Morgunblaðið - 31.05.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1944, Blaðsíða 1
81. árgangur. 117. tbl. — Miðvikudagur 31. mai 1944 l«af«ldarprentsmiðja h.f. REYNT AÐ INNIKRÓA 100 ÞÚS. MANNA ÞÝSKT LIÐ í LIREDALNUM Hifler sendir yfir- njósnara sinn til Tyrklands Ankara í gærkvöldi. ’ EINN AF helstu yfirmönn- um leyniþjónustunnar þýsku, Erich Pfeiffer, kom til Isfanbul 12. maí til þess að taka að sjer ’yfirstjórn þýsku leyniþjónust- unnar í Tyrklandi. Er talið, að hann ætli að laga ástandið, sem skapaðist við það, að nokkrir þýskir talsmenn struku tii bandamanna. Álitið er, að Pfeiffer hafi heimild Himmlers til þess að segja fulltrúum Himmlers í Ankara og Istanbul fyrir verk- um. Moyzisch, fulltrúi Himmlers í Ankara, hefir verið í ónáð, síð- an að einkaritari hans, ungfrú Kapp, strauk til bandamanna í apríl s.l. Hann gat með naum indum komist hjá því að vera kallaður heim til Þýskalands og vera dreginn fyrir herrjett. — Moyzisch er Austurríkis- 'maður. Hann var áður leyni- lögregluþjónn í austurrisku lögreglunni og meðlimur fram kvæmdanefndar leynifiokks nasista í Austurríki, Rooseveíi og Churchlll ætla að httfas! á ný WASHINGTON í gærkveldi: Roosevelt forseti sagði á fundi sínum með blaðamönnum í dag, að hann byggist við að hitta Churchill forsælisráðherra í sumar, haust, eða snemma að vori. Rússar segja, að þessi sókn Þjóðverja hafi byi’jað fyrir norðán Jassy í Rúmeníu, milli fljótanna Prut og Siret. Engar fregnir hafa borist um Sókn þessa frá Þjóðverjum. Herstjórnartilkynningin í stríðið4 Washington í gærkveldi: ROOSEVELT forseti stakk upp á því á fundi sínum með blaðnmönnum í dag, að núver- andi styrjöld yrði nefnd „1 Iarðstjórastríðið“. Hann sagði, að stungið hefði verið upp á þessu nafni; á styrjöldinni við sig fyrir nokkru og hann kynni ágæt- iega við það. — Reuter. Eftir Cecil Sprigge. NAPOLI í gær. — Tuttugu árum efiir að Mussolini Ijet myrða ítalska 'Sósíalistaleiðtog- ann Giagomo Matteotli, verða morðingjar hans dregnir fyrir dóm og látnir svara til saka. Badoglio hefir undirskrifað ný lög um rjettarhöld, sem halda á í málum ítalskra fas- ista. Verða lög þessi birt bráð- lega. Samkvæmt þessum lögum j er það talið glæpur að hafa tek- J ið þátt í stiórnmálastarfsemi' fyrir fasistaflokkinn og þeir, sem verða sekir fundnir, verða dæmdir til þungra hegninga, alt frá nokkurra ára fangelsi til líf láts. I-Iægt verður að draga úr hegningu, ef þeir ákærðu hafa slaöið sig vel í baráttunni gegn Þjóðverjum, eftir að vopnahlje var samið. — Reuter. kvöld segir, að í dag hafi rúss- neski herinn eyðilagt fyrir Þjóðverfum 50 ' skriðdreka og 36 flugvjelar. Á öðrum vígsjöðvum í Rúss- landi er allt sagt vera með kyrrum kjörum. Sljórna innrásar- flugliði bandamanna ÞESSiR ÞRÍR menn eru yfir- menn flughers bandamanna, scm á að taka þátt í innrásinni á meginlandið. Efst er W. O. Butler, þá T. L. Leigh-Mallory og neðst er L. Brereton hers- höfðingi. Hitahvlnia vift Frm- arsund London í gærkveldi: — EINUSTU veðurfregnimar sem leyfilegt er að birta. í Englandi nú, evu fregnir af veðrinu í Ermarsundi. 1 ve’ð- urfregnum þaðan þessa dag- ana er skýrt frá mikillri hita- þylgju, scm gengur yfir. — Blæjalogn hefir verið á sund- inu og hitinn gríðarlega mikiil Skygni er gott. Þjóðverjar byrja sókn i Rússlandi London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RÚSSNESKA hersljórnartilkynningin í kvöld skýrir frá því. að þýski herinn hafi byrjað sókn á suður vígstöðvunum í Rúss- landi í morgun og tefli fram miklu liði. Segir tilkynningin, að Þjóðverjum hafi tekist með feikna mannfórnum að brjóta skarð í varnir Rússa, en Rússum hafi þó tekist að rjetla hlut sinn. „Erum brátt í Rómaborg“ segir Clark hershöfðingi London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. SÍÐAN FYRIR HVÍTASUNNU hafa geisað einhverjar | hörðustu orustur styrjaldarinnar við varnarvirki Róma- borgar. Hersveitir bandamanna hafa sótt á af miklum móði, en Þjóðverjar hafa varist vel og teflt fram öllu því liði og hergögnum, sem þeir hafa á að skipa. Bandamönn- um hefir orðið ágengt á allri víglínunni, en framsókn hef- ir verið hæg undanfarna daga. Það er nú ljóst orðið, að bardagar þeir, sem nú fara fram á Italíuvígstöðvunum eru ekki eingöngu um Rómaborg, heldur er aðaltilgangur banda- manna að valda þýska hernum eins mildu tjóni og frekast er unt og umfram allt leitast þeir við að rjúfa undanhaldsleiðir þeirra hersveita Þjóðverja, sem verjast í Liredalnum. Roosevelt ekki ánægður með Spánverja Washington í gærkveldi. ROOSEVELT forseti var að því spurðúr á fundi sínum með blaðamönnum í dag, hvort .nokkur breyting hefði orðið á stefnu Bandaríkjastjórnar gagn ivart Spánverjum. Forsetinn svaraði, að í raun og veru hefði engin breyting orðið á ennþá. | Roosevelt sagði, að Spánverj ar sendu ennþá mikið af birgð- um til Þjóðverja. Að vísu hefðu þeir minkað birgðasendingar sínar, en alls ekki nærri nóg, að dömi forsetans. — Reuter. Tyrkneska sljérnin fær irausfsyfirlýs- ingu FRÁ ÞVÍ var skýrt í kvöld í útvarpi frá Ankara, að fjár- lagaumræðum í tyrkneska þing inu hefði lokið á mánudag með einróma traustsyfirlýsingu til handa stjórninni. Sarajoglu forsætisráðherra sagði í lok umræðnanna, að mestur hluti útgjalda ríkisins á þessu ári renni til landvarna. Einnig kvað Sarajoglu Tyrki á- kveðna í því að halda hlutleysi sínu. Fjárhagur Tyrkja hefir batn að talsvert á tveim síðustu ár- um. Kornbirgðir þar í landi nema nú 350 þús. smálestum og gullforðinn hefir aukist á þessu tímabili um nærfelt 100 smálestir. Reuter. Það er nú taliö, að í 10. og 14. hernum þýska, sem enn er í Liredalnum sjeu 100,000 hermenn. Þessir hermenn eiga mi aðeins tvær leiðir til undan. halds, en það eru slæmir fjall- vegir. Aðal undanhaldsleið þeirra niður á bóginn, „Þjóð- vegur 6“, sem er aðalleiðin til Róm, er víða á valdi banda- manna og víða geta þeir hald- ið uppi látlausri skothríð á vegiim, þaimig, að hann er Þjóðverjmn ónýtur sem und- anhaldsleið. 15—20 þúsund fangar. Bandamenn hafa til þessa tekið 15—20 þúsund þýska fanga á f ta 1 í u v í g s tö ð n u m, frá því sóknin var hafin á dögunum. Þar af hcfir 5. herinn eimi tekið' um 12,000 fanga. Skothríðin heyrist til Róm. Miklir bardagar eru háðir í Alban-hæðunum, sem eru um 30 km. fyrir sunnan Róm. — Skothríð frá skriðdrekabyss- um og failbyssum lieyrast alla leið inn í Róinaborg_ I Rómaborg eftir nokkra daga Yfirmaður 5. hersins, Clark hershöfðingi, ljet svo ummælt í dag, að eftir nokkra daga myndu bandamenn vera komn ir til Rómaborgar. Það verður merkilegt augnablik, sagði hershöfðinginn, er vjer. tökurn fyrstu höfuðborgina í Evrópu og fánar frelsisins blaktn á ný yfir borginni eilífu. ítalskt herlið getur sjer góð- an orðstír. Cecil Sprigge, frjettaritarl Reuters, sem er með framsveit um bandamanna á ftalíu, si'g- ir í skeyti í dag, að ítaiskar Framh. á 2. siðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.