Morgunblaðið - 27.05.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ L Ð Laugardagur 27. maí 1944. LARRY DERFORD 1ÁJ. ÁÁ'omeráet I leit að lífshamingju — 5. dagur — Harm rjetti mjer bókina, sem hann hjelt á. Var það „Frum- atriði sálfræðinnar“ eftir Will- iam James. Það er vitanlega sígild bók og mikilvæg í vís- indagrein þeirri, sem hún fjall- ar um. Og hún er mjög læsi- leg. En jeg átti ekki von á að sjá hana í höndum mjög ungs manns, flugmanns, sem hafði verið að dansa til kl. 5 um morguninn. „Hvers vegna eruð þjer að lesa þetta?“ spurði jeg. „Jeg er mjög fáfróður11. „Og mjög ungur“, sagði jeg og brosti. Hann þsgði svo lengi, að mjer fór að finnast þögnin vandræða leg. Hann starði liugsandi út í loftið, svipurinn alvarlegur og ákafur. Þegar hann byrjaði aft- ur að tala, var eins og hann hjeldi áfram samtalinu, án þess að hafa tekið eftir hinni löngu þögn. „Þegar jeg kom heim frá Frakklandi, vildu þau öll að jeg færi í háskóla. Jeg gat það ekki. Eftir alt, sem jeg var búinn að sjá og reyna, gat jeg ekki sest aftur á skólabekk. Jeg lærði hvort sem er ekkert í menta- skólanum. Mjer fanst jeg ekki geta hafið nám sem nýliði við háskóla. Þeim hefði ekki geðj- ast að mjer. Og jeg held, að kennararnir hefðu ekki kent mjer það, sem jeg vildi vita“. „Auðvitað kemur mjer þetta ekkert við“, sagði jeg, „en jeg hygg, að þjer hafið ekki gert rjett. Maður nemur fljótar og betur undir leiðsögn góðra kennara. Maður eyðir miklum tíma í fálm á villigötum, ef maður ekki hefir einhvern til þess að leiðbeina sjer“. „Já, ef til vill er það rjett. En mjer er sama, þótt mjer skjátlist. Það getur verið, að einhversstaðar á villigötunum finni jeg eitthvað af því, sem jeg leita að“. „En að hverju leitið þjer?“ . Hann hikaði andartak. „Það er nú einmitt vandamál ið. Jeg veit það ekki greinilega ennþá“. Jeg þagði, því að mjer fanst ekki vera hægt að svara þessu neinu. Jeg, sem frá æskudög- um hafði altaf haft ákveðið markmið fyrir augum, varð dá- lítið óþolinmóður, en álapaði síðan sjálfum mjer. Jeg hafði óljóst hugboð um það, að í sál þessa ungmennis væri einhver dulin barátta. Hvort það voru hálfskapaðar hugmyndir eða ó- Ijósar kendir, gat jeg ekki um sagt, en þetta fylti hann ein- hverju eirðarleysi, sem knúði hann áfram — 'eitthvað — hann vissi ekki hvert. Jeg fjekk mikla samúð með honum. „Er það rjett hjá mjer, að þið hafið talað um mig eftir að við fórum út að dansa í gær- kvöldi?“ spurði hann. „Já, það er rjett“. „Já, jeg hjelt að það væri þess vegna, sem Bob frændi var neyddur til þess að koma til kvöldverðar. Annars fer hann aldrei út“. „Þjer virðist hafa fengið til— boð um ágæta atvinnu“. „Dásamlega atvinnu“. „Ætlið þjer að taka því?“ „Það held jeg ekki“. „Hvers vegna ekki?“ „Mig langar ekki til þess“. Jeg var hjer að reka nefið niður í mál, sem mjer kom ekkert við. En jeg hjelt, að einmitt vegna þess að jeg var ókunnugur og útlendingur, myndi Larry geta rætt um þetta við mig. „Þjer vitið það, að þegar menn ekkert geta annað, verða þeir rithöfundar", sagði jeg og hló við. „Jeg hefi enga hæfileika“, sagði hann. „Hvað viljið þjer þá gera?“ „Reika um og skoða mann- lífið“. Jeg fór að hlæja. „Jeg hefði nú ekki haldið, að Chicago væri ákjósanlegur staður til þess“, sagði jeg. „Annars ætla jeg að lofa yður að lesa í friði. Jeg ætla að líta á „Yale Quarterly“.“ Þegar jeg fór út stundu síð- ar, var Larry enn niðursokk- inn í bók William James. ★ Daginn eftir bauð Elliott mjer til hádegisverðar í „Palmer Hause“ með Maturin feðgun- um. Við vorum aðeins fjórir. Henry Maturin var stór mað- ur, nærri því eins stór og son- ur hans. Hann var feitur og rauður í andliti, kjálkarnir stórir og nefið stutt. Augu hans voru minni en augu sonar hans og ekki eins blá, og ákaf- lega slægðarleg. Hann gat ekki verið meira en um fimtugt, en virtist tíu árum eldri, og hár hans var snjóhvítt. Jeg varð fyrir þeim áhrifum af honum, að hann væri greindur og dug- legur harðjax, sem væri misk- unnarlaus — í viðskiftum a. m. k. " Fyrst sagði hann lítið, og mjer fanst hann virða mig fyr- ir sjer. Jeg gat ekki annað en tekið eftir, að honum fanst Elliott heldur hlægilegur. Gray, vingjarnlegur og kurteis, sagði næstum ekki neitt. Brátt fór hr. Maturin að kunna betur við sig, og hann gerði nokkrar athugasemdir, sem sýndu, að hann var greind- ari en hann leit út fyrir og hafði þurra kímnigáfu. Það kom í ljós, að hann hafði einn- ig umsjón með eigum Elliotts, og dálitla stund snerust um- ræðurnar um hlutabrjef og rík- isskuldabrjef. Ef jeg hefði ekki vitað það áður, að Elliott Ijet ‘engan hafa sig að gynningar- fífli, hefði jeg sennilega orðið undrandi yfir allri þeirri þekk- ingu, sem hann hafði í þessum efnum. Það var þá, sem hr. Maturin sagði: Grays, Larry Darford, í morg- Greys, Larry Darford, í morg- un. Hann sagðist gera sjer fulla grein fyrir því, að það væri stórkostlegt tækifæri fyrir ung an mann að komast inn í versl- un mína, og hann hefði hugsað málið mjög vandlega, en kom- ist að þeirri niðurstöðu, að hann myndi aðeins valda mjer vonbrigða, og væri því betra að afþakka boðið“. „Það er mjög heimskulegt af honum“, sagði Elliott. „Já“, svaraði hr. Maturin. „Mjer þykir þetta mjög leitt, pabbi“, sagði Gray. „Það hefði verið gaman, ef við hefð- um getað unnið saman“. „Það er hægt að draga hest- inn niður að vatninu, en það er ekki hægt að neyða hann til þess að drekka“. Hr. Maturin horfði á son sinn, á meðan hann sagði þetta, og jeg sá, að slægðin í augna- svip hans hvarf, og í stað henn- ar komu, ástúð og aðdáun. Jeg sá þá, að þessi harðsnúni versl- unarmaður hafði einnig aðra hlið. Hann dáði þennan risa- stóra son sinn. „Jæja, hvernig leist þjer á hann?“ spurði Elliott mig, þeg- ar Maturin feðgarnir voru farnir. „Jeg hefi altaf gaman af að kynnast nýju fólki. Mjer fanst fallegt að sjá svo gagnkvæma ást föður og sonar. Jeg veit ekki, hvort það er svo algengt í Englandi“. „Hann tilbiður drenginn. Hann er annars einkennilega samsettur. Hann lítur eftir sparifje fjölda gamalla kvenna, embættismanna og presta, sem hættir eru störfum. Jeg hefði nú haldið, að upp úr því væri heldur lítið að hafa, en hann er hreykinn af trausti því, sem þetta gamla fólk sýnir honum. En ef um háa vexti er að ræða, er enginn, sem er miskunnar- lausari en hann“. tAr Þegar Elliott kom heim, sagði hann frú Braalake, að Larry hefði afþakkað tilboð Henry. Isabel hafði borðað hádegis- verð með nokkrum vinstúlk- um sínum, og kom inn á meðan þau voru að -ræða málið. Það, sem Louisa Bradlake sagði, var gagnort og óhrekj- anlegt: „Ef hann elskaði þig, ætti hann að vera reiðubúinn til þess að vinna fyrir þig“. Jeg veit ekki, hverju Isabel svaraði, en hún var vissulega nógu greind til þess að sjá, að eldra fólkið hafði skynsemina sín megin. Allir ungir menn, sem hún þekti, voru annað hvort í skólum, til þess að búa sig undir lífsstarf sitt, eða höfðu þegar valið sjer það. — Larry gat ekki búist við því að lifa það, sem eftir var æv- innar, af hinum góða vitnis- burði, sem hánn hafði fengið í flughernum. Stríðið var á enda. Allir keptust við að gleyma því sem fyrst. Arangurinn af samræðum þessum var sá, að Isabel fjelst á að ræða málið við Larry. Frú Bradlake stakk upp á, að hún fengi hann til þess að aka sjer Vinir í lífi og dauða Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. hinn dauði aftur. „Það var gott, að þú satst kyrr“, sagði hann, „annars hefði jeg sjálfsagt ekki fundið þig“. — En þegar brúðguminn ætlaði að fara að rísa á fætur, þá var það ekki auðvelt, hann var þá allur þakinn í mosa og það voru meira að segja vaxnar yfir hann trjárætur, þannig, að það sást hje'rumbil ekkert i hann. Þegar hann var bú- inn að rífa þetta af sjer, sneru þeir heim á leið og fóru sömu leið til grafar hins framliðna. Þar kvöddust þeir og skildu, og þegar brúðguminn kom upp, fór hann bein- ustu leið heim til sín. En þegar hann kom þangað heimað, fannst honum hann alls ekki kannast við sig þar. Hann horfði hissa í kringum sig, og spurði alla, sem hann hitti, en þeir vissu ekkert um brúði hans, ættmenn eða vini, og engan sá hann, sem hann þekkti. Og allir voru hissa á þessum manni, sem ráfaði um og leit út eins og fugla- hræða. Þegar hann gat ekki fundið neinn, sem hann þekkti, tók hann það ráð, að fara beint til prestsins og sagði hon- um upp alla söguna, hver hann væri, og hvenær hann hefði gift sig og hvert hann hefði farið eftir brúðkaupið. Presturinn kannaðist ekkert við þetta, en þegar hann hafði leitað í æfagömlum kirkjubókum, þá komst hann að raun um það, að brúðkaupið hefði staðið fyrir æfa- löngu, og fólk það, sem gestur hans talaði um, hefði lifað fyrir 400 árum. Á þessum fjórum öldum hafði vaxið upp stór og mikil eik rjett hjá prestsetrmu. Þegar brúðguminn, sem gifti sig fyrir 400 árum, sá hana, klifraði hann upp í eikina og ætlaði að litast um á fornum slóðum. En meður því, að hann var orðinn dálítið stirður, af því að hafa setið og sofið í 400 ár handan við gröf og dauða, þá gekk honum 3kki þessi ferð að óskum. Þegar hann ætlaði niður aftur, nissti hann fórfestu, datt niður úr trjenu og komst þannig í eðlilegan hátt aftur til vinar síns hinum megin, þar sem orúður hans og önnur skyldmenni hafa líka eflaust tekið Jonum opnum örmum. ENDIR. — Er gott loftslag hjer í sveit inni? — .Framúrskarandi. Seinustu átta árin hefir ekki dáið nema einn maður hjer. — Hver var það? Læknirinn — hann dó úr hungri. ★ Þjónn: — Hjer er afbragðs- gott koníak. Gestur: — Jeg vil það ekki. Jeg er sjálfur sextíu ára, og ekki hefi jeg batnað með aldr- inum. ★ — Þetta er ljómandi fallegt lag, sem þú varst að leika. Er það nýtt? — Nei, það er eftir Beethov- en. — Þú veist, að Beethovpn er dauður. — Nei, jeg hafði ekki einu sinni hugmynd um, að hann væri veikur. 'k — Hún er sein í snúningum, hún Sigga. — Minstu ekki á það. Hún hefir verið í 30 ár að því að verða 25 ára gömul. ★ Skrifstofustjórinn (við mann, sem kemur í atvinnuleit): — Stamið þjer altáf svona? Maðurinn: — N-e-i — b-b- bara þ-þ-þeg-ar j-jeg t-ta-tala. Ameríkumaður kemur til Dublin og sagði ótrúlegustu sögur af hæð húsanna í New York. Iri nokkur hlustaði á, en loks varð hann leiður á þessu og spurði: „Hafið þjer sjeð nýja hótel- ið?“ „Nei“, svaraði Ameríkaninn. „Það er svo hátt, að tvær efstu hæðirnar eru hafðar á hjörum til þess að hægt sje að víkja, á meðan tunglið fer framhjá". ★ Húsfreyjan: — Jeg ætla að fara til sjerfræðings í andlits- fegrun ■— láttu mig fá 50 krón- ur. Húsbóndinn: — Sjálfsagt, gæskan mín, en heldurðu að það nægi? ★ Ljósmyndarinn: — Viljið þjer brjóstmynd eða hnjemynd? Hún: — Ja, jeg vildi nú helst hafa andlitið með. ★ Við eina af þingveislum Bismarks gerði einn þingmað- ur þá athugasemd við frum- varp um tóbaksskatt, að ein- hverjir myndu hætta áð reykja, þegar tóbak yrði dýrara. „Jeg þekki af eigin reynslu aðeins eitt tilfelli“, svaraði Bismark, „það var maður, sem var svo óheppinn að berja úr pípu sinni ofan í púðurtunnu. Hann steinhætti að reykja“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.