Morgunblaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 6
6 '"1 Tl MORGUNBLAÐIÐ Þiiðjudagnr 23. maí 1944. mhM&MIi TJtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Lokadagur SÍÐASTI DAGUR þjóðaratkvæðagreiðslunnar er í dag. Þrjá undanfarna daga hafa íslendingar gengið að kjör- borðinu og sagt hug sinn um lýðveldisstofnunina og sam- bandsslitin. Þátttakan í kosningunum er nú þegar orðin svo stór- kostleg, að alveg er einsdæmi. í heilum kjördæmum hafa hver einn og einasti kjósandi kosið, eða því sem næst, og í allflestum nærri því allir, eða fast að 100%! Og enn er kappið mikið í kosningunum, —* kappið að komast sem næst algerri þátttöku — 100%! Þær frjettir, sem borist hafa af þátttökunni í kosning- unum, hafa þegar gert broslega þá viðleitni frá 1918, að krefjast 75% þátttöku til gildrar atkvæðagreiðslu um sam bandsslitin. Það var óþarfa fyrirhöfn. Nú er síðasti spretturinn eftir — lokadagur kosning- anna. í dag verða menn að gera sjer fyllilega ljóst, að á morgun er of seint að iðrast. í dag er ekki aðeins sómi landsins ákvarðaður og sómi einstakra kjördæma. í dag er ákvarðaður sómi hvers ein- staklings. Atkvæðagreiðslan er að vísu fullkomlega leyni- leg og algjörlega frjáls. Enginn veit um það, hvernig ein- stakhngarnir greiða atkvæði, og enginn verður þving- aður á kjörstað. En þrátt fyrir alt þetta verður hver einasti einn að gæta sóma síns gagnvart eigin samvisku! Reykvíkingar! í dag verðið þið að gera síðasta átakið. Tökum öll höndum saman! Gerumst öll sjálfboðaliðar til þess að stuðla að því að enginn sitji hjá, sem kosið getur! Þú, — sem enn átt eftir að kjósa! Ljúktu dagsverkinu í skyndi og gakk síðan í lið með öðrum í leitinni að þeim, sem eru orðnir á seinni skipunum! Landgræðslusjóður SÖGUR HERMA, að í upphafi íslands bygðar, á dög- um landnámsins og hins íslenska lýðveldis, hafi landið víða verið skógi klætt milli fjalls o§ fjöru. Þær sögur munu sannar vera og hafa margar minjar þeirra skóga síðar fundist. En nú er aftur, eftir langar kúgunar- og niðurlægingar aldir, að renna upp nýtt lýðveldistímabil; ef svo mætti að orði kveða, ný landnámsöld, því eftir þetta þurfum við vonandi engan að spyrja um það, þótt vjer skrýðum land vort aftur skógi. Vonandi verðum vjer og þannig efnum og tækjum búnir, að vjer neyðumst aldrei aftur til þess að eyða skógum landsins, en áður höfðum vjer sjálfsagt að sumu leyti gert það, er hallærin surfu að og kalt gerðist í bygðum kúgaðrar þjóðar, svo ekki dæi hinsti neisti frelsiseldsins, urðum vjer að sjá um, að blóðið frysi ekki í æðunum. Þegar stórt skref er stigið, eins og það, sem íslenska þjóðin stígur nú, þegar þjóð sameinast til átaks, eins og hún gerir í yfirstandandi kosningum, þá er einnig ágætt tækifæri til þess að sameinast um önnur mikilvæg mál, — eins og t. d. þetta, að klæða land vort á ný skógunum, sem eitt sinn veittu því svo mikið yndi og prýði. Vjer vitum að vísu, að til þess þarf mikið átak, en fæsta myndi þó varla gruna annað, en það væri risavaxnara en það er í raun og veru. En hinu munu glöggir menn á, þessum sviðum löngu hafa tekið eftir, að víðasthvar hjer á landi þarf skógargróðurinn aðeins frið til þess að geta dafnað. Þetta er holt fyrir þá að muna, sem halda að þessu Grettistaki verði erfitt að lyfta. Það vilja allir fá skóg- ana aftur, þeir veita öllum yndi, og þeir geta allsstaðar komið. Þess vegna er nú hentugur tími að styrkja Land- græðslusjóðinn, til þess að sýna að menn geti í einu sam- einast um mörg nauðsynjamál, lyft sameinaðir fram á leið starfi, sem þarf að vinna. Á þessum dögum er hátíð í landi. Strengjum þess heit að efla svo Landgræðslusjóð, að það verði leikur einn að klæða land vort skógi aftur. I Morgunblaðinu fyrir 25 árum Ákveðið var að „Akademisk Boldklub“ kæmi hingað til lands og kepti við heimafjelölg in í knattspyrnu. Um þá heim- sókn segir m. a.: 1. maí. „Sumarið, sem fer í hönd, verður merkilegt í íþróttasögu landsins. Þá keppa hjerlendir í- þróttamenn við erlenda í fyrsta skipti hjer á landi. Og íþróttamennirnir, sem hingað koma, eru ekki vald- ir af verri endanum. Danir þykja ganga næstir Bretum í knattspyrnuíþróttinni, og fje- lagið, sem hingað kemur til kappleika, er talið besta fjelag Danmerkur. Á síðasta kappmóti Kaupmannahafnarfjelaganna 7 varð „Akademisk Boldklub“ hlutskarpast og vann alla kapp- leikina, og fjekk þannig 12 stig. .... Það verður því ekki við lambið að leika sjer fyrir flokk þann, er knattspyrnufjelögin hjer í Reykjavík skipa á móti þessum fótfimu einherjum Dana. Enda er það ekki tilætlunin með heimboðinu, að fara að ná sigrum til þess að hrósa sjer af. Tilætlunin er fyrst og fremst sú að læra .... “ ★ Árið 1918 juku menn mjög víndrykkju í Reykjavík, en minkuðu kaffineysluna. Um það segir m. a.: 4. maí. „Samkvæmt skýrslu í nýút- komnum hagtíðindum sjest það, að árið 1918 hefir verið flutt inn til Reykjavíkur miklu meira af vínföngum heldur en árið á undan. Af sterkum drykkjum svo sem vínanda, rommi, kognac o. fl., hefir verið flutt inn helmingi meira, á rauðvíni, messuvíni, ávaxtasafa og fleiri þessháttar drykkjum hefir inn- flutríingurinn nær fimmfaldast og á öðrum vínföngum og súr- um berjasafa hefir innflutning- urinn freklega þrefaldast... Innflutningur á kaffi hefir ekki verið þriðjungur á móts við ár- ið á undan og á sykri ekki nærri helmingur. Aftur á móti hefir innflutningur á kaffibæti verið heldur meiri . .. . “ ★ Dýrtíðin fór ekki minkandi í Reykjavík. 4. maí. „Eins og að undanförnu flytja Hagtíðindin skýrslu um smá- söluverð í Reykjavík. Sjest á þessari skýrslu að það er síður en svo að dýrtíðin fari mink- andi eins og margir höfðu þó vonað.....Ef verðið á öllum þeim vörum, sem taldar eru í skýrslunni og fáanlegar voru í apríl, er talið 100 í júlí 1944, eða rjett áður en stríðið hófst, þá er það nú 356. Með öðrum orðum, vörur þessar hafa hækk að í verði um 256% Síðan í fyrra hafa þær hækkað um 14% og um 1% síðasta ársfjórðung“. ★ Manntal í Reykjavík. 4. maí. I lok nóvembermánaðar fór fram manntal hjer í bæ og reyndist mannfjöldinn 15.328. I fyrra yoru íbúar borgarinnar 15.020“. XJíluerji sLripcir: daaíeaa Íí^inu Kosningarnar. LÝÐ VELDISKOSNIN GUNUM er nú að verða lokið. í nokkrum kjördeildum var þeim lokið þeg- ar á fyrsta degi. Urslit kosning- anna eru að vísu ekki kunn enn- þá, en enginn mun vera í vafa um þau. Það er ekki ósennilegt, að þessar kosningar sjeu eins dæmi í lýðfrjálsu landi, eða þar serrí fókið ræður því sjáft, hvort það kýs eða ekki. Glæsilegust er þátttakan í sveit unum, þar sem hvert og eitt ein- asta atkvæði kom fram í mörg- um hreppum. Það var gaman að fygjast með frjettunum af kosn- ingunum. I Dalasýslu vantaði tvo, í Vestur-Skaftafessýslu 3 menn o. s. frv. Úr sumum hreppum komu frjettir eins og þessi: „All- ir hafa kosið nema einn, og hann er erlendis. Eða: Allir hafa kos- ið nema 3 og tveir eru í Kali- forníu. Lýðveldiskosningarnar verða íslensku þjóðinni til sóma um ald ur og ævi, á því er engirm vafi. Það mun kóma í ljós, hvort þeir fáu ólánsmenn, sem gert hafa alt sem í þeirra valdi stóð til að kljúfa einingu íslensku þjóðar- innar í þessu hennar helgasta máli, hefir tekist að vinna nokkr ar sálir með sjer. Það er þó ekki trúlegt að neitt verulegt kveðí að þvi. • Kunna ekki að fara með fánann. MENN VORU hvattir til að draga íslenskan fána að hún kosn ingadagana, ' og yfirleitt fóru menn eftir þeim ráðleggingum. En það kom í ljós, að það er langt frá því, að menn kunni al- ment að flagga. Það var meira að segja svo, að mest virtist fá- fræðin um fánameðferðina vera hjá þeim, sem best hefðu átt að vita í þeim efnum. Fánaeigendur virðast kæra sig koliótta, hvenær þeir draga fána sína að hún að morgni dags. Sumstaðar er það gert, eins og vera ber, kl. 8 að morgni, en á mörgum stöðum, og það á opin- berum byggingum, koma flögg- in ekki upp fyr en um hádegi, eða jafnvel eftir hádegi. Hitt er svo aftur hugsað minna um, hve nær fáninn er dreginn niður að kvöldinu og tíðkast sú óhæfa, að hafa fána blaktandi að hún fram að eða fram yfir miðnætti. ' O Kæruleysi. HJER ER ábyggilega eingöngu um kæruleysi að ræða. Það get- ur ekki verið, að þeir, sem sjá um flöggin á opinberum bygging- um, eins og Alþingishúsinu, Landsímahúsinu og viðar, hafi ætlað að þrjóskast við að flagga á laugardaginn, en fánarnir á þessum byggingum komu ekki upp fyr en komið var fram yfir hádegi. . Hjer hafa aðeins verið nefndar tvær opinberar byggingar, en þær voru þó fleiri. Það vakti og athygli bæjarbúa, að á einni stærstu byggingunni í miðbæn- um yar ekki flaggað Þess skal getið, sem gert er og rjett er að minnast á, að þeir, sem nýlega eru bftnir að fá sjer fána í garða sína eða á einka- hús, virtust yfirleitt kunna bet- ur með fánann að fara heldur en þeir, sem hafa haft fána og flagg stengur árum saman. Það verður flaggað mikið næstu vikurnar, sem í hönd fara hjer á landi. En þeir, sem hafa fána, verða að fara eftir sjálf- sögðustu reglum um fánameð- * ferð. Þeir, sem ekki sýna fán- anum fulla virðingu í allri með- ferð hans, ættu ekki að fá leyfi til að eiga íslenskan fána. Því láta menn stela frá sjev? TÆKIFÆRIN gera menn að þjófum. Það er oft — og það mjög oft — sem segja má, að menn „láti“ stela frá sjer, með því að gefa óráðvöndu fólki tæki færi til að komast yfir verðmæti á auðveldan hátt. Svo er það t. d. um þjófnaði í anddyrum húsa hjer í bænum. Það er ekki svo lítið fjemæti, sem stolið er árlega hjer í bænum, vegna þess, að menn trassa að læsa íbúðum sín- um. Rannsóknarlögreglan getur ábyggilega sagt margar sögur af því, að menn hafa mist mikið verðmæti vegna trassaskapar. Nú fer sá tími í hönd, er heimili eru oft mannlaus meira hluta dags, eða jafnvel dögum saman. Það er því ástæða til að minna fólk á að læsa vel íbúðum sínum og hirslum, til þess að „láta“ ekki stela frá sjer. • Hnupl úr yfirhöfnum. VÍÐA Á OPINBERUM stöðum, þar sem margt fólk kemur sam- an og hengir af sjer yfirhafnir í fatageymslur, þar sem ekki er eftirlitsmaður, bei» ávalt nokk- uð á hnupli. Menn geta komið í veg fyrir að tapa verðmætum úr vösum sínum með því að gæta þess, að skilja það ekki eftir í vösum á yfirhöfnum, þegar þeir láta þær af sjer á opinberum stöðum. I Sundhöllinni. í SUNDHÖLLINNI ber ávalt talsvert á smáþjófnuðum. For- stjóri Sundhallarinnar, ungfrú Sigríður Sigurjónsdóttir, segir mjer, að það sje enginn vandi að koma í veg fyrir hnupl þar, ef Sundhallargestir vilji sjálfir hjálpa til að koma í veg fyrir það. í afgreiðslunni í Sundhallar- fordyrinu, þar sem Sundhallar- gestir fá númer að klefum sínum, tekur afgreiðslufólkið við mun- um til geymslu. Eru þar sjerstök hólf í þessum tilgangi, þar sem munir manna eru geymdir. Hóif- in eru merkt sömu númerum og klefi viðkomandi manns og það er a-lveg örugt, að ekkert getur tapast úr þeim. En sundhallargestir trassa mjög að afhenda verðmæti, sem þeir hafa á sjer, svo sem pen- inga, úr og skartgripi. Þeim finst ekki taka því að biðja um geymslu á þeim. Afleiðingin verður sú, að óráðvandir menn komast inn í klefana og stela á meðan menn eru í baði. • Kirkjuklukkur. FYRIR HELGINA birti jeg athugasemd frá manni, sem taldi, að það væri nokkuð fjarri því, að kirkjuklukkur landsins væri í lagi. Nefndi hann sjer- staklega til eina kirkju, í hjer- aði, sem ekki er langt frá Rvik. Jeg taldi ekki ástæðu til að birta nafn viðkomandi kirkju, en er herra biskupinn spurðist fyrir um, við hvaða kirkju hefði ver- ið átt, sagði jeg honum það. Nú hefir biskup fengið símskeyti frá sóknarprestinum við fyrir- spurn, sem biskup gerði útaf þessari kvörtun. í skeyti sínu segir sóknarpreáturinn, að „kirkjuklukkur þessarar kirkju hafi reynst ágætlega nothæfar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.