Morgunblaðið - 03.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1944, Blaðsíða 1
81. árgangur. 120. tbl. — Laugardagur 3. júní 1944 IsafoldarprentsmiSja hX A-meriskar flugvjelnr íu bækistöðvar í Russlandi „Menningunni er hætta búin af hatursáróðri stríðsins" Segir Páfi og skorar á aðila að hlífa Róm PÁFI FLUTTI RÆÐU í DAC'. fyrir kardínalaráðinu 'og sagði, að hatur það, sem skapast hefð iaf þessari styrjöld Qg seiu óþekkt vœri í sögu heinisins, væri gýfurleg hætta fyrir alla menningu ájörðunni. — Páfi beindi oorðuni sínum einnig til hernaðaraðila og kvað þann sem eyddi Rómaborg ekki að eins drýgja ógurlegan glæp gegn .iarðnesku, heldur og guðlegu rjettlæti. . Páfinn kvaðst yona, að æði hernaðarins væri þó ekki enn orðið svo mikið að engum dytti í hug, að láta rjettlætið ríkja,-fremur en „hernaðar- nauðsyn". ITann kvað raddir j>u-i-, sem hrópuðu á hefnd og hatur, vera orðnar svo há- vau'ar, að þær væru að kæfa alla skynsemi, og mannúðar- ley.si hernaðarins ynni frekar e.n nokkuð anna'ð að því að lengja stríðið, þar sem svo vaM'i komið, að hver sú þjóð, seni sigruð yrði, vissi að það væri sama og tortíming og berðist því í örvæntingu fyrir lífi sínu. — Óttann verður að afnema og gefa öllum von uiii sanngirni og rjettlæti, sasði Páfi. Páfi kvað það einnig svo komið, að það væri valdið eitt, sem alstaðar ríkti, en hvergi rjettlætið, og kvað það A-era enn meiri hættu menn- ingunni í framtíðinni, ef sig- urvegarnir í styrjöldinni fram fylgdu friðnum með vopna- valdi einu, án allrar sann- girni og miskunnar, segðu hin um sigruðu fyrir um alt.með byssustingina sem bakhjarl. „Það er hryggilegt", sagði Pái'inn, „að borgin eilífa skuli ekki hafa losnað við hörm- ungar stríðsnis, og hinar skelfi legu aðferðir, sem beitt er í mitímahei-nnði. En jeg vona, 88 mennirnir geri sig ekki seka uni eyðileggingu hennar. Nlíkt væri blettur, sem yrði aldrei })vcginn af mannkyn- inu". ? ? » Loftárásir á Danmörku. Mosquitoflugvjelar frá Bret- landi gerðu árásir á ýmsa staði í Danmörku í nótt sem leið. — Ekki er kunnugt, hvaða staðir urðu fyrir árásunum. — Aðr- ar breskar sprengjuflugvjelar rjeðust á staði í Frakklandi. Þjóðverjar vinna á viS Jassy London í gærkveldi: . llerstjórnartilkynning Rússa í kvöld er svdhljóðandi: „Þann annan júní hrundu hersveitir vorar - fyrir norðvestan og norðan ,7assy árásum óvinanna scm gerðar voru með miklum liðsafla skriðdreka cfg fót- gönguliðs". „Á sumum stöðum bardaga- svæðisins tókst óvinunum með miklum fórnum að rjúfa smá- skörð í varnarkerfi vort, að- allega fyrir norðvestan borg- ina, en að norðan vár öllum áhlaupum hrundið, en þau voru af „skriðdrekaliði og fót- gönguliði". „Þegar er xxm það"vitað, að 25 þýskir skriðdrekar hafi verið eyðilagðir í bardögunum í dag, en alls voru 27 eyði- lagðir á öllum vígstöðvunum. Annarstaðar hafa engar breyt- ingar orðið." Þjóðverjar segja í dag, að Rússar hafi nú hafi'ð gagti- fifalaúp við Jassy, en kveðast hafa hrundið þeim öllum. Miklir löftbardagar eru sagðir hafa verið yfir vígstöðvunum og segjast Þjöðver.jar hafa béítt -1000 flufívjelum á Jassy- svæðinu. — Réuter. ----------» * ?---------- Liðsauki til Biak. Bandaríkjamenn flytja nú sem óðast liðsauka til Biak- eyjar við Nýju-Guineu, og hef- ir ekki orðið vart við það, að Japanar reyndu að hindra þetta. Ekki hefir enn komið til nýrra bardaga á eynni, en bú- ist er við, að Bandaríkjamenn hcfji sókn, þegar er þeir hafa fengið meira lið. — Reuter. n- -n lialía Vellefri og Valmonton ffall London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl frá Reuter. BANDAMENN hafa í dag náð á sitt vald tveim helstu varnarstöðvum Þjóðverja á ítalíu, Velletri og Valmont- one, en um báðar þær borg- ir hafði verið barist lengi og heiftarlega. Það voru Bandaríkjamenn, sem tóku Velletri og sjá þeir nú vel til Rómaborgar. — Bretar tóku Valmontone, en í för með þeim var ein af fræg- ustu skriðdrekasveitum Bandaríkjamanna, er barð- ist í Tunis og á Sikiley. — Franskar hersveitir tóku bæinn Ferrentino. Varnir Þjóðverja eru stöðugt jafnharðar og hefir bandamönnum lítið orðið ágengt annars staðar á víg- stöðvunum. Beita Þjóðverj- ar til varnar öllu því liði, sem þeir hafa og færa jafn vel nýtt lið til vígstöðvanna, én bandamenn sækja á af óhemju ákafa, að því er fregnritarar herma í dag. D---------:--------------------D Japanar sækja að Changsha London í gærkveldi: JAPANAR nálgast nú Changsha, höfuðborg Hunan- fylkis í Kína og eru fremstu sveitir þeirra um 60 km. frá borginni, að því er tilkynnt er í Chugking í dag. Japanar eru komnir yfir Milo ána fyrir austan Canton-Hanko'w-járn- brautina. Þá hafa Japanar reynt að koma Hði yfir Tung- kingvatnið fyrir norðan Chang sha, en það mishepnaðist. — Reuter. Þær f/rstu lentu þar í gœr London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Eftir Harold King. Amerískar sprengju- og orustuflugvjelar lenlu í dag á flug- velli í Rússlandi, sem þeim hafði verið búinn, eftir að hafa gert árásir á staði í Rúmeníu. Rússneskar flugvjelar mættu þeim yfir landamærum Rússlands og fylgdu þeim til bækistöðvanna. Á flugvöllunum höfðu amerískir og rússneskir hermenn unn- ið nótt og dag i nokkra mánuði, til þess að fullgera þá. Hjeldu þeir veitslu, áður en þeir fóru að byrgja hinaí- rýkomnu flug- vjelar að sprengjum og skotfærum í aðra árásarferð og að henni lokinni lenda flugvjelaimar í Italíu eða Bretlandi. Það hefir lengi verið í undirbúningi að amerískar flugvjelar fengju bækistöðvar í Rússlandi, en yfirumsjón hafa þeir haft með undirbúningnum, Poul Cullen og Elliott Roosevelt flugfor- ingjar. Margir háttsettir amerískir flu^foringjar hafa að und- anförnu verið í Rússlandi. Þ jóðver jar taka aðal- stöðvar Titos Hann og Randolph Churchill sluppu nauðulega » ? ? FINSKA herstjórnin hefir bannað öll ferðalög til Álands- eyja. Ekki hafa verið gefnar neinar skýringar á banni þessu, en talið er, að njósnarahætta hafi valdið. London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TITO marskálkur slapp nauðulega upp í f jöll, ásamt Randolph Churchill og f leiri liðsforingjum, þegar þýskir fallhlífahermenn og herlið, sem flutt var í svifflugum tók aðalbækistöðvar hans í Bosníu þann 25. maí s.l. að því er Associated Press- fregn frá Bari hermir, en hún var send þaðan 29. f. m. Flestir" af liðsforingjum Breta, Rússa og Bandaríkja- manna, sem voru hjá Tito, sluppu einnig, en nokkurir voru handteknir. — Einnig handtóku Þjóðverjar þarna frjettaritara vorn, John Tal- bot og tvo blaðaljósmynd- ara, anrmn frá ameríska tímaritinu ,,Time". Árásin kom gersamlega á óvænt. I m m m Skotfæíalest springur. London í gærkveldi: — Mikið tjón og stórslys varð á stað ein- um í Suður-Englandi í dag, er kviknaði r í járnbrautarlest, hlaðinni skotfærum, og sprakk hún í loft • upp skömmu síðar. — Varð sprengingin svo mik- il, að þök fuku af húsum þeim, er næst stóðu. Enn er ekkfvit- að með vissu um manntjón. — Reuter. Rouen sfendur í björtu báli Stokkhólmi í gærkveldi. ÞÝSKA frjettastofan segir frá því í dag, að borgin Rouen í Frakklandi standi í ljósum logum eftir loftárás banda- manna. Var stormur á, þegar árásin var gerð, og breiddust eldarnir af sprengjunum ó- hemju hratt út, svo ekki var nokkur leið að ráða við þá. — Brunnu öll helstu hús í bæn- um, en ekki var talið vonlaust, að takast mætti að bjarga nokkru af úthverfum borgar- innar. Meðal þeirra bygginga, sem brunnið hafa til ösku, er hin fræga dómkirkja borgar- innar. — Reuter. Skipaijéo í íiiai London í gærkveldi: — Þjóð- verjar hafa birt skýrslu sína [yfir skipatjón það, er þeir kveð ast hafa unnið bandamönnum í maímánuði, og segjast hafa sökt alls 24 flutningaskipum |þeirra, samt. 131 þús. smál., en [laskað 23, samt. 169 þús. smál. Þá kveðast þeir hafa sökt 17 ^tundurspillum og öðrum varð- skipum, tveim kafbátum, 8 hraðbátum, en laskað mörg önnur herskip. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.