Morgunblaðið - 08.06.1944, Síða 4

Morgunblaðið - 08.06.1944, Síða 4
4 IORGUNBLABIÐ Fimtudagur 8. júní 1944. Sjötugur: Árni Stefánsson, trjesmíðameistari — Herstjórnar- tilkynningin Sjötug: Anna Soffía Jónsdóttir i SJÖTUGUR er í dag Árni Stefánsson trjesmíðameistari á Akureyri. Hann er fæddur að Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði hinn 8. júní 1874. Voru foreldr- ar hans hjónin Guðný Guð- mundsdóttir og Stefán Guð- mundsson, er þá bjuggu á nefndri jörð. Bæði komin af góðum og traustum bændaætt- um þar eystra. Þegar Árni var 6 ára, drukn- aði faðir hans og var hann þá tekinn í fóstur af Helgu Jóns- dóttur og Guðmundi Einarssyni á Hafranesi við Reyðarfjörð. Þar ólst hann upp við alls kyns erfiðisstörf við land og sjó til tvítugsaldurs, en þá fór hann til Reykjavíkur og nam trje- smíði hjá Jakob Sveinssyni. Hvarf hann heim til átthag- anna að loknu námi og gekk litlu síðar að eiga heitmey sína Önnu Friðriksdóttur frá Þernu nesi, mæta og góða konu. Mistí hann hana eftir stutta sambúð. Þau eignuðust engin börn. Eft- ir það hvarf Árni af landi burt og dvaldi um hríð 1 Danmörku og Noregi. Þegar hann kom aft- ur heim settist hann að á Seyð- isfirði og giftist þar 1907 Jón- ínu Friðfinnsdóttur, ættaðri úr Svarfaðardal, hinni mestu myndar- og dugnaðarkonu. Fluttu þau til Akureyrar á fyrstu samveruárum sínum og hafa búið þar síðan. Jónína og Arni hafa eignast 14 börn og eru 11 þeirra, 7 synir og 4 dæt- ur á lífi, öll uppkomin og hin mannvænlegustu. Það er mik- íð verk að koma upp svona stór um barriahóp og setja þau öll til menta að einhverju leyti, og sum til hærra náms, en þetta hefir Árna tekist með framúr- skarandi dugnaði og fyrir- hyggjusemi og aðstoð ágætrar eiginkonu, sem aldrei hefir lát- ið sitt eftir liggja til að sjá sem best borgið hag heimilisins. Árni hefir helgað alla sína krafta óskifta heimili sínu, en gefið sig lítt að opinberum mál um. Er hann þó í betra lagi greindur og mundi því þar sem annarsstaðar hafa reynst bet- ur en í meðallagi. Hann er og þjettur í lund og enginn veifi- skati, segir hispurslaust mein- ingu sína hverjum sem í hlut á og fæst þá eigi ætíð um, þó hann komi við kaun þeirra manna, er honum finst láta full mikið yfir sjer. Árni er drengskaparmaður hinn mesti, trygglyndur og sannur vinur vina sinna. Þeir óska honum nú í dag, að hann megi sem lengst lifa með ást- vihum sínum, við góða heilsu og njóta ávaxtanna af vel unnu og giftucfrjúgu æfistarfi. Einar Friðriksson. & Rodio-Gramofonn „His Haster’s Voice“ lítið notaður, til sölu. Tilboð sendist Morgunbl. merkt „Radiofonn“. l deildarhjúkrunarkonur vantar að Kristneshæli frá 1. ágúst eða 1. október n. k. Umsóknir ásamt venjulegum upplýsingum sendist til skrifstofu ríkisspít- alanna, Fiskifjelagshúsinu, fyrir 10. júlí n. k. Ungur verslunarmaóur >25 ára óskar eftir atvirmu, í Rcykjavík cða nágrenni umí >næstu árarnót. Ilefir verslunarskólapróf og vinnur semf ^bókari og verslunarstjóri hjá stóru fyrirfæki, sem hefirx >verslun og útgerð með höndum. — Tillmð merkt ,,Edda“|> >sendist Mblaðinu fyrir 10. þ. mán. Framh. af 1. síðu. FLUGVJELAR bandamanna hafa aðstoðað miðanir or- ustuskipanna Texas og Glas gow, en þau skip hafa á- samt öðrum beint skothríð sinni að svæðum að baki strandlengjunnar. Flugvjel- ar bandamanna, af öllum gerðum, hafa í ríkum mæli aðstoðað flotann og Iand- göngusveitirnar. SNEMMA í MORGUN hófust á ný flutningar hergagna í lofti. Var hergögnum komið I til landgöngusveitanna. I morgun fóru ljettar sprengju flugvjelar og sprengjuflug- vjelar af meðalstærð í árás- arferðir á staði, þar sem her sveitir höfðu safnast saman, og hernaðarmannvirki að baki víglínu Þjóðverja. í þessum ferðum var einnig ráðist á byssustæði á víg- stöðvunum og járnbrautir fyrir sunnan vígstöðvarnar. Um morguninn gerðu orustu flugvjelar, sem hafa sprengj ur meðferðis, árásir á járn- brautarstöðvar, vjelaher- gögn, hersveitir, sem safn- ast höfðu saman, byssustæði og skotfærabirgðarstöðvar. Stórar sprengjuflugvjelar rjeðust á mikilvægar stöðv- ar og vegakerfi fyrir sunn- an Caen nokkru eftir há- degi í dag. í FYLGD með sprengjuflug- vjelunum voru orustuflug- vjelar, og hjeldu þær uppi skothríð á j árnbrautarstöðv ar, járnbrautarlestir, olíu- flutningalestir, bíla, loft- varnaturna, útvarpsstöðvar og flugvelli á 40—50 mílna svæði fyrir sunnan vígstöðv arnar. Voru sífellt farnar könnunarferðir yfir land- göngusvæðið og vígstöðv- arnar. — Meira bar á flug- vjelum Þjóðverja en á þriðjudaginn, og voru all- margar þeirra skotnar nið- ur“. Höfðingleg gjöf fil dvalarheimilis sjómanna í GÆR barst dvalarheimili aldraðra sjómanna 5000 króna gjöf frá frú Jóhönnu Gísladótt- ur, ekkju Páls heitins skipstjóra og eiganda m.s. „Hilmir“, sem druknaði, er skip hans fórst á s. 1. vetri. Gjöf frú Jóhönnu er til minn ingar um mann hennar. Jafn- framt óskar hún þess, að ef mögulegt væri, að láta eitt her- bergi bera nafn hans. Ennfrem- ur væntir hún þess, að heimilið geti komist upp sem allra fyrst, sem athvarf fyrir aldraða sjó- menn. BÖNAÐIR OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILLIR, Laugaveg 168. — Sími 5347. SJÖTÍU ÁRA er í dag 8. júní Anna Soffía Jónsdóttir. Hún er fædd að Ármúla á Langadals strönd 8. júní 1874, dóttir hjón- anna Guðrúnar Jónsdóttur og Jóns Hjaltasonar Magnússonar Hjaltasonar prests að Vatns- firði. Anna fór ung að aldri í uppfóstur til hjónanna Hall- dórs Hermannssonar á Naut- eyri og konu hans Maríu Krist- jánsdóttur dannebrogsmartns í Reykjarfirði; voru þau mestu myndar og atorku manneskjur; hlaut því Anna ágætt uppeldi og hefir hún sagt mjer, að þau hafi reynst sjer sem bestu for- eldrar. — Þau Nnauteyrarhjón fluttu allmörgum árum síðar að Bæjum á Snæfjallaströnd; þar lenti húsfreyjan, María, í því æfintýri að vera beðin .að sitja við rúm hins hrædda unglings, er Bæjadraugurinn elti, og veit því Anna manna best þá sögu hárrjetta. Eftir að Anna fór frá fóstur- foreldrum sínum, fór hún í vinnumensku til síra Sigurðar og frú Þórunnar á Vigur og var þar í nokkur ár, og minn- ist ávalt þeirrar fjölskyldu með virðingu og hlýleik. Þar kyntist Anna manni, Sigurði að nafni, og trúlofaðist honum og átti með honum eina dóttur, Friðgerði að nafni. Nokkru seinna fór hann alfarinn til Ameríku og kom ekki aftur. — Anna fór svo að Grund í Skötu- firði, til Tómasar, föður Bárð- ar skipaverkfræðings á ísafirði og konu hans Jóhönnu, og var þar með dóttur sína og vann fyrir henni; þá nokkur ár lausa kona, en vorið 1915 rjeðist hún hingað að Laugabóli til for- eldra minna, Höllu Eyjólfs- dóttur og Þórðar Jónssonar, í kaupavinnu, en um haustið samdist svo um, að hún sækti dóttur sína og yrði næsta ár. En hvað haldið þið, lesendur góðir, að Anna hafa stansað hjer? Tuttugu og s’jö ár. Fyrst hjá foreldrum mínum, síðan hjá móður minni og stjúpa, Gunnari Gunnarssyni — hann sótti fyrir hana um viðurkenn- ingu hjá Búnaðarfjelagi íslands fyrir langa og dygga þjónustu sem vinnukona í sveit. — Loks eftir lát móður minnar var hún 2 ár hjá núverandi húsbændum Ástu Jónsdóttur og Sigurði bróður sínum. Þá fór hún til dóttur sinnar, Friðgerðar, sem gift er bókbindara Eiríki Magn ússyni, sem einnig er form. Sundfjel. Ægis í Rvík. Jeg hefi nú rakið æfiferil Önnu, en jeg á eftir að geta þes|, sem mest er um vert, og það er það, að betra hjú hefi jeg aldrei þekt. Þar fór saman húsbóndahollusta, mikil afköst og svo mikil og ótrúleg ósköp af vilja að hjálpa öllum á heim- ilinu, að slíks eru fá dæmi; okkur systkinum var hún og er enn, ef hún nær að gera sum um þeirra greiða, að það er sem hún eigi okkur öll sjálf. Faðir Önnu var prýðilega skáldmæltur, langafinn sjera Hjalti þjóðhagasmiður svo af bar, en sjálf er Anna svo vel og mikið dulræn, að mjer finst nokkuð illa skipað og gersneitt öllum verndarverum það rúm og herbergi, er hún dvaldi í hjer. Hún hefir ágæta skygni- gáfu, nokkra dulheyrn, fjar- sýni (já, jeg get sannað, að hún sá einu sinni það, sem skeði úti í Frakklandi), minnir það hafi verið birt í ,,Morgni“. Anna mín! Jeg óska þjer hjartanlega til hamingju á sjö- tiu ára afmælinu og þakka alt liðið, vinnu, umhyggju um móður mína og alt, sem þú hef- ir fyrir mig prýðilega gert. Jeg flyt þjer einnig örugg árnaðaróskir allra, sem samtíða þjer voru, þó nú sjeu dreifðir. Guð blessi æfikvöldið þitt. Láugabóli 18. maí 1944. Jakobina Þ. Þórðardóttir. Útgerðarmenn Hringnót og snurpunótarbátur í ágætu | standi er til sölu. Upplýsingar gefa lllutafjelagið MIÐI\IES Sandgerði, sími 3 og Ólafur Jónsson sími 1673 Reykjawík. PROF í glerslípun og speglagerð Þeir, sem hafa í hyggju að taka ofangreint próf, snúi sjer til Magnúsar B. Pálssonar, Klapparstíg 16, fyrir 12. þ. mán.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.