Morgunblaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 1. júuí 1944 nttHtoMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson , Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 16Q0. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura öieð Lesbók. URSLITIN TALNINGU atkvæða er lokið í öllum kjördæmum landsins og er útkoman þessi (ógildum atkvæðum slept): Sambandsslitin. Þar sögðu 70.536 já, 365 nei, en auðir seðlar voru 600. Með sambandsslitum hafa því orðið 98.65 af hundraði greiddra, gildra atkvæða, á móti 0.51 af hundraði, en auðir seðlar 0.84 af hundraði. Lýðveldisstjórnarskráin. Þar sögðu 68.862 já, 1064 nei, en auðir seðlar voru 1547. Með lýðveldisstjórnarskránni hafa þannig orðið 96,35 af hundraði, á móti 1.49 af hundr- aði, en auðir seðlar 2,16 af hundraði. Öll atkvæðin eru ekki komin fram ennþá. Þannig eru ókomin flest atkvæðin, er greidd voru erlendis. Einnig geta enn komið fram atkvæði, sem greidd voru utan kjör- staðar hjer á landi. Af þessu leiðir, að úrslitatölur í ein- staka kjördæmum geta breyst frá talningunni og ef til vill raskað áður gefnum hundraðstölum þar. En þar sem hjer er um að ræða tiltölulega fá atkvæði, miðað við landið í heild, geta þau varla raskað þeirri heildarniðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar, sem nú liggur fyrir. Þjóðaratkvæðagreiðslan um bæði atriðin sem um var spurt, sambandsslitin og lýðveldisstofnunina, er því eins skýr og frekast verður á kosið. Þátttakan í atkvæða- greiðslunni varð meiri en dæmi eru til áður hjer á landi. Ekki er heldur vitað, að í nokkru lýðfrjálsu landi hafi fengist slík þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu. Er þátt- takan í atkvæðagreiðslunni hjer 20. til 23. maí því án efa heimsmet. Þökk sje þjóðinni fyrir þann mikla skerf, sem hún hefir hjer lagt til sjálfstæðismálsins. Hinn einbeitti og einhuga vilji þjóðarinnar verður styrkasta stoðin undir lýðveld- inu. UTSVÖRIN ÚTSVÖRIN voru umræðuefni bæjarmanna í gær. Sem eðlilegt er. Menn horfa upp á það með nokkru jafnaðar- geði árið um kring, að verðbólgan vaxi, gildi krónunnar minki, og láta sjer það líka, þegar krónum fjölgar, sem menn fá í kaup, og þeir, sem hafa vörur að selja, fái greið- ari sölu, vegna aukinnar fjárveltu. Verðbólgan eykur fjárþörf bæjarins og kauphækkanir í hvaða mynd sem eru. Mestur hluti útgjalda bæjarins eru kaupgreiðslur í einhverri mynd. Þegar kaup hækkar, eykst því þörf bæjarins til útsvarsálagningar. En hvað þessar hækkanir og verðbólgan kostar hvern einstakling í auknum útsvörum, fá menn að vita, allir í einu, daginn, sem útsvarsskráin berst þeim í hendur. Sú staðreynd verður mönnum ennþá tilfinnanlegri, þegar ofan á útsvörin bætist hinn gífurlegi tekjuskattur til ríkissjóðs, sem þó hefði orðið ennþá tilfinnanlegri í ár, ef verðlækkunarskatturinn, er lagður var á í fyrra, hefði ekki verið burtu feldur. Undanfarin ár hefir andstæðingablöðum Sjálfstæðis- flokksins hjer í bænum orðið skrafdrjúgt um útsvörin, þegar skráin hefir komið út. Þegar bæjarstjórn semur fjárhagsáætlunina, telja and- stöðuflokkamir sjer það jafnan skylt, að bera fram til- lögur til hækkunar útgjalda og útsvara. Hækkunartillög- ur Alþýðuflokksins námu í vetur kr. 2.430.000. En kom- múnistar ljetu sjer þær ekki nægja. Þeir vildu'hækka út- gjöldin um kr. 4.110.000 frá því, sem meiri hluti bæj- arstjórnar ákvað. Síðan beittu þeir sjer fyrir kauphækk- un, er kostar bæjarsjóð 1—2 miljónir króna. Ef að vanda lætur, snúa þessir flokkar nú við blaðinu og telja að útsvörin sjeu altof há. Er þessi árlegi’ skoðana- snúningur gerður í trausti þess, að það sem þessir menn leggja til málanna í janúar ár hvert, það sje bæjarbúum gleymt um mánaðamótin maí júní. 700 stór skemdar- verk í Dan- mörku 1943 Frá danska blaðafulltrúanum. FRELSISRÁÐ Danmerkur í kaupmannahöfn hefir samið yf irlit um skemdarstarfsemina árið 1943. Af 700 verulegum skemdar- verkum, sem heppnuðust al- gerlaga, var helmingnum beint að stoffiunum og liðsmönnum setuliðs Þjóðverja, en hinum helmingnum að þeim fyrirtækj um, sem vinna í þágu Þjóð- verja. í janúarmánuði fyrirskipaði frelsisráðið, að dregið skyldi úr jkemdarstarfseminni. Var það nauðsynlegt vegna þess að Þjóð verjar höfðu tekið svo marga Dani, að sjerstakra varúðar- reglna var þörf. En í aprílmánuði var skemd- arstarfsemin endurskipulögð og frelsisráðið, að áætlanir um skemdaverk á ýmsum orkuver- um á Jótlandi, járnbrautum og símastöðvum Þjóðverja skyldu framkvæmdar. Skemdarstarfsemin náði há- marki sínu fyrir nokkrum dög- um síðan, þegar 50 mikil skemdaverk voru unnin því nær samtímis. — Hvert þeirra hafði verið vandlega undirbúið. Rannsakað var, hve mikinn mannafla Þjóðverjar hefðu til varnar á stöðunum, þar sem vinna átti skemdaverkin og hve marga menn þyrfti til að vinna verkið. Frelsisráðið hefir sjer- stakt foringjaráð, sem stjórnar starfseminni. 25—30 menn taka þátt í hverju skemdarverki. Það sló í bardaga, þegar ráð- ist var á vjelasmiðjuna ,,Glo- bus“ fyrir utan Kaupmanna- höfn. Lögregla og hermenn voru til varnar. Skemdaverka- mennirnir urðu því að gera á- hlaup og vinna á Þjóðverjun- um, áður en þeir gátu komið sprengjum fyrir í verksmiðj- unni og sprengt hana í loft upp. „Globus“-verksmiðjan vann eingöngu fyrir Þjóðverja og undir stjórn þeirra, án þess að laka tillit til almennra ákvæða, sem í DanmörkU gilda um verk smiðjurekstur og allar heiðvirð ar danskar verksmiðjur fara eftir. einmitt til þess að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar geti algerlega notfært sjer verk- smiðjuframleiðslu Dana. 'Jíhuerji ólripar: vlr dac^feg,u fífi % Enginn næfurakstur í Reykjavík dagana 16. fil 18. júní NÆTURAKSTUR bifreiða- stöðvanna hjer í bænum mun falla niður 16., 17. og 18. júní næstkomandi. Ástæðan fyrir því að akstur fellur niður er sú, að ríkið mun taka allar leigubifreiðar leigunámi, í sam bandi við fólksflutninga á lýð- j veldishátíðina á Þingvöllum 17. júní. % ♦**♦*« •J‘*í**J*****J*«*‘,t*‘J*»J*«J* ****** 1 ár. EITT ÁR er í dag liðið siðan Morgunblaðið kom út í því broti og þeirri stærð sem það er nú. Það þurfti ekki árið tii að sanna, að breytingin hefir gefist vel og mun nú vandfundinn sá kaup- andi blaðsins, sem ekki telur, að nýja brotið sje stórum betra en hið gamla. Stækkun blaðsins úr 8 síðum í 12 og möguleikarnir að hafa blað ið enn stærra daglega þegar þurfa þykir, hefir og komið kaup endum í hag. Vinsældir Morgun- blaðsins aukast með hverjum degi. Stóraukin útbreiðsla og vin- sældir blaðsins hafa vitanlega orð ið til þess, að auglýsingum hefir fjölgað, enda óumdeild staðreynd að best er að auglýsa í Morgun- blaðinu, eins og þar stendur. Því er ekki að leyna, að fyrst í stað voru nokkrir af kaupend- um blaðsins óánægðir með breyt- inguna, en það voru ekki liðnar margar vikur er þær raddir þögn uðu. Kaupendum fjölgar enn ört og er það besta sönnunin fyrir því að Morgunblaðið er vinsæl- asta blað landsins. Ekkert blað veitir lesendum sínum jafn fjöl- breytt efni sem Morgunblaðið. Fyrir þessa dálka og lesendur þeirra hefir stækkun blaðsins verið nauðsyn. í gamla blaðinu voru dálkarnir á hrakhólum með rúm, en nú hafa þeir í eitt ár haft fast aðsetur í blaðinu, og fá það væntanlega framvegis. Á þessu ársafmæli vil jeg því nota tækifærið og þakka öllum hinum fjölda mörgu vinum „daglega lífsins", fyrir trygð og mörg hlý- leg orð og ráðleggingar, sem dálk unum hafa borist. • Ameríkupósturinn. ÞAÐ MUN HAFA verið skömmu eftir að Ameríkuvið- skipti Islendinga hófust að nokkru ráði í núverandi styrjöd, að póst- og símamálastjóri lands- ins tók sjer ferð á hendur til Ame ríku. Hann fór m.a. til að leita fyrir sjer um möguleika á því, að komið yrði á betri póstsamgöng- um milli Ameríku og íslands. Kaupmenn, sem versluðu við Ameríku, voru í hinum mestu vandræðum vegna þess hve póst- samgöngur allar voru stirðar og það var ekki óalgengt, að versl- unarbrjef væri 2—3 mánuði á leiðinni véstur um haf og að vest an. Var því kent um, að póstur- inn væri sendur um Bretlands- eyjar og tefðist þar við ritskoð- un. Ef jeg man rjett, var lofað bót og betrun í þessu efni. Þegar svo Bandaríkin tóku að sjer hervernd íslands og beinar samgöngur urðu tíðari milli landanna, von- uðust menn eftir því, að einhver lagfæring fengist á póstsamgöng- unum, enda var því lofað hátíð- lega, að því er manni skildist, bæði af stjórnarvöldum í Was- hington og á íslandi. En alt urðu þetta tálvonir. Ástandið hefir ekki breytst hót í þessum efnum ennþá, nema ef vera skyldi til hins verra. Verslunarbrjef eru enn 2—3 mánuði á leiðinni milli Ameríku og íslands og sjá allir, hve slíkt sleifarlag í póstsamgöng um ej; erfitt, einmitt nú, er við íslendingar flytjum inn svo að segja allar okkar nauðsynjavör- ur frá Ameríku. • Ný viðhorf. . ÞEGAR LEIÐ Á STVRJÖLD- INA og íslenskt námsfólk fór að flýtjast vestur um haf til náms, skapaðist nýtt viðhorf í þessum tnu | •** -2* *Z* *1* *Z* *Z* ♦*♦ *t* ♦*♦ málum. Námsfólk erlendis fór að skrifast á við ættingja og vini á íslandi. Nú jókst þörfin á greið- ari póstsamgöngum milli land- anna, en engin breyting varð á frá því sem verið hafði. Það hef ir ekkert verið hliðrað til, eða reynt að finna ráð til þess að ætt ingjar austan hafs og vestan gætu skrifast á reglulega. íslenskt námsfólk í Ameríku kann yfirleitt vel við sig; Það ber landi og þjóð vel söguna, en aðaláhyggjuefni þess er, hve póst samgöngur eru erfiðar og hvé langt líður á milli, sem frjettir koma að heiman. Hernaðarþjóðirnar, þar á með al Bandaríkjamenn, hafa skilið nauðsynina á því, að hafa sem greiðastar póstsamgöngur milli þeirra hermanna, sem fluttir eru til útlanda og ættingjanna heima. Fundið hefir verið upp ráð til þess, að hermenn gætu fengið Sem fljótastar póstferðir heim og heiman. Stórfje er eytt til áð halda þessum póstsamgöngum við. Er ekki hægt að fá þessu breytt? ÞAÐ ER orðið alllangt síðan íslenska stjórnin sendi fulltrúa sinn vestur um haf til að semja við stjórnarvöld Bandaríkjanna um betri póstsamgöngur. Árang- urinn af þeirri för er ekki sýni- legur, ef einhver var. Svo langt er þar að auki um liðið siðan þær viðræður fóru fram, að vel getur verið að yfir þær hafi fyrnst. En væri ekki tilvalið, að taka • r ■ upp umræður um þessi mal a ny. Það er um mikið hagsmunamál að ræða. Yfirvöld Bandaríkjanna hljóta að skilja okkar sjónarmið í þessu máli. Það er enginn að biðja um að gefa sjer neitt. Náms fólk og aðrir þeir, sem hafa á- huga fyrir að komið verði á betri póstsamgöngum milli Ámeríku og íslands myndu vilja borga það burðargjald, sem upp yrði sett. Það getur ekki munað svo mik ið um póstinn frá okkur Islend- ingum innan um allan þann. mikla póst, sem fluttur er á skömmum tíma austur og vestur yfir Atlantshaf, sennilega dag- lega. íslenska þjóðin er ekki fólks fleiri en sem svarar íbúum einn- ar götu í amerískri stórborg. — Vilja ekki viðkómandi yfirvöld athuga þetta mál? • Dýrt er það.... ÞAÐ ríkir mikill áhugi hjá al- menningi fyrir að fá sjer fána fyrir þjóðhátíðina. En ástandið er ekki gott í þeim efnum. Flagg- stengur ekki til og fánar ekki heldur, eins og er. Það er því eðlilegt, að margir hugsi sjer að láta sjer nægja litla borðfána og fánastengur. Talsvert virðist vera á markaðnum af borðfána- stöngum og litlum silkifiöggum. En það er eins og flest annað á. þessum tímum, að það er ekki gefið. Mjer er sagt, að meðal fána- stöng á hús, eða til að festa í jörðu, kosti um 200 krónur í pen ingum. Varla getur það'talist mik ^ ið, að minsta kosti ekki saman- borið við verð á lítillri óbreyttri fánastöng, sem jeg sá í búð hjer á dögunum. Hún kostaði 46 kr. Svona er það á fleiri sviðum. Við eigum í orði kveðnu að hafa hjer verðlagseftirlit og víst er því framfylgt á sumum sviðum og ekki gefið eftir. En þvi er ekki látið' jafnt yfir álla ganga?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.