Morgunblaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 112. tbl. — Þriðpudagur 23. mai 1944 laafoldaxprentsmiðja h.f. L ýð veldiskosningarnar: Heimsmet í kjörsókn 1 lýðfrjdlsu landi! 21 kjördæmi komin með 98% kjörsókn og yfir Á kiö Þessi mynd var tekin í kjördeild í Miðbæjarbarnaskólanum. Kjósandinn er að setja atkvæðaseðilinn í atkvæðakassann. — Ljósm.: Kjartan O. Bjarnason og Jón Sen. Islenskir sjó- menn sektaðir í Grimsby ' Grimsby í gærkveldi: — Þrír menn af íslenskum fiski- skipum voru sektaðir um 15 sterlingspund hver hjer í dag (mánudag), er þeir voru sekir fundnir um að fela bannaðar vörur, þar á meðal saumavjelar, sjónáuka og barnavagn. Yfirmaður tollskoðunarinnar sagði, að barnavagninn, sem kostaði því nær 10 sterlings- pundv væri 30 sterlingspunda virði á íslandi, en sjómennirn- ir hjeldu því fram, að þeir ætl- uðu ekki að selja vörur, sem þeir þyrftu handa konum sín- um. . Reuter. Árás á Kie! í gær London í gærkveldi: — Ráðist var á Kiel í dag af flugvirkjum Bandaríkjamanna, ennfremur fóru flugvjelar frá Bretlandi til árása á Calaissvæð ið. — Einkum var árásinni á Kiel beint gegn höfninni og skipasmíðastöðvum. Úr þeim á- rásum komu fimm flugvirki og 8 orustuflugvjelar ekki aftur, enn 22 þýskar vjelar voru eyði lagðar, flestar á flugvöllum. — Einnig rjeðust orustuflugvjelar á járnbrautarlestir víða, og segja Þjóðverjar mikið mann- tjón hafa orðið af þeim orsök- um. — Undir kvöld var mikl- um árásum haldið uppi á stöðvar vestan Ermarsunds. — Reuter. De Gaulle sjer um gullið. Algiers í gærkveldi: Hjer er altalað, að Bandaríkjamenn muni bráðlega afhenda De Gaulle alt það franska gull, sem flutt var til Bandaríkjanna um það leyti, sem Frakkland fjell. Reykvíkingar! Síðustu forvöð í dag! Reykvíkingar! I dag eru síðustu forvöð að verða með í hinni glæsilegustu atkvæðagreiðslu, sem þekst hef ir hjer á landi. I gær höfðu als verið greidd 24.541 atkvæði, eða um 94% þeirra, sem á kjörskrá eru. Enda þótt þcssi kjörsókn sje þegar orðin glæsileg, geta Reyk víkingar þó gert enn betur. EN ÞAÐ ER í DAG, SEM AT KVÆÐIN VERÐA AÐ KOMA. A morgun er það of seint. Reykvíkingar! Ef þið vitið um einhvern kjósanda, sem ekki hefir enn greitt -atkvæði, stuðlið að því, að hann geri nú skyldu sína! ALLIR SAMTAKA NÚ, REYKVÍKINGAR! King spáir löngu stríði. Washington í gærkveldi: Ern est King flotaforýigi flutti fyrir skömmu ræðu á fundi uppgjafa hermanna í Bandaríkjunum og sagði, að Bandaríkjamenn mættu með engu móti halda að átökum þeirra í stríði þessu væri að verða lokið, þvert á móti, væri enn hörð og löng bar átta eftir. — Reuter. Vestur-Skaftafellssýsla: 100% kjörsókn KJÖRSÓKNIN í lýðveldiskosningunum er meiri en dæmi eru til áður hjer á landi, og meiri en nokkurn tíma hefir þekst í lýðfrjálsu landi. Eftir þriðja kjördaginn voru 21 kjördæmi komin með 98% kjörsókn og yfir. í einni sýslu, VESTUR- SKAFTAFELLSSÝSLU, var kjörsóknin 100% — hver einasti kjósandi greiddi atkvæði. Fregnir höfðu í gær borist úr 26 kjördæmum, af 28 á öllu landinu og’ var kjörsókn í öllum kjördæmunum yfir 90%. Komnir voru 86 hreppar með 100% kjörsókn. Atkvæða- talningin Atkvæðin verða talin hjer í Reykjavik í kvöld. Yfirkjör- stjórn undirbýr talninguna í dag, svo að úrslitin ættu að liggja fyrir strax að lokinni kosningu í kvöld. Eigi er blaðinu kunnugt, hvort talið verður í öðrum kaup stöðum í kvöld. Aðgætið þetta: Þess hefir verið vart, að kjós endur, sem dvelja utan kjör- staðar, hafa misskilið útvarps- tilkynningu landsnefndarinnar, þar sem sagt var að atkvæði þeirra væri gilt, ef það kæmi fyrir 17. júní. En til þess að svo verði, þarf atkvæðið að vera greitt hjá við- komandi embættismanni í síð- asta lagi í dag. Enginn getur greitt atkvæði eftir daginn í dag. Snörp árás á Duisburg London í gærkveldi. Btegki flugherinn fór í nótt sem leið í fyrsta skifti í all- langan lima til mikilla nætur- árása á þýskar borgir og varð samgöngumiðstöðin Duisburg fyrir aðalárásinni. Veður var vont og skýjað loft. Varnir Þjcðverja voru ekki harðar, fyrr en komið var inn fyrir árás arsvæðið, en þá komu margar orusluflugvjelar á vetlvang. Urðu miklir bardagar. 30 bresk ar -sprengjuflugvjelar komu ekki aftur úr þéssari árás og öðrum ferðum um nóttina, sumar frá því að leggja tund- urdufl. — Reuter. Amerískur floii við Bunin eyju London í gærkveldi. Japanaf hafa tilkynl opinber-' lega, að amerísk flotadeild hafi sjest frá Bonin-ey, sem er um 800 km. frá Yokohama, aðal- flotastöðinni í Japan. Ekki greinir fregnin frá árásum her skipa þessara, sem eru, ef fregn in.reynist rjett, hin fyrstu her- skip bandamanna, er komið hafa svo nærri Japanströndum, síðan styrjöldin hófst. — Jap- anar hafa herskipalægi við Bonin-eyju. Bandaríkjamenn hafa enn gert tvær loftárásir á stöðvar Japana á Kurileyjum fyrir norð an meginland Japan. -—- Reuter. Kjördæmi 98% og yfir Þessi kjördæmi höfðu í gær 98% kjörsókn og yfir: Mýrasýsla 99.2%, Snæfells- nes- og Ilnappadalssýsla 98.6, Dalsýsla 99.9% (vantaði að- eins eiijn kjósenda), Barða- strandasýsla 98.5%, Vestur- ísafjarðarsýsla 98, Norður- Isafjarðarsýsla 98, Stranda- sýsla 98.7, Vestur-IIúnavatns- sýsla 99.2, Austur-Húnavatns- sýsla 98, Siglufjörður 98.2, Suður-Þingeyjarsýsla 99, N- Þingeyjarsýsla 98, Suður.- Múlasýsla 98, Norður-Múla- sýsla 98, Aust.ur-Skaftafells- sýsla 98, Vestur-Skaftafells- sýsla 100, Vestmannaeyjar 98, Rangárvallasýsla 99.7, Árnes- sýsla 99.1, Gullbringu- og Kjósarsýsla 99.3, Ilafnar- fjörður 98. Akureyri var með lægstu hlutfallstölu í gær, um 92%. Enn vantar heildartölur úr tveim ýslum, þ. e. Skagafjarð- arsýslu og Eyjafjarðarsýslu. Hreppar með 100% kjörsókn Um eftirtalda hreppi er það nú kunnugt að þeir hafa kosið 100%: Gullbringusýsla: Bessastaða- hreppur, Vatnsleysustrandar- hreppur og Grindavíkurhrepp- ur. Kjósarsýsla: Kjalarneshrepp- ur. Borgarfjarðarsýsla: Hálsa- hreppur, Innri-Akraneshrepp- ur, Leira- og Melasveit, Skil- mannahreppur, Skorradals- hreppur, Strandahreppur, Reyk holtshreppur. Mýrarsýsla: Borgarhreppur, Hvítársíðuhreppur, Þverárhlíð- arhreppur. Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.