Morgunblaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 12
IttðratttiMaí) I ! Brúðguminn hvarf Þetta unga fólk á myndinni ætlaði nýlega að fara að gifta sig vestur í Ameríku, og var brúðguminn að kaupa blóm til þess að skreyta með veislusalina, rjett áður en hann átti að koma til kirkjunnar. Símaði hann til brúðurinnar úr blómabúð og kvaðst hafa lokið kaupunum og vera að koma. Síðan hefir hann ekki sjest og hefir hans verið leitað mikið, bæði af lögreglu og herliði, en hann var liðsforingi. Veljið í Reykjarík 12 Mf framhaldssaga E%rgunblaðsins, efSlr Somersel Maugham I MORGUNBLAÐINU í dag hefst ný framhaldssaga, eftir kwnn-heimskunna að vinsæla, t>Teska rithöfund, W. Somersel Máwgham. Saga þesst hefir ver- ið nefnd á íslensku „í leií að fífshamingju41. Þetta er nýjasta skáldsaga Maughams og hefir erm ekki fcwntð' út ■ í bókarformi, en tws verða gefi.n út síðar í sum- ar hjá amerísku forlagi. Somerset Maugham er lesend um Morgunblaðsins kunnur af framhaldssögum, sem birst hafa eftir har.n í blaðinu og smá- sögum eftir hann í Lesbókinni. Síðasta sagan, sem birtist eftir tr#ftn hjer í Morgunblaðinu, var „I dagrenning11 sem kom í fyrra KU'1' -.ar og vat ð einhver vinsæl- asta framhaldssagan, sem birst huíií i blaðinu i mörg ár. Ekki skal skýrt hjer frá efni þessarar nýju skáldsögu, en það er bæði skemtilegt, fróðlegt og „spermandi11. Lesendum Morg- unblaðsins er eindregið ráðlagt að fylgjast með sögunni frá býrjun. Morgunblaðið hefir tekið upp þá nýbreytni í sambandi við þessa framhaldssögu, að birla myrtdlr af helstu persónunum, sem koma við sögu. Eru myndir þessar gerðar af frægum am- erískum listamannt, í samráði við höfund sögunnar. Sagan er á bls. 10. landgræðsiu- sjóðurina Á LAUGARDAG' og sunnu- <ir>g safnaðist hjer í Reykja- vík rúmlega T>0 þúsund krón- ur í Landgræð8]u.sjóðinn, en í Tíafnarfirði 9 þúsund krónur. Auk þess hafa borist loforð ur' framlög í sjóðinn síðar meir-. Ekki hefir enn frjest af söftiuninni á öðrum stöðum. I’etta er góð byrjun, enda hefir hugmyndinni um Land- græðslusjóðinn hvarvetna ver- ið vel tekið. „Niels Ebbesen" á ííiensku LEIKRIT Kaj Munks, Nieis Ehbesen er komið út á íslensku, þýðandi Jón Ey- þórsson, en útgefendur eru FrjáLsir Danir á Islandi. Á- góðanum af sölu bókarinnar verður varið til hjálpar bág- stöddum börnum í Vedersö, þar sem síra Kaj Munk starf- aði til dauðadags. Svo sem kunnugt er samdi Kaj Munk leikrit þetta eftir að Danmörk var hertekin, en Jiað var npptækt gert og bann fært þar í lancii. Leikritið var íeikíð hjer í útvarpið s,i. vet- ur. Ekki þarf að efa, aö marg- ir vilja eignast jætta leikrit jiessíi mikilhæfa skálds Dana, sem fórnaði lífinu í barátt- unni fvrir ættland sitt. Uppjxi! og érói ' í Oslo Frá norska blaðafulltrúanum ■ Frá Stokkhólmi hafa blaða- fulltrúanum hjer borist frjettir þess efnis, að sænsk blöð skýri, eftir norskum heimildum, frá því, að mikið hafi gengið á í Oslo undanfarna daga. Á fimtudagskvöldið var mik- ið um snörp uppþot, og á föstu- dagskvöld var sprengjum varp að á vinnuskrifstofu quislinga, og sprakk hún með svo miklum gný, að heyrðist um alla borg- ina. Á laugardag gerðu Þjóðverj- ! ar og quislingalögreglan leit um allan bæinn eftir mönnum á aldrinum 18—55 ára. Rjeðust þeir inn í ýms fyrirtæki og | banka, og voru bæði starfsmenn jog viðskiptamenn reknir út. Var þeim síðan skipað á „borg- aravörð'1 á fjölförnum stöðum í bænum. Vinnukvaðning manna, sem fæddir eru á árunum 1921, 1922 og 1923, hófst á laugardaginn var, og eftir byrjuninni að dæma virðast aðvaranir heima- vígstöðvanna viðvíkjandi vinnu kvaðningu ætla að bera árang- ur. Ný aðferð við vatns- leiðslur. London í gærkveldi: — Þýska frjettastofan segir þá fregn í kvöld, að þýskt fyrirtæki eitt sje byrjað að framleiða vatns- leiðsiupípur og aðrar svipaðar pípur úr granitsteypu. Hermir fregn þessi að slíkar pípur sjeu miklu endingarbetri en járnpíp ur, auk þess sem þetta sje á þessum tímum mikill sparnað- ur á járni, ef alment verði. — Reuter. VísHala byggingar- kostnaðar 340 árið 1943 HÆKKUN á byggingarkostn aði hefir verið afar mikil síðan fyrir stríð. Vísitala byggingar- kpstnaðar hjer í Reykjavík var 340 árið 1943. Frá þessu er skýrt í síðustu Hagtíðindum. Ef miðað er við tvílyft einbýlishús með kjall- ara, sem er bygt áfast við ann- að hús, 64 ferm. og 500 ten- ingsm., var byggingarkostnað- ur þess kr. 33,283,00 árið 1939, en kr. 113,166,00 árið 1943. Fiskaflinn mun meiri en síðasla ár í SÍÐUSTU Hagtíðindum er skýrt frá því, að fiskaflinn á öllu landinu hafi numið 75,516 smálestum. 47,268 smálestir af aflanum hefir verið ísað og flutt út, 27,629 smál. sett til frystingar, 349 smál. sefl í herslu, 152 salt- að, 102 soðið niður og 16 smá- lestir sett til neyslu innanlands. Til samanburðar má gela þess, að á sama tíma 1 fyrra nam fiskaflinn 43,717 smál. Miklar árásir á Marcuseyjar London í gærkveldi. Japanska herstjórnin kefir tilkynt opinberlega, að amerisk ar flugvjelar h^fi undanfarna daga haldið uppi miklum árás- um á bækistöðvar Japana á Marcuseyjum, sem eru um fjórða hluta leiðar nær megin- landi Japans en Marshalleyjar. urlið Knatfspyrnu- ráðsins Á öðrum stað hjer í blaðinu birtist i dag atkvæðaseðill, sem menn geta fylt út og sent blað- inu, vegna afmæliskappleiks þess, sem háður verður af til- efni afmælis Knattspyrnuráðs Reykjavíkur. Mun kappleikur- inn fara fram þann 31. þ. m. Menn klippi atkvæðaseðilinn út og riti fyrir aftan nafn stöð- unnar, nafn þess knattspyrnu- manns, sem þeir álíia bestan i hverja stöðu um sig. Rjett er að seija í sviga fyrir aftan nafn fjelagsins, sem hver leikmaður er í, þannig: Fr., K. R., Va., Vík., og einnig er æskilegt að föðurnafn hvers leikmanns fylgi með, þannig að komist verði hjá misskilningi af þess- um orsökum. Freslur til að skila atkvæð- unum til blaðanna er útrunn- inn þann 29. þ. m. — Þeir, sem flest atkvæði fá 1 hverri stöðu, skipa A-lið, er þeir, sem fá næst flest, skipa B-lið. Skipið Reykjavíkurliðin. fyll ið út seðlana og sendið Morg- unblaðinu fyrir 29. þ. m. Skofið á drukkinn íslending Á SUNNUDAGSKVÖLD fór drukkinn Islendingur inn á eitt af bannsvæðum hersins og skaut varðmaður manninn í lærið. Maður þessi var all drukkinn. Klifraði hann yfir girðingu, er takmarkaði bannsvæðið, og gerði sig líklegan til að fara inn í bragga nokkurn. Varðmaður tók þá til byssu sinnar og skaut hann manninn í lærið. Ekki urðu meiðslin hættuleg. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma að drukknir ís- lendingar fara inn á bannsvæði og verðir skjóta á. — Ekki alls fyrir löngu fór drukkinn íslend ingur inn á slíkt svæði. Hóf vörður skothríð á manninn og hæfði eitt skotið litla fingur mannsins, en að öðru leyti sak- aði hann ekki. Dönsk blöð harðorð í garð r Islendlnga í útvarpi á íslensku frá Ber- lín í fyrrakvöld voru lesin um- mæli ýmissa danskra blaða um svar íslensku ríkisstjórnarinnar við boðskap konungs. Voru talin upp allmörg blöð, sem öll voru æði harðorð í garð íslend inga fyrir undirtektir þeirra við boðskapnum. Meðal blaða þessara mun hafa verið hið kunna .Kaupmannahafnarblað, „Nationaltidende11. >riðjadagor 23. mai 1944, K.R. vann Tjarnarboð- hlaupið Nýff mel TJARNARBOÐHLAUP K. R fór fram í annað sinn s.l. sunnu dag. Úrslit urðu þau, að A-sveit K. R. bar sigur úr býtum á 2 mín. 39.4 sek. og bætti metið á vegalengdinni um 5 sek., en bað met átti K. R. einnig. Önnur var A-sveit í. R. á 2 mín. 42.0 sek., hljóp einnig inn an við gamla metið. Þriðja sveit var A-sveit Ármanns á 2 min. 45.4 sek. og 4. B-sveit K. R. á 2 mín. 46.8 sek. Sex sveitir tóku þátt í hlaup- inu, frá K. R., í. R. og Ármanni. Tvær frá hverju fjelagi. F. H. hætti við þátttöku. Hlaupið var í tveimur riðlum. B-sveitirnar fyrst, en síðan A-sveitirnar. —> í B-sveitariðlinum tók K. R. þegar forystuna og hjelt henni til enda. I A-sveita riðlinum var kepnin aftur á móti miklu harðari og skemtilegri. Eftir fyrsta sprettinn var í. R. nr. 1, Ármann nr. 2 og K. R. nr. 3. Eftir annan sprettinn var K. R. komið í annað sætið, en í. R. hjelt forystunni, þar til á fimta sprettinum, að Hjálmar Kjart- ansson vann K. R. upp í fyrsta sæti og hjelst röðin óbreytt eft- ir það. , Sveil K. R. er þannig skipuð, talið í þeirri röð, sem kepp- endurnir hlupu: Bragi Friðriks son, Snorri Snorrason, Sveinn Ingvarsson, Brynjólfur Jónsson, Hjálmar Kjartansson, Svavar Pálsson, Skúli Guðmundsson, Jóhann Bernhard, Þór Þormar og Brynjólfur Ingólfsson. Þ. Áreksiur á Suður- Iandsbraul BIFREIÐAÁREKSTUR varð í fyrradag á Suðurlandsbraut, er amerísk herbifreið ók á ís- lenska vöruhifreið. Áreksturinn varð með þeim hætli, að hin islenska vörubif- reið var að fara fram úr her- bifreiðinni. Skyndilega sveigði 'bifreiðarstjóri herbifreiðarinnar bifreiðinni inn á afleggjara, en vörubifreiðin var þá á hlið við, hana. Við áreksturinn eyðilagð- ist farþegahús vörubifreiðar- innar, en bifreiðarstjóra og sjö ára gamlan dreng sakaði ekki. 2. flokks móiið FYRSTI leikur 2. flokks mótsins var háður á íþrótta- vellinum s. 1. sunnudag, með leik milli K. R. og Fram. Sigr- aði K. R. með 5 gegn 0, eftir all fjörugan leik. — Dómari leiks- ins var Hrólfur Benediktsson. Annar leiks 2. fl. mótsins verður háður n. k. miðviku- dagskvöld kl. 8,30, með leilc milli Fram og Vals. Dómari verður Þórður Pjetursson. í kvöld kl. 7.30 hefst 4. fl. mólið á íþróitavellinum. Keppa fyrst í. R. og Valur. dómari Guðbjörn Jónsson. Síðan Fram og K. R., dómari leiksins verður Frímann Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.