Morgunblaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ sjeður upp brunastigann, og fara síðan aftur niður með lyft- unni um kl. 11, til þess að taka á móti ungfrú Vaughan“. „Þetta gekk altsaman mjög vel, og nú beið hann aðeins eft- ir að sjá, hvað skeði. Það, sem skeði, var málshöfðunin gegn frú Redfern. Hann var mjög á- nægður. Hann hjelt sig nú al- veg öruggan, og tók til starfa á ný.“ Hann kom að máli við Hildu út af brjefinu, og hótaði að eyðileggja það, ef hann fengi ekki helming peninganna. Hann Ijet hana giftast sjer, svo að hún yrði algjörlega samsek og gæti ekki sagt neitt“. „Annars hygg jeg, að það hafi ekki verið mikil hætta á, að hún segði neitt“, hjelt Barney þurr- lega áfram. „Hún var sjálf í miklum skuldum og hefði ekki viljað eiga á hættu, að tapa nokkrum miljónúm. Hún sam- þykti að minsta kosti að gift- ast honum, og brjefið kom á einhvern yfirnáttúrlegan hátt — nafnlaust — á lögreglustöð- ina“. „Hvernig hann fór að því, hefir okkur ekki tekist að hafa upp á ennþá. Sennilega hefir hann verið búinn að koma því ölki fyrir, fyrir löngu síðan, hjá einhverjum í Ottawa, og sent honum síðan skeyti eftir gift- inguna“. Andartak var dauðaþögn í stofunni. Síðan sagði Redfem við Martin: „Það er eitt, sem jeg ekki $kil. Fyrir rjettinum virtist mjer þjer vera að reyna að styrkja mál lögreglunnar gegn okkur — reyna að sanna, að Vaughan hefði ekki mögulega getað yfir- gefið íbúð Stellu þetta kvöld“. „Nema“, sagði Martin, „kl. 10.15“. „Já“, samþykti Redfern. „Nema kl. 10.15“. Martin brosti, og leit á Barn ey. „Spyrjið Barney“, sagði hann. „Þetta var hugmynd hans“. Barney glotti. „Jeg hefi orðið að þola mikið vegna þess“, sagði hann. „Mac hjelt að jeg hef'ði mist vitið og vildi senda eftir lækni. Jeg bygði á þeim möguleika, að saga frú Redfern væri sönn. Ef Vaughan yfirgaf íbúð hennar kl. 10.15, hlaut lík hans að vera einhversstaðar annarsstaðar, og myndi þá koma fram fyrr eða síðar. Þess vegna varð jeg að sanna, að hún hefði ekki getað komið því neinstaðar annars- staðar fyrir. Annars var málið gegn henni það sama — nema að hún hafði gengið öðruvísi'frá líkinu. Beecher var fús til að hjálpa mjer til þess að sanna, að enginn hefði yfirgefið íbúð- ina. Jeg vildi slá því föstu, áð- ur en hann skipti um skoðun". „Jeg skil“, sagði Redfern. „Þið leikið ekki á hann“, sagði Muriel þurrlega. Hann veit þetta alt saman“. Barney horfði á hana. „Hvenær gerðirðu þjer grein fyrir, að hann var sami maður- inn, og sá, sem þú rakst á í Bank Street?" „Þegar jeg sá myndina, sem þú tókst af brúðhjónunum, vissi jeg að jeg hafði sjeð hann áð- ur, en jeg mundi ekki hvar. Það var ekki fyrr en jeg stóð augliti til auglitis við hann á veitinga- húsinu. . . . “. Barney þrýsti hönd hennar svo fast, að hana kendi til. „Hann sagði“, tautaði hún, að þú gætir ekki sannað neitt án mín. En þú hefðir getað sann að að kúlan í líkama Vaughans væri frá byssu hans“. Barney starði á hönd hennar. „Við höfum sannað það. Það er gott, að við þurftum ekki að nota hitt“, sagði hann og leit á Muriel með sínu venjulega glotti. „Við eigum ykkur svo mikið að þakka“, sagði Stella Redfern. Fallegu augun hennar voru grunsamlega vot, og hún hjelt blygðunarlaust um hönd Red- ferps. „Meira en við getum nokkru sinni endurgoldið“. Það var orðið framorðið, þeg ar Barney fór með Muriel aft- ur til sjúkrahússins. Það var bú ið að slökkva ljósið á göngun- um og syfjaður dyravörður horfði grunsamlega á þau. „Hjúkrunarkonan verður 'öskuvond við mig“, sagði Barn ey órólega. Hann lagði handlegginn utan um hana og þrýsti henni að sjer. Það var ótrúlega hljótt. Hann heyrði blóðið suða fyrir eyrum sjer. „Jeg elska þig“, sagði hann. „Nú ertu farinn að endurtaka. Þú sagðir þetta áðan“. „Já, það er mjög erfitt", sagði Barney og stundi. „Lygin get- ur verið óendanlega margbreyti leg, en sannleikurinn er aðeins einn, — og hann er altaf eins“. . „Altaf?“ „Því miður“. Muriel andvarpaði og brosti. „Þú segir svo skemtilega ó- satt, Barney. Haltu áfram“. „Jeg held að jeg geti það ekki mikið lengur“, sagði hann. Hann horfði á andlit hennar fölt og draugalegt- í myrkrinu, og brosti. „Ætlarðu að vera ósköp góð og indæl stúlka hjeðan í frá?“ „Já“, sagði Muriel blíðlega. „Jeg hefi. ákveðið að sitja upp frá þessu við arininn og spinna“. Barney hló. „Þá mynd vildi jeg gjarnan taka.“ Hann kysti hana blíð- lega „Góða nótt, ástin mín. Jeg kem á morgun“. Nú heyrðist til hjúkrunarkon unnar, svo að hann flýði. Muriel horfði á eftir honum og brosti. Hann kæmi á morgun, og þús und morgna þaðan í frá. Nú hafði hún trygt sjer stúkusætj í stærsta sjónleik lífsins. — Barney gekk í hægðum sínum heim á leið, og flautaði, ánægður með lífið og tilveruna. ENDIR. Prestur: — Þú mátt vita það, Sigurður minn, að maðurinn lif ir ekki á brauði einu saman. Sigurður: — Veit jeg það, hann þarf fisk með. "k Prestur nokkur spurði dreng að því, hvernig sjötta boðorðið hljóðaði. „Þjer skuluð ekki hórdóm drýgja“, svaraði strákur. „Það stendur ekki „þjer skul ið“ heldur „þú skalt“, leiðrjetti prestur. „Jeg veit það, en jeg vildi ekki segja þú við yður“, svar- aði strákur. ★ — Hann getur sagt ágætar kýmnisögur, ef hann vill. — Hann skortir þá vilja. ★ Prestur (er að spyrja dreng): — Hvað segir nú guð um öll þessi boðorð? Drengurinn: — Hvað ætli hann geti sagt — hann sem hef ir sjálfur sett þau. ★ — Er það satt að föðurbróðir þinn sje orðinn svo veikur, að þið megið búast við öllu? — Nei, ekki öllu — við erfum ekki nema helminginn. ★ — Heldurðu að maður geti elskað tvær konur samtímis? — Já, þangað til önnur hvor þeirra kemst að því. kr Sjúklingur (með óráði): — — Hvar er jeg? — Hvar er jeg? — í Paradís? Kona hans: — Hvaða vit- leysa er í þjer, maður? — Sjerðu ekki að jeg er hjerna hjá þjer? ★ — Osköp er að sjá, hvað þú ert vesaldarlegur, gamli vinur. — Já, jeg get ekki sofið um nætur. — Hefirðu ekki leitað lækn- is? — Jú, og það er einmitt reikn ingur hans, sem gerir mig and- vaka. ★ - — Hvaða tryggingu getið þjer sett fyrir láninu? — Drengskaparorð heiðarlegs manns. — Jæja, komið þá með heiðar Iegan mann og þjer skuluð fá peningana. ★ Húsbóndinn: — Þjer töluðu nokkuð lengi í símanum áðan, ungfrú. Skrifstofustúlkan: — Það var viðvíkjandi viðskiptum. Húsbóndinn: — Þá ætla jeg að biðja yður að muna eftir því framvegis, að segja ekki „ástin mín“, við viðskiptavini okkar. Sunnudagnr 21. maí 1944 tre«caar2ta2ats»g'.iri• •< w-xr"r'T8£T5?E5í Friðrik fiðlungur Æfintýr eftir P. Chr. Asbjömsen. 2. „Jeg er ver staddur en þú“, sagði betlarinn, „jeg á eng- an skilding og er enn verr til fara en þú“. „Jæja, sagði Friðrik, „þá verð jeg víst að gefa þjer einn skildinginn minn“. Þegar beiningamaðurinn var búinn að taka við skild- ingnum, hjelt Friðrik áfram. Þegar hann hafði gengið um stund, varð hann þreyttur og settist aftur niður, til þess að hvíla sig. Þegar hann leit upp, sá hann að hjá honum stóð annar beiningamaður og var hann ennþá stærri og ljótari en hinn fyrri, og þegar Friðrik sá hve stór og ljótur hinn var, þá rak hann upp hljóð. „Vertu ekki hræddur við mig“, sagði beiningamaður- inn, „jeg geri þjer ekkert mein, jeg bið aðeins um skilding í Guðs nafni“. „Æ, jeg á nú eina tvo skildinga, sem jeg ætla að kaupa mjer einhver föt fyrir“, sagði Friðrik. „Jeg þarfnast' þeirra meira en þú“, sagði betlarinn stóri. „Jeg á engan skilding, hefi stærri skrokk og færri fatatuskur“. „Jæja^ þá verð jeg víst að láta þig fá annan skildinginn minn“, sagði Friðrik og gaf förumanninum hann. Enn hjelt hann áfram um stund, þar til hann var þreytt- ur, þá settist hann enn niður til þess að hvíla sig, og þegar hann var nýsestur, kom enn einn umrenningurinn til hans og hann var svo stór og ljótur, að Friðrik orgaði hástöfum af hræðslu, þegar hann sá hann. „Vertu ekki hræddur við mig, drengur minn“, sagði sá stóri. „Jeg geri þjer ekki minsta mein, jeg er bara fátæk- lingur, sem bið þig um skilding í Guðs nafni“. „Æ, jeg á nú bara einn skilding eftir, og fyrir hann ætlaði jeg að kaupa mjer eitthvað utan á mig. Hefði jeg hitt þig fyrr, þá. .. .“. „Jeg á nú engan skilding“, sagði umrenningurinn, „og jeg er jstærri og á minni föt en þú, svo skildingurinn er miklu betur kominn hjá mjer en þjer“. „Taktu þá við skildingnum11, sagði Friðrik við umrenn- inginn. „Þið hafið þá hver sinn skildinginn, en jeg engan“. „Fyrst þú ert svona brjóstgóður, að þú hefir gefið al- eigu þína“, sagði umrenningurinn, „þá skal jeg veita þjer eina ósk fyrir hvern skilding“. Það var sá sami, sem hafði fengið þá alla þrjá; hann hafði aðeins breytt sjer í hvert skifti, svo piltur gæti ekki þekt hann aftur. „Mig hefir altaf langað til þess að kunna að leika á fiðlu og getað spilað fyrir fólk, svo það yrði kátt og dans- aði“, sagði Friðrik, „og fj'rst jeg má óska hvers, sem jeg vil, þá ætla jeg að óska mjer fiðlu, sem hefir þá náttúru, að alt sem lifandi er, verði að dansa, þegar leikið er á hana, svo það heyri“, sagði hann. „Þetta skaltu fá, en ósköp finst mjer það lítilfjörleg ósk“, sagði beiningamaðurinn; „þú verður að óska betur fyrir hina skildingana“. „Mjer hefir altaf þótt gaman að skjóta og veiða“, sagði Friðrik litli, og fyrst jeg má óska hvers sem jeg vil, lang- ar mig til þess að fá byssu, sem er þannig, að jeg hitti með henni alt sem mig langar til, hve langt sem það er frá mjer“. „Þetta skaltu fá, en ljeleg er óskin, betri verður hún að vera fyrir síðasta skildinginn“. „Mig hefir altaf langað til að vera hjá fólki, sem er góð- hjartað og góðviljað“, sagði Friðrik, „og vil þess vegna að enginn, sem jeg bið um eitthvað, neiti mjer um fyrstu bærí mína“. „Þessi ósk var betri“, sagði beiningamaðurinn og svo hvarf hann alt í einu, og^Fxdðrik vissi ekkert hvað af hon- um varð, en Friðrik lagðist til svefns með byssuna sína og fiðluna, og þegar hann vaknaði aftur, hjelt hann niður í bygð. Fyrst fór hann til kaupmannsins og bað um föt, og á bóndabæ einum bað hann um hest, á öðrum stað um sleða, en annarsstaðar um loðfeld, og enginn neitaði hon- um, hversu miklir nirflar sem þeir voru, þá Ijetu þeir hann fá það, sem hann bað um. Að lokum'ók hann svo um sveitina, eins og einhver burgeis, með hest og sleða. Þeg- ar hann var að aka eftir veginum, mætti hann sýslumann- inum, sem hann hafði verið hjá áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.