Morgunblaðið - 08.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag^ir 8. júní 1944, - INNRÁSIN Framh. af 1. síðu. jjrfir, orðið mikið ágengt í að eyðiieggja járnbrautir og brýr yfir ár og fljót frá Bayeux tii Abancourt og Serqu- eux, sem eru við járnbrautina frá París til strandar og Amiens á Pas de Calais svæðinu, 60 km. inni í landi frá mynni Somme. Varmr Þjóðverja harðna. Varnir Þjóðverja hafa harnað töluvert, enda var við jbví búist, er von Rundstedt hafði fengið tækifæri til að fiytja liðsauka til vígstöðvanna. En þess er að geta, að bandamenn hafa enn ekki náð hámarki í sókn sinni og enn berst þeim liðsauki í stríðum straumum og birgðir og vopn berast stöðugt. I»rjú mikiivæg atriði. Hernaðarsjerfræðingar benda einkum á þrjú atriði, sem eru bandamönnum mjög í hag: 1) Bandamenn hafa þegar sótt fram allverulega á öllu innrásarsvæðinu. 2) Öll innrásarstrÖndin er nú hreinsuð af þýskum her- mönnum. 3) Af öllum brúm yfir Signufljót, frá París til Le Havre, var aðeins ein járnbrautarbrú heil í gærmorgun og fimm vegabrýr. Allar járnbrautarbrýr milli Rouen og París eru eyðilagðar. Víkingasveitir og fallhlífahermenn. Víkingasveitir bandamanna (Commandos og Rangers) hafa unnið sjerstaklega þýðingarmikið starf og unnið mikið á með því að koma á sambandi milli hersveita, sem ekki höfðu áður náð sambandi. Þý hafa fallhlífahermenn unnið sjerstaklega mikið gagn með því að ná á sitt vald og haida þýðingarmiklum samgöngumiðstöð\rum. Hafa þeir sumsstaðar náð óskemdum brúm á sitt vald, en ekki var gert ráð fyrir því, er innrásin hófst. Veðrið. Veðrið hefir til þessa hindrað hernaðaraðgerðir banda- rnanna að nokkru, en eftir því sem innrásarsvæðið stækk- ar og bandamenn sækja inn í landið, má búast við að veðrið verði minna atriði. Þegar frá líður, mun veðrið ganga jafnar yfir báða aðila, ef svo mætti að orði komast. Innrásin var engin skemtiganga. Þetr, sem halda að innrásin hafi verið skemtiganga fyrir bandamenn, hafa á röngu að standa, segir Mason frjetta- ritari. Það er rjett, að lítið hefir borið á flugliði Þjóðverjá og ekki nærri því eins mikið og bandamenn bjuggust við. En bresku. amerísku og kanadísku hermennirnir hafa barist lengi og það verður að gera ráð fyrir að þeir þurfi að jafna sig eftir fyrstu erfiðleikana. Aðalatriðið er að haldið verði áfram að þjarma að Þjóðverjum viðstöðulaust og margt bendir til að svo muni verða gert. „Þoka hemaðaraðgerðanna” yfir Þjóðverjum. Það eitt er hægt að segja, að mikil tíðindi eru í vænd- urn Bandamenn verða fyrst um sinn að leggja aðaláhersl- una á að flytja hersveitir og birgðir tii Frakklands og þeir eru ábyggilega að undirbúa sig undir mikilvægar hemaðaraðgerðir. Þjóðverjar eru sem stendur í „þoku hernaðaraðgerð- anna“, eins og hernaðarsjerfræðingar kalla það, sem þýðir, að Þjóðverjar vita ekki hvað bandamenn ætla sjer fyrir og hvar þeir láta næsta höggið falla. Það er ábyggi- Jegt að Eisenhower yfirhershöfðingi ætlar sjer enn um st.und að láta von Rundstedt halda áfram að geta sjer til um, hvað komi næst. Handdælur, fjárvirkar, fyrirliggjandi. E Ormsson Hf. Vesturgötu 3. — Símar 1467 (2 línur). Landflótta í 4 ór 7 júní minst í London Frá norska blaðafulltrúanum. í GÆR, þ. 7. júní, voru liðin 4 ár síðan Hákon konungur og norska stjórnin yfirgaf Noreg á breska tundurspillinum „Devons- hire“, til þess að taka upp baráttuna fyrir frelsi Noregs með bandamönnum vorum í Bretlandi. Það, sem Þjóðverjar segja um innrásina I herstjórnartilkynningunni þýsku í gær er skýrt frá því, að Þjóðverjar hafi valdið miklu tjóni í liði bandamanna, sem gert hefir innrás í Norð- ur-Frakkiand. Er sagt að þeir hafi miklar hersveitir og mik- inn í'lota og fluglið. I öðrum þýsknm fregnum í gær, er sagt frá.því, að Þjóð- verjar hafi kouiið í veg fyrir innrásartilraim bandamanna, sem þeir hafi gert við Le fíavre í gæi-. Þýskur fregnritari skýrir frá því í þýska útvarpið í gær, að grinuriilegar orustur geisi við ('aen, þar sem%andamönn- um hafi tekist að .koma sjer fyrir á stórum bi’úarsporði. Bandamenn hafi á ]>essum slóðum teflt fram rpinlega 100 skriðdrekum. Þjóðverjar hafa ruðst gegn um varair bandamanná við aústurbakka Ornefljótsins og tekist að bjarga þýskri her- sveit, sem var þar innikróuð og hafi haldið stöðvum sínum í 30 klukkustundir. Þýska frjettastofan sagði í gærkveldi, að Montgoméry legði ,nú mesta. áherslu á að leggja undir sig Cherbourgs- tangann. Tilruan bandamanna til að koma sjer upp brúar- sporði fyrir austan Cape de ]a líague hafi verið hrundið og strandvaraarsveitir Þjóðverja hafi hitt mörg skip, sem voru að reyna að setja lið á land. Nokkur skiji, sem hafa skrið- droka innanborðs hafa sokk- ið. Laval segir sift áiif LONDON í gærkveldi: — Par ísarútvarpið hafði eftirfarandi eftir Pierre Laval, forsætisráð- herra Vichystjórnarinnar: — .Samvinna Frakka og Þjóðverja er bygð á vopnahljessamningun um. Innrás á franska grund, eða hernaðaraðgerðir hafa ekki laga lega áhrif á þessa samvinnu. Innrás í Suður- Frakkland! LAUSAFREGNIR bárust um það frá hlutlausum löndum í gærdag, þar á meðal frá Sviss- landi, um að sjest hefði til mik ils flota bandamanna á Miðjarð arhafi. Þessar fregnir urðu mönnum tilefni til hugmynda um, að bandamenn hefðu í hyggju að ráðast inn í Suður- Frakkland. I tilefni af þessu kemst norska blaðið „Norsk Tidend“ þannig að orði: Stjórnlagagrundvöllur kon- ungs og stjórnar hefir, ásamt með þátttöku Norðmanna í hernaði á sjó og í lofti, orðið lil þess að Norðmenn hafa sterka aðstöðu meðal bandamanna. Frelsisbarálta okkar hefir ver- ið óslitin. Og því mun hinn 7. júní verða í meðvitund þjóð- arinnar sem upphaf að frelsun Noregs. í samstarfi við hina þöglu og virku baráttu landa vorra heima gegn ofbeldismönnun- um, hefst nú nýr þáttur í bar- áttu okkar utanlands, sem mun varpa ljóma yfir 7. júní meðal frjálsra Norðmanna í framtíð- inni. Blaðamenn heiðra Norðmenn. Fjelag erlendra blaðamanna i London helgaði mánaðarfund sinn Norðmönnum og bauð þangað Ilákoni konungi, Ólafi krónprins og Nygaardsvold for sætisráðherra, öðrum leiðandi stjórnmálamönnum ýmissra þjóða og öðrum merkum mönn- um. Formaður fjelagsins flutti glæsilega ræðu fyrir minni Noregs, er var mjög vel tekið. Hákon konungur flytur ræðu. Því næst gekk Hákon konung ur í ræðustólinn. Var honum tekið með dynjandi fagnaðar- látum, er aldrei ætlaði að linna. Er hann tók til máls, þakkaði hann þann heiður og velvild, sem Noregi væri sýnd. Hann mintist merkisviðburðai'dagsins innrásarinnar, sem ‘væri hið mikla skref í áttina til frelsis fyrir kúgaðar þjóðir álfunnar. Árið 1905 var 7. júní fagn- aðardagur fyrir Norðmenn, því þá skildu þeir lil fulls við Svía. Eftir það varð samúðin milli þeirra þjóða meiri en nokkru sinni áður. Hann lagði áherslu á það í ræðu sinni, að Norðmenn hefðu lært í þessari styrjold, að þeir gælu aldrei lekið upp fyrra hlutleysi sitt, en yrðu að taka höndum saman við vinveittav þjóðir, cr vildu varðveita frið- inn og frelsið. Þegar til reikn- ingsskila kemur, verða stórveld in að ráða mestu. En það er jafn sjálfsagt að smáþjóðirnar verða að komast að og tekið verði til- lit til þeirra. • ■ Ávarp til heimavíg- stöðvanna. Nygaardsvold forsætisráð- herra hjelt útvarpsræðu frá London til norsku þjóðarinnar í tilefni dagsins. Hann lagði áherslu á þau hemaðarátök, sem nú eru byrjuð, og beindi orðum sínum til Norðmanna á heimavígstöðvunum , um að vera staðfastir sem hingað til, og sagði að forystumennirnir heima í Noregi myndu fá fyr- irmæli frá London og brýndi fyrir mönnum að fara eftir þeim, en enginn mætti fara óvarlega, svo tjón hlytist að fýrir góð úrslit baráttunnar,' Hann þakkaði öllum Norðmönn um fyrir fórnfýsi þeirra og baráttukjark. Vestmannakór í söngför hjer í GÆRKVELDI kom hingað til bæjarins blandaður kór frá Vestmannaeyjum, sem starfar undir nafninu Vestmannakór. í kórnum eru milli 40 og 50 manns, en söngstjóri hans er Brynjólfur Sigfússon. Er þetta í fyrsta skifti, sem kór þessi gistir Reykjavík. Hinsvegar heí' ir kórinn ferðast nokkuð um Suðurland og sungið t. d. á Eyrarbakka og Stokkseyri. Vestmannakór hefir um lang an aldur haldið uppi kórsöngs- lífi í Vestmannaeyjum, og á hverri „Þjóðhátíð“ hefiphljóm- ur kórsins fylt Herjólfsdal. 1—* Brynjólfur Sigfússon er kunn- ur fyrir sinn mikla hljómlistar- áhuga, enda hefir hann tekið mikinn og margvíslegan þátt í hljómlistarlííi Vestmannaeyja, Auk þess hefir hann um langan líma verið kirkjuorganisti. Kórinn mun syngja hjer fyrst- á föstudagskvöld. Sljórn Sam- bands blandaðra kóra og „Kát- ir fjelagar“ sjá um móttökui'n- ar, en „Kátir fjelagar“ heim- sóttu kórinn 1938 og nutu þá mikillar gestrisni. Mun reykvísku söngfólki vissulega vera nokkur forvitni á að heyra þessa nýju söng- gesti bæjarins. Aflanfshafsveggur- inn brotinn í fyrsiu lofu StokkhóJmi í gærkveldi. „NorðurlancLa frjettastof- an“ ,sem Þjóðverjar hafa um- ráð j'fir birti eftirfarandi fregn frá Berlín í kvöld: „Það er viðurkent hjer í Berlín. að Atlantshafsveggur- inn hafi verið brotinn í fyrstu lotu‘ ‘. — Eeuter. I Kjallari til leigu (geymsla). Upplýsingar hjá Verslunin Björn Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.