Morgunblaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 1. júní 1944 Lið K. R. R. voru mjög jöfnr en A-liðið vannr 3 gegn 1 ÚRSLITIN í LEIKNUM í gærkvöldi milli liða þeirra, sem kosin voru í tilefni af afmælí K. R. R. gefa enginveginn hug- niynd um gang leiksins, því Jiðið, sem tapaði, B-liðið „átti alveg eins mikið i leiknuijj S eins og sagt er, eða jafnvel meira. Hins- vegar notaði A-liðið sín tækífæri betur, Voru yfirleitt reyndari og fjölhæfari menn þar í sókn, enda vann það 3:1. Ba Haw heiðraður af iapönum Japanar hafa sem kunnugt er sctt á laggirnar stjórn Burma- manna í Burma og lýst landið sjálfstætt. Stjórnandinn heitir Dr. Ba Mavv og sjest hann hjer til vinstri á myndinni, þegar sendimaður Japanskeisara er að veita honum mikið tignar- merki frá keisaranum. ÍR-ingar fara íþróttafðr til Vestfjarða í þessum mánuði ABALFUNDUR íþróttafjelags lieykjavíkur var hald- itm í gæi'kvöldi. -- Fjelagið hefir ákveðið að fara til Vest- íjarða síðbr í þessum mánuði til sýninga og keþpm við hin Jeg hygg. að það, sem er fyrst og fremst orsök þess, hvað B-liðið stóð sig vel, sje sú, hve fádæma duglegir framverðir liðsins voru, og hvað sóknina viðveik á jeg sjerstaklega við þá Sæmund og Hauk Óskars- son. Þeir stöðvuðu margt upp- Iiiaup þegar í byrjun og sneru síðan sókninni á hendur and- Stæðingunum, með þeim af- leiðingum að yfirleitt lá meira á A-liðinu í öllúm leiknum. £n framherjar B-liðsins tóku ekki eins vel á móti og í tje var Játið, þótt ekki sje hægt að segja að þeir Ijeti sitt eftir liggja, skutu bæði oft og vel og betur en gerst hefir á mörg- irm leikjum hjer. En þeir voru slyppifengir og þar að auki töluvert seinni að átta sig og seinni að knettinum, en fram- herjar A-liðsins og gerði það gæfumuninn. — Þeir sem mest unnu í sóknarlínu B-liðsins voru þeir Jón .Jónsson og Ingi Pálsson. Fiest upphlaup 4-liðsíns voru mun betur bygð en hinna og afar hröð, en vörn B-liðsins var föst fyrir sem heild. Fyrsta rnarkið kom skömmu eftir leik byrjun, eftir prýðilega bygt upphlaup A-liðsins, Ellert gaf fyrit markið, en Albert skaut í bláhornið. Nokkru síðar fekk B-liðið vílaspyrnu og skoraði Jón Jónasson með þrumuskoti upp undir markásinn. Um miðj an hálfleikinn skoraði svo Birg- ir Guðjónsson með eldsnöggum skalla. Það er hættulegur mað- ur fyrir framan mark, og það er ekki amalegt fyrir slíkan reann að hafa menn báðum metgin við síg, eins og Albert og Etnar. Seinni hluta síðarí hálfleiks ljek A-liðið með 10 mönnum og sáu menn þá Ellert Sölvason stundum leika framvörð, auk þess, sem hann gerði markið sem þá var skorað. Það er skylt að taka það fram. að A-liðið var ekki eins skipað, bg kjósendur höfðu frá því gengið. —- Þrjá af hinum kosnu mönnum vantaði sökum forfalla, þá Geir, Högna og Óla B. Jónsson, en 1 þeirra stað komu Anton Erlendsson, Hörð- ur Ólafsson og Einar Pálsson og stóðu allir vel í stöðu sinni. B-liðið var aftur á móti etns og rúð var fyrir gert, en stöðum hafði nokkuð verið breytt, þ. e. a s. HaukUr Óskarsson. ljek framvörð, en Gunnlaugur Lár- usson framherja. — Þorsteinn Eínarsson dæmdi af sinni al- kunnu röggserpi. Það er. gaman að fá svona kappleiki, þeir gefa að ýmsu Jeyti belri innsim í knattspjvn- una, en leikir milli fjelaga. — Þessi gerði mann ekkert von- svikinn íþróttarinnar vegna og er þá tilganginum náð. Lúðra- sveitir hvorki sáust nje heyrð- ust, en áhorfendur ljetu sig ekki vanta. — Og svo byrjar sjálft ísiafidsmóttð á mánudag- inn, þá keppa K. R. og Fram. J. Bn. Niðurjöfnun úfsvara á Akureyri lokið Frá frjettaritara vorum á Akureyri. NIÐURJÖFNUN útsvara hjer fyrir árið 1944 er nýlokið. — Heildarupphæð útsvara nemur kr. 1.958.950. Þeir, er greiða 10.000 krónur og þar yíir, «m-u þessi fyrirtæki og einstakling- ar: Kaupfjelag Eyfirðinga 85.000 krónur, Samb. ísl. samvinnu- fjel. 54.800, Kristján Kristjáns- son forstjóri 41.500, Nýja Bíó h.f. 26.300. Baldvin Ryel kaup- maður 29.050, Sverrir Ragnars kaupm. 23.240, Olíuverslun ís- lands 19.090, Páll Sigurgeirs- son kaupm. 18.670, Guðmurid- ur Pjetursson útgerðarmaður 13.280, I. Brynjólfsson & Kvar- an 13.050, Jakob Karlsson af- greiðslum. 12.870, Leo Foss- berg Sigurðsson útgerðarm. 10.970, Kristján Jónsson bak- ari 10.800. Vaigarður Stefáns- son heildsali 10.800. Verslunin Eyjafjörður h.f. 10.740, Útgerð- arfjelag KEA 10.040. Handiökur og hús- rannsóknir í Noregi Frá norska blaðafull- trúanum: í FRJETTUM frá Noregi er skýrt frá því, að Þjóðverjar hafi komið ruddalega fram, þegar þeir voru að loka götun- um umhverfis vinnuskrifstof- una, 20. maí. . Norðmennirnir voru barðir með byssuskeftum, og 220 þeirra voru teknir fastir. Fóru vopnaðir varðmenn með þá tii Victoria Terrasse. Sama dag gerðu Þjóðverjar húsranngóknir á nokkrum stöð um og tóku menn fasta. Settur var vörður á fimm að- alvegina, sem liggja frá borg- inni, og gefnar skipanir um að taká hvern ungan mann, sem reyndi að komast út úr borg- inni. Osióbúar, sem áður hafa ver- ið teknir fastir, eru látnir standa svokallaðan borgara- vörð fyrir framan opinberar byggingar, skrifstofubyggingar o. s. frv. Mikil gremja ríkir í Ogló. ýmsu íþróttafjelög þar vestra 40 íþróttamenn og konur. Fjárhagur fjelagsins stendur með miklum blóma og íþrótta- lega er áhugi íþróttamanna ekki síðri. Fjelagið t jók íþróttalega starfsemi sína á síðasta ári, var tekin upp kensla í hnefaleikum, knattspyrnu o. fl. Húsbyggingarsjóður óx á ár- inu um 100% og fjöldi loforða er óinnheimt. — Fjelagið telur nú 1250 fjelaga og eru flestir þeirra virkir á einhvern hátt. Á s.l. tveim árum hefir tala fje lagsmanna aukisý um 450 starf andi fjelaga. Kosið var í stjórn fjelagsins, en hana skipa 7 menn. Formað- ur vaV kosinn Þorsteinn Bern- harðsson, en auk hans Einar Ingvarsson, Elísabet Jóhanns- dóttir, Friðjón Ástráðsson, Gunnar Andrew, Helgi Eiríks- son og Sigurður Steinsson. — Haraldur Jóhannessen, er ver- ið hefir formaðui' um margra ára skeið, baðst undan endur- kosningu. Haraldur hefir starf að í stjórn fjelagsins í fjölda mörg ár og þökkuðu ÍR-ingar honum hið velunna starf hans. Stjórn húsbyggingarsjóðs var endurkosin, en hana skipa þess ir menn: Scheving Thorsleins- son, lyfsali, formaður. Einar Pjelursson, Gunnar Einarsson, Haraldur Jóhannessen og Sig- urliði Krisljánsson. Starfsemi skíðadeildarinnar var með öflugasla móti í vet- ur og efnahagur Kolviðarhóls rajög góðuf. Hefir deildin á prjónunum ýmsar endurbælur á staðnum, fytir gesli og gang- andi eftir því sem kringumslæð ur leyfa. Formaður skíðadeild- ar er Jón Kaldal. Gjaldkeri Árni B. Björnsson. Aðrir nefnd armenn Ágúst Jóhannesson, . 1 förinni niunu ver.ða alt að Helgi Jónasson frá Brennu og Sigurliði Kristjánsson. Þjóðhálíðarnefnd- inni heimíl! að taka bifreiðar leigunámi RÍKISSTJÓRI ÍSLANDS hef ir gefið út bráðabirgðalög, sem heimila þjóðhátíðarnefnd lýð- veldisstofnunar á íslandi að taka í sínar hendur umráð yfir leigubifreiðum, skrásettum á bifreiðastöðvum, 10—37 far- þega fólksflutningabifreiðum og vörubifreiðum, sem að áliti nefndarinnar eru hæfar til fólksflutninga. s Ennfremur heimila lögin nefndinni að ákveða hámarks- verð á fargjöldum með bifreið- um og greiðslu til bifreiðaeig- enda, að fengnum tillögum Viðskiftaráðs. Bæði þessi á- kvæði gilda dagana 16.—18. júní 1944. Umráðamönnum bifreiðanna, sem að ofan getur, er skylt að gefa sig fram til skrásetningar samkvæmt auglýsingu þar um. Brot gegn lögunum varða sektum frá 1.000—50.000 kr. Málaflutnings- skrifstofa Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3202, 2002] Sbrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Niðupfiiun úlsvara i Vesl- mannaeyjum lokic Frá frjettaritara vorum í Vestmannaeyjum. NIÐURJÖFNUN útsvara hjer lauk í gær. Alls'var jafnað nið- ur 2 milj. 160 þús. kr. á 1209 gjaldendur. Hæst útsvar 91.350, lægst 20 krónur. Fyrirtæki og einstaklingar, er greiða 10 þús. krónur og þar yfir eru: Versl. Anna Gunnlaugsdóttir kr. 19.680, Ármann Friðriksson skipstj. 11.800, Ársæll Sveins- son útgerðarm. 48.580, Benóný Friðriksson skipstj. 10.185, Einar Bjarnason skipstj. 14.350, Einar Sigurðsson forstj. 63.365, Fell h.f. 34.480, Fram htf. 46.650, Gísli M. Gíslason heild- sali 11.000, Gísli Magnússon útgerðarm. 12.230, Gunnar M. Jónsson útgerðarm. 12.115, Gunnar Ólafsson & Co. 56.910, Haraldur Eiríksson rafvirki 19.600, Helgi Benediktsson út- gerðarm. 91.350, Jóhannes Sig- fússon lyfsali 11.600, Kaupfje- lag verkamanna 21.880, Lárus Á, Ársælsson útgerðarm. 17.535, Lifrarsaml. Vestmanna- eyja 28.875, Vjelsmiðjan Magni h.í. 25.440, Neytendafjel. Vest- mannaeyja 14.015, Óskar Gísla son skipstj. 11.520, Sighvatur Bjarnason skipstj. 12.115, Tómas M. Guðjónsson útgerð- arm. 33.360, Tangabátarnir h.f. 13.230, Vöruhús Vestmanna- eyja 23.685, Þorvaldur Guð- jónsson skipstj. 12.560, Þorst. Johnson h.f. 10.450, Sæfell h.f. 76.450. III meðferð farþega á portúgölsku skipi London í gærkveldi. 43 MENN, þar á meðal 16 tmánaða gamalt barn, fórust, þegar verið var að koma þeim af skipsfjöl í björgunarbát, * samkvæmt skipun þýskra kaf- bátsmanna. Þýskur kafbátur stöðvaði 26, maí portúgalskt farþegaskip, ,,Serpapinto“, á Miðjarðarhafi, þ^í að það hafði innanborðs flóttamenn. Kafbátsmennirnir tóku tvo þeirra, ameríska borg ara, höndum. Þjóðverjar hótuðu að sprengja skipið í loft upp. Kafbátsmenn skipuðu öllum farþegunum. 385 að tþlu, og skipshöfninni að yfirgefa skipið, en leyfðu,£eim síðar að fara aftur um borð. Það var ekki fyr,en flótta- mennirnir, Evrópumenn, sem ætluðu til Canada, voru búnir að vera 9 klukkutíma í björg- unarbátum, að þeim var leyft að fara aftur um borð. í opinberri tilkynningu um mál þetta er sagt, að skipið hafi verið stöðvað um miðnætti með skothríð. — Reuter. BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.