Morgunblaðið - 25.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 25. maí 1944 TTtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson^fábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. ■— Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Sigurinn NÚ eru það fregnirnar af úrslitum þjóðaratkvæða- greiðslunnar um lýðveldisstofnunina og sambandsslitin, sem eru að beraSt úr einu kjördæmi af öðru. Þátttakan var áður kunn, svo stórkostleg, að ekkert líkt hefir áður þekkst: Kjörsóknin að meðaltali á öllu landinu um 98%, — 25 kjördæmi, af 28 á öllu landinu, með yfir 98% kjörsókn, — í 14 kjördæmum yfir 99% kjörsókn og í tveim kjördæmum 100%, — og ennfremur 100% þátttaka í 108 hreppum á landinu. í Reykjavík er þátttakan nú að hundraðshluta aðeins lægst, eða 96%, en fleiri atkvæði eiga eftir að koma fram, einkum frá Reykvíkingum erlendis. Samt er e. t. v. sannast, að þátt- takan í kosningunum i Reykjavík sje einna glæsilegustu, þegar miðað er við aðstæðurnar. Þar er um % hluti allra kjósenda á landinu og allt svo miklu óvissara um dvalar- staði en í sveitunum eða hinum kaupstöðunum. Þjóðinni er mikill sómi að hinni stórkostlegu þátttöku í atkvæðagreiðslunni og er full ljóst, að alls staðar hefir verið haldið vel og drengilega á spöðunum. Þó að Lands- nefnd lýðveldiskosninganna sje í þessu sambandi sjer- staklega nefnd, þarf víst ekki að óttast að af því skapist nokkur metingur, svo mikla og röska fyrirgreiðslu mun hún hafa annast fyrir sjerhvert kjördæmi. Eiga þar allir nefndarmenn óskiftan hlut að máli, en eigi síst hinn framúrskarandi ötuli formaður nefndarinnar, Eyjólfur Jóhannsson. Úrslit kosninganna ætla ekki að veita síðri vitnisburð en sjálf þátttakan. Þegar á þau er litið, ber að minnast þess, að nú eru liðin rösk 25 ár frá fullveldisviðurkenn- ingu Dana 1. desember 1918. Er tíminn síðan til þess fallinn að deyfa eggjarnar eftir hið harða stríð þjóðarinn- ar við erlenda yfirdrottnun. Samt er úrskurður þjóðar- innar raunar allur á eina leið: — hiklaus sambandsslit og stofnun lýðveldis! Þeirra örfáu nei-kvæðu gætir ekki í mergð hinnar já-kvæðu fylkingar! Islenska þjóðin hefir sameinast í stóru og voldugu átaki. íslenska þjóðin hefir unnið glæsilegan sigur! Ljél og lög Það var gott að heyra í kvöld (11. 5.), Ossianforleikinn éftir Gade. Þykir mjer ekki ótrúlegt, að þar sje eitt af mestu snild- arverkum sem til eru orðin þar í landi, og þyrfti slíkt lag að fá að heyra oft. Það minnir mig dálítið á eitt af allra fegurstu kvæðum íslenskum, Sólseturs- Ijóð Jónasar Haligrímssonar, sem einnig má setja í nokkurt samband við Ossían. Væri óskandi, að einhvern tíma gæti legið svo vel á ein- hverju íslensku tónskáldi, að vjer fengjum íslenskt lag við Sóisetursljóðin. Annað tónverk, sem minnir mig á íslénskt kvæoi, er eftir Haydn, það tónskáld, sem síst er nokkurn tíma leiðinlegur, en hefir þó, að því er jeg þekki til, aldrei betur tekist en í því lagi sem Þórhallur Árnason segir mjer að heiti hjá þeim Trio nr. 1. En kvæðið er ljóðabrjef'Þor- steins Erlingssonar, þar sem fyrsta vísan er þannig: Sittu heil með háan fald við heiðan bcga. vor og ljós um völl og haga, vatnahljóð og langa daga. Og er það einkum hún og» tvær hinar næstu, sem minna mig á lag snillingsins austur- íska. Er yfir þeim yndislegur blær, sem minnir á vorið eins og vjer vildum óska að það væri, alveg eins og yfir tónum Haydns, sem mjer þykir betra að heyra en jafnvel nokkuð sem mjer er kunnugt eftir Mozart. En þeir tveir eru skálda skyld- astir. Jeg hygg að því hafi tæpast verið veitt sú eftirtekt sem skyldi, hve mjög söngur sem oss þykir verulega gott að heyra, bætir líðan vora og skap. Því að hefði slíkt verið nægi- lega hugleitt, mundi t. d. stofn- un eins og Utvarpið, ástunda meir en nú er, að þar væru ekki flutt önnur lög en þau, sem menn langar til að heyra oft»og aftur. Helgi Pjeturss. Þjóðhátíð EFTIR ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUNA er málum nú þannig komið, að lýðveldisstjórnarskráin öðlast gildi, þegar Alþingi gerir ályktun um það, hvenær stundin sje komin. Fundum Alþingis var í vetur frestað til 10. júní. Nær allir þingmenn voru þá þegar sammála um, að gildistaka stjórnarskrárinnar skyldi fram fara hinn 17. júní, á fæð- ingardegi Jóns Sigurðssonar, og í samræmi við það kem- ur Alþingi á ný saman nokkru fyrir miðjan júní mánuð. Öll undirbúningsstörf Þjóðhátíðarnefndar lýðveldis- stofnunarinnar hafa miðast við 17. júní, og sömuleiðis störf hátíðanefnda úti á landi. íslenska þjoðin getur nú með góðri samvisku haldið hátíðlega með viðhöfn og virðuleik þá stund, er endur- reisn lýðveldisins fer fram, — hugsjónir liðinna kyn- slóða rætast. Raddir hafa heyrst um það, að óviðurkvæmilegt væri að halda þjóðhátíð lýðveldisins meðan ófriðarbálið svell- ur í öðrum löndum. En er ekki önnur hlið á þessu máli? Gæti ekki einmitt slík þjóðhátíð minsta ríkisins, sem náð hefir markinu í langri og harðri frelsisbaráttu, — þrátt fyrir ógnaröld stríðsins, — orðið leiðarljós hinum stærri og voldugri ríkjum, — lítil en skær stjarna, er vísaði veginn til friðar.og óáreitni við aðrar þjóðir? Verður ekki slík þjóðhátíð einmitt til þess að minna á og veita raun- verulegt gildi áforminu og hugsjónunum um sjálfsákvörð- unarrjett þjóðanna, jafnt smærri sem stærri, — rjett þjóðanna til að ráða sjer sjálfar og lifa frjálsar og ókúg- áðar? Samskot Gjafir, sem borist hafa sein- ustu daga til vinnuheimilis S. í. B. S.: Þ. J. (áheit) kr. 30.00. Stúlka (afh. af Á. Strauml.) kr. 20.00. R. J. kr. 20,00. S. B. (afh. af Sigurl. Vagnss.) kr. 30.00. Starfsmenn H. Sigurðss. kr. 50.00. í. G. (gamalt áheit) kr. 20.00. Starfsfólk Fatagerðin Leifsg. 13 kr. 400.00. Starfsfólk Skattstofan kr. 300.00. Tvær konur (afh. af Ásb. Jóh.) kr. 30.00. Kvenfjelagið Von, Þing- eyri, kr. 200.00. Jóhanna Þor- bergsd., Þingeyri (safnað) kr. 1.180.00. H. (áheit) kr. 50.00. J. Á. kr. 100.00. Arnbj., Sigurgs., Selfossi, (safnað) kr. 695.00. Vinnustofa N. N. kr. 330.00. Starfsfólk Stálsmiðjunnar h.f. kr. 2.410.00. Ónefnd hjón í Stykkishólmi kr. 100.00. Starfs fólk Kaupfjel. Patreksfj. kr. 50.00. Ole Bang, Sauðárkróki (safnað) kr. 405.00. Starfsfólk Niðursuðuverksm. S. í. F. L'. 635.00. Skólab. ÐapnasJc. Skaga str. (safpaðj 'kr. 797.00. Starfs- fólk Vinnufatag. ísl. kr. 1.220.00 / X V X \JíLuerji ilrijar: %Á acýfegci ->*• ♦% «**4*»«*M*» • líjinii ♦x**x**x**:**X’*-**:**:'*:" Kvikmy ndatæknin. I OLLUM menningarlöndum hafa kvikmyndirnar rutt sjer til rúms á ýmsum sviðum. Kvik- myndir eru ekki lengur eingöngu skemtitæki, heldur menningar- tæki. Helstu atburðir, sem ger- ast, eru teknir á kvikmyndir og þessar frjettamyndir eru sýndar í fjölda mörgum kvikmyndahús- um nokkrum klukkustundum eft ir að atburðirnir hafa gerst. Á hvíta tjaldinu sjá menn og heyra það, sem gerst hefir í órafjar- lægð. Kvikmyndir eru og notað- ar við kenslu í skólum, við vís- indalegar rannsóknir og fleira og fleira, sem oft langt yrði upp að telja. Kvikmyndatæknin er nú orðin það fullkomin, að hægt er að sýna atburðina eins og þeir gerð ust í eðlilegum litum og með eðlilegum hljóðum. Kvikmynd- irnar munu því í framtíðinni hafa niikið sögulegt gildi. íslendingar þurfa að. vera með. HJER Á ÍSLANDI þekkjum við kvikmyndirnar. Öll kvik- myndahús eru yfirfull svo að segja á hverri sýningu. Skólarn- ir hafa fengið sjer kvikmynda- tæki og meira að segja eru kvik- myndatökutæki og sýningatæki til í einkaeign manna. Við ríf- umst um það, hverjir skuli fá leyfi til að hafa kvikmyndasýn- ingar fyrir almenning, og þegar búið er að rífast um það, þarf að deila um „gróðann“ af slíkum fyrirtækjum. Við erum svo upp- tekin af þessu nöldri, að við gleymum því að vera með í þeirri þróun, sem orðið hefir í kvik- myndatækninni. Við látum eins og við vitum ekki, hvað er að gerast í þessum efnum og hvert gagn íslenska þjóðin getur haft af kvikmyndunum til eigin nota. Þó eru undantekningar í þessu sem öðru. Nokkrir áhugasamir menn hafa um nokkur árabil sýnt áhuga fyrir kvikmyndatækni og mest fyrir þann áhuga eigum við ágætar kvikmyndir, eins og t. d. Islandsmynd Lofts Guðmunds- sonar, hinar fögru mjófilmu- kvikmyndir Kjartans Ó. Bjarna- sonar og kvikmyndir, sem Vig- fús Sigurgeirsson hefir tekið, svo nokkur nöfn sjeu nefnd. En þess ir menn hafa átt við erfiðleika að stríða, sem að miklu leyti stafa af fólksfæðinni í landinu. Þeir hafa hingað til þurft að senda kvikmyndir sínar til út- landsins til að fá þær framkall- aðar. Það eru því gleðitíðindi, ]>egar einn áhugasamur Ijós- myndari aflar sjer tækja til framköllunar á kvikmyndum og getur sýnt frjettakvikmynd af utburðum, sem gerðust daginn áður. Frá þessu var skýrt hjer í blaðinu í gær. • Fullkomnari áhöld. VIÐ ÞURFUM að fá fullkomn- ari áhöld á sviði kvikmyndatækn innar inn í landið. Ríkissjóður hefir einhverntíma lagt fram fje til þess, sem ómerkilegra er. Nú fer í hönd hin merkasta þjóðhátíð, sem haldin hefir ver- ið í sögu landsins. Öll þjóðin stendur á bak við þá hátíð. Það sást best á þátttöku í lýðveldis- kosningunum. Það er mikils um vert fyrir óbomar kynslóðir, að til ’ iroý'sem glegstar heimildir úm þá hátíð. Ekkert tæki getur geymt þær heimildir betur en kvikmyndirnar. Það munu hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að teknar verði kvíkmyndir af hátíðahöldunum. Vonandi, a þar verði engin mistök. Áður hefi jeg bent á hje1 * dálkunum, að ekkert vit er 1 öðru en að tekin verði brei filma af hátíðahöldunum. filmurnar geta verið ágætar. En þær hala nokkra galla. Eins oé er, er t. d. ekki hægt að sýna Þær í neinu kvikmyndahúsi bæíar bíó)- að ins, nema einu (Tjarnar Auk þess hefir verið bent a, það er erfiðara að stækka rnjo filmu upp í breiðfilmu, en a gera mjófilmu úr breiðfilmu. Uin ]>etta þarf ekki að fjölyrða, sjer staklega þar sem ganga ma út fra því sem vísu, að auk mjófiln13 verði tekin breiðfilma af hátíða höldunum. Og svo er það liljóðið- EN SVO ER eitt atriði ennÞa í þessu sambandi, og það er var veisla hins- talaða orðs og hljón1 listar, sem verður á þjóðhát1 inni. Það er vandamál. Bent he ir verið á, að taki megi rse® ,. manna, söng og hljóðfærasla upp á hljómplötur, og víst er Þa rjett. En hæpið er, að hægt ver að nota slíkar hljómplötur í salíl bandi við kvikmyndir, sem tekn ar verða. Til þess að vel fair a tali og hljómi í kvikmyndulíl’ þarf að taka slíkt á sjerstak3 hljóðfilmu. , Hafi þetta ekki verið athuga ’ þyrfti að gefa því gaum. Hjet um svo stórt atriði að ræða. ekki má fara í handaskolum- að Fallegri stjórnarfáni- EINS OG menn vita, er stjórn' arfáni íslands að nokkru fra brugðinn venjulegri gerð fánans Slíka fána mega ekki aðrir no en embættismenn og ríkisfyr!I^ tæki. Ríkisfáninn er þannig ÉeT ^ ur, að skorinn er ])ríhyrningu úr fánanum að framan, þann1^ að blái grunnurinn lengra fram en hvíti og r£Ur krossinn. Stjórnarfáninn Þi ^ fallegur og tignarlegur, en P . mætti gera hann ennþá íeén ^ með því að láta það rauða í inum gánga jafnlangt fram og bláa grunninn, þannig, að ^ rauða í fánanum væri exns pann tunga milli bláu endanna. io ilG ig eru ríkisfánar nokkurra 1 da og þykja þeir fegurrí en þeir> sem skorið er upp í að krosS1 Fengi þessi tillaga góðar r'n{, irtektir, þyrfti að koma bre-.t{ ingunni í framkvæmd einnl núna fyrir lýðveldisstofnun111 • Kosningasögur. MARGAR SÖGUR eru sag^ frá kosningunum, sem ny ^ eru afstaðnar. Eru þær va ta ‘ 0g bæði sannar og ósannar, ein*elti gengur. Hjer eru tvær, ganga manna á milli þessa 3-n.cl • ýf Kona nokkur við íldui k0^ ^ kjörklefa. Það þurfti ekki a^at. ast um föðurlandsást hm ^ Hún „bar han'a utan á sjer ^.j, um leið og hún lagði a^k/S0rða inn í kassann gat hún ek bundist og sagði: „Já, Þa ■níi. búin að segja nei vlð/,°ði nei' Og kross setti jeg vlð að in til þesa aS ckki værl villast, hvað'jeg meinti ■ er Onnur kona a að, . ** ekk1 hún var búin að kjósa. » ’^jta gat jeg fengið af mjer ^ því blessuðum kónginum. tta hann fór að senda o ’ j jeg bónarskeyti. Þessvegna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.