Morgunblaðið - 31.05.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1944, Blaðsíða 10
10 >MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. maí 1944 Kvikmyndun lýðveldishátíðahaldanna Það heíir verið minst tölu- vert á hina væntanlegu hátíð- arkvikmynd í blöðunum undan farna daga, sem von er til, þar sem engin rituð saga eða fast- ar ljósmyndir geta géýmt slíka viðburði, jafn vel og kvikmynd in gerir, en vegna þess að jeg er eini ljósmyndarinn hjer, sem tek breiðfilmu, en hátíðanefnd in er búin að ráða ljósmyndara til þess að taka mjófilmu,* lang ar mig til þess að segja frá því sem jeg hefi heyrt, sjeð og reynt í þessum efnum. 20 ára reynsla. í síðustu 20 ár hefi jeg meira og minna fengist við kvik- myndatöku, og ávalt haldið mjer við breiðfilmuna, af þeim ástæðum sem hjer skal getið: Það er fyrst og fremst vegna þess, að hana má sýna á öllum betri kvikmyndahúsum, en aft ur á móti hefi jeg altaf verið mótfallinn mjófilmunni, nema í einstaka tilfellum, svo sem ,til hemiahúss og skólasýninga. Þær filmur, sem hingað hafa komið, og alment eru notaðar í skólum, eru mestmegnis smækk aðar úr breiðfilmum, því það er staðrenyd, eins og Morg unblaðið rjettilega gat um fyr- ir nokkru, að ef breiðfilma er tekin, fást betri mjófilmur eft- ir henni, heldur en frummynd- inni úr mjófilmu-vjelinni. Það er ekki nema eðlilegt, að þeir, sem ekki hafa kynst kvik myndatöku-tækni, haldi að hægt sje að stækka mjófilmuna upp í breiðfilmu, og þá er því til að svara, að ef mjófilma er tekin í litum, er ekki hægt að stækka hana í breiðfilmu, aft- ur á móti er það einstaka sinn um gert, ef mjófilman er tekin á venjulega „svarta og hvíta“ filmu, en þá koma kornin í filmuhúðinni svo mikið fram á tjaldinu, að óþolandi er að horfa á slíka mynd, enda er það aðeins gert sem neyðarúrræði. Nordisk Films Co. í Kaup- mannahöfn og hið heimsfræga films-fjelag UFA í Berlín, hafa bæði ráðið mjer frá „smalfilm“ — mjófilmumyndatöku — af framangreindum ástæðum. Fyrsta íslenska kvikmyndin. Fyrir nálega 25 árum tók jeg mína fyrstu kvikmynd sem hlaut nafnið „Æfintýri Jóns og Gvendar“, útbjó jeg hana hjer [ftir Loft Guðimindsson, Ijósmyndara að öllu leyti, og var hún sý’nd í Nýja Bíó í 6 daga, og þótt hún væri með viðvaningsbrag, gaf hún lítrð eftir fyrstu Chaplíns- myndunum. Tilraunin varð þó til þess, að mjer datt í hug að taka kvik- mynd sem gæti orðið landinu til einhvers gagns, og tók jeg þá kvikmyndina „ísland i lif- andi myndum“, sem jeg var í tæp tvö ár að taka og fullgera. Þegar mjer datt þessi kvik- mynd í hug, átti jeg ekki einu sinni fyrir kvikmyndavjelinni, hvað þá heldur filmum og ferða köstnaði, en eitthvað varð að gera. Fáir eða engir þektu til mín sem myndasmiðs, og þar af leiðandi hugði jeg engum svo gott til mín, að peningaframlag fengist til heillra sýningamyríd ar. Hr. framkv.stjóri Richard Thors hlustaði með athygli á hugmynd mína um þessa fyrir- huguðu kvikmynd, en til hans fór jeg fyrst, og eftir að jeg hafði tafið hann lengi, brosti harín góðlátlega og rjetti mjer peningaupphæð, sem nægði mjer til vjelakaupa og nokkuð af filmu, og sagði, margt hafa menn stýrkt vitlausra en þetta. Ekki er mjer enn Ijóst, hvernig jeg komst út á götuna, — nafn- ið Island í lifandi myndum var orðið af veruleika, síðan komu fleiri til sögunnnar og greiddu götu mína. / Þar sem jeg taldi víst, að kvikmyndin mundi. ekki borga sig hjer heima, sótti jeg um styrk til Álþingis, 10 þúsund krónur, því jeg ætlaði mjer að greiða þeim aftur sína peninga sem hjálpað höfðu mjer, ei. hið háa Alþingi varð ekki við bón minni, þrátt fyrir það sýndi jeg alþingismönnum myndina texta lausa, og fór síðan utan með hana, til þess að fullgera hana, — fjekk jeg þá brjef að heim- an og ávísun frá Alþingi upp á 3 þúsund krónur og var þetta gjöf, og fylgdi m.. a. þessi orð, að með þessari mynd hafi jeg gert landinu gagn og sóma. . Hluta úr þessari kvikmynd seldi jeg síðan í Danmörku, Englandi og hinu fyrnefnda þekta filmfjelagi UFA, og gat það sjerstaklega þessarar kvik- Niðurjöinunorskrá Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík fyrir árið 1944 liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, frá 31. maí til 13. júní næstkomandi kl. 10—12 og 13—17 (þó á laugardögum að eins kl. 10—12). Kærur yfir útsvörum skulu sendar niðurjöfnunarnefnd þ. e. í brjefakassa Skattstofunnar í Alþýðuhúsinu við Hyerfisgötu, áður en liðinn er sá frestur, er niðurjöfn- unarskráin liggur frammi, eða fyrir klukkan 24 þriðju- aaginn 13. júní n. k. Þennan tíma verður formaður niðurjöfnunarnefndar til viðtals í Skattstofunni virka daga, aðra en laugardaga, klukkan 17—19. I.• . ; Borgarstjórinn í Reykjavík, 30. maí 1944. Bjami Benediktsson. myndar í sínu mánaðarlega upp lýsingariti. Oll blöð hjer fóru lofsamleg- ustum orðum um myndina og gladdi það mig mjög, og af eðli legum ástæðum gladdi það mig ekki síður, að fá lofsamleg um- mæli erlendra sjerfræðinga. Fiskikvikmyndin. Jeg hefi nú þreytt lesendur á, hvernig þessi umrædda kvik mynd mín er tilkomin, en jeg leyfi mjer samt að geta annarar kvikmyndar, sem sje Fiskikvik myndirnar, sem jeg hefi tekið, en hana er enn ekki farið að sýna, því fullkomna teksta er ekki hægt að búa til hjer heima. Eftir þær viðtökur sem jeg fjekk fyrir Islandsfilmuna, afrjeð jeg að taka sjálfstæða Fiskikvikmynd, sem fiskifram- leiðendur gætu notað sem upplýsingamynd út á við, og er jeg var hálfnaður með verkið, þrutu peningarnir, . því ekki mjólkaði myndastofan að mjer fjarverandi. Jeg fór því fram á við Fiski- málanefndina að hún veitti mjer styrk til þess að fullgera myndina. — í langan tíma varð jeg að bíða eftir svari, en loks I kom þó það með fullkomnu nei-i, talaði jeg síðan og skrif- aðist á við Ríkisverksmiðjurn- ar, og voru mjer þar gefin loðin loforð, sem auðvitað eftir öðru endaði með engri hjálp, og hafði jeg þó kvikmyndað síldarverk- smiðjurnar innan og utan. •— Þetta er leiðindasaga og ljót. Það, sem jeg átti eftir að mynda, var smábátaútvegurinn, en það var nóg til þess að jeg ekki gat fullgert kvikmyndina, og snjeri mér því aftur að ljós- myndastofunni. Þátttaka ís- lands í heimssýningunni út- heimti kvikmynd, og var þá leitað til mín í þessu efni,og sáu þar tilkvaddir menn Fiskikvik- myndina, og vakti hún almenn an fögnuð. Hr. framkvæmdastjórar Thor Thors og Kristján Einarssoon buðust til að greiða allan kostn að filmunnar og bæta við nokkru, þar á meðal smábáta- útveginum, með því að fá hana lánaða á heimssýninguna. Þannig varð þá þessi merki- lega!! kvikmynd til, og er jeg þessum mönnum mjög þakklát ur, og vona jeg, að myndin eigi eftir að gera mikið gagn. Mjófilmu-doktorinn. A meðan jeg var að berjast við að gera þessar breiðfilmur, skaut upp um þær mundir, mjó filmuæði, ef jeg mætti svo að orði komast, — Hr. G. Kamban fær sjer mjófilmu-ljósmyndara doktor að nafnbót, og ætlar nú :að taka kvikmynd til lands og sjávar, eða einskonar kvik- mynd og Island í lifandi mynd- um, var hún styrkt af mönnum og fjelögum, og mun hún hafa kostað um 40—50 þúsund (mín kvikmynd 18 þús.) Látum upp- hæðina liggja á milli hluta, en þessi mjófilmumynd Kambans hefir ekki komið fyrir almenn- ingssjónir, o^ er það skiljanlegt eftir því sem jeg af tilviljun sá úr henni. Jeg byrjaði fyrirsögnina á há tíðarkvikmyndinni, en hefi að mestu talað um sjálfan mig, en jeg vona að enginn líti svo á, að jeg sje að troða upp á neinn kvikmynd, jeg er búinn að fá nóg af því, og heldur ekki má skilja orð mín þannig, að jeg sje að niðra þeim, sem halda sjer að mjófilmunni, því að jeg viðurkenni að hún á fullan rjett á sjer í heimahúsum og skól- um, og það sem jeg hefi sjeð eftir Hr. Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndara og leikmennina Kjartan Ó. Bjarnason og Sig- urð Tómassoon, hefir mjer þótt þótt margt gott, og sumt vel tek iið, en flest alt oflangdregið. — ; Kjartan hefir sjerlega gott auga fyrir „motivum" og er ekki efi á því, að ef hann gæti snúið sjer eingöngu að kvikmynda- töku, myndi hann geta orðið góður kvikmyndatökumaður. Bauð breiðfilmu. Vegna skrifa um hátíðarkvik myndina, vil jeg geta þess, að jeg sendi hátíðarnefndinni til- boð um að taka breiðfilmu, þar sem jeg bauðst til að setja í hana „Tón og, tal“, þ. e. a. s., búa til hljómkvikmynd alt í gegn, þar sem ræðurnar, söng- urinn og margt annað heyrðist, íslensk lök áttu að hljóma meira og minna alt í gegnum myndina, og ennfremur þar sem ekki væri ræða eða söngur, kæmi þulur og útskýrði hvað væri að ske, eða hvað kæmi næst, — en með þessu móti fengju allir íslendingar að heyra og sjá það helsta sem skeði við þetta einstaka tæki- færi, en háttvirt hátíðarnefnd hafnaði þessu tilboði vegna fjárskorts, — það virðist því ó- trúlegt, að fjelítill maður geti upp á eigin spýtur tekið heila kvikmynd, þegar sjálft landið treystir sjer ekki til þess, þótt um slíka hátíð sje að ræða sem væntanlega lýðveldishátíð. I brjefi háttvirtrar hátíðarnefnd- ar getur hún þess, að valdir hafi verið til kvikmyndatök- unnar, þeir Vigfús Sigurgeirs- son og Kjartan Ó. Bjarnason. Mjer er kunnugt um, að þeir eiga að taka mjófilmu, og hef- ir nefndin sjeð þeim fyrir nægj anlegri filmu til þessa. Erfiðleikar á að sýna mjófilmu. Jeg tel það víst, að hátíðar- nefndin hafi ekki gert sjer það Jjóst, þegar hún afrjeð að láta taka mjófilmu, hversu erfið- leikum það er bundið að veita almenningi að sjá kvikmynd- ina, því eins og vitað er, er að- eins eitt kvikmyndahús hjer í Reykjavík, þ. e. Tjarnarbíó, sem getur sýnt væntanlega mjó filmu, — og hvað svo með öll kvikmyndahúsin út á landi? — Það er einn vegur til að bjarga þessu, og hann er sá, að fá þessa, menn til að ferðast með sýn- ingartæki út um land, — og gæti jeg trúað, að kostnaður- inn við þessa mjófilmu-upp- töku yrði lítið minni, en tilboð það,- sem jeg sendi hátíðarnefnd inni, þess utan munu margir sakna þess að fá ekki að heyra. það sem fyrir ber. Væri það svo sem ekki ánægjuefni fyrir eftirkomendur vora að geta heyrt rödd og sjeð lifandi mynd af þeim alþingismönnum, sem þetta tímabil upplifa. Hefði verið farin sú rjétta leið, sem sje að taka breiðfilmu, mátti með hægu móti smækka kvikmyndina í mjófilmu fyr- ir skóla landsins, eins og jeg tel víst að gert verði við hita- veitumyndina og kvikmynd þá, sem jeg nú er að taka fyrir Reykjavíkurbæ. Þar sem háttvirt hátíðar- nefnd hafnaði tilboði mínu sök um fjárskorts, benti jeg prófess or Alexander Jóhannessyni á, að ekki væri útilokað að hægt væri að fá einhvern af ljós- myndurum hersins til að taka breiðfilmu fyrir vægara verð en jeg fór fram á, en mjer er- ekki kunnugt um, hvort það hefir verið reynt. Er^vonandi að það takist, svo hægt verði að sýna hana út um alt land, jafnvel þótt kvikmyndin verði þögul'. Loftur Guðmundsson. milllMllllllIllillllllIlllllinilllllllllllllllllllllllllllHIIIIII! fTrfesimoii E ería menn vana trjesmíði. E §1 vantar til að innrjetta E = sumarbústað í nágrenni §§ bæjarins. E Uppl. í síma 4464. liiilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliti miiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiniiiiiiiiim I Útvarpstæki | = til sölu á Lindargötu 63A |j s niðfi. Til sýnis frá kl. s ' 5.30—6. iiHiiiHiiiiiiiiimniiiniuuvMiuiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiHitiit Auglýsing um hámarksverð Með tilliti til árstíðasveiflna á verði eggja, hefir Við- skiftaráð ákveðið eftirfarandi hámarksverð á eggjum frá og með 1. júTíí 1944. í heildsölu kr. 10.00 í smásölu kr. 12.60 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin auglýsing Við- skiftaráðsins um hámarksverð á eggjum, dagsett 29. mars 1944. Reykjavík, 30. maí 1944. Verðlagsst jórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.