Morgunblaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐlf) Sunnudagur 4. júní 1944. 1ÁJ JJJorneriet cuialiam: LARKY DEEFORD í leit að lífshamingju 10. dagur — ingi, til hvers hann er að koma til Parísar, þegar hann ekki not ar sjer það, sem París getur veitt honum. Jeg veit ekki hvar fciann heldur sig. Hann virðist engann þekkja. Veist þú, hvar K'ann á heirria?11 ,,Eina heimilisfangið, sem við ftöfum, er arneríska sendisveit- in“. ,,Jeg yrði ekkert hissa á því, þótt hann byggi með einhverri gálu á vinnustofu í Mont- martre“. - „Ó, Elliott!“ „Hvaða skýringu aðra er ftægt að gefa því, að hann skuli ekki vilja segja frá dvalarstað cínum, eða umgangast menn úr sinni eigin stjett?“ ,,Það væri svo ólíkt Larry. Og sýndist þjer ekki í gærkveldi hann vera jafn ástfanginn af Isabel og áður? Hann getur ekki verið svo tvöfaldur“. Elliott gaf til kynna, með því að yppta öxlum, að tvöfeldni karlmanna væri takmarkalaus. „Hvernig gengur mej? Gray Maturin?" „Hann myndi giftast Isabel á morgun, ef hún vildi hann“. Þær höfðu komið til Evrópu litlu fyrr, en ráðgert var, og sagði frú Bradlake Elliott nú frá, hvers vegna. Hún hafði verið dálítið lasin undanfarið, og læknir hennar sagt henni, að hún þjáðist af sykursýki. Það var ekkert al- varlegt, og með hæfllegu mat- aræði og insulin-inntökum átti hún að geta iifað í mörg ár enn. En vitundin urr) það, að hún gengi rneð ólæknandi sjúkdóm, jók áhuga hennar á því, að koma Isabel í örugga höfn. Þær höfðu rætt málið. Isabel hafði talað skynsamlega. Hún hafði viðurkent það, að ef Larry neitaði að koma aftur til Chicago að þessum tveim árum liðnum, væri ekki um annað að gera fyrir hana, en slíta trú lofun þeirra. Frú Bradlake fanst það skerða persónulegan virðuleika sinn, að bíða, og sækja'hann síðan á tilteknum tíma, eina og strokumann, og fara með heim í sitt eigið land. Henni fanst það niðurlægandi fyrir Isabel. En það var aðeins eðlilegt að þær dveldu í Evrópu um sumarið, þar eð Isabel hafði ekki komið þangað, síðan hún var barn. Eftir að hafa dvalið í París, gætu þær heimsókt einhvern baðstað, þar sem frú Bradlake gæti hvílt sig. Siðan gætu þær haldið til austurrisku alpanna, og þaðan hægt í gegnum Ítalíu. Frú Bradlake ætláði að biðja Larry að koma með þeim, svo að Isabel og hann gætu komist að, hvort tilfinningar þeirra hefðu þolað hinn langa aðskiln að. Það kæmi síðart í ljós á sin- um tíma, hvort Larry væri reiðubúinn til þess að taka á sig ábyrgð lífsins. „Henry Maturin sárnaði við hann, þegar hann rieitaði til- boði hans, en Gray er búinn að tala máli hans svo, að hann á vissa góða stöðu, þegar hann kemur aftur til Chicago“. „Gray er góður drengur“. „Já, hann er það“. Frú Brad- lake andvarpaði. „Jeg veit, að Isabel yrði hamingjusöm, ef hún giftist honum.“ Elliott sagði henni síðan frá samkvæmum þeim, sem hann ætlaði að halda fyrir þær. Hann ætlaði að halda stórt hádegis- verðarboð daginn eftir, og síð- an kvöldverðarboð í lok vik- unnar. Hann ætlaði með þær til móttöku í Chateau-Gaillards og hann hafði fengið handa þeim j boðskort á dansleik, sem Rot- hschild-hjónin hjeldu. „Þú býður Larry, er það ekki?“ „Hann sagði mjer, að hann hafi ekki haft nein samkvæmis föt með sjer“, fnæsti Elliott. „Þú skalt nú bjóða honum samt. Hann er góður piltur, og það er ekkert betra, að sýna honum kulda. Það vekur að- eins þráa hjá Isabel“. „Já, auðvitað býð jeg honum, ef þú óskar þess“. Kunningjar Elliott voru hrifnir, bæði af Isabel og Larry. Þeir hrifust af hinu fagra útliti hans, hreysti og rólegri kímni- gáfu, fjöri hennar, fágaðri framkomu og ferskleika. Þau töluðu bæði frönsku reiprenn- andi. Frú Bradlake talaði hana hárrjett, en með sterkum, amer ískum hreim. Elliott var mjög gestrisinn við þær. Isabel, him- inlifandi yfir nýju fötunum og nýju höttunum og hamingju- söm yfir að vera með Larry, fanst hún aldrei á ævi sinni hafa skemt sjer eins vel .... Það var morgun einn, þegar þær höfðu dvalið nær mánuð í París. Isabel hafði verið að segja móður sinni frá viðburð- unum kvöldið áður, en hún og Larry höfðu notað það til þess að heimsækja ýmsa nætur- klúbba, í fylgd með fjelögum sínum. Þá spurði frú Bradlake: „Hvenær kemur Larry aftur til Chicago?“ „Jeg veit það ekki. Hann hef ir aldrei minst á það“, sagði Isabel. „Hann er búinn að vera tvö ár hjer í París, núna í október". „Jeg veit það“. „Þú gerir það, sem þjer finst rjett, góða mín. En hlutirnir verða ekkert auðveldari, þótt þeim sje frestað.“ Hún horfði á dóttur sína, en Isabel vildi ekki mæta augnaráði hennar. Frú Bradlake brosti ástúðlega til hennar. „Farðu nú og bað- aðu þig, svo að þú komir ekki of seint til hádegisverðar". „Jeg ætla að borða hádegis- verð með Larry. Við ætlum að heimsækja einhvern stað í latínska hverfinu“. „Góða skemtun“. Klukkustund síðar kom Larry til þess að sækja hana. Þau fóru með strætisvagni til Pont St. Michel, og gengu síð- an í hægðum sínum upp Boule- vard, þar til þau komu að veit- ingahúsi, sem þeim leist vel á. Þegar þau höfðu lokið við að borða, stakk hann upp á, að þau kæmu í bíó. „Nei, jeg vil ekki fara í bíó“. „Við skulum þá fara út í garð inn, og sitja þar“. „Nei, jeg vil bað ekki heldur. Jeg vil fara og sjá, hvar þú ál heima“. „Það er ekkert að sjá. Jeg bý í litlu leiðinlegu gistihúsher- bergi“. „Elliott frændi segir að þú hafir íbúð, og lifir í synd með málara-fyrirmynd“. „Jæja, komdu þá, og sjáðu með eigin augum“, sagði Larry og hló. „Það er hjerna rjett hjá. Við getum gengið“. Hann fór með hana í gegnum þröngar og sóðalegar götur, sem voru dimmar þrátt fyrir bláan himininn, sem sást í milli hárra húsanna, og stansaði fyr- ir framan lítið,reigingslegt gisti hús. „Þá erum við komin“. Isabel fylgdi honum inn 1 þröngt anddyri. Þar sat sóða- lega klæddur maður við borð, og var að lesa í blaði. Larry bað hann um lykil sinn, og þau fóru upp tvo bratta stiga, og Larry opnaði dyrnar. Isabel kom inn í fremur lítið herbergi með tveim gluggum. Þar var eitt rúm og náttborð við hliðina á því, stór fataskápur með spegli á hurðinni, hægindastóll sem virtist þó lítt þægilegur og borð, sem stóð á milli glugg- anna. Á því átóð ritvjel og nokkrar bækur. Á arinhillunni voru staflar af óbundnum bók- um. „Fáðu þjer sæti í hæginda- stólnum. Hann er víst ekkert þægilegur, en jeg hefi ekki betra að bjóða“. Hann náði sjer í annan stól, og settist niður. „Býiðu hjer?“ spurði Isabel, og leit í kringum sig. Hann hló, þegar hann sá svip inn á andliti hennar. „Já. Hjer hefi jeg búið síðan jeg kom til Parísar11. „Hversvegna?“ „Það er þægilegt. Það er nálægt Bibliothéque Nationale og Sorbonne". „Þetta er hræðilega sóða- legt“. „Það er fullgott handa mjer“. „Hverskonar fólk býr hjer?“ „Jeg veit það ekki. Nokkrir stúdentar; tveir eða þrír pipar- sveinar, gömul leikkona o. fl. Þetta er mjög rólegur og heið- virður staður“. Isabel var dálítið rugluð, og vegna þess að hún vissi að Larry tók eftir því, og hafði gaman af, lá við að hún reidd- ist. „Hvaða stóra bók er þetta þarna á borðinu?“ spurði hún. „Þetta? Það er gríska orða- bókin mín“. „Hvað segirðu?“ hrópaði Isa- bel. „Vertu alveg róleg. Hún gerir þjer ekkert mein“. „Ertu að læra grísku?“ „Já“. „Hversvegna?“ „Jeg hefi gaman af því“. Pilturinn,sem gat breytt sjer í fálka, maur og Ijón Æfintýri eftir P. Chr. Asbjömsen. 5. að hann varð að setjast á stein og hvíla sig. En þar sofn- aði hann og misti þá sandkornið úr nefinu í sandinn við vatnið, og varð að leita í þrjá daga, áður en hann fann það aftur. Síðan flaug hann yfir bergið, slepti sandkorn- inu niður í sprungu- eina og rifnuðu þá allir þursarnir í berginu, en sjálft varð það að gyltri höll, svo glæsilegri, að enginn hafði slíkt sjeð, en vatnið stóra að fagurgrænum engjum. Var þá mikil gleði og fluttu ungu hjónin til hallarinn- ar og var þar slegið upp mikilli veislu. Og í gyltu höllinni við engin grænu stóðu einnig brúðkaup beggja konungsdætranna, sem höfðu lengst verið í berginu; stóðu veislurnar í sjö vikur. Og ef alt þetta fólk hefir ekki orðið hamingjusamt, þá veit jeg ekki hvað að hefir verið, en óska samt að þú yrðir enn far- sælli. ENDIR. T óbaks-str ákur inn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 1. EINU SINNI VAR FÁTÆK KONA, sem gekk um og baðst ölmusu. Hún átti einn son, sem hún hafði með sjer á flakkinu. Fyrst flakkaði hún um sveitir, en svo kom hún til borgar einnar og gekk þar milli húsa og bað um brauðbita eða mjólkursopa. Þegar hún hafði reikað um borgina um stund, kom hún til borg- arstjórans. Hann var bæði góður maður og gegn; einhver sá besti í borginni, sem vonlegt var, og einnig var hann giftur dóttur eins ríkasta kaupmannsins þar og áttu þau litla dóttur, sem auðvitað var augasteinn þeirra og uppáhaldið á heimilinu. Litlu stúlkunni kom strax vel saman við son flökkukonunnar, þegar hann kom með móður sinni, og þegar borgarstjórinn sá, að þau urðu svona fljótt góðir vinir, þá tók hann drenginn að sjer, til þess að dóttirin fengi leikbróður. Já, þau ljeku sjer saman, og þegar þau stálpuðust meira, lásu þau og lærðu sam- an og voru altaf mjög samrýmd og reiddust aldrei hvoru öðru. Einn góðan veðurdag, þegar þau voru farin að ganga í menta- skóla, stóð borgarstjórafrúin við gluggann og horfði á eftir unglingunum, er þau voru á leiðinni í skólann. Stór pollur var á götunni og fyrst bar pilturinn töskurnar þeirra beggja yfir og svo bar hann fóstursystur sína á eftir yfir pollinn, en um leið og hann setti hana niður, hnuplaði hann kossi frá henni. Frá því er sagt, að eitt sinn hafi andast efnaður borgari í Kowno í Lithauen. Arfleiddi hann borgina að ýmsum lista- verkum, þar á meðal fallegri standmynd af Apollo. — Mynd- in var eins og hin verkin sett á listasafn borgarinnar. Nokkru seinna kom nefnd, kosin úr kvenfjelögum borgarinnar, á fund við stjórn safnsins og mót mælti því harðlega, að nakinn karlmaður skyldi þannig sýnd- ur opinberlega. Eftir mikil heilabrot komust menn að þeirri niðurstöðu, að ekki væri annað forsvaranlegt en að hylja mestu negt myndarinnar á ein- hvern hátt. Og nokkrum dög- um seinna hafði verið sett sund skýla á Apollo. ★ Rithöfundur nokkur bjó. um tíma upp í sveit, en gat ekki sofið á morgnana fyrir galinu í hana bóndans. Loks þoldi hann ekki lengur mátið, heldur skar hausinn af hananum og Ijet bónda hafa 100 krónur til þess að hatin reiddist þessu ekki. — Daginn eftir þakkaði bóndi gjöfina og sagðist hafa keypt 20 hænur og þrjá hana fyrir peningana. ★ Strákur: — Veistu hver er hetja? Annar strákur: —?? Strákurinn: — Það er strák- ur, sem sparkar fótbolta inn um glugga hjá skólastjóranum og fer sjálfur inn til þess að sækja hann. ★ Lestin stóð við fimtán mínút ur, og prófessorinn notaði tæki færið til þess að fá sjer hress- ingu í veitingasalnum. Þegar lestin átti að fara, rauk hann á einn vörðinn og sagði: „Hvenær fanst Ameríka?“ „Eruð þjer veikur?" spurði maðurinn. „Nei, en jeg er búinn að gleyma númerinu, jeg man bara, að það minti mig á fund Ameríku. Hvenær fanst Amer- íka?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.