Morgunblaðið - 02.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1944, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. júuí 1944, Oainli kirkjugarðurinn Biómagarður og skipulagsmái FRÚ GUÐRÚN -JÓNASSON hi'eyfði því á bæjarstjórnarfundi í gær, hvorl bæjarstjórn vildi ekki sinna tilmælum Reykvík- í ngafjelagsins um það, að gamli kirkjugarðurinn við Aðalstræti, er lengi var nefndur ,,bæjarfógelagarður“, yrði opnaður fyrir almenning og hann lagfærður fyrir fólk, sem þangað kæmi. VHdi frúin, að girðingin yrði tekin niður, settir gangstígar og i)ekkir í garðinn og hann prýddur með gróðursetning blóma. Sagði hún m. a. að bæjarbuar þyrftu á þvx að halda, að geta notið þeirra fögru staða, sem í bænum vxAru. Hún hefði heyrt, að komið hefði til orða, að þar yrði gert bílatorg. En taldi það óviðkunnanlegt. Báru þær frú Guðrún og frú Kátrín Pálsdóttir fram svo- hljóðandi tillögu í þessu máli: „Bæjarstjórn Revkjavíkur ,‘ikorar á bæjarráð að gera þær rúðstafanir, sem nauðsynlegar eru, til þess að almenningur geti átt aðgang að gamla J rkjugarðinum á horni Aðal- strætis og Kirkjustrætis.“ Borgarstjóri skýrði frá því, áð bæjarráð hefði ekki viljað sirma tilmælum Reykvíkinga- fjelágsins. Hann sagði m, a.: — Schierbedk landlæknir fjékk ræktunarrjétt á garðin- um, og hefir sá rjettur, með rnilliliðum gengið til Landsím- ans. Stjórn Landsimans telur, að síminn eigi gafðinn. En bær ínn vill ékki fallast á, að sím- jnn hafi eignarrjett á garðinum. En ékki er hægt að breýta garð inum til almennings afnota, nema með leyfi Landsímans. Astæðan til þess, að bæjarráð vildi ékki sinna tilmælum fje- lagsins var m. a. sú, að því fanst ærið verkefni í þeim garðsvæðum, sem bærinn hefir fullan umráðarjett yfir. Það dregur líka úr mönnum til þessara framkvæmda, að fyrirætlanir um skipulag mið- bæjarins lúta að þvi, að mikið af garðinum fari undir götur og viðbótarbygging Landsímans. Talið er, að Tjamargata verði Játin halda áfram í beinni Btéfnu norðanvið Kirkjustræti, en Kirkjustræti þarf nauðsyn- lega að bi’eikka. Á Landsíma- húsinu eru nú gluggglausar ■bákhliðar útað Kirkjustræti og ASalstræti, En með viðbótar- byggingum, sem f>’rirhugaðar eru. breytist þetta, til prýði fyrir bæinn. Það er á hinn böginn skiij- anlegt, að Reykvíkingum sje sárt um þenna garð. En hann hefir aldrei verið almennings- garður. Og byggingum og göt- «m er þannig hagað í þessu hverfi nú, að ekki verður hjá því komist innan skamms að taka þenna garð til annara nota. Guðrún Jónasson taldi, að langt yrði þess að bíða, að gatna breyting skipulagsins og fyrir- hugaðat’ byggingar komist á þarna. Borgarstjóri taldi, að þess myndi ekki' lan'gt að bíða, En bíiastæði myndi vera hægt að fá annarsstaðar í Míðbænum en þama. ; Jón A. Pjetursson sagði m. ah, að það myndi verða ærið xjrfitt að fá framgengt þeim akipulagsbreytingum, - sem þarna eru nauðsynlegar, þó ekki verði sköpuð aukin and- staða, með því að gera þarna almenningsgarð, sem bæjarbú- ar vildu ekki missa undir göt- ur. Tillaga frú Guðrúnar og frú Katrínar fjekk ekki byr og var feld. Fjársöfnun til land- flóffa Dana nemur rúmum 200 þús. kr Samkvæmt skýrslu um fjár- söfnup í maímánuði til land- flótta Dana, sem blaðinu hefir borist frá skrifstofu Kristjáns Guðlaugssonar hrl„ hafa nú safnast alls kr. 200.826.00. Hjer fer á eftir skrá um þá, sem gef- ið hafa í maímánuði: Leiftur h.f., starfsfólk, kr. 290.00. Eimskipafjelag íslands kr. 375.00, (starfsfólk), starfs- ménn Skinnaverksmiðjunnar Iðunn, Akureyri, kr. 1260.00, Kvenfjelagið Hringurinn, Stykk ishólmi, kr. 300.00, Ofnasmiðj- an h.f. (starfsfólk). kr. 360.00, afgreiðslumenn Hins íslenska Steinolíufjelags kr. 830.00, ■starfsfólk Klæðaversl. Andrj. Andrjessonar kr. 8.30, Kex- 840.00, Eggert Claessen hrm. kr. 500.00, Örlygur, Patreksf. krT 300.00, starfsfólk Sláturfje- lags Suðurlands kr. 1465.00, safnað af bókaverslun Þor- Framhald á 8. síðu. Htísmæðrakennarar útskrifaðir á ísiandð í fyrsta skifti Forstöðukona Húsmæðrakennaraskóla fslands og hinir nýútskrif uðu húsmæðrakennarar. Fremri röð (talið frá vinstri): Salóme Gísladóttir, Helga Kristjánsdóttir, Hclga Sigurðardóttir, for- stöðukona, Þórunn Hafstein, Þorgcrður Þorvarðardóttir. — Afl- ari röð: Halldóra Eggertsdóttir, Ása Guðmundsdóttir, Vigdís Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Guðbjörg Bergs, Guðný Frí- mannsdóttir. FYRSTU húsraæðrakenn- ararnir, 10 að tölu, sera mentun sína hljóta hjer á- landi, fengu prófskírteini sín í gær, en þá var Hús- mæðrakennaraskóla íslands sagt upp í hátíðasal Háskól- ans. Forstöðukona skólans frk. Helga Sigurðardóttir, skýrði frá störfum skólans, sem nú hefir starfað í tæp tvö ár. Nám i skólanum var bæði l)óklegt og verklegt. Veturna 1942—4:> og 1943—44 fór kenslan fram • í húsakynnum Iláskólans, en að Laugarvntni rúma 4 mánuði súmarið 1943, J>ar sem stúlkuriwir lærðu garðrækt, hjrðingu húsdýra og sitthvað i'leira. Að lokum ávarpaði forstöðu konan hina nýju húsmæðra- kennara og árnaði ]>eim heilia og afhenti Jjeim síðan próf- skírteinin. Ein stúlkan, Vig- dís Jónsdóttir frá Deildar- tungu, hlaut ágætiseinkun, 9,01, sjö íengu liáa 1. einkunu og tvær'háa aðra einkunn. Ilinir nýútskrifuðu hús- mæðrakeimarar eru: Ása Guðmundsdóttir, Guðlxjörg Dergs, Guðný Tómasdóttir, llalldóra Eggertsdóttir, Helga Ivristinsdóttir, Salóme Gísla- dóttir, Sigríður Jónsdóttir, Vigdís Jónsdóttir, Þorgerður Þorvai'ðardóttir og Þórunn Hafstein. Kennarar 11 úsmæðraskól- ane eru: Ungi'rii Ilelga Sig- urðardóttir forstöðukona, dr. JúIíuk Sigurjónsson læknir, dr. líroddi , Jóhannesson, Trausti Ólafsson efnafræðing- ur, Þorleifur .Þorvai'ðarson, keimari, Ragnar Jóhannesson cand. niag. og Ófeigur Ófeigs- son læknir. Að lokinni væðu forstöðu- Framh. á 8. síðu. Tjörnin á að vera bæjarprýði Tillögur frá Gunnari Thoroddsen GUNNAR THORODDSEN vakti máls á því á bæjarstjórn arfundi í gær, að varðveita þyrfti Tjörnina sem mestu prýði bæjarins. En hún hefir verið vanhirl. Kastaði tólfunum í fyrra vor, er Tjörnin var tæmd snemma vors og blasti við sjónum sem aurflag alt sum arið. Ástæðan til þess var sú, að verið var að gera skolpræsi í Tjarnargötu, en það verk talið illframkvæmanlegt, nema valnsborð Tjarnarinnar yrði lækkað. Skolpræsið var nauð- synlegt .vegna nýju húsanna á Melunum. En fyrir vikið varð fólk að hafa aurflagið fyrir augum og óþefinn alt jiumarið af Tjarnaraurnum. Nú áttu menn von á því, að mega hafa Tjörnina í sumar. En það fór á aðra leið. Aftur var vatninu hleypt úr henni. Er mjer sagt, að það sje vegna þess, að verið er að grafa hús- grunn nyrst við Tjarnargölu. Ef það á að viðgangast að Tjörn in verði hálfþur öll þau vor, sem verið er að grafa grunna nálægt henni, þá getur þeim vorum fækkað, sem við höfum þessa bæjarprýði. Gunnar bar fram svohljóð- andi tillögu: „Bæjarsljórn álítur, að Tjörnin skuli ekki tæmd, nje vatni hleypt úr henni svo nokk uru nemi, án þess að sjerstök brýn nauðsyn krefji að dómi bæjarráðs og þá um sem skemst an tíma hverju sinni“. Gunnar sagði ennfremur: Það hefir lengi verið ósk bæjarbúa. að Tjörnin yrði dýpkuð, hreinsað úr henni allt rusl, sem kemur mjög í Ijós, þegar vatnsborð hennar er lækkað. Ennfremur að bakkar hennar verði lagaðir og jafnvel að botn hennar yrði steyptur a. m. k. meðfram bökkunum. Ekki er mjer kunnugt um, hvað slíkar framkvæmdir myndu kosta. En jeg legg til að þetta yrði rannsakað. Hann bar og fram -svohljóð- andi tillögu: „Bæjarstjórn ályktar að fela bæjarráði að lála fram fara athugun á möguleikum til og kostnaði við að hreinsaTjörnina ’ dýpka hana og að steypa bakka hennar og boln að einhverju eða Öllu leýti“. 1 Bórgarstjóri sagði m. a. : Jeg get fallist á tillögur Gunn ars Thoroddsen viðvíkjandi Tjörninni. Það er gotl að fá álit bæjarstjórnar í þessu máli. Og fyrir bæjarverkfræðing er það goll að hafa slíka ályktun á bak við sig, þegar einstakir menn kunna að bera fram óskir um að Tjörnin verði læmd. En jeg tel nauðsynlegt að taka það fram, að okkur skortir verkfræðinga. Verkfræðingar ar þeir, sem eru í þjónuslu bæj arins eru önnur kafnir. Geta þeir ekki sinnl öðrum verkum en þeim, sem nú eru mest að- kallandi. Núverandi bæjarverkfræðing ur hefir hafið starf sitt mjög efnilega. En hann getur ekki fengist við annað en það, sem bráðnauðsynlegast er. Má því búast við, að sú rannsókn, sem hjer er talað um, verði að þoka fyrir öðrum störfum. Enda verð ur viðgerðin á Tjörninni eðli- lega að bíða þangað til atvinn- an er eitthvað minni í bænum, en hún er nú. Utaf umræðunum um Tjörn- ina spunnust umræður um aðr- ar aðgerðir til bæjarprýði. Benti borgarstjóri m. a. á það, að ekki sje hægt að gera alt í einu. Það er verið að gera ýms- ar lagfæringar í bænum, og' verða oft ýms bráðabirgðaverk að vera hálfgerð, af því að fyr- irhugaðar eru meiri aðgerðir á næstunni. Hann benti t. d. á, að aðfinsl- ur hefðu komið fram útaf frá- gangi Sóleyjargötunnar. En hún þurfti að liggja ófullgerð á meðan uppfylling hennar var að síga, svo hægt væri að ganga frá henni. Meðan verið er ,,að gera hreint“, þá er ýmislegt úr lagi fært. Og svo verður það að vera. Tillögur Gunnars voru báðar samþyktar með samhljóða at- kvæðum. Frú Anna Biering Bernburg Hún ljest 21. apríl, eftir langa og stranga legu á Sjúkrahúsi Hvítabandsins. Frú Anna var fædd hjer í höfuðstaðnum þann 7. oklóber 1881, og ól hjer all- an sinn aldur. Hún var dóttir Pjeturs W. Bierings, sem lengi var verslunarfulltrúi hjá Thom sen-verslun, og konu hans, frú Louvísu Norðfjörð Biering. En þau hjónin áttu, auk frú Önnu, fimm mannvænleg börn, sem- allir hinir eldri Reykvíkingar a. m. k. kannasl við, eins og Moritz Biering skósmíðameist- ari, Henrik Biering kaupmann, frú Kristínju Biering, sem er kvænt Petersen, er stofnaði og . starfrækti kvikmyndahúsi? Gamla Bíó, frú Vilhelmínu B, Mardal, búsett í Káupmanna- höfn og ftú J Áétu ‘Bieringý kvænta Nielsen, endurskoðanda hjer í Rvík. Frú Anna tók snemma að fást við verslunarstörf, sem í þá daga var fátítt af ungum stúlk- um hjer í borg. Hún vann lengl í Thomsens verslun í vefnaðar- vörudeildinni, og þótti mjög lip ur og ábyggileg í öllum við- skiflum, enda var hún vel gef- in, eins og hún átti ætt til. Frú( Anna var fríð sýnum, og kom Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.