Morgunblaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fitatudagur 1. júní 1944 LARRY DERFORD 'JAJ. JJJomerSet í leit að lífshamingju — 7. dagur — að móðir sín þyrfti að senda sig til Marvin' og bað hann að keyra sig þangað. Hún gerði þær varúðarráðstafanir, að setja eina flösku af Martini hjá hitageyminum með kaffinu 1, sem móðir hennar hafði skipað Eugene að setja í körfuna. Þau voru ung og hraust, og nutu hádegisverðarins í ríkum mæli. Isabel helti kaffinu í boll ana og Larry kveikti í pípu sinni. „Jæja, byrjaðu þá, ástin mín“, sagði hann með glettnis- blik í augunum. „Byrja á hverju?“ spurði Isabel, eins sakieysislega og hún gat. Hann hló. „Heldurðu að jeg sje fullkom ið fífl? Ef móðir þín veit ekki upp á sína tíu fingur málið á dagstofugluggum sínum — ja, þá skal jeg borða hattinn hjerna Það var ekki vegna þess, sem þú baðst mig að keyra þig hing að“. » Isabel hafði nú fengið dálítið af sjálfstrausti sínu aftur, og bx'osti Ijómandi til hans. „Ef til vill var það vegna ss, að jeg hjelt að þjer þætti garaan að vera með mjer í all- án dag“. „Já, kannske. En jeg held samt ekki. Gæti það ekki verið vegna þess að Elliott hefði sagt þjer, að jeg hefði neitað tilboði Henry Maturins?“ Hann talaði glaðlega, svo að henni fanst best að svara í sama tón. „Gary hlýtur að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hann hlakkaði svo mikið til þess að vinna með þjer á skrif stofunni. Einhvei'ntíma verður þú að byrja að vinna, og því lengur sem þú dregur það, því erfiðara verður það“. Hann tottaði pípu sína, horfði á hana, og brosti, svo að hún gat ekki vitað, hvort honum var alvara eða ekki. „Veistu það, að mjer finst einhvemveginn, að jeg verði að gera meira með líf mitt, en selja skuldabrjef“. „Þá það. Farðu í háskólann og lestu lögfræði eða læknis- fræði“. „Nei, jeg vil það ekki held- ur“. „Hvað viltu þá gera?“ „Reika um“, svaraði hann í'ó lega“. „Talaðu &kki eins og fábjáni. Það er ekki hægt að lifa án peninga“. „Jeg á dálítið af þeim. Það er.u þeir sem gefa mjer tæki- færi til þess að gera það, sem xnig langar til“. — „Reika um?“ „Já“, svaraði hann brosandi. „Þú gerir þetta svo hræðilega erfitt fyrir mig, Larry“, sagði hún og andvarpaði. „Mjer þykir það leitt. Jeg myndi ekki gera það, ef jeg gæti að því gert“. „Þú getur gert að því“. Hann hristi höfuðið. Hann sat þögull dálitla stund, niðursokk- inn í hugsanir sínar. Þegar hann loks opnaði munninn, var það til þess að segja dálítið, sem gerði hana óttaslegna. „Þeir dánu virðast svo hræði lega dauðir, þegar þeir ei'u dauðir“. „Hvað áttu eiginlega við?“ spurði hún vandræðalega. „Nákvæmlega það sem jeg segi“, sagði hann og brosti raunalega til hennar. „Maður hefir nógan tíma til þess að hugsa, þegar maður er einn uppi í loftinu. Maður fær skrítnar hugmyndir“. „Hvaða hugmyndir?“ „ÓljósarÞ, svaraði hann bros andi. „Sundurlausar. Ruglings- legar“. Isabel hugsaði um þetta dá- litla stund. „Heldurðu ekki að þær yrðu ljósari, ef þú fengir þjer eitt- hvað að.gera?" „Jeg hefi hugsað um það. Mjer hefir dottið í hug, að vinna við trjesmíðar“. „Ó, Larry! Fólk myndi halda, að þú værir genginn frá vit- inu“. „Myndi það gera eitthvað til?“ „Já, mjer þætti það leitt“. Enn einu sinni varð þögn góða stund. Það var Isabel, sem rauf hana. Hún andvarp- aði. „Þú ert svo ólíkur því, sem þú varst, áður en þú fórst til Frakklands“. „Það er ekkert undarlegt. Það var margt, sem kom fyrir mig þar“. „Eins og til dæmis?“ „Besti vinur minn í flughern var drepinn, þegar hann var að bjarga lífi mínu. Jeg átti erfitt með að gleyma því“. „Segðu mjer frá því, Larry“. Hann horfði á hana. í augum hans var djúpur harmur. „Jeg vil helst ekki tala um það. Það var í rauninni aðeins lítilfjörlegt atvik“. Isabel var viðkvæm í eðli sínu, og augu hennar fyltust tárum. „Áttu eitthvað bágt, Larrý?“ „Nei“, svaraði hann brosandi. „Það' eina, sem gerir mig ó- hamingjusaman, er, að jeg geri þig óhamingjusama“. Hann tók hönd hennar, og í hinu sterka og trausta handtaki hans var svo innileg ástúð, að hún varð að bíta sig í vörina til þess að fara ekki að gráta. „Jeg held, að jeg finni aldrei frið, fyrr en jeg hefi komist að einhverri niðurstöðu“. Hann hikaði. „Það er mjög erfitt að koma orðum að þessu. Ef jeg reyni það, kemst jeg í vandræði. — Jeg segi við sjálfan mig: Hvers- vegna ættir þú að vera að brjóta heilann um þetta eða hitt? Ef til vill er það aðeins vegna. þess að þú ert hjegóm- legur sjervitringur. Er ekki betra að ganga rudda veginn, og taka því, sem koma skal? Og þá verður mjer hugsað til manns, sem fyrir stundu var fullur af lífi og fjöri, en er nú liðið lík. Þetta er alt svo grimmilegt og tilgangslaust. Það er erfitt að komast hjá því að spyrja sjálfan sig, hvað lífið sje eiginlega, hvort sje nokk- ur skynsemisglóra í því, hvort það sje ekki aðeins hi-yggileg flónska blindra örlaga“. Það var ekki hægt annað en komast við, þegar Larry talaði, með hinni dásamlegu, djúpu rödd sinni, hikandi — eins og hann neyddi sjálfan sig til þess að segja það, sem hann hefði heldur viljað látið ósagt, — en þó með skelfilegri einlægni. Dálitla stund treysti Isabel sjer ekki til þess að hafa vald á rödd sinni. „Mundi það ekki hjálpa, ef þú færir eitthvað burt, ixm tíma?“ Henni var þungt um hjarta- ræturnar, þegar hún sagði þetta. Það leið löng stund áður en hann svaraði. „Jeg held það. Maður reynir að ganga framhjá almennings- álitinu, en það er ekki auðvelt. Ef það er fjandsamlegt, vekur það hjá manni fjandskap, sem raskar sálarrónni“. „Hversvegna ferðu þá ekki?“ „Það er þín vegna“. „Við skulum vera hreinskil- in hvort við annað, Larry. Sem stendur er ekkert rúm fyrir mig í lífi þínu“. „Þýðir það, að þú viljir ekki vera unnusta mín lengur?“ Hún í'eyndi að brosa. „Nei. Það þýðir að jeg sje reiðubúin til þess að bíða eftir þjer“. „Það verður kannske eitt ár. Jafnvel tvö ár“. „Það er alveg sama. Ef til vill verður það skemri tími. Hvert ætlar þú að fara?“ Hann horfði á hana eins og hann væri að reyna að sjá inn í instu hjartafylgsni hennar. Hún brosti glaðlega, til þess að reyna að hylja sorg sína. „Mjer datt í hug, að byrja á því að fara til Parísar. Jeg þekki engann þar. Þar myndi enginn skifta.sjer af mjer. Þar get jeg ef til vill fundið það, sem jeg leita að“. „Og hvað svo, ef þú finnur það ekki?“ Hann hló. „Þá fæ jeg sennilega mína gömlu, góðu skynsemi aftur, hætti við alt saman, kem til Chicago, og tek þá atvinnu, sem jeg get fengið“. Atburður þessi hafði haft of mikil áhrif á Isabel til þess að hún gæti sagt frá honum án þess að komast í geðshræringu. Þegar hún hafði lokið frásögn sinni, horfði hún spyrjandi á mig. „Haldið þjer, að jeg hafi breytt rjett?“ „Jeg held að þjer hafið gert það eina, sem hægt var að gera. Og þjer hafið verið mjög göfug lynd og skilningsgóð". „Jeg elska hann, og vil að hann verði hamingjusamur. En segið ekki, að jeg sje skilnings.- góð. Jeg skil ekki framkomu hans“. „Ef til vill skiljið þjer hann Pilturinn,sem gat breytt sjer í fálka, maur og Ijón Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. ■< 2. % að hann varð að hvíla sig og settist á berg eitt við-vatiiiö. Honum fanst þetta berg eitthvað svo einkennilegt. Hann gekk þar um nokkra stund, en svo gerði hann sig aftur að fálka, þegar hann var búinn að hvíla sig, og flaug af stað, þar til hann kom til konungshallar, þar settist hann í trje fyrir utan glugga konungsdóttur. Þegar hún sá þenna fallega fugl, langaði hana til þess að ná honum. Hún kallaði á hann og um leið og fálkinn var kominn inn, lokaði hún glugganum, tók fuglinn og setti hann í búr. Um nóttina gerði fuglinn sig að maur og skreið út úr búrinu, og um leið og hann var kominn.niður á gólf, gerði hann sig að manni, gekk að rúmi konungsdóttur og settist á rúmstokkinn hjá henni. Þá varð hún svo hrædd, að hún hljóðaði hástöfum, svo konungurinn vaknaði, kom inn og spurði, hvað á gengi. „Það er einhver hjer inni“, hrópaði konungsdóttir. En um leið varð piltur aftur að maur, skreið inn 1 búrið aftur og gerði sig að fálka. Konungur gat ekkert óvenju- legt sjeð og sagði að dóttir hans hlyti að hafa fengið martröð. En um leið og hann var kominn út um dyrnar, kom það sama fyrir aftur. Piltur gerði sig að maur, skreið aftur út úr búrinu* breytti sjer í sína rjettu mynd ög settist hjá konungsdóttur. Þá æpti hún aftur hástöfum og konungurinn kom þjót- andi, til þess að sjá, hvað á gengi. „Það er einhver hjer inni“, æpti konungsdóttir. En piltur skaust þá inn í búrið aftur, og sat þar sem fálki. Konungurinn leitaði hátt og lágt, og þegar hann ekkert sá, reiddist hann ógurlega yfir því að geta ekki fengið svefnfrið, og sagði að þetta væri eintómir hugarórar í konungsdóttur, „og æpir þú einu sinni enn, þá skaltu verða þess vör, að konungurinn er faðir þinn“. En konungurinn var ekki nema rjett kominn út, þegar piltur var aftur kominn til konungsdóttur. í það skiftið æpti hún ekki, þótt hún væri svo hrædd, að hún vissi ekki hvað hún ætti við sig að gera. Svo surði piltur, við hvað hún væri hrædd. „Jú, jeg er lofuð tröllkarli“, sagði hún, „og í fyrsta skifti, þegar hún kæmi út undir bert loft, átti hann að faka hana, en þegar piltur kom, hjelt hún að það væri Kennarinn: — Hvað gerði Karl XII. í Noregi? Nemandinn: — Hann dó þar. Kennarinn: — Gerði hann ekkert meira? Nemandinn: — Nei, það var það síðasta, sem hann gerði. ★ Fullur maður: — Sýnist þjer veggurinn hreyfast? Sá ófulli: — Nei. Sá fulli: — Mjer sýnist það ekki heldur. ★ Læknir: — Þjer þyrftuð að fara í langa sjóferð til þess að safna kröftum. Er atvinnu yð- ar svojiáttað, að þjer getið það? Sjúklingurinn: — Jeg er stýrimaður á einu af Atlants- hafsförunum. ir Hannes hringdi til járnvöru- kaupmanns og bað uiy rottu- gildru. — Á að senda-hana heim? spui'ði kaupmaðurinn. — Já, auðvitað, sagði Hannes. Hjelduð þjer ef til vill að jeg fjfiri að senda rotturnar til yð- ar? Strákarnir í skólanum höfðu límt saman nokkur blöð í Bíblí- unni, svo þegar gamli kennar- inn fór að lesa, kom það svo út: „Þegar Nói var 125 ára gam- all, tók hann sjer konu, (hjer fletti kennarinn við), sem var 140 feta löng, 40 feta breið og bikuð utan og innan“. ★ — Hversvegna grætur þú, litla mín? — Vegna þess að Inga vill ekki leika við mig. — Hversvegna vill hún ekki leika við þig? — Vegna þess að jeg er að gráta. ★ Eftirfarandi auglýsingu mátti einu sinni lesa í þýsku blaði: „Þjófurinn, sem stal skíðun- um 'úr kjallaranum mínum um, daginn, er vinsamlega beðinn um að taka stafina líka“. Vinkonan: — Af hverju er- uð þið Jón ósátt? Sú trúlofaða: — Við vorum að rifast um, hvort okkar elsk- að* hitt meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.