Morgunblaðið - 31.05.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.1944, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. maí 1944 65 ára: Pjetur Zophóníasson Frú Sigríður Þorvaldsdóttir Hjaltabakka Aldurinn er ekki hár, og mað urinn lítur heldur ekki éllilega •út. Það er sagt, að þeir, sem eiga áhugamál, eldist betur en hinir, sem aðeins hugsa um munn og maga, poka og pen- inga. Þetta sannast.á Pjetri, bví að margur fimmtugur er elli- legri en hann. Áhuginn er líka sívakandi og lundin ljett. Starfs gleðin er sí og æ in sama. Og þó að Pjetur fari seint á fætur á morgnana, mega þeir, sem eru árrisulirj vara sig á honum um vinnu afköst, því að hann vinnur það upp á síðkvöldum, sem hinir afkasta á morgnana. Stáliðnari mann hefi jeg^ekki þekt en hann, enda sýna verkin merkin. Hjer í blaðinu var all- greinilega lýst ritvðrkum hans í vetur, og skal það ekki end- urtekið hjer. En það er eins um Pjelur og marga mestu afkasta- mennina, að hann hefir altaf nógan tíma. Hann mætir á hverj um einasta fundi í Verðandi, sem heiðrar hann með samsæti í kvöld. Hann helgar skáklist- inni enn marga stund. En ætt- fræðin skipar öndvegið í hof- inu. — Pólitíkinni þjónaði hann lengi. Var hershöfðingi Heima- stjórnarmanna hjer hvað eftir annað við kosningar og vann oftasl nær stríðið. En nú er þeirri þjónustunni fyrir all- Jöngu lokið. Pjetur leit ljós þessa heims í Goðdölum í Vesturdal 31. maí 1879. Voru foreldrar hans sr. Zophónías Halldórsson, síðar. prófastur í Viðvík, og kona hans, Jóhanna Jónsdóttir há- yfirdómara Pjeturssonar. Pjet- ur fluttist að Viðvík með for- eldrum sínum vbrið 1886 og dvaldist með þeim þar til haustins 1898, að fráteknum tveimur vétrum, er hann var við nám á Möðruvöllum, en þar lauk hann prófi vorið 1898, en haustið eftir sigldi hann til Kaupmannahafnar og var þar að námi í verslunarskóla um tveggja ára skeið. En frá og með 1900 hefir hann átt heima í Reykjavík, og má óhætt telja Pjelur einn þeirra manna, sem hefir „selt svip á bæinn“ síð- astliðin 44 ár. Brautryðjandi var hann um skáklist hjer, tefldi lifandi manntafl á þjóð- hátíð Reykvíkinga 1902 og 1903 (það ekki teflt endranær hjer). Templar gerðist hann 1900, og þjóðkunnugt er starf hans á þeim vettvangi. Fulltrúi í Hag- stofunni var hann 28 ár. Sam- kvæmismaður mikill er Pjetur: Dansmaður ágætur, kann fjölda leika, vel máli farinn, söng- maður og inn skemtilegasti í viðræðum og kann þá list að tala við alla, þeim til skemt- unar, því að maðurinn er skiln- ingsglöggur, víðlesinn, fjöl- fróður og segir vel frá. — Pjel- ur átti ágæta konu, Guðrúnu Jónsdóltur bónda á Ásmundar- stöðum á Sljettu Árnasonar, en misti hana 12. nóvbr. 1936. Varð % þeim 12 barna auðið, og lifa 10, 6 piltar og 4 stúlkur: Viðar, læknir í Khöfn, Zophónías, starfsmaður í Sjúkrasamlaginu, Áki, fulltrúi í Hagstofunni, Sturla, starfsmaður hjá Rafveit unni, Skarphjeðinn, vinnur í pósthúsinu, og Gunngeir slú- dent heima., Dæturnar: Hrafn- hildur, ráðskona hjá föður sín- um, Jakobína, frú í Rvík, Helga, verslunarmær hjer í bæ, og Jar þrúður (yngst) heima. Góðar stundir, Pjetur Zop- hóníasson! Einn af tólf. Hjónaefni. S.l. laugardag op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Gíslína Vilhjálmsdóttir skrif- stofumær, Hringbraut 190 og Hafsteinn Ólafsson. ÞEGAR jeg fyrir nokkrum dögum heyrði í útvarpinu lát húsfrú Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Hjaltabakka, varð mjer hverft við, jeg vissi raunar, að heilsa hennar stóð höllum fæti, en samt kom mjer andláts- fregnin á óvart. Mjer varð litið um öxl, minn- ingarnar þyrptust að, og jeg mintist margra ánægjustunda með þessari góðu konu. Varð mjer þó fyrst að minnast dags- ins, er jeg sá hana fyrst. Það var sólbjartan sumardag fyrir 20 árum. Kallað var inn til mín, þar sem jeg var við búverk og sagt, að mannaferð væri yfir Húnavatn og því gesta von. — Gesta von, gestum fylgdi jafn- an gleði á æskuheimili mínu, jeg gladdist því yfir að eiga von á gestum. Hverjir voru að koma? Voru það gamlir kunn,- ingjar, eða ennþá nýtt fólk, sem jeg ekki hafði sjeð áður? Jeg var nýlega komin í sveit- ina, komin í nýtt umhverfi, meðal framandi fólks. Þar voru nýir siðir, sem jeg þurfti að venjast, alt nýtt -— lífsvenju- breyting. Það var riðið í hlað. Ein kona var í hópnum á ljósum hesti, fyrirmannleg í söðlinum sínum. Mjer varð starsýnt á hana og leist strax vel á hana. Spurði, hver hún væri, var sagt, að það væri Sigríður á Hjalta- bakka. Samferðamennirnir voru all- ir góðir kunningjar mannsins míns og því kærkomnir gestir. Gleði var yfir hópnum. Konan gekk til mín, heilsaði mjer glað lega og bauð mig velkomna í sveitina. Hlýjan straum lagði frá henni. Eftir það var mjer altaf hlýtt til Sigríðar á Hjalta- bakka. Gestirnir gengu í bæinn ’og dvöldu hjá okkur góða stund, við hjónin fylgdum þeim úr 'hlaði, eins og siður var til sveita, kvöddum gestina í Fögrubrekku, sem kölluð var, þar skildu leiðir. Sigríður tók af mjer það loforð, að þegar jeg riði til Blönduóss yfir Húnavatn, yrði jeg að koma við. Jeg fann velvild hennar, fann, að hún skildi, hvað biði mín, sveitakonunnar í nýju umhverfi, fann, að hún vildi 'leiðbeina mjer og styrkja í starfinu. Nokkru seinna kom jeg að Hjaltabakka til að hitta hús- freyjuna. Hún kom til dyra og leiddi lítinn dreng við hlið sjer, það var yngsta barnið, lifandi eftirmynd móður sinnar, að mjer fanst. Hin 10 voru við störf, ýmist úti eða inni. Jeg þáði góðgerðir og varð okkur skrafdrjúgt, því hús- freyjan hafði frá mörgu að segja. Hún var reynd sveita- kona, en jeg átti margt ónum- ið. Áður en jeg kvaddi fjekk jeg að sjá börnin. Oll voru þau myndarleg, hvert öðru glæsi- legra. Miklar vonir voru við þau tengdar og jeg fann, hve ant móðurinni var .-um þau öll. Eftir þetta bar fundum okkar oft saman, jeg kom að Hjalta- bakka til að sjá Sigríði, með- an leið mín lá yfir Húnavatn. Hún tók mjer altaf jafn vel og mjer var altaf fengur að hitta hana. Eftir þvi^sem árin liðu kyntist jeg henni meira og heimilinu betur. Þar var hún með sinn stóra barnahóp, sí- starfandi og full af umhyggju yfir þeirra velferð. Oft var hún ein heima með börnunum, þegar maður hennar sat á þingi, eða þurfti öðrum störfum að sinna utan heimilisins. Sigríð- ur unni heimilinu sínu framar öllu öðru, þar var líka ærið verkefni. Aldrei heyrðist æðru- orð, þó, eins og að líkum læt- ur, fylgdu því áhyggjur að hafa fyrir 11 börnum að sjá. Enginn skilur til fullnustu-líf íslenskrar sveitakonu nema sá, sem hefir kynst því af eigin raun; það stríð andlegt og lík- amlegt, er þær þurfa að heyja. Sigríður vann verk sitt í kyr- þey, en hæfileikar hennar komu fram og lifa í börnunum, -sem öll eru prýðis vel gefin. Sigríður var fædd að Hof- !teigi á Jökuldal þ. 10. des. 1876, dóttir hjónanna sjera Þorvald- ar Ásgeirssonar og Hansínu Þorgrímsdóttur prests Arnórs- sonar að Hofteigi, síðar að Þingmúla. Ung fluttist hún með foreldrum sínum að Hjalta- bakka. Þar ólst hún upp í skjóli góðra foreldra. Þar ól hún börn sín og lifði fyrir þau. Þar kvaddi hún börrjin sín, sem flest fóru að heiman, þegar út- þráin kvaddi þau til starfa á nýjum vettvangi lífsins. Hún var sjaldan að heiman, en á síðastliðnu sumri brást heilsa hennar svo, að hún varð að yf- irgefa heimilið og leita sjer lækninga. Hún fór til Reykja- víkur og dvaldi á heimili dótt- ur sifinar Brynhildar og' tengdasonar Jóns Loftssonar. Voru þau svo lánsöm að geta veitt henni alla þá aðhlynn- ingu og ástúð, sem hægt var að láta í tje, síðustu stundirn- ar, sem hún lifði. Nú er Sigríður aftur komin heim og mig langar til að kveðja hana með orðum skálds ins, sem mjer finst eiga svo vel við um hana, um leið og jeg þakka henni það, sem. húri var mjer: Þó að margt hafi breyst, síðan bygð var reist, geta böi-nin þó treyst sinni, ís- • lensku móður. Hennar auðmjúka dygð, henn- .ar eilífa trygð eru íslensku bygðanna helgasti gróður. Hennar fórn, hennar ást, henn- ar afl til að þjást, skal í annálum sjást, verða kynstofnsins hróður. Oft mælir hún fátt, talar frið- . andi og lágt. Hinn fórnandi máttur er hljóður H. Á. S. KARLAKÓRINN VÍSIR á Siglufirði kemur í söngför hingað til bæjarins. — Kemur kórinn með Esju að norðan, en hún.verður hjer væntanlega á föstudag. Fyrstu söngskemlun sína hjer syðra heldur kórinn þegar á föstudagskvöldið í Gamla Bíó. Hefst hún kl. 11,30. ÁWAIT1N& TUE ARRlVAL OF "ALEX,TNE &REAT" X-9 CONCEAL& LIM&ELF IN A DOORWAV, WMLE ACRO&& TUE ETREBT, 1) X-9 hefir falið sig í dyragætt beint á móli þar stendur, skipaði Alexander. — Já, herra, svaraði að dyrunum til Bill, sem hann heldur að sje Mas- sem Bill stendur dulbúinn sem kyenmaður. Hann bíður eftir komu Alexanders mikla. bílstjórinn. 3) Alexander: — Halló, Mascara. 4) Alexander fer út úr bílnum og gengur yfir cara, en á meðan hleypur X-9 yfir götuna að bíln- um. 2) — Slöðvið hjer, bílsljóri, þar sem stúlkan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.