, var fyrsta spurn- j inginn þessi: Ertu búinn að kjósa? í gærmorgun flaug sú fregn eins og eldur í sinu um bæinn, að bandamenn hefðu byrjað innrásina á meginlandið kl. 2 nóttina áður. En það var eins og sú „frjett" væri aukaatriði þegar menn mættust. Fyrst voru það kosningarnar, sem bar á góma og svo kom innrásin. En það er ekki nóg að tala um kosningarnar.Kjósendurnir verða að fara á kjörstað og greiða at- kvæði. Þeir, sem ekki komust til að kjósa í .gær, geta gert það í dag, og í kvöld ættu helst allir atkvæðisbærir menn að hafa kosið. ♦X* *2» •!* **• •*• <!• *!• «2» ♦** •*• ir nokkru að til stæðu kaup á Öxney á Breiðafirði, og ætti þar að 'setja visíheimili fyrir „vand- ræðabörn“, sem, auðvitað eru hvergi á íslandi, annarsstaðar en í Reykjavík. Eftir hinni hnitti- legu og hugmyndaríku lýsingu á skaðsemi og hættu þessara verð- andi borgara, virtist eiga að setja upp nokkurskonar fanga- búðir á þessum göfuga stað, og brennimerkja ungmennin í aug- um þjóðarinnar. Það getur vel verið að eigandi umræddrar eyjar þurfi eða vilji selja hana. En Reykjavíkurbæ ber engin skylda til að stuðla að stríðsgróðasölu jarða, — síst ef það er gert á kostnað einhverra olnbogabarna bæjarins. Það hefir löngum þótt allra meina bót að koma börnum í sveit, sjerstaklega þeim, sem höfðu vilst af leið, vegna vönt- unar á leiðbeiningum og aðbúð, gallaðs aldarháttar, agaleysi þjóð arinnar í heild, og opinberra hvatninga til lausungar, leikja og lasta. En hafa menn athugað að- búnað slíkra refsifanga? Sum lenda á ágætum heimilum og verða nýtir þegnar. Önnur, og þau eru fleiri, fara í hendur mis- jafnra manna, sem hugsa aðeins um ágóða. Börnin verða að þræl- um, án þess starf þeirra sje virt í aðbúð, þar sem enginn er til eftirlits og varnar. Kaup er ekki gre.itt sanngjarnlega, svo börnin læra ekki aS meta gildi vinnunn- ar. Slík börn fyllast gremju yfir sýndu ranglæti. Jeg þekki slíkt hugarfar, því sjálfur var jeg á flækingi sem barn, þó jeg ætti því láni að fagna að lenda hjá góðu fólki. Minjagripagerð á íslandi. ÞAÐ ER ERFITT að fá minja- gripi á íslandi. Það er eiginlega ekkert til, nema þá helst dýrir skartgripir, sem erlendir menn, sem hingað koma, geta keypt ■sjer til minningar um komu sína til landsins, eða sem íslendingar geta fengið til að gefa erlendum kunningjum sínum til minningar um komu þeirra hingað. I öllum löndum heims, sjerstaklega þó þar, sem ferðamannastraumur er mikill, hafa hagleiksmenn gert snotra og ódýra muni, sem minna á viðkomandi land. Ferðamenn kaupa mikið af slíkum munum og víða er þetta stór atvinnuveg- ur. Þeir fáu minjagripir, sem hjer eru til sölu í verslunum fyrir sanngjarnt verð, eru illa gerðir og oft erlend framleiðsla. Mjer datt þetta í hug er jeg var að lesa blað setuliðsmanna, „Hvíta fáikann“ í gær. Þar er sagt frá hermanni einum, sem hefir gert sjer það til dundurs í frístundum sínum, að vefa vegg teppi, sem minna á Island. I tepp in er ofið kort af íslandi og ár- talið 1944. Setuliðsblaðið bætir því við, að maðurinn hafi ekki við að framleiða teppi, því eftir- spurnin sje svo gríðarlega mikil. © Vandræðabörn. GAMALL ' KUNNINGI okkar [ hjer í dálkunum hefir sent mjer langt" brjef um það, sem hann kallar „vandræðafálmið með vandræðabörnin". Er margt vel athugað hjá brjefritara. Hann segir m. a.: 1 „Þess var getið í blöðunum fyr Misjafn aðbúnaður. VINIR BARNANNA mættu gjarna kynna sjer þá aðbúð, sem. börn yfirleitt hafa í sveitunum. T. d. erfiði, aðbúð og þóknun fyr ir unnin störf. Tvíburar í ná- grenni mínu, álíka duglegir báð- ir, voru í sama sveitarfjelagi í fyrrasumar, en sinn á hvorum bæ. Annar var hjá gömlum bónda, hafði góða aðbúð og fjekk greiddar 500 krónur í þóknun. Hinn var hjá ungum bónda, f jekk 100 krónur og ekkert betri að- búð. Þetta skapar óánægju og hefndarlöngun. Sá bóndi, sem að- eins vill fá kauplausan þræl, á ekki að fá börn annara sjer til ágóða. Barnið verður að finna að unnin störf sjeu metin að verð leikum. Það virðist svo, að menn hafi gleymt lofsverðri úrlausn um vinnu við hæfi unglinga, sem gerð var fyrir noklcrum árum. Jeg á þar við vegagerðina í Þing- vallasveitinni undir stjórn Jóns frá Flatey. Þar var reglubund- inn vinna, stjórnað af þeim, sem kunni að leiðbeina og umgangast ungmenni. Drengirnir lærðu starfið, lærðu að hlíða, og lærðu að meta gildi vinnunnar af því að Jjeim var greitt kaup. Fyrir- komulagið var gott og leiðsögu- maðurinn ágætur. Það er slíkt fyrirkomulag á vinnu, sem ungl- ingar þarfnast, samhliða iðnnámi hjá hæfum meisturum, eða úskól um, fyrir þá, sem til þess eru hæfir. En fangabúðir betra eng- an. íslenska æskan er góð, undan- tekningarlaust. Einstaka ungling ar afsanna það ekki. Þjóðfjelag- inu ber skylda til að veita rjetta leiðsögn, aðbúð og aga. Þá fer alt vel“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.