Morgunblaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 1. júní 1944 Hreyfiíl og gúmmíút- hlutunin y ' Herra ritstjóri! VEGNA yfirlýsingar viðskifla- málaráðuneytisins varðandi úthlutun á bifreiðagúmmí, rem birtist í blöðunum 26. þ. m., viljum vjer hjer með fara þess á leit við yður, að þjer birtið eftirfarandi greinargerð í blaði yðar: Upphaf þessa máls er það að 5. des. s.l. skrifaði nefnd sú, er hefir gúmmímál til athug- unar í fjelagi voru, viðskifta- málaráðuneytinu og óskaði eft- ir því að atvinnubifreiðastjórar yrðu látnir ganga fyrir við út- hlutun á bifreiðagúmmí. Var þessi ósk borin fram vegna brýnnar nauðsynjar atvinnu- bifreiðastjóra. — Þegar brjef þetta var afhent ráðherra, kvaðst hann mundu athuga þetta mál nánar. Nokkru seinna átti formaður Hreyfils tal við forstjóra skömtunarskrifstofu ríkisins og sagði hann að atvinnubifreiða- stjórar ásamt ríkis- og.lækna- bifreiðum yrðu látnar ganga fyrir öðrum bifreiðum við út- hlutun á gúmmí. Fáum dögum eflir þetta átti nefnd frá Hreyfli tal við Viggó Eyjólfsson, bifreiðaeftirlits- mann, og sagði hann að fyrir- mæli væru komin um það að atvinnubifreiðar skyldu ganga fyrir við úthlulun á bifreiða- fgúmmí og mættum við alveg treysta því að svo yrði í fram- kýæmdinni. Var atvinnubifreiðastjórum þá tilkynt af formanni Hreyf- ils, að þeir myndu sitja fyxúr við úthlutun. I byrjun des. 1943 var svo farið að úl- hlula gúmmí og var fyrgreind- um fyrirmælum og reglum þá fylgt við úthlutunina. — En í byrjun þessa árs urðu atvinnu- bifreiðastjórar þess varir, að einkabifreiðum var úthlutað gúmmi* þótt þeim væri neitað um það. Atvinnubifreiðastjórar höfðu skilið fyrnefndar reglur þann- ig, að 'atvinnubifreiðar skyldu fá allt sitt gúmmímagn afgreitt áður en einkabifreiðar yrðu af greiddar, samkvæmt þeim regl um sem seltar eru um gúmmí- | magn atvinnubifreiða í reglu- | gerð um úthlutun á bifreiða- gúmmí. Með því að bifreiðastjórar töldu að fyrgreindum fyrirmæl um hefði verið fylgt, þá sneru j þeir sjer til formanns Hreyfils | og óskuðu eftir því, að Hreyfill | ljeti þetta mál til sín taka, ; þannig að settum reglum yrði ; framfylgt. Mál þetta var síðan rætt á fundi Hreyfils. Áður en fundurinn var haldinn reyndi formaður fjelagsins að ná tali af forstjóra skömtunarskrif- stofunnar, en það tókst ekki. Á þessum fundi, sem haldinn var 14. apríl s.l.. var svo tillagan um rannsókn á úthlutuninni samþykt. Nokkru eftir Hreyfilsfund- inn átti gúmmínefnd fjelagsins tal við Sigtrygg Klemensson, forstjóra skömlunai'skrifstof- unnar, og las hann þá nefnd- inni brjef sem bifreiðaeftirlit§- mönnunum hafði verið sent, þar sem fyrir þá var lagt, að láta ríkis-, lækna- og atvinnu- bifreiðar ganga fyrir um út- hlutiin á þeirri sendingu, sem ■ þá var komin til landsins. — Nefnd Hreyfils var hinsvegar alls ókunnugt um það til hve langs tíma þessi forgangsrjett- ur skyldi taka, þar til nefndin heyrði þetta brjef lesið. Þ. 11. þ. m. var svo gúmmí- nefndin kvödd á fund saka- dómara til þess að gera grein fyrir þessu máli. Skýrði nefnd- in honum frá þeim skilningi, sem bifreiðastjórar hefðu al- ment haft á fyrgreindum fyrir- mælum um úthlutun á bifreiða gúmmí.' Bergst. Guðjónsson. Þorgrímur Kristinsson. iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiimiiHiiiniiiimn — E llreínar | Ljereftstuskur I E keyptar í dag á afgr. 1 s Morgunblaðsins. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiimiiiiii Stérgjöf til útgáfu Stjórnmátasögu Svía Stokkhólmi: — Nefnd, sem fyrir var hinn kunni sænski iðn jöfur Thorsten Hérnod, færði fyrir nokkru sænska utanrík- isráðherranum, Christian Gúnt her, peningagjöf að upphæð 100.000 sænskar krónur, sem verja skal til að semja og gefa út sögu sænskra utanríkismála. Fjárhæðina gáfu 11 iðnfyrir- tæki og skipafjelög. Þegar hr. Hérnod afhenti gjöfina, sagði hann að hún væri gefin í við- urkenningarskyni fyrir hin erf- iðu og oft vanþökkuðu störf utanríkisráðherrans á þessum örlagaríku tímum. Nefnd hefir þegar verið skip- uð, til þess að annast um út- gáfu verks þessa, sem ná skal yfir árin 1561—1939, og er for- maður hennar Nils Ahnlund prófessor, einn fremsti sagn- fræðingur Svía. Búist er við að verkinu verði lokið á 3 árum. „Ferð uri Barða- strandarsýslu" SLÆM línubrengl urðu , greininni: „Ferð um Barða- strandarsýslu", sem birtist í síðasta blaði. Upphaf kaflans „Batnandi afkoma“ átti að vera þannig: — Hvernig eru húsakynni í sýslunni og afkoma manna til lands og sjávar? — í þorpunum eru gömlu húsin ýmist að hverfa eða þeim er breytt og þau bætt á allan hátt. Ný steinhús rísa upp í sama stíl og hjer í borginni og benda á batnandi hag fólksins, enda hefir atvinnulíf verið þar með blóma og er enn o. s. frv. Niðurlag greinarinnar átti að vera þannig: — Hvar er þetta heimili? — Að Felli í Tálknafirði. Jeg hafði áður komið í Hergilsey á Bi'eiðafirði og að Hamri í Múla sveit, en þar eru fimtán syst- kini á hvoru heimili, öll mynd- arleg og mannvænleg börn, sem áreiðanlega eiga eftir að verða heimilunum og þjóðinni til margvíslegrar gleði og bless- unar. Bið þig svo að bera kveðju mína til Barðstrendinga með þakklæti fyrir allar góðar stundir á heimilum þeirra. Þoriijörg Guð- mundsdóttir Fædd 25. júlí 1922. Dáin 24. maí 1944. Nokkur minningarorð. í dag verður hún Didda bor- in til hinstu hvílu. Hvert okkar vina hennar, sem kvöddum hana á síðast- liðnu hausti, er hún var að fara vestur á ísafjörð til þess að undirbúa sig undir hjónaband- ið, skyldi hafa grunað að við ættum ekki eftir að sjá hana aftur? Hana Diddu, sem var svo þrótlmikil og lífsglöð og sem vænti sjer svo mikils af lífinu? — Ábyggilega ekkert okkar. — Hún átti svo fagrar lífshugsjónir, sem okkur fanst að hlytu að rætast, og þetta var fyrsta sporið í þá átt. •— Fyrsta sporið, sem einnig varð hið síð- asta. Svifin er sálin þín hreinar frá sorgarheimkynnum, á ylríku æskunnar vori til upphiminssala. Sakleysis skrýdd varslu skrúða, skýrleik og fegurð, falslausa fyrirmynd veittirðu, fullþroska sálum. Stórt er það skarð, sem höggvið hefir verið í hóp okk- ar vinanna, skarð, sem aldrei mun verða uppfyllt, því Didda var alveg sjerstæður vinur. — Hún var heilsteypt. En hversu- mjög sem við vin- ir hennar syrgjum hana, þ§. er söknuðurinn þó meiri hjá systir hennar og fóstur- foreldrum. — En mestur og sárastur mun þó söknuðurinn vera hjá unnusta hennai', sem af óviðráðanlegum orsökum hefir orðið að dvelja erlendis tvö síðastliðin ár, og ekki hefir getað tekið þann þátt í þeim miklu veikindum, sem Didda hefir átt í, sem hann hefði óskað. En söknuðurinn mildast, er við gerum okkur ljóst í hvers heimkynni þú ert komin Didda, og vonandi uppfyllasl þar þin- ar jarðnesku hugsjónir. Ond þín á lióssöldum líður, um lífsfriðar hjeima, fað'mar í fögnuði sælum foreldra og vini. G. R. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viðskiftanna Sími 1710. ; TILKYNIMIIMG i I Sú breyting verður á ferðum Seltjarnarnes- t I* vagnsinSj þar til viðgerð á Vesturgötu hefir I farið fram, að í $tað Aðalstrætis og Vestur- I götu ekur hann Aðalstræti og Túngötu. 31- maí 1944 $ Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. <£^3x^<^^<§x^^<^x^^<^<^>3x§x§xS>^^<^<^<Sx^<S>3x§xS><SxSx$xSx^<^x^<§xSx$x$*§*$xw ■•m*w.x*x*><»x»><Sx§x§X§><$><§*<§> 4 Eftir Robert Storm 1, 2 og 3) Alexander: — Mascara, ert þetta þú? byssu sinni á Alexander. Farðu inn í bílinn og fljót nú. — Kem undir eins, regluþjónn! Alexander: — Lög- taka sig svona. Eins og költur slökk hinn fyrrum heimsfrægi fimleikamaður á Bill... elskan, sagði Bill um leið og hann miðaði skamm- 4) En Alexander var ekki alveg á því að láta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.