Morgunblaðið - 31.05.1944, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.05.1944, Blaðsíða 16
16 Skemtlleg iör Ferða fjeiagsins i Snæ- felisnesjökui FERÐAFJELAG ÍSLANDS efndi lil skemtiferðar á Snæ- feilsnes um hvítasunnuna og voru þátttakendur um 80. — Ferðafólkið fekk ágætis veður og tókst ferðalagið hið besta. — ílegir fararstjórir.n, Kristján ökagfjörð, sem hefir farið í f.tíka. för 9 sinnum, að þessi hafi veríð ein sú besta.og skemti- íhgasta, sem hann hefir verið í. Ferðafólkið fór hjeðan úr :fíeykjavík á laugardag með r.kipi til Akraness, en þaðan í bíltim að Hamraendum í Breiðu vik og þar var tjaldað um 30 tjöldum. Á hvítasunnudag skifti ferðamannahópurinn sjer. All- Ktargir gengu á jökulinn og voru margir með skiði með sjer. Aðr-r fóru í gönguferðir í ná- grenninu og skoðuðu hið sjer- kíínnilega og fagra umhverfi Lóndranga og Stapa. Þegar leið á hvítasunnudag gerði hið fegursta veður, glamp andi sól og hægviðri. Allmargir ferðalanga gengu alla leið á efstu bungur Snæfellsjökuls. — Var jökullinn alhvítur af snjó, svo hvergi sást í dökkan díl. — Jökulþúfurnar þrjár, sem ve.ijulega eru auðar að sumar- lagi voru alþaktar snjó. Skygni var gott vestur yfir og inn með Breiðafirði og þótti öllum þátt- takendum útsýnið dásamlegt of jöklinum. Á mánudag var haldið heim- Liði.s, sömu leið til baka og ko-í ið til bæjarins um 10 leytið Lengsla befsímalína heims LENGSTA HERSÍMALÍ NA í heinii er lína sú, sem verk fræðingadeildir bandamanna h afa lagl frá Algiers til Teheran í Persíu. Leiðin er um 8000 km. Á myndinni sjást hermenn úr brcskri verkfræðingadeild við símavinnu ó þessari leið. Það eru innfæddir lögreglumenn á úlföldum, sem eru að heilsa upp á símamennina. Lýðveldiskosningamar: Lýðveldissljórnarskráin: 66.462 já 1044 nei. Sambandsslih 68,039 já 354 nei. Stöðug loitsékn á 3>ýskaland og hemumdu löndin LONDON í gær. FLUGSVEITIR bandamanna halda enn uppi látlausri sókn á herstöðvar Þjóðverja í her- -rnjmdu löndunum og þýskar borglr bæði dag og nótt. I hernumdu löndunum er eins og fyrr gerðar loftárásir á flugvellí, járnbrautarstöðv- ar, útvarpsstöðvar og hernaðar rmannvirki Þjóðv-erja. Hafa far ið þúsundir flugvjela til árása á hverjum degi yfir helgina til órása. Mestar hafa árásirnar verið á staði í Norður-Frakk- landi og í Belgíu. Ekkert lát er á árásum á þýskar borgir. Fimm daga í röð hafa amerískar flugvjelar far- ið til árása á verksmiðjur í Jrýskum borgum og breski flug iíerinn hefir haldið uppi nætur- árásum. í dag fóru 750—1000 stórar jsprengjuflugvjelar til árása á þýskar borgir og voru um 1200 orustuflugvjelar til varnar. í þessum dagleiðangri skutu arnerísku flugvjelarnar niður 66 flugvjelar fyrir Þjóðverjum, er nistu sjálfir 20 vjelar. Ófalið enn í tveim kjördæmum í GÆKVÖLDI var lokið atkvæðatalningu í alls 26 kjördæmum og því aðeins Ivö kjördæmi eftir, þar sem atkvæðatalningu var ekki lokið. í þessum 26 kjördæmum hafa atkvæði fallið þannig: Sambandsslit............ 68.039 já 354 nei Lýðveldissljórnarskrá . . . . 66.402 já 1044 nei Þessar tölur eiga eftir að breytast nokkuð, þar sem enn eru ekki komin fram öll atkvæoi, sem greidd voru utan kjörstaðar. T. d. hafa borist 92 atkvæði til viðbótar hjer í Reykjavík. ' Kjördæmin, sem eftir er að telja í eru Norður-Þingeyjarsýsla og Norður-Múlasýsla. Úrslit í eftirfarandi kjördæmum voru þessi: Strandasýsla: Sambandsslit . . . . Stjórnarskrá . . . . Norður-Isafjarðarsýsla: Já 1026 1013 Nei Auðir Ógildir 1 12 8 8 23 Sambandsslil 1329 15 . 39 18 Stjórnarskrá 1240 44 104 13 Skagafjarðarsýsla: Sambandsslit 2208 6 11 21 Stjórnarski’á 2179 17 39 11 Suður-Múlasýsla: Sambandsslit 2961 23 25 34 Stjórnarskrá 2909 27 92 15 Austur-Skaftafcllssýsla: Sambandsslit 712 5 Stjórnarskrá 687 7 23 14 lagsins á annan í hvífasunnu LEIKFJELAG REYKJAVÍK- UR hafði frumsýningu á norska leikritinu Paul Lange'og Thora Parsberg, eftir Bjöi'nstjerne Björnson. Leikstjóri er frú Terd Grieg og fer hún jafn- framt með annað aðalhlutverk- ið. Leikritið hefir Vilhjálmur Þ. Gislason skólastjóri þýtt á íslensku. Frumsýningargestir tóku leik- endum mjög vel. LeikiS var í annað sinn í gærkvöldi og verð ur leikið aftur á ný í kvöld. Miðvikudagur 31, maí 1944 Ríkissjóður greiðir landspjöll setuliðs- ins RÍKISSTJÓRNIN hefir á- kveðið að festa kaup á ýmsum mannvirkjum setuliðsins hjer á landi og taka við þeim, er setu- liðið hefir þeirra ekki lengur þörf. Nefnd hefir verið skipuð til þess að hafa með höndum ráð- stáfanir á ofangreindum eign- um og samning við landeig- endur um greiðslu á land- spjöllum. — í nefndinni eiga sæti: Skúli Thórarensen, fram- kvæmdarstj., form., Björn Bjarnason, bæjarfulltrúi, Daní- el Ágústínusson, erindreki, Helgi Eyjólfsson, húsasmíða- meislari og Sigurjón Á. Ólafs- son fyrv. alþm. Skaíiskráin kemur út í dag Skattar og útsvör 41 hæstu gjaldenda i Reykjavík SKATTSKRÁIN kemur út í dag á forlagi ísafoldarprent- smiðju, eins og venja er til. í skránni eru tilgreindir skattar og útsvör um 24,000 borgara og fyrirtækja hjer í bænum. Á öðrum stað hjer í blað- inu er.u birtar reglur þær, sem niðurjöfnunarnefnd hefir farið eftir við álagningu skatts og út- svars og getur hver og einn reiknað sjálfur eftir því hvort rjett hefir verið lagt á. Hjer fara á eftir nöfn þeirra einstaklinga og fyrirtækja, sem eiga að greiða 100,000 og þar yfir í skatta og útsvör: Kveldúlfur h.f.: Skattar 1.832.300 kr. Útsvar 165.000 kr. Olíuverslun íslands h.f.: Skaltar 922.494 kx-. Útsvar 85,800 kr. Shell á íslandi h.f.: Skattar 775.455. Útsvar 82.500. Max Pemberton h.f.: Skattar 464.254. Úlsvar 60.500. Slippfjelagið h.f.: Skaltar 398.554. Útsvar 71.500. Samband ísl. samvinnufje- laga: Skatlar 334.678. Útsvar 99.000. Landssmiðjan: Skatlar 343.720 Helgafell h.f.: Skattar 309.069 Útsvar 55.000. Hið ísl. steinolíuhlutafjelag: Skaltar 279.318. Útsvar 60.500. Fylkir h.f.: Skattar 265.202. Útsvar 55.000. Karlsefni h.f.: Skattar 225.155. Útsvar 49.500. Kol & Salt h.f.: Skatlár 219.089. Útsvar 55.000 . Verslun O. Ellingsen h.f.: Skatlar 209.299. Útsvar 55.000 Ölgerðin Egill Skallagríms- son h.f.: Skatlar 190.151. Úl- svar 66.000 Sláturfjelag Suðurlands: — Skattar 172.873. Útsvar 49.500 Vjelsmiðjan Hjeðinn h.f.: Skattur 164.135. Útsvar 66.000 Gamla Bíó h.f.: Skattur 143.756. Útsvar 82.500 Haraldarbúð h.f.: Skatlar 155.150. Útsvar 63,800 Askur h.f.: Skattur 150.634. Útsvar 49.500 Gárðar Gislason, kaupm.: Skallar 146.137. Útsvar 51.700 Geysir, veiðarfæraverslun h. f.: Skattar 133.557. Útsvar 55.000 ísafoldarprentsmiðja h.f.: —> Skaltar 121.892. Útsvar 50.600 Sveinn Egilsson, bílasali: Skattar 119.256. Útsvar 44.000 Edda, umboðs- og heildversl. h.f.: Skattar 103.679. Úlsvar 60.500 Marteinn Einarsson, kaupm.: Skattar 100.648. Útsvar 40.700 Ólafur Magnússon, kaupm.: Skatlar 97.934. Útsvar 44.000 Timburversi. Völundur h.f.: Skaltar 94.312. Úlsvar 55.000 Hamar h.f.: Skatlar 89.105. Úlsvar 60.500 Egill Vilhjálmsson h.f.: Skatt ar 84.703. Útsvar 63.800 Pappírspokagerðin h.f.: Skatt ar 84.740. Útsvar 27.500 Stálsmiðjan, Mýr. 9: Skattar 83.645. Úlsvar 44.000 Eggert Kristjánsson & Co. h.f.: Skattar 80.647. Úlsvar 51.700 Stefán Thorarensen, lyfsali: Skatlar 83.133. Útsvar 37.400 Thyli h.f.: Skatlar 79.184, Útsvar 39.600 Nýja Bíó h.f.: Skaltar 79.244. Útsvar 63.300 Alliance h.f.: Skallar 69.626. Útsvar 82.500. Guðrún M. Pelersen, hrf.: Skaltar 67.932. Útsvar 33.000 Sælgætis- og efnagerðin Freyja h.f.: Skattar 62.746. — Útsvar 49.500 Timbui'smiðja Sveins M. Sveinssonar: Skattar 62.826, Útsvar 38.500 Friðrik 'Bertelsen & Co. h.f.: Skaltar 52.886. Útsvar 60.500 Steindór Einarsson, bílaeig.: Skattar 52.308. Útsvar 60.500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.