Morgunblaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur 1. jimí 1944 MORGÖNBLAÐIÐ - HVAÐ ERU LOFTSTEINAR? - VIÐ efnagreiningu hefir þaS komið í ljós, að loftsteinarnir eru ekki samsettir af neinum þeim frumefnum, seni óþekt eru hjer á jörðu. Aflur á móti eru innbyrðls hlutföll milli frumefnanna í loftsteinunum alt önnur en menn eiga að venjast. Hinar einstöku efna- samsetningar í loftsteinunum má annars flestar greina sundur í jarðnesk málmsambönd, en það er þó sjerstaklega athyglis- vert í þessu sambandi, að marg ar algengustu málmtegundir hjer á jörðu, svo sem kvarts, kali, hornblendi og glimmer vantar algerlega í loftsteinana. Einnig vantar algerlega í 'þá valn og vatnsefnasambönd.Sem sjerstakt fágæti má nefna það, að menn hafa einstaka sinnum fundið örsmáa demanta í loft- steinunum. Einna mikilvægast er það, að oft finnast í loft- steinunum ýms asfalt- og kol- efnasambönd, og sumir loft- steinanna eru meira að segja að miklu leyti úr slíkum efnum. Af þessu er þó ekki auðið að draga með nokkurri vissu þá ályktun, að lifandi verur sje að finna á öðrum hnöttum, því að hugsanlegt er, að slík efnasam- bönd geti skapast á ólífrænan hátt. Það myndi auðvitað vera mjög merkilegt, ef hægt væri að finna í loftsteinunum dýra- leifar frá öðrum hnöttum, þar sem gæti að líta margar ein- kennilegar dýrategimdir, sem óþektar væru hjer á jörðu. Enn sem komið er hefir mönnum þó ekki tekist að finna neinar slík- ar menjar. Steinarnir skiftast aðallega í tvo flokka. LOFTSTEINARNIR skiftast einkum í tvo höfuðflokka: Stein- og jámloftsteina. Nokkr ir loftsteinar eru þó nokkurs- konar sambland þessara teg- unda. Steinefnaloftsteinn hefir næstum því sömu eðlisþyngd og venjulegir steinar hjer á jörð- inni, jafnframt því, að útlitið er ekki verulega frábrugðið heldur, fljótt á ,litið, og menn veita þeim því alment litla at- hygli, hafi þeir ekki blátt á- fram sjeð steinana hrapa til jarðar. Auk þess molna þeir oft niður á fremur skömmum tíma. Við nánari athugun er þó auðvelt að þekkja þá. Utan um þá er svört og glitrandi bræðslu skorpa, en að innan eru þeir oftast ljósgráir, eins og áður hefir verið á minst. Þar að auki eru þeir myndaðir úr mörgum smákúlum, og þekkja menn ekki neina slíka samselningu meðal jarðneskra steintegunda Um upphaflega myndun þess- arar samsetningar vita menn ekkert. Hin tegund loftsteinanna ei að mestu úr hreinu járni, aul 5—20% nikkel og lítilfjörlegi magni af öðrum efnum. Það ei ekki nema örsjaldan, sem falli þeirra hefir verið veitt athygli, en þar sem þeir geta varðveist um mjög langt skeið án þess að molna, og þungi þeirra er þar að auki áberandi meiri en annara steina af sömu stærð, munu þeir fyrr eða síðar finn- ast, ef þeir liggja á aðgengileg- Eftir O. B Síðari grein Böggild íundust á nesi þar skamt fyrir innan. Eftir mikið erfiði tókst honum að koma öllum hellun- um um borð í skip sitt. Voru þær síðan fluttar lil Ameríku og seltar þar í safnið í New York. Stærsti steinninn, sem er næststærstur allra þektra loft- steina, er 35 smálestir, en hinir um það bil þrjár og ein smálest. Peary var mjög ánægður, því að hann áleit sig hafa náð öll- um steinunum, en til allrar hamingju var svo ekki, því að síðar hepnaðist Knud Rasmus- sen að finna enn einn stein, sem hann gaf danska steinasafninu. Lá hann á nesi skamt frú stáð þeim, er hinir höfðu fundist á, og var mjög sjaldan hægt að komast að staðnum sjávarmeg- in. Tókst að fá yfirvöldin til þess að leggja fram næglegt fje til þess að auðið væri að koma steinurn þangað, er hægt væri að koma honum á skipsfjöl. Var steinninn síðan fluttur til Kaup mannahafnar árið 1925 og sett- ur í steinasafnið þar. Steinninn er ekki ósvipaður pýramida í lögun. Á yfirborði hans eru hinar venjulegu holur í bræðsluskorpuna, en þær eru þó hvorki djúpar nje reglu- myndaðar. Þungi steinsins er um 3,4 smálestir, og reyndist það allmiklu minna en áætlað var af þeim, er sáu steininn á - staðnum, þar sem hann fanst. Það er auðvitað mjög erfitt að áætla rúmmál og þá einnig þunga hluta, sem eru svo óreglu legir í lögun, enda má geta þess, að Peary áætlaði, að stærsti steinninn, sem hann fapn, væri eilt hundrað smálestir á þyngd. Öðrum steinum hefir verið ruglað saman við loft- steinana. ÚR ÞVÍ að við erum að ræða um loftsteina, er rjett að minn ast á stóru járnsteinana frá Uifak á Disko í Grænlandi. Er þeim venjulega ruglað saman við loftsteinana, sem þeir þó eru að engu leyti skyldir, því að þeir eru af jarðneskum upp- runa. Einnig í þessum hluta Grænlands höfðu menn fyrr á tímum uppgötvað það, að ibú- arnir áttu ýms verkfæri úr járni, en Nordenskjöld var fyrsti maðurinn, sem hepnaðist að finna sjálfa járnsteinana ár- ið 1870, og flutti hann þá til Evrópu árið eftir. Stærsti steinn inn, sem er um það bil 25 smá- lestir, var fluttur til Stokk- hólms, næststærsti steinninn. um-6% sniálest að þyngd, var fluttur til Kaupmannahafnar»og þriðji stærsti steinninn, 4 smá- lestir, var flutlur til Helsing- fors. Þar sem menn um þetta leyti vissu ekki, að hreint járn gæti myndast hjer á jörðinni, áleit Nordenskjöld sjálfur, að sleinarnir væru loftsteinar, enda þótt hann yrði þess var að stuðlabergið, sem Disko og nær liggjandi hjeruð eru að mestu mynduð úr, var töluvert járn- blandað. Til þess að geta út- skýrt þetta fyrirbrigði, greip hann til þeirrar furðulegu skýr ingar, að járnið myndi hafa fall ið til jarðar sem loftsteinn með an stuðlabergið enn var óstork ið. Daninn K. J. V. Steenstrujj sýndi aftur á móti fram á þa<5, að járninu var þannig blandað í stuðlabergið, að tilgáta Nord- enskjölds var óhugsandi. Setti Nordenskjöld þá fram þá fjar- síæðukendu hugmynd, að ekki aðeins járnið, héldur alt síuðla- bergið myndi vera frá liimni komið og hefði smám saman fallið til jarðar sem loftsteinar. Aílir fróðir menn um þessa hluti viðurkenna nú, að titgáta Steenstrups sje rjett, og síðar hefir reynöar fundist svipað járn annarsstaðar, enda þótt Slíkir fúndir sjeu þó-enn mjög fátíðir — allmiklu sjaldgæfari en járnloftsteinamir. Menn verða að gæta þess, að hjer er átt við hreint járn, en ekki járn í ýmsum efnasamböndum, sem er mjög algengur hlutur. Við nánari rannsóknir hefir það komið í ljós, að járnstein- arnir frá Disko eru að verulegu leyti frábrugðnir loftsteinsjáin inu: Yfirborðið er ekki holótt, og sjeu steinarnir fægðir, koma að vísu íram myndir, en þær líkjast alls ekki myndum þeim, er fram koma á loftsteinunum. í járnsteinum þessum er einnig mun minna nikkel en í laft- j ár nsteinunum. Síðan menn hafa sanníærst um það, að Ðisko-járnið &je af jarðneskum uppruna, hafa kom ið fram ýmsar kenningar uia mjmdun þess. Sumir hyggja, að það muni hafa mvndast úr járn samböndum þeim, sem finna má í stórum stíl í stuðlaberg- inu, og ef til vill hafi það losn- að úr sambandi við stuðlaberg- ið við núning þess við kolalag, sem fundist hefir þarna í sama hjeraðinu. Myndi það þá ver-a nokkuð svipað efnagreiningu þeirri, sem notuð er við járn- vinslu. Aðrir álíta, að jái n þetta muni vera komið neðan úr iðrum jarðar, sem að öllum líkindum eru mjög járnauðug. Jarðarkjarninn hlýtur líka að vera mjög þungur í sjer, því að eðlisþyngd jarðarinnar er yfir 5%, enda þótt eðlisþyngd jarð- skorpunnar sje innan vict 3. Ef jörðin sundrast. EF ÞESSI kenning væri rjett — að járnsteinar þessir væru nokkurskonar sýnishorn aí sam setningu j arðarkj arnans •—sem þó eru tæplega miklar líkur til, þá væii ef til vill um nokk- urn sliyldleika að ræða milii hinna tveggja jámsteina. Ef IjI vill eru loftsteinarnir brot úr hnöltum, sem af einhverjum ástæðum hafa sundrast. E£ svo færi, að jörðin ætti eftir að sundrast í smá- stykki, má vel hugsa sjer, áð úr kjama hennar kynnu að koma steinar, sem líktust lofí- járnsteinunum, en úr yfirborði hennar kæmu aftur á móti stein ar sörtiu tegundar og steinefna- loftsteinarnir. Meðal loftstein- anna hefir ekki fundist nein Hk ing við ystu grágrýtisskorpu jarðarinnar, en mer.n verða líka að hafa það í huga, að sú skorpa er ekki nema mjög smávægi- legur hluti af jörðinni, og þar af leiðandi myndu loftsteinar þeirrar tegundar verða mjög fáir frá henni. Morgunblaðið birtir hjer síðari grein O. B. Böggild um loftsteinana, eðli þeirra og myndun. Fjallar þessi grein einkum um efnasaniseíninguna í þeim og að nokkru leyti hugmyndir manna um það, hvernig þeir geti verið til orðnir. Þá er getið um steina, sem mönnum hættir til að rugla saman við loftsteinana. um stað. Fyrr á öldum hefir vafalaust mikill fjöldi þeirra verið eyðilagður þannig, að þeir hafa verið notaðir í ýms frumstæð áhöld. Ef slíkur steinn er fægður, má með sýru- ætingu framkalla á þeim mjög einkennilegar og reglulegar myndir, og er á þann hátt hægt með fullkominni vissu að þekkja loftjárnsteinana frá venjulegum járnsteinum. ! Járnsteinarnir miklu í Grænlandi. AF járnsteinunum ber fyrst og fremst að nefna hina miklu járnsteina, sem fundist hafa í nánd við Kap York á Norður- Grænlandi, ekki eingöngu af því að þeir vegna staðarins hafa mikið gildi fyrir okkur (Dani), heldur einnig vegna hins, að hjer er um óvenjumikið loft- steinamagn að ræða. Fyrstu sögurnar, sem við höfum af þeim, eru þær, að heimskauta- farinn J. Ross rakst í ferð sinni árið 1818 á Eskimóa, sem áttu hnífa og önnur áhöld úr járni. Er þeir voru spurðir um það, hvar þeir hefSu fengið þetta efni, skýrðu þeir svo frá, að þeir væru úr tveimur eða fleiri steinum, sem þeir hefðu fundið þar í grendinni. Ross hafði þó ekki tækifæri til þess að rann- saka þennan stað, og sama máli gegndi um nokkra síðari rann- sóknarleiðangra, sem sendir voru út af örkinni til þess að leita að járni þessu. Peary, sem bæði var framúrskarandi at- orkusamur og hafði einnig vfir ýmsum betri tækjum að ráða, var sá fyrsti, er hafði heppnina með sjer. Fann hann þrjár hellur, og 1 var ein þeirra, sem Eskimóarn- ir kölluðu „Ahnighito** (tjald- ið), á ey nokkurri, en hinar tvær, ,,konan“ og ,,hundurinn“ Áróðri skotið jÓfriðaraðilar beita ýmsum ólíklegustu aðferðum, til þess að koma áróðri sínum á framfæri, ekki síst meðal andstæðinganna. Þannig skjóta bandamcnn stórum hylkjum, fylltum flugritum, yfir stöðvar Þjóðverja á Italíu og sjást nokkur slík skothylki hjer á myndinni að ofan. Allir kannast einnig við hátalara, sem bæði Rússar og .Þjóðverjar hafa notað, en árangur hefir varla orðið mikill af starfsemi sem þessari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.