Morgunblaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 2
2 MOBÖUNBLAÐIÐ Summdagur 4. júní 1944 Triespírifuseifrunin í Vestmunnueyium í VBSTMANNAEYJUM tíðk- ast sá siður, að heita má árlega níðan 1874, að gera sjer glað- an dag á svonefndri Þjóðhátíð, nem hjer heldur þessu nafni síðan. Að þessu sinni fór á ann- an veg, eirts og kunnugt er úr úivarpi og blöðum. Gjafari gleðinnar, sem þeir hafa ætlað að dýrka að þessu sinni, eins og oft áður. var snöggur að taka hamskiftum, og brá sjer í mynd fárs og dauða í einu kasti, og lágu þar eftir i valnum 8 karl- menn. þorri þeirra á besta aldri, og 1 kona frá 4 börnum, öllum ófermdum nema einu. Auk þeirra, sem dóu, veikt- ust margir meira og minna. Hafa allir náð sjer aftur, nema einn, sem lifði af .með naum- indum, 26 ára karlmaður, sem er alblindur, og engin von um að rætist úr til batnaðar. Þann 6. ágúst hófst Þjóðhá- tíðin. og átti að standa yfir • næsta dag. Sunnudagurinn 8. ág. átti að verða til frekari skemtunar og brottfarar þeim, sem fjær voru að komnir. Undir hádegi á sunnudag kom jeg heim af sjúkrahúsi og úr sjúkravitjunum. Lágu þá orð fyrir mjer, að vitja aðkomu- T.-ianns. sem lögreglan hafði leit að að daginn áður, en ekki var kominn í leitirnar, þegar sam- ferðafólk hans fór. Maður þessi liafði nú skilað sjer. Konan, sem hann dvaldi hjá, kvað hann hættulega veikan, og brá jeg þegar við að vitja hans. Tjáði hann mjer, að hann hefði drukkið „rekaspíritus“, )> e. sjórekinn trjespíritus fyrir 2 sólarhringum, eftir því sem hann nú vissi. Sótti á hann svefnmók, eftir að hann var búinn að drekka með 2 öðrum kja pela flösku af Vá blöndu. Lagðist hann fyrir c*^ svaf í taépan sólarhring. Hann staul- aðist með veikum mætti 10 mín. gang, í húsið, sem hann nú var kðminn í. Sjúklingurinn sá alt í þoku, sjónopið mjög útþanið. Annars kvartaði sjúkl. einkum um mikla vánlíðan yfirleitt, hofuðverk og verki og óþæg- iodi fyrir bringspölum. Hann var daufur í bragði og sljór, seinn til svars, en gat þó með köflum gert góða grein fyrir öllu því, sem máli skifti í þessu sambandi. Hjer var um trjespírituseitr- un að ræða, og með því að mig grunaði, að fleiri mundu á eftir fara. tilkynti jeg lögreglustjóra, hvérnig komið var fyrir þess- um manni. Lögreglurannsókn í rnálinu hófst þegar í stað upp úr hádegi þennan sama dag. Uþp úr þessu skullu ósköpin yfir. Urn kl. 14 sama dag varð maður bráðkvaddur — fanst örendur í herbergi sínu, og upp 3ýstist þegar í stað. að hann hafði drukkið trjespíritus und- anfarna 3—4 sólarhringa. óg gefið hafði hann ýmsum kunri- ingjum sínum að bragða á þess- ari ólyíjan með sjer, sem hjeldu, að hjer væri um annað að ræða. Saknað var aldraðs m.anns, sem ekki hafði komíð heirn til sín um nóttina, en hánn brá því fyrir sig að sofa í íbúðarloftinu. þar sem hann verslaði, og var búist við, að Eftir Ólaf Ó. Lárusson, lækni hann hefði lagst sig þar útaf. Því var ekki að því hugað að jhafa gætur á líðan hans, þó ó- jvenjulegt væri, að hann opnaði ekki á venjulegumf tíma. Lögreglan sótti mig kl. 16 og ákvað hún að brjóta búðina upp og vitja mannsins. Lá hann þá örendur í búðarloftinu, stirðn- aður og kaldur — hafði aug- sýnilega látist í krampakasti. Vitað var. að hann hafði drukk ið trjespíritus (rekaspíritus) í nokkra daga. öðrum þræði með brennivíni úr Afengisverslun- inni, og hafði hann byrjað að drekka trjespíritus á miðviku- dagskvöld. Til ferða hans sást .síðast undir lágnætti. á sunnu- dagskvöldið. Upp úr því mun hann hafa lagt sig útaf á búð- arloftinu. og sennilega skilið við um nóttina. Seinnipart mánudagsins veikt ust hastarlega 2 karlmenn, sem báðir voru þegar fluttir í sjúkra hús. Dó annar þeirra undir lág- nættið, hinn upp úr lágnætti. Auk þeirra veittust ýmsir um kvöldið, því fólk var hrætt og hvíðið um afdrif ýmissa þeirra, sem það þóttist gruna, að neytt hefðu þessarar ólyfjunar. A þriðjudeginum dóu, auk þeirra, sem getið ■er um að dóu upp úr lágnættinu, 3 karlar og 1 kona, 2 utan sjúkrahúss og 2 á sjúkrahúsi. Þann 11. ágúst dó sá síðasti, og vrar hrynan upp úr því að mestu afstaðin. Auk þeirra áðurgreindu 9, sem dóu með þeim snöggu at- burðum, sem greint er að fram- an, veiktust 10 manns meira og minna áberandi. Ýmsir þeirra voru fluttir á sjúkrahús og dvöldu þar um tíma. Eigi leið á löngu áður það kom í ljós, að miklu fleiri en þeir, sem til lækna leituðu, höfðu bergt á þessari ólyfjan, og skiftir það fleiri tugum, eftir því, sem jeg hefi komist að siðar, en þó i svo smáum stíl, að ekki kom til verulegrar eitrunar, sem áber- andi væri, svo að þeir hættu störfum. Vildu þeir sem minst vekja hræðsiu og kvíða aðstand enda og engum var að þessu upphefð, svo þeir reyndu að bera sig karlmannlega. Allflest ir þeirra, sem undir þennan lið falla, sáu illa um tíma, og höfðu timburmenn, sem þeir ekki höfðu merkt af jafn-lítilli á- fengisnautn. Jeg hefi haft spurn ir af þeim, sem jeg hefi náð til, og hafa þeir allir náð fullri hcilsu. Trjespíritus er illræmt tíuga eitur, sem hefir lömunaráhrif á taugakerfið. Hann hefir ýmis nöfn, svo sem Methanol, Car- binol eða Wood-naphta, CH3 OH, molekulvigt 32.03. Árið 1661 fann Boylc hann við við- areimingu. Það er litarlaus vökvi, tær og kviknar fljótt á honum, og brennur með dauf- um loga. Tekur hann í sig súr- efni og breytist í formaldehyd, ! maurasýru og síðast í Jrolsýru j C02. Eðlisþ. 0.791, 0.790. Sýð- ur við 64—66 stig C. Þegar hon um er blandað saraan við vatn, losnar hiti. Blandast með flest- um líírænum uppleysingaefn- um. Hann er bctra uppleysing- arefni en æthylalcohol. Eitrað- ur er hann í tiltölulega smá- um skömtum og getur valdið blindu, eins og hjer bar á, og lömun á hjarta og þó einkum öndunarstöðvum. Mathanol er mikið notað- í hárvötn, til að leysa upp lökk og málningar- vörur, ennfremur harpix, chel- lac og til að menga alcohol. Á- stæðan fyrir þvi, að þessi vökvi er á sjóreki í Norðurhöfum er sú, að hann er mikið notaður í hernaði nútímans, í sprengi- efni, celluloid og einnig til bif- reiða við frostvarnir í köldum löndum. Einnig mikið til þess að þíða með frosnar vatnspíp- ur á sjó og landi. Skipatjónið skýrir sjórekann. Eiturverkanirnar eru taldar stafa af maurasýrunni, sem hann breytist í í líkamanum, eins og á var drepið. Víða í löndum, svo sem Rússlandi, Ungverjalandi og í Ameríku, gerðu hópeitranir áður vart við sig. Hjer í álfu opnuðust ekki augu lækna fyrir þessum háska fyrr en upp úr 1911, og má ráða það af því, að Ehrlich var svo grandalaus, að hann notaði fyrst í stað trjespíritus til að leysa upp Salvarsan. Um jólaleytið 1911 gaus upp hópeitrun í skýli, sem húsnæð- islaust fólk hafðist við í Ber- lin. Langaði menn til að gera sjer dagamun, eins og brann við hjer, en lentu óvart á spritt blöndu með þessum óþverra í. Á stuttum tima veiktust nær 200 manns og dó þar af tæpur helmingur. Varð þetta atvik mjög til þess að opna augu lækna og heilsufræðinga fyrir þessum voða, og hefir mjer vitanlega hvergi hjer í álfu bor ið á eitrun síðan í jafn stór- um stíl. Læknarnir kyntust þá verkunum þessa eiturs og hafa varað við skaðsemi þess, en fólkinu gengur illa að trúa, eink um því, sem sagt er satt. Popu- lus vult decipi! Hjer Ijek enginn vafi á um, hvers kyns ólyfjan væri að ræða, eðlisþyngd og útlit og verkanir sagði til sín, og stað- festist það með rannsókn efna- rannsóknarstofu ríkisins, sem lögreglan ljet rannsaka sýnis- horn af því, sem sjúkl. höfðu drukkið og rekaspíritusinn, sem hún gerði upptækan. Einkenni eitrunar þessarar, eins og okk- ur læknum komu þau fyrir jsjónir í þessu fári, eru mörg jog margvísleg. Skal jeg drepa 'á þau helstu, eftir líffærakerf- um, og síðar í stuttu máli þau mest áberandi. 1) Taugakerfið. Engínn þeirra sjúklinga, sem jeg spurði, kváð j )/st hafa orðið glaðir og reifir, eins og eftir hressingu. Þeir fengu í þess stað, þegar frá leið, í liöfuðverk, einkum framan 1 ■enni og augnatóftir, svima, | bakverki og fótaverki, og á- 'gerðist það á sumum þar til á- köf krampaköst hófust. Endaði 'svo tíðast með öndunarlömun. ÍReflexar yfirleitt auknir. 2) Upp úr höfuðverknum og sljóleikanum bar á svefn- drunga, á öðrum bar á óróleika og gátu upp úr því komið æð- isköst. Öndunin varð djup og erfið (líkt og við coma diabet), undir það síðasta Cheine- Stokes öndun. 3) Meltingarfærin fóru ekki varhluta af þessari ólyfjan: Kvörtuðu margir um velgju og ógleði, köstuðu sumir upp, höfðu bringspalaverk og kveisu stingi. Mjer vitanlega fjekk enginn niðurgang. Þeir, sem snemma köstuðu upp, fengu eigi að síður banvæna eitrun. 4) Skynfæri. Sjáaldrið var mjög útvíkkað. Sáu sumir sjúkl. alt í þoku, og leiðir það á stundum til opticusrýrnunar og blindni. 5) Hjarta og' æðar. Sjúkl. urðu bláir í framan, hjartablóð óhrein í sumum, æðin tíð og lin. 6) Sótthiti var enginn. Ein- staka sjúkl. kvartaði um kulda hroll og ónot. Sjerkennilegt fyrir þessa eitrun er sá djúpi, þungi og erf- iði andardráttur í djúpu svefn- móki, sem oft endar með krömpum og öndunarlömun. Á- berandi var sjóndepran og hve sjáaldrið var útþanið og svar- aði ekki ljósáhrifum. Aðeins fáir sjúkl. kvöi'tuðu um kulda- hroll, sem sumir telja áberandi einkenni. Eins og' drepið hefir verið á, var vitað, hvaða ólyfj. sjúkl. neyttu. Jeg hefi sjeð ati'opin- eitrun, og fanst mjer hún þess- ari nauðalík. Hygg jeg þar erf- itt milli að greina, coma diabet. og apoplect., og sjálfsagt eitt- hvað fleira kemur til aðgi'ein- ingar, ef leynt er því, sem þessu veldur. Nokkrum sjúklingum versnaði mjög snögglega, að undangengnum litlum sem eng um kvörlunum, nema helst sjóndepru, og þá svo, að ekk- ért vaið við ráðið. Öndunarlöm un og collaps eftir fáar stund- ir. Svo var um sjúkling, sem lagður var á sjúkrahús á'mánu dag, én heimtaði að fara af sjúkrahúsinu um kveldið, og fór til dvalar í næsta hús í for- boði læknis. Honum snögg- versnaði upp úr miðnætti og dó undir moi’guninn. Hann hopp- aði niður sjúkrahústi'öppuimar og taldi sig kenna einskis meins, gramur út í lækninn yf- ir að halda sjer þar að ástæðu- lausu. Um gang veikinnar er erfitt að segja fyrir. Fer hann sjálf- sagt einkum eftir stæi'ð eitur- skamtar og þoli sjúklingsins. Talið er, að minsti drápskamt- ur liggi milli 50—100 grm., blindir kváðu menn geta orð- ið af 7—8 gr-m. Voðinn er vís, ef menn neyta tíðra smá- skamta, því safnast þegar sam- an kemur og einkum verkar það skaðlega á sjóntaugina. Eftir því sem jeg gat -komist næst, drukku allir þeir, sem dóu, meira en þann drápskamt, sem hjer er talinn, enginn í einu, heldur smám saman á 1-4 dögum. Það var því engin á- stæða til að gera sjer góðar von ir um gang eitrunarinnar hjer. Ástæðan til þess, að einmitt þetta lágt setta alcohol skuli vera slík skaðsemi, sem það reynist, er af ýmsum talin vera sú, að það brennur seint í lík- amanum og útskilst seint. Hund urinn útskilur hreinan alcohol meðalskamt á. einum degi, en þetta alcohol ekki á 5 dögum, því þá hafa leifar fundist eftir af því í líkama þeirra. Maura- sýran, sem það breytist í, er því lengi í líkamanum og rekur þar einskonar kafbátahernað, skemdar- og eyðileggingar- staifsemi á viðkvæmar tauga- frumur, sem síst má án vera. Hjer er einnig skýring á því, hversu afar erfitt er að segja fyrirfram um gang veikinnar. Ýmsir sjúkl. hjer höfðu neytt ólyfjanarinnar í nokkra daga, báru sig vel framan af og leit- uðu þá ekki læknis. Kvað svo ramt að þessu, að læknis var ekki vitjað á stundum fyrr en sjúkl. voru lagstir í coma og áttu skamt eftir ólifað. Þeir voru sumir á fótum á mánu- daginn, sem aóu á þriðjudag, og kendu sjer þá lítils meins og töldu sig. ekki veika. Lækn- ar geta hæglega látið gabbast af vellíðan þessara manna og ber að hafa hjer varan á. Greip fárið þá síðan snögglega og dóu þeir eftir 4—12 tíma. Vörnin gegn þessari ólyfjan er í því falin, að leggja sjer hana aldrei til munns. Hvernig geta þeir, sem drekka „meing- aðan“ spíritus, og það gera í- skyggilega margir, yngri og eldri, verið vissir um að lenda ekki á þessari ólyfjan? Erlend- is er spíritus títt gerður óhæf- ur til drykkjar með þessu eitri. Meðferðin. Talið er að eitrið fax'i ákaflega fljótt úr magan- um inn í blóðið og út í líkam- ann, og þar sem minst IV2—4 sólarhringar voru liðnir frá því sjúkl. bergðu á þessu og þar til þeir leituðu læknis, má ganga út frá því, að eitrið hafi þá ver- ið komið á staði, sem ekki náð- ast til þess. Magaskolun var þó í'eynd á flestum sjúkl., öllum sem á sjúkrahús komu, helt inn á eftir hafraseyði með carb. medicon. og bicarb. natr. og magn. subcax’b. og skilið eftir í maga %—1 liter. Saltvatni var dælt i sjúkl. og drúfusyk- ur í dropatali í endaþarm. Blóð taka var og í'eynd án sýnilegs árangurs. Ennfr-emur coramin í stórskömtum, coffein o. fl, stimulant. Morfín þeim, sem kvalir höfðu og órólegir voi'u, Sódavatn fengu sjúkl. í stór- um stíl, sem þess gátu neytt o, fl. til varnar acidosis. Mjer virtust lækningatilraun ir yfirleitt lítinn árangur bera, Magn eitursins rjeði úrslitum meir en nokkuð annað. Þeir, sem dóu, voru sumir hverjir hraustmenni, aldrei eða sjald- an misdægurt og-isíður en svo óreglumenn. Þeim varð fáfræð- in að meini. Þeir vissu ekki, hvað þeir lögðu sjer til munns. Þótt fórnin hjer sje dýr, væri hún eigi til einskis, ef enginn Islendingur legði sjer þetta eit- ur til munns hjer eftir. (Læknablaðið.) ———mmM.iiaiw ■ iit w w 11—iiw—wuhj Eggert Claessen Einar Ásmundsson Oddfellowlvúsið. — Sími 1171, hæstarjettarmálaflutningsmenn, Allskonar lögfrœöistiirf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.