Morgunblaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 1
81. árgangnr. 121 tbl. — Sunnudagur 4. júní 1944 IiafoldarprentsmlSja h.1 ÞJðBVERJAR ÆTLA EKKI AÐ RERJAST UM RÓM Vígsvæðið á Ítalíu Eru Japanar að gera lokahríðaðKínverjum ásfandið mjög aivarlegt Chungking' í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reúter ÞAÐ LÍTUR úf fyrir, að Jgpanar hafi nú í hyggju að reiða til lokahöggsins gegn mótspyrnu Kínverja. Mjög öfl- ugt japanskt lið sækir hratt fram til Changsha, höfuðborg- ar. Hunanfylkis, og auðsjeð er, að þeir ætla einnig að gera á- rásir í mið-, suður- og suðvest- ur-Kína. Japanar hafa fyrst og’ fremst í hyggju að taka eða eyðileggja þýðingarmiklar flug vjelabækistöðvar bandamanna viS Hengyen í Suður-Yunan og' Kweiling, höfuðborg Kwangsi- fylkisins. Einnig hafa Japanar í hyggju með þessari sók sinni að koma í veg fyrir það, að Bretar og Bandaríkjamenn geti notað sjer Kína sem sóknarstöð til gagnsóknar í framtíðinni á meginlandi Asíu. Fylkingararmar Japana stefna nú suður frá Hankow í Mið- íiéifje Si U.N.N.R.4, Washington í gærkveldi. ROOSEVELT forseti til- kynnti á blaðamannafundi’ meðal annars, að verið væri að semja lög um það, að Banda- l ikin legðit fram 3,450,570,000 dollara til hjálparstarfsemi bandamanna. Einnig hefir for- setaimm verð faiið að leggja til þessarar starfsemi 350 milj. dollara í láns- og leigufje, sem ekki þyrfti að nota'nú þcgai'. — Reuter. Kína, eins og risavaxnar kruml ur, sem eru að iokast um Changsha. Á Changsha og He- nyang hafa sífeldar loftárásir dunið yfir að undanförnu dag og nótt. Veg'na þess að árásir Japana eru gerðar með miklu liði, bæði skriðdrekum og flugvjelum, er líklegt, að herstjórn Kínverja yfirgefi með her sinn nokkrar borgir meðfram Hankow— Cantoin þjóðveginum og' reyni að taka sjer nýjar stöðvar uppi i íjöllum, þar sem Kínverjum er landslagið meira í hag. — En ástándið er mjög alvarlegt. Gerði árás í logandi flugvjel. London í gærkveldi. FLUGMAÐUR í breskri Halifax-sprengjuflugvjel, sem rjeðist á Leverkusen í Þýska- landi í nótt sem leið, hefir skýrt svo frá, að ein af þeim þýsku orustuflugvjelum, sem rjeðist á flugvjel hans, hafi fengið skot í annan hreyfilinn og kviknað í honum. Kvað flugmaðurinn, [ að hinn þýski orustuflugmaður 1 hefði haldið áfram árásunum, þótt annar hreyfiliinn • í fiug- vjel hans hefði staðið í bjöftu báli. — Reuter. Rússar hörfa við Jassy London í gærkvöldi. FREGNRITARAR í Moskva herina í dag', að Riipsar hafi orðið að láta nokkuð nieira undan síga fyrir norðvestan Jassy, en Þjóðverjar segja í tilkynningu sinni í gær unr þetta atriði: Rússar reyndu án árangurs að ná aftur stÖðvum, seni af þeim höfðu verið teknar fyrir norðati Jassy, en fyrir norð- austan borgina ruddust þýsk- at'i og rúnienskar hersveitir. inn í varnarstöðvar óvinanna 'V tóku þar hæð eina þýð- ingarmikla/1 Fregnir frá Stokkhólmi* het'ma, að Rússar hafi gert ó- venjuhörð áhlaitp á stöðvar ■ Einna á Aunuseyði, en ekki °r vitað um lok þeirra Iiar- ■ la<>a. Yfir suðurhluta víg- stöðvanna hefir veri.ð mikið unt lofthardaga og loftárásir beggja aðila. — Reuter. Wallace í Síberíu. Washington: — Henry Wel- lace, varaforseti Bandaríkj- anna, er nú staddur í Síberíu á leið sinni til Chungking til fundar við Chiang Kai Shek. Hann hefir haldið ræðu í borg einni i Síberíu og hælt mjög því, sem fyrir augu hans hef- ir borið í Sovjetríkjunum. Fjöldi blaöamanna innrásarinnar London í gærkveldi. EFTIR ÞVÍ, sem næst verð- ur komist, bíða nú meira en 350 blaðamenn frá Bandaríkj- unum og öðrum löndum banda manna eftir að innrásin hefjist, og hafa þeir auðvitað bækistöðv ar sínar í Bretlandi. Flestir af þeim eru frá þrem stórum frjettastofum og dagblöðum. Það myndi ekki vera alveg sannleikanum samkvæmt að segja, að þeir væru ekki tekn- ir að gerast óþolinmóðir af bið inni og teknir að naga neglur sínar af einskæru aðgerðaleysi. Sumir sitja yst út á stólbrún- unum og strjúka hárið í sífellu, en hafa augu og eyru vel op- in til þess að ná í fyrsta merk- ið um, að mesti hernaðarleið- angur veraldarsögunnar sje að hefjast, en allir bíða þeir samt. Þeir erlendir blaðamenn, sem verið hafa í Bretlandi um þriggja og jafnvel fjögurra ára skeið, láta á engu bera og eru hinir rólegustu. Máske er það af vísdómi og reynslu, en kannske bara stríðsþreyta. Þeir eiga það til að breiða út orðróm um það, að innrásin sje nú gð hefjast og þá kemst held ur betur hreyfing á nýgræð- ingana, sem hlaupa þá í allar áttir, til þess að fá íregnirnar staðfestar, því þeir ætla vissu- lega ekki að missa af innrásar- hernum, þótt ekki sje hægt að segja, að óþægilegt sje að dvelja í London um þessar mundir. — Reuter. Lýstu því yfir opin- berlega í gær London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. TALSIVrAÐUR utanríkismalaráðuneytisins þýska, lýsti því yfir í dag, að Þjóðverjar ætluðu sjer ekki að berjast um Rómaborg við bandamenn og væru allir þýskir her- menn þegar farnir úr borginni. Þessa fregn flutti Trans- oceanfrjettastofan síðdegis í dag. Frjettastofan túlkaði þessa opinberu 'tilkynningu Þjóð- verja þannig: „Tilkynningin er gefin út vegna bænar páf- ans um að hlífa hinni helgu borg“, og bætir við: ,,Af hálfu Þjóðverja hefir alt verið gert, sem hægt hefir verið til þess að hlífa Rómaborg. í dag er borgin algjörlega laus við alt herlið og hernaðartæki“. Yfirmaður herja banda- manna á Miðjarðarhafssvæð inu lýsti yfir í morgun, að bandamenn myndu gera alt sem þeir gætu til þess að hlífa Róm, en yrði barist þar yrðu þeir að beita valdi. Bardagarnir. Bandamenn hafa sótt fram bæði frá Velletri og Valmontone, en hefir þó ekki tekist enn að brjótast gegnum varnarkerfi þeirra, sem er mjög breitt þarna. — Bardagar eru enn mjög harð ir, og hafa Bandaríkjamenn sótt fram um 10 km frá Velleti'i og' komnir af sjálfu Albani-fj alllendinu. Þjóðverjar gerá alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að tefja framsókn banda- banna. Sprengja þeir brýr allar og vegi og leggja ó- grynni af jarðsprengjum í jörðu, bæði umhverfis vegi og jafnvel uppi um fjöll. Á strandsvæðunum hafa bandamenn nokkuð þokast áfram og einnig uppi í fjall- lendinu sunnar, en það er hvergi mikið. Á Adríahafs- ströndinni er ekkert um að vera sem stendur. Flugherir bandamanna eru stöðugt athafnamiklir, ráðast á hvaða þýsk skot- mörk, sem þeir hilta fyrir. Útsvarsstiginn lægri en í fyrra á tekjum að 25 þús. kr. Launagreiðslur hækkuðu um 40% TÍÐINDAMAÐUR frá blaðinu hefir átt tal við formann, niðupjöfunarnefndar, Gúnnar Viðar, og skýrði hann frá' ýmsu sem við kemur útsvörixm og álagning þeirra er almenning varðar. Hann sagði m. a.: — Þó útsvörin hafi hækkað verulega, útsvarsupphæðin 40- 50% frá í fyrra, þá reyndust samanlagðar tekjur bæjarbúa það meiri árið 1943 en 1942, að hægt var að hafa álagningar- stigann lægri nú en í fyrra á sömu tekjum, sem eru neðan- við 25 þús. kr. En hafi tekjur manna árið 1943 verið það há- ar eða hæri'i, þá lenda þeir í heldur hærri skattstiga nú en síðastliðið ár, ef tekið er tillit itil þeirra 10%;, sem bætt var ofan á útsvarsupphæðina. Nú kann menn að furða á því, að tekjur bæjarbúa hafi hækkað þetta mikið frá árinu 1942 til ’43. En skýring á því er m. a. sú, að kaup launþega var árið 1943 um 40% hævva það ár en árið áður, þó uppruna- Iegt grunnkaup þeirra væri 6- breytt. Þetta stafar af því, að 30% grunnkaupshækkunin gilti ekki nema hálft árið 10 42, en alt árið 1943. Og meðalvisiíal- Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.