Morgunblaðið - 25.05.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ 1ÁJ Somev'Set WauÁ \am: LARRY DERFORD í leit að lífshamingju 3. dagur — Fimtudagur 25. mal f í 1944 Vinir í lífi og dauða Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 1. EINU SINNI VORU TVEIR MENN, sem voru svo ir vinir, að þeir unnu hvor öðrum eið að »því, a x ikl' 3rð e* voru mjög sjerkennileg. Þau voru svo dökk, að lithimnan var jafndökk augasteininum. Gaf það augunum sjerkennilegan mátt. ■ Hann bauð af sjer mjög góð- an þokka og var aðlaðandi, og jeg gat vel skilið, hvers vegna Isabel hafði orðið hrifin af hon um. Við og við hvíldu augu hennar andartak á honum, og mjer virtist ekki aðeins vera ást í svip hennar, heldur og innileg vinátta. Augu þeirra mættust og í augum hans var svo mikil blíða, að unaðslegt var að horfa á. Isabel, Elliott og Hilary Brabazon hjeldu áfram að ræða um húsaskreytinguna og reyndu að fá leyfi hjá frú Bradlake til þess að endurbæta a. m. k. eitt- hvað dálíti.ð, en hún brosti að- eins ástúðlega. „Jeg verð að fá tíma til þess að hugsa mig um“. Hún sneri sjer að piltinum. „Hvað segir þú um þetta, Larry?“ Hann horfði í kringum sig með bros í augunum. „Jeg sje ekki, að þetta geri til eða frá“, sagði hann. „Larry“, hrópaði Isabel ásak andi. „Jeg, sem blátt áfram skipaði þjer að styðja okkar málstað". „Ef Louisa frænka er ánægð með það, sem hún hefir, til hvers á þá að vera að breyta til?“ Spurning hans bar vott um svo heilbrigða skynsemi, að jeg fór að hlæja. Þá leit hann á mig og brosti. „Og glottu ekki svona, þótt þú hafir sagt eitthvað heimsku- legt“, sagði Isabel. En hann glotti aðeins enn meir, og jeg tók eftir því, að hann hafði smáar, hvítar og mjög reglulegar tennur. Það var eitthvað í svip hans, þegar hann leit á Isabel, sem gerði það að verkum, að hún eld- roðnaði. Hún var sýnilega mjög ástfangin, og jeg veit ekki hvað það var, sem gaf mjer þá til- finningu, að í ást hennar væri eitthvað móðurlegt. Það kom mjer dálítið á óvart hjá svo ungri stúlku. ílún brosti blíð- lega og sneri sjer enn einu sinni að Hilary Brabazon. „Takið ekkert mark á hon- um“, sagði hún. „Það eina, sem hann hefir vit á, er flug“. „Flug?“ sagði jeg. „Hann var flugmaður í styrjöldinni“. „Var hann ekki of ungur til þess að fara í stríðið?" „Jú, altof ungur. Hann hag- aði sjer mjög illa. Hann strauk af skólanum og fór til Canada. Þar komst hann í flugherinn með því að skrökva því, að hann væri 18 ára. Hann var í Frakklandi, þegar vopnahlje var samið“. „Þú þreytir gesti móður þinnar, Isabel“, sagði Larry. Skömmu eftir hádegisverð kvöddum við Elliott. Jeg var búinn að segja honum, að jeg ætlaði á listasafnið og líta a myndirnar þar, og sagðist hann ætla að koma með mjer. Jeg kæri mig yfirleitt lítið um að heimsækja myndasöfn í fylgd með öðrum. En jeg gat ekki sagt honum það, og við fylgd- umst þess vegna að. Á leiðinni töluðum við um Isabel og Larry. „Það er í rauninni hrítfandi að sjá tvær ungar manneskjur svona ástfangnar hvora af ann ari“, sagði jeg. „Þau eru altof ung til þess að gifta sig“. „Hvers vegna? Það er svo gaman að gifta sig, þegar mað- ur er ungur og ástfanginn!“ „Vertu ekki að reyna að vera fyndinn, góði. Hún er nítján ára og hann aðeins tvítugur. Hann hefir enga atvinnu og litlar tekjur — aðeins 3000 á ári, eftir því sem Louisa segir 1— og Louisa er ekki auðug kona. Hún hefir ekki meira en hún þarf sjálf að nota“. „Hann getur fengið sjer eitt- hvað að gera“. „Það er einmitt það. Hann reynir ekkert til þess að fá sjer atvinnu. Hann virðist vel á- nægður með að gera ekki neitt“. „Hann hefir sennilega átt erfiða ævi í styrjöldinni og þarfnast hvíldar“. | „Hann hefir nú verið að 'hvíla sig í eitt ár. Það virðist ívissulega nógu langur tími“. „Mjer leist prýðilega á pilt- inn“, sagði jeg. „Já, já, jeg hefi ekkert út á Ihann að setja. Hann er af góðu fólki kominn. Faðir hans var frá Baltimore. Hann var að- stoðarprófessor við Yale-há- skólann. Móðir hans var af gamalli kvekaraætt í Phila- delphiu“. „Þú talar um þau í þátíð. Eru þau dáin?“ „Já. Móðir hans dó af barns- förum og faðir hans fyrir 12 árum. Hann var alinn upp hjá gömlum skólabróður föður síns, sem er læknir í Marvin. Það var þar, sem Louisa og Isabel kyntust honum“. „Hvar er Marvin?“ „Það er þar, sem Bradlake- setrið er. Louisa var vön að dvelja þar á sumrin. Hún kendi í brjósti um litla drenginn. Dr. Nedley var 'piparsveinn, og ekki mjög vel að sjer í barna- uppeldi. Það var Louisa, sem kom því til leiðar, að hann var sendur til St. Paul, og hann dvaldi hjá henni í öllum jóla- leyfum sínum“. Elliott ypti öxlum. „Hún hefði átt að geta sjeð, hvað af þessu myndi leiða“. Þegar jeg kvaddi frú Brad- lake, sagði hún mjer, að Isabel hefði boðið nokkrum fjelögum sínum til kvöldverðar daginn eftir, og þeir ætluðu út að dansa á eftir, og ef jeg vildi koma, gætum við Elliott rabb- að saman, þegar þau væru farin. „Þjer gerið honum mikinn greiða, ef þjer komið“, sagði hún. „Hann hefir dvalið svo lengi utanlands, að honum finst hann vera ókunnugur. Hann virðist ekki geta fundið neinn, sem honum finst hann eiga neitt sameiginlegt með“. Jeg þáði boðið, og áður en við skildum á myndasafninu, ljet Elliott í ljós ánægju sína yfir því. „Jeg er eins og vilt sál í þess- ari stóru borg“, sagði hann. „Jeg lofaði Louisu að dvelja hjer hjá henni í sex vikur — við höfum ekki sjest síðan 1912 — en jeg tel dagana, þang að til jeg kemst aftur til Par- ísar. Það er eini staðurinn í heiminum, þar sem siðaður maður getur átt heima. Veistu, væni minn, hvað þeir kalla mig hjerna? Dutlungasegg! Þetta eru villimenn!“ Jeg hló og kvaddi hann. ★ Kvöldið eftir, þegar jeg hafði neitað boði Elliotts um, að hann sækti mig, komst jeg heill á húfi til frt» Bradlake. Jeg tafðist á leiðinni og kom því dálítið of seint. Þegar jeg gekk upp stigann, heyrði jeg svo mikinn hávaða innan úr dagstofunni, að jeg hjelt, að þetta hlyti að vera stórt sam- kvæmi, og var því dálítið undr- andi, þegar jeg sá, að með mjer vorum við aðeins tólf. Frú Bradlake var mjög glæsi leg að sjá, í grænum „satin“- kjól með rautt perluband um hálsinn, og Elliott sömuleiðis, í vel saumuðum samkvæmis- fötum. Þegar hann kom og- heilsaði mjer, bárust að vitum mjer öll ilmvötn Arabíu. Jeg var kyntur fyrir háum, gjörvu- legum manni, með rautt andlit, sem virtist ekki kunna sem best við sig í samkvæmisklæðum. Það var Dr. Nedley. Hitt voru alt saman fjelagar Isabel, en nöfnum þeirra gleymdi jeg jafn óðum og jeg heyrði þau. Stúlk- urnar voru ungar og fallegar,' og ungu mennirnir myndarleg- ir. Enginn þeirra vakti sjer- staklega athygli mxna, nema einn piltur, og það var vegna þess, hve stór hann var og myndarlegur. Hann hlýtur að hafa verið sex fet og þrír eða fjórir þumlungar á hæð og mjög axlabreiður. Við kvöldverðarborðið sat jeg milli frú Bradlake og feim- innar, ungrar stúlku, sem virt- ist enn yngri en hin. Þegar við settumst niður, sagði frú Brad- lake mjer, að afi hennar og amma hefðu búið í Marvin, og hún og Isabel hefðu verið skólasystur. Hún hjet Sophie. Hún var ekki sjerlega lag- leg, en hafði mjög skemtilegt andlit, lítið snubbunef, stóran munn og grænblá augu. Hár hennar var dökkbrúnt. Hún var mjög grönn, og flatvaxin eins og drengur. Hún hló, þeg- ar eitthvað skemtilegt var sagt, en hlátur hennar var dálítið þvingaður, svo að maður hafði þá tilfinningu, að hún skemti sjer ekki eins vel og hún vildi vera láta. Jeg gat þess til, að hún væri að reyna að vera fjör- skyldu ekki skilja í lífi nje dauða. Annar þeirra var mj^u, gamall, og nokkru eftir að hann dó, bað hinn sjer fjekk jáyrði hennar og ætluðu þau síðan að gifta sig- Þegar þau buðu til brúðkaupsins, fór brúðgumtnn j 4lfúl' út í kirkjugarðinn, þar sem vinur hans hvíldi, da1 rði a par sem vmur nans nvu^, ■ ^ ’ leiðið og kallaði á hann. — Nei, hann kom ekki- ^ | barði aftur og kallaði hærra en áður, að hann skyldi ^ því hann þyrfti að tala við hann. Loksins heyf^1^.^;. eitthvert þrusk.og síðan kom hinn dauði upp úr glC’ ^ „Það var gott að þú komst, vinur“, sagði brúðg „jeg er búinn að standa hjer lengi og kalla á þig'; jaLlði, „Æ, jeg var svo langt í burtu hjeðan“, sagði sa ^ „svo jeg heyrði ekki almennilega til þín, fyrr en 1 sl skiftið". _ ifta „Já, jeg kallaði nú á þig af því, að í dag' er jeg a ^u1' mig“, sagði vinur hans, „og þú manst sjálfsagt, að 0 talaðist svo til, að við skyldum vera hvor við annars ^ kaup“. — „Jeg man eftir því“, sagði vofan, „en þu ^ kannske svolítið, því jeg þyrfti helst að laga mig a gVei til, eftir að hafa verið dauður svona lengi, jeg el mjer ekki hæfur í brúðkausveitslu“. . j)0p' Hinn hafði nauman tíma, því það var beðið eú11 af| um, því það átti að fara að halda af stað til kirkj111 en svo varð að láta drauginn hafa svolítinn tíma 1 rgi að laga sig til og búa sig og var honum fengið he1 og lánuð kirkjuföt, því hann varð r.ð fara tíl kirkju’ og hinir. ^ft- Jú, sá dauði var með í för, bæði til kirkju og hellU ,kun' ur, og þegar brúðkaupsveitslan fór að líða að enda um, vildi hann kveðja og fara sína leið. En vegua allar vináttu vildi brúðguminn fylgja honum til rði innar aftur. Og þegar þeir voru á leiðinni þanga^, brúðguminn, hvort hinn hefði ekki sjeð margt em ^ legt og merkilegt, sem gæti verið gaman að vita jú, það hefi jeg nú“, sagði hinn dauði, „margt o£. ^ hefi jeg sjeð“, sagði hann. „Gaman væri að sjá þa^ ^e6 " CJ I O > ' n J sagði brúðguminn, „mjer myndi þykja gaman að ta ‘ þjer líka“, sagði hann. . ..e11 „Það geturðu svo sem fengið“, sagði draugnrinUj ý}\ það getur dregist þó nokkuð, að þú komist heilT1 vf aftur“. — Brúðguminn hugsaði með sjer, að þa® V hafa það, og fór með draugnum vini sínum niðul „pp ;na. En áður en þeir fóru niður í gröfina, reif v°ý^. Trúboði: — Ef þið grípið fram í fyrir mjer einu sinni enn, þá hætti jeg að tala, og þá fáið þið ekkert að vita um þá óttalegu tíma, sem við lifum á. ★ — Mig langar til þess að biðja yður, frú Sigurbjörg, um framlag til drykkjumannahæl- ís. ,'iti á , — Hann er hjerna u unni að selja ískökur- ★ • n Þjónn: — Húsbóndu1 ^ mig um að segja yður> ^ væri ekki heima. Þión„:-A.SagS jViljið þjer þá segja 1 jeg hafi ekki kömið? ★ — Sjálfsagt, þið getið fengið * r-u Hún: - Þú kvarta manmnn mmn. — Móðirin: — Hversvegna ferðu ekki út að leika þjer með vinum þinum? Snáðinn: — Jeg á ekki nema einn vin og jeg hata hann. kc Hann: — Osköp eruð þjer fölar í kvöld, ungfrú. Hún: — Segið þá eitthvað, svo jeg geti roðnað. ★ — Mamma, gefðu mjer krónu handa fátækum manni. — Hvaða maður er það? að t tíun:_pUKV- , að matunnn sje s af mjer, en þó heyt&x je^ {yú sagðir við kunningl gm skemstu, að þú úe ^ jeg h mjer vegna þess, hva • til góðan mat. j^að11 Hann: — O — sV verður að finna upP afsökun. rr>ai ,efr — Veistu það, að f, ‘‘nlfá sie‘ arstjórinn ætlar a<oklcUr al hvíld frá störfum 1 ft ■ , — hetn — Já, hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.