Morgunblaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. maá 1944 MORÖONBLAÐTÐ 3 AtkvæSagreíðslan. ÞEGAR þetta er ritað, er dag- ur að kvöldi kominn, fyrsti dag ur atkvæðagreiðslunnar. Þátt- tkan var yfirleitt eðlileg, þegar þess er gætt, að aðalatkvæða- greiðslan á að fara fram á tveim dögum. Hjer í Reykjavík hafa t. d. um það bil helmingur kjósenda kosið. Og svipað er í ýmsum kaupstöðum. ,En þegar tekið er tiltit til þess, að í ýmsum hreppum var kjör- sóknin í gær 100%, allir kusu, sem á kjörskrá voru, þá má ætla, að þar komi fram rjelt mynd af þjóðarviljanum. — Og þeir Reykvíkingar sem ljetu það dragast í gær að mæta við atkvæðagreiðsluna, komi í dag. Það má ekki koma fyrir, að höfuðstaðarbúar verði í þessu máli eftirbátar annara lands- manna enda ekkert, sem bend- ir til þess enn, að svo verði, því margir eiga auðveldara með að koma á kjörstað á sunnu degi en á laugardegi. Sýnilegt er, að mikii keppni verður milli kjördæma um það hvar þátttakan verði mest og steínan eindregnust. En það kemur fyrst í Ijós við talin- inguna. Talið verður í hverju kjördæmi fyrir sig, eins og við þingkosningar. 'Timamótin. Á FYRSTU árum hins end- urreista lýðveldis veltur mikið á því, að aliir stjórnmálaflokk- ar landsins finni sameiginleg áhugamál. Úr því stjórnmála- flokkunum tókst að standa saman í sjálfstæðismáli þjóð- arinnar, verða þeir að halda áfram samvinnunni á öðrum sviðum. Ósamkomulag flokkann um stjórnarmyndun hefir verið mikill ásteitingarsteinn þjóðar- innar síðasta ár. Þinginu eða þingmönnum verið um þetta kent. En hluturinn er, að þing- ið er altaf fyrst og fremst spegilmynd af þjóðinni. Undanfarna áratugi hefir pólitískt uppeldi þjóðarinnar verið með þeim hætti, að fjöldi landsmanna hefir sett flokks- hagsmuni ofar öllu öðru. Góð mál hafa farið í súginn, vegna þess, að menn hafa elcki viljað fyigja fram málum, nema þeim sem flokkur þeirra gæti tileink að sjer á einhvem hátt. Mál, sem í eðli sínu hafa ekki getað verið flokksmál, hafa legið í láginni. En andstaða skapast við góð málefni, fyrir eintóma þröngsýna flokksstreitu. Árshátíð. VIÐ þurfum að eignast ár- lega þjóðhátíð á næslu árum. 17. júní hefir að vísu verið haldinn hátíðlegur síðan á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Iþróttamenn hafa haldið uppi þeirri hátíð. Þeir eru vísir til að vera liðtækir í því efni í framtíðinni. En þjóðhátíð okkar þarf að verða þjóðmálahátíð, þar sem tekin verða upp þau mál á hverju ári, sem sameina alla þjóðina. Á þeim degi á öll þjóðin að fara eftir leiðbein- ingum Ilannesar Hafstein, að láta dægurþrasið þagna. — Ef slík hátíð verður haldin einu sinni á ári, ef menn fást til-að muna það eitt þann dag, að þeir sjeu íslendingar, fagna því að hjarta, að þeir eiga land sitt, REYKJAVÍKURBRJEF 20. maí. og finna til skyldunnar við framtíð þjóðar, þá getur upp af þeim nýgræðingi í þjóðlíf- inu vaxið bæði víðsýni og styrkur til stórræða í framfara- málum. íþróttirnar. MJER dettur ekki í hug, að gera hlut íþróttanna minni, þó fleiri verði virkir þátltakendur í hátíðahöldunum. Þvert á móti. Með því að tengja fleiri mál við hátíðahöldin lærir al- menningur að skilja, hvílíkt fjöregg þjóðarinnar er hin aukna og bætta líkamsmenn- ing. En íþróttamennirnir, iþrótta- frömuðurnir læra lika, að skoða hlutverk sitt fyrst og fremst sem alþjóðar uppeldis- mál, en gerðu ekki metakepni milli einstakra fjelaga að eins miklu atriði og stundum vill við brenna. Þjóðminjasafníð. HUGMYND sú, að reisa veg- legt hús fyrir Þjóðminjasafnið í tilefni af lýðveldisstofnuninni fær hvarvetna góðan byr. Hið merka safn hefir aldrei verið geymt í húsakynnum, sem því hafa verið samboðin. Við safn- ið hefir verið bætt hverri deild af annari, sem ekkert húsrúm hefir fengið.En aðalsafnið hefir stystan tímann, sem það hefir verið til, verið á eldtryggum stað. Engin tök hafa verið á því fyrir almenning að kynnast þeim menningaryerðmælum, er þar eru geymd. Má segja, að í raun rjettri sje þjóðminjavörð- ur einasti maðurinn, sem þekk- ir safnið og fjársjóði þess tií hlítar. Það er bæði tjón óg vansæmd að því, að þetta skuli svo vera enn í dag. Um leið og bygt verður yf- ir Þjóðminjasafnið, þarf að gera henluga sýningarsali fyrir Listasafn ríkisins. — Mörg af bestu málverkum safnsins eru dreifð út um alt, á alls ótrygg- um stöðum. En meðan svo' er, getur almenningur ekki fengið neitt yfirlit yfir íslenska máit- aralist, og ekki öðlast þau upp- eldis- og menningaráhrif, sera menn fá af að hafa hið besta af nútímalist þjóðarinnar £y:- ir augum. NáttúrufræSitn, KOMIÐ hefir til orða, Sð Þjóðminjasaínið yrði reist á Há skólalóðinni. Er að ýmsu leyti gott að það sje á þann hátt i sambandi við aðalment aselur þjóðarinnar. Þar er náttúru- gripasafninu líka ætlaður sta'ð- ur. En það er eití hinna hús- næðislausu safna okkar. í þeirri byggingu verða vinnustofur fyrir náttúrufræð- inga okkar. — En skipulagðar rannsóknir á náttúru landsins eru eitt þeirra viðfangsefna, sem verður að leggja megin- áherslu á, á næstu árum. Sextugur: Sigurður Björnsson frá Veðramótn Sigurður Björnsson frá Veðra móti á 60 ára afmæli á morgun. Hann er fæddur að Heiði í Gönguskörðum. Þar bjuggu þau foreldrar hans fáein ár, Björn Jónsson, síðar hreppstjóri, er löngum var kendur við Veðra- mót, og Þorbjörg Stefánsdóttir. Tóku þau þessa jörð er Stefán Stefánsson flutti sig að Veðra- móti, en fluttu í Veðramót, er Stefán og Guðrún kona hans Sigurðardóttir frá Heiði, hættu búskap. Guðrún var dóttir Sig- urðar, sem kunnastur varð fyr- ir Varabálk, heilræðakvæðið,er hann orkti á efri árum sínum, og ber Sigurður Björnsson hans nafn. En Þorbjörg móðir Sig- urðar var systir sr. Sigurðar í Vigur og Stefáns skólameist- ara. Sigurður ólst upp í föðurhús- um, ásamt 10 systkinum, er komust til fullorðins ára og varð snemma stórtækur við heimilsstörfin. 18 ára fór hann í Hólasköla, en um það leyti tók Sigurður Sigurðsson þar við skólastjórn og í sama mund var stofnað Ræktunarfjelag Norð- urlands. Var mikill vorhugur í skóla þeim, og við þá fjelags- stofnun, en skólastjórinn lífið og sálin í hvorttveggja. Stóð Sigurður frá Veðramóti fremst- ur í flokki þeirra Hólasveina að áhuga og andlegu atgerfi. Að loknu námi var hann verksljori við Ræktunarfjelagið. Þá var verið að leggja grundvöilinn að gróðrarstöðinni í Naustagili við Akureyri. • * Að því loknu hefði Sigurður helst kosið að halda áfram við búfræðinám. En efnahagur og ástæður heima fyrir gerðu þær fyrirætlanir hans að engu. — Hann var þá elstur Veðramóts- systkina, er heima voru, og sú stoð föður sínum, er þá var orð- inn ekkjumaður og yngri syst- kina, er þau trauðla máttu án vera. Hældi hann því útþrá sína óg sat kyrr. Snemma tck Sigurður mikinn þátt í fjelagslífi Skagfirðinga. Var hann meðal stofnenda og lengi formaður ungmennafje- lagsins Tindastóll, íþróltamað- ur góður, og rómaður sem góð- ur fjelagi í hvívetna. Þegar hann var 28 ára giftist hann sinni ágætu konu Sigur- björgu Guðmundsdóttir frá Holti í Svínadal, dóttir þeirra ágætu hjóna Guðmundar Þor- steinssonar og Bjargar Magnús- dóttir, sem bæði voru þekt að gáfum og prúðmensku. Þau hjón Sigurður og Sigurbjörg byrjuðu búskap á 2/3 af Veðramóti strax og þau höfðu gift sig vorið 1912. En Björn faðir Sigurðar bjó á 1/3 jarð- arinnar þar til 1914 að hann hætti búskap og fjekk þá Sig- urður alla jörðina. Veðramót er erfið fjallajörð í harðindasveit,; en eins og margar slíkar jarðir, getur hún gefið mikið í aðra hönd, ef fast ei' eftir gengið og sæmilega árar. Fljótlega sannaðist það á bú- skap þeirra ungu hjónanna, að þau voru engir meðalmenn að dugnaði og samstiltum hyggind um, því bú þeirra óx og blómg- aðist með óvanalegum hraðá og ágætum arði. Eftir tiltölulega fá ár, var það orðið með stærstu búum í sýslunni og einkar arð- samt, því Sigurði var sýnt um að vera örugglega trygður á hverju sem gekk með-veðráttu. Enda var hann svo mikill heyja bóndi að til fádæma var brugð- ið og var það og mörgum sveit- ungum hans að liði, þegar í harðbakka sló. Á fyrstu búskaparárum síf!- um keypti Sigurður Veðramót og hóf þar stórvirkari umbætur, en áður hafði verið tök á að framkvæma. Túninu kom hann í svo góða rækt, að þar brast uaumast spretta, hvernig sem viðraði, löðufall tvöfaldaðist. Gripahús stækkaði hann og bæiti, lagfærði og endurbygði bæjarhús. Var Sigurður ekki einasta athafnamaður til vinnu, heldur og hagvirkur og laglæk- ur, smíðaði flest amboð sín og smærri búsáhöld, bæði úr trje og j*rni. Sveitungar Sigurðar báru svo mikið traust til hans, að hann komst ekki hjá því, að á hann hlæðust alskonar trúnaðarstörf Hann var bæði hreppstjóri og oddviti, sýslunefndarmaður o. fl. En auk þess hafði hann mikil afskifli af málum sýslunganna, bæði í verslunarmálum, stjórn- málum o. fl. Meðan þau Sigurbjörg og Sig urður bjuggu á Veðramóli, var heimili þeirra í fremstu röð um gestrisni, mvndarskap og þrifn- að allan. Þar var bjarlur og fagur heimilisandi samhenlra myndarhjóna. Þar var öllum tekið tveim höndum af rausn. Þar leið öllum vel. Það var því ekki furða, þó sveitungum þeirra og sýslung- um fyndist skarð höggvið í bændalið Skagfirðinga, er þau brugðu búi og fluttu hingað til Reykjavíkur árið 1934. Mun einkum tvent hafa borið til þeirrar ráðabreytni. Hafði Sig- urður kent vanheilsu um skeið, hvort sem um var að kenna of- reynslu eða ijðru. En í saína mund voru börn þeirra það upp komin, að sjá þurfti þeim fyrir skólagöngu, og þá hægara um vik hjer en í Gönguskörðum. En á námsferli þeirra hafa börn hans sýnt, að vel gerði hann er hann opnaði þeim þá leið, er honum var lokuð. Elsti sonur hans, Björn, er þegar orð inn í röð fremstu ísl. vísinda- manna í læknis- og sjúkdóma- fræði, Jakob að ljúka, merki- legu námi í fiskfræði vestan hafs, Magnús að semja doktors ritgerð í verslunarfræði í Þýska landi, en yngsti sonurinn, Björgvin, stundar laganánt hjer. Dóttir þeirra, Guðrún Björg, er útskriíuð úr Verslun- arskólanum en stundaði síðar framhaldsnám í Þýskalandi. Nokkru eftir að þau fluttu hingað, gerðist Sigurður fram- færslufulltrúi hjer í Reykjavík. Hefir hann stundað það starf með þeirri árvekni og skyldu- rækni, sem honum er í blóð borin. Er hann rnjög vel látinn í því starfi sem öðrum er homun hafa verið falin. Hann hefir ver ið skipaður af ríkisstjórn í fram færslumálanefnd ríkisins og milhþinganefnd í landa- og lóðamálum kaupstaða og sjáv- arþorpa. Árið 1936 gerðist hanrv ásamt fleirum stofnandi að h.f. Ofnasmiðjunni í Rvík og er nú og hefir verið iil nokkurra ára formaður í stjórn þess fyrir- tækis. Sigurður tók um mörg ár mjög virkan þátt í pólitískri starfsemi heima í Skagafirði. Var í stjórn Sjálfstæðisfjelags Skagfirðinga og mætti oft sem forsvarsmaður á deiluf-undum um lands- og hjeraðsmál. Þótti andstæðingum hans hann löng- um erfiður víðfangs, því mað- urinn er prýðilega máli farinn og fylginn sjer. Hann er þó alt- af vel virtur, jafnt af andstæð- ingum sem samflokksmönnum sem hremskiptinn og heilhuga baráttumaður. Skagfirðingar senda Sigurði hlýjar kveðjur á sextugsaf- mæli hans, með þökk fyrir vel- unnin störf og trygga vináttu og reykvískir vinir hans þakka honum góða viðkynningu og gott samstarf. Allir sem þekkja hann, meta hlýleik hans, dreng skap og hreinlyndi í allri fram- komu. SkagfirSingur. Áheit. tii Slysavarnafjelagís íslands: Frá Halldóru kr. 10.00. Frá N. N. kr. 30.00. Frá Fanney kr. 20.00. Frá ónefndum kr, 100.00. Frá Kristjáni Jakobs- syni kr. 50.00. Frá G. S. kr. 100.00. Samtals kr. 310.00. — Bc‘stu~þakkir. J. E. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.