Morgunblaðið - 08.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 8. júní 1944. mstM&frtfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Frámkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjófar: .Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. JjJ Gróði þjóðahnnar EINN hluthafanna í Eimskipafjelagi íslands, Sigurjón Jónsson, fyrrum bankastjóri, benti rjettilega á það á aðalfundi fjelagsins á dögunum, að hin góða afkoma fjelagsins væri fyrst og fremst gróði þjóðarinnar í heild. Hitt væri með öllu rangt, að vera með ásakanir í garð hlutháfa í sambandi við þenna gróða. Hluthafar hefðu aldrei gert tilkall til gróðans, enda sýndi það sig best á því, að hluthafar fengju ekki nema 1%% í vexti af hluta- fje sínu og enginn farið fram á meira. Þegar Eimskipa- fjelagið var stofnað, fyrir 30 árum, og almenningur keypti hlutabrjef í því skyni, var hugsjónin ekki sú, að safna auði, heldur að hrinda af stað þjóðþrifafyrirtæki. Nákvæmlega sama væri sjónarmið hluthafanna í dag. • Ekki er minsti vafi á því, að Sigurjón Jónsson mælti þessi orð fyrir munn allra hluthafa Eimskipafjelagsins. Þess vegna er það furðulegt, að Eimskipafjelagið skuli sæta harkalegri árás nú, vegna óvænts happs sem fje- lagið varð fyrir s. 1. ár, og f jelaginu borið á brýn, að það sje okurstofnun, sem níðist á almenningi. Slíkt eru ómak- leg ummæli. Vafalaust eru allir landsmenn sammála um, að það sje ekki aðeins æskilegt, heldur brýn nauðsyn, að vöruskipa- floti landsins verði stóraukinn á næstu árum. Spurningin er þá sú,'með hverjum hætti skipaflotinn verði aukinn. Vitanlega er það fásinna, sem fram kemur í opinberri skýrslu, sem Viðskiftaráð hefir sent frá sjer, að engin ástæða sje til að örvænta um aukningu skipaflotans „meðan þjóðin á stórkostlegár inneignir í erlendum gjald- eyri". Viðskiftaráði ætti að vera ljóst, að þetta fje verður ekki notað til skipabygginga, nema því aðeins, að þeir sem fjeð eiga vilji nota það í þessu skyni. • Ef sú stefna á að vera ráðandi hjer á landi, að útiloka með öllu þann aðilja, Eimskipafjelag íslands, sem annast hefir siglingarnar til þessa, að safna fje til aukningar skipastólsins, þá verður það ekki þetta fjelag, sem tekst að uppfylla þá þjóðarkröfu, að landsmenn geti einir og sjálfir sjeð um sig á þessu sviði. Aðrir verða þá að taka við. En eru miklar líkur til þess, að menn verði ásælnir í að leggja fram fje til skipakaupa, þegar þeir verða þess vísari, að hluthafarnir í Eimskip fá aðeins skammir og vanþakklæti fyrir þær fórnir, sem þeir hafa int af hendi? Þessir menn hafa aldrei haft hagnað í huga fyrir sjálfa sig. Hafi fjelaginu áskotnast gróði, hefir sú eina hugsjón ráðið meðal hluthafanna, að nota hann í þágu alþjóðar — til aukningar skipastólsins. • ' V Ekki er minsti vafi á, að það er þjóðinni ómetanlegt happ, að einmitt þessi hugsjón skyldi hafa vakað fyrir stofnendum Eimskipafjelagsins og ráðið þar alla tíð. Þess vegna vmna þeir menn í óþökk þjóðarinnar, sem sí og æ eru að ala á tortrygni í garð Eimskipafjelagsins, m. a. með því, að ætla hluthöfum illar hvatir um gróða- söfnun og því um líkt. Hinn óvænti og mikli gróði Eim- skips s. 1. ár er alls ekki hluthafagróði í venjulegri merk- ingu, heldur gróði þjóðarinnar í heild, eins og Sigurjón Jónsson tók rjettilega fram á síðasta aðalfundi fjelags- ins. Af því sem hjer hefir verið sagt, ætti mönnum að vera það ljóst, að ef rjettmætt þykir að hið opinbera fram- kvæmi einskonar refsiaðgerðir gegn Eimskipafjelaginu, eins og virðist vaka fyrir Viðskiftaráði, þá bitnar sú ráð- stöfun ekki á hluthöfunum, heldur á þjóðinni allri. Ef Viðskiftaráð t. d. kappkostar að setja farmgjöld Eimskips svo lág, að fullvíst sje að verulegur gróði s. 1. árs fari í taprekgtur, verður afleiðingin sú, að um aukningu skipa- flotans verður alls ekki að ræða. Þetta yrði gróði fyrir erlend siglingafjelög, en tapfyrir íslensku þjóðina. Það eru göt á Atlandshafs- veggnum Einkaskeyti til MorgunbL frá Reuter. ÞAÐ ER LANGT frá því að hinn svonefndi „Allanlshafs- veggur", sem Þjóðverjar hafa gumað svo mikið af, sje heill. Það er nú hægt að skýra frá því, að Þjóðverja skorti efni, einkum stál, til að geta bygt samfelt kerfi varnarvirkja með fram allri Atlantshafsströnd Vestur-Evrópu. Þjóðverjar gátu ekki víggirt vel nema þá staði eina, sem þeir töldu líklegasta að bandamenn myndu sækja að..... Varúðarráðstöfun. Ein af varúðarráðstöfunum Þjóðverja við strendur Frakk- lands var sú, að setja niður stál stöpla í fjöruborðinu. Ætluðust Þjóðverjar til þess, að þegar bandamenn sigldu innrásar- prömmum sínum að ströndinni, rækjust skipin á stálstólpa þessa og þeir rifu botna skip- anna. En bandamenn vissu af þessum varnarráðstöfunum. — Höfðu flugvjelar þeirra tekið myndir af þeim úr lofti úr mjög lítilli hæð. Sjerstakar sveitir í verkfræðingadeildum banda- manna fengu það hlutverk, að vinna bug á þessum stólpum, og það tókst. Þjóðverjar höfðu gert ráð fyr ir, að bandamenn myndu leggja til landgöngu um háflæði og sett stöplana niður samkvæmt því, en bandamenn lögðu til atlögu þegar rjett var nýbyrjað að falla að og reyndist þá auð- velt að vinna bug á stálstólpa- kerfi Þjóðverja. Sterk varnarvirki. En Þjóðverjar hafa þó mjög öflug og sterk varnarvirki á Frakklandsströndum. Fallbyss- ur og steinsteypuvirki ásamt skriðdrekavarnarvirki miklu. En Þjóðverja hefir skort stál, vinnuafl og tíma til að geta lokið við varnarvirkjabeltið meðfram allri ströndinni og mótspyrna sú, sem þeir veittu, ar bandamenn gengu á land á Frakklandsströndum, var miklu minni en búist hafði verið við. í\\ blað af Veiðimanninum VEIÐIMAÐURINN, málgagn lax- og silungsveiðimanna, nr. 5, er nýkominn í bókabúðir. •— Efni blaðsins er að þessu sinni sem hjer segir: Veiðið drengilega, eftir Pálma Hannesson rektor; Miðfjarðar- á, eftir Magnús F. Jónsson frá Torfastöðum; Geisli, saga um lax, eftir Björn Blöndal frá Stafholtsey; Nokkur orð um laxveiði á íslandi fyrir nær 200 árum; Veiðifjelagið Stöngin; minningarorð um Ásgrím Sig- fússon framkvæmdarstjóra og Gunnlaug Einarsson lækni, og ýmislegt fleira. — Frágangur blaðsins er vandaður og það er skreytt mörgum myndum. — Ritstjóri er Jakob Hafstein Iög- f ræðingur. "(A, r • rvwvwvvvyvyvvVTyyTVTVVWvv j Uíkuerii ókrifa l//r daqieqci ÍÍH aiecii .x..x-:"X-:-X"X-<*<"í-> Þjóðminjasafns- byggingin. ÞAÐ VAR góð hugmynd, sem kom fram fyrir nokkru, að bygð yrði þjóðminjasafnsbygging til minningar um lýðveldisstofnun- ina. Öllu glæsilegra minnismerki væri ekki hægt að gefa þjóðinni til minningar um hin miklu tíma- mót í sögu hennar. Brátt kemur Alþingi íslendinga saman til að ákveða stofndag lýðveldisins. Liklegt, að mörg mál liggi fyrir þinginu, sem afgreiða þarf fyrir lýðveldishátíðina og ]>á má þetta mál ekki gleymast. í greinum, sem birtust fyrir nokkru í öllum blöðum bæjar- ins var því lýst, hve gersamlega þjóðminjasöfn okkar hafa verið vanrækt í því tilliti, að þau hafa ekki átt þak yfir höfuðið og sí- felt verið á hrakhólum frá því fyrsti vísirinn að þeim varð til, fyrir rúmlega 80 árum. En nú er tækifæri til að bæta fyrir van- rækslu undanfarinna ára og tryggja, að þjóðminjasöfnin fái veglega byggingu, sem sæmir svo veglegri menningarstofnun. • Kórónan hverfur. ÁÐUR HEFIR verið bent á þáð hjer í dálkunum, að þegar lýðveldið verði stofnað, verði kórónur allar að hverfa úr skjaldarmerkjum, innsiglum,. ein kennisbúningahnöppum embætt- ismanna o. s. frv. Víða eru kór- ónumerki, t. d. á Alþingishúsinu, Dómkirkjunni og sjálfsagt ann- arsstaðar. En eitthvað verður að koma í staðinn fyrir kórónumerk- ið, þó ekki hafi heyrst, að það hafi verið ákveðið. Gerðar hafa verið tillögur um, að fálkamerki yrði tekið upp í stað kórónunn- ar og trúi jeg, að sú hugmynd muni fá góðan byr. Fleira og fleira kemur til greina, sem breyta þarf, þegar lýðveldið verður stofnað. Hvað verður t. d. um Fálkaorðuna? Verði hún áfram virðulegasta tignarmerki íslands, þarf að breyta henni. Ekki getur hún lengur verið með konungs kórónu. Smámyntin ís- lenska er með kórónumerki. Ó- líklegt er, að hægt verði að fá slegna nýja mynt fyr en að stríðs lokum. Ennfrermir verður að breyta skjöldum á ræðismanna- skrifstofum okkar erlendis og sendisveitaskrifstofum. Alt eru þetta smáatriði í sjálfu sjer, en þurfa hinsvegar að gerast og því fyrr, sem því er af lokið, því betra. ^ Heiðursmerki. ALLLANGT er liðið, síðan jeg hefi minst á eitt af áhugamálum okkar hjer í dálkunum, en les- endur mína rekur ef til vill minni til, að í fyrra mintist jeg nokkr- um sinnum á, að þörf væri á því, að til væri heiðursmerki eða heiðurspeningur, sem íslenskum borgurum væri veittur fyrir framúrskarandi afrek á ýmsum sviðum, en sém þó væri þess eðlis, að ekki þætti við eiga, að sæma viðkomandi riddaraorðu. Nokkrar umræður urðu um þetta mál og man jeg ekki betur en að það kæmi fram, að einhvers- staðar væri heimild fyrir ríkis- stjórnina að koma á fót slíkri heiður smerk j aveitingu. Nú virðist vera tilvalið tæki- færi að láta verða úr því að koma á slíkum heiðursmerkjaveiting- um, er lýðveldið verður stofnað. Góð bók. FYRIR NOKKRU kom út í ,ís- inu i •>.*•.*?•*..•..•.**•*;»•*•»••»*».*•»*» »*»»*»**ir lenskri þýðingu bók, sem allir íslendingar hefðu gott af að kynna sjer, en það er ,,Noregur undir oki nasismans", eftir Worm-Miiller prófessor, sem hjer dvaldi um árið. Jeg skál játa, að fyrst er jeg heyrði bók- ar þessarar getið, datt mjer í hug, að varla gæti verið um neitt nýtt að ræða í þessari bók, þar sem þegar væri búið að segja alt, sem hægt væri um innrás Þjóðverja í Ndreg og ok nasism- ans þar í landi. En jeg verð að segja, eins og fleiri, sem þessa bók hafa lesið, að jeg gat ekki lagt hana frá mjer fyrr en jeg var búinn að lesa hana spjaldanna á milli. Nú þykist jeg hafa fylgst jafn vel með frjettum undanfarin ár og hver annar og hefi enda haft tækifæri til að fylgjast betur með en aflflestir. En það er eins pg nýr heimur opnaðist fyrir mjer, hvað snerti sögu Noregs og framkomu Þjóðverja í her- numdu löndunum, við að lesa bók Worm-Miillers prófessórs. Mjer er því hiklaust óhætt að ráðleggja mönnum að lesa þessa nýju bók. Mjer finst hún eigi sjerstakt erindi til allra, sem viljá kynna sjer ástandið eins og það er. Höfundur bókarinnar er vísindamaður og enginn, sem þekkir hann, mun láta sjer detta í hug, að hann skýri ekki rjett og satt frá, og eftir því, sem hann veit sannast og rjettast. Hitt ei* á almanna vitorði, að fáir menn hafa fylgst betur með því, sem gerst hefir í Noregi undanfarin 4 ár, en Worm Miiller prófessor. Spánverjar búasf slraumi MADRID í gær: — Það er sagt, að spænska stjórnin hafi þegar gerst ýmsar ráðstafanír vegna þess, að búist er við mikl um flóttamannastraumi til Spán •ar vegna innrásar bandamanna í Frakkland. Gerðar verða ráðstafanir til að útvega fólki húsnæði og mat væli og ekki er talið ólíklegt, að Spánverjar muni reyna að senda eitthvað af matvælum til Frakklands, ef ástandið verður slæmt í landinu, til þess að draga úr hörmungum óbreyttra borgara. — Reuter. Porfúgalar hæffa wolframsölu fil Þjóðverja LONDON í gær: Eden litan-- íkismálaráðherra skýrði breska þinginu frá því í dag, að Portu 'galar hefðu ákveðið að hætta að senda wolfram til Þýska- lands, en það hráéfni er nauð- synlegt fyrir Þjóðverja, ef þeir eiga að geta haldið uppi her- gagnaframleiðslu sinni að nokkru ráði. Forsætisráðherra Portugal ljet svo ummælt í sambandi við þessa ákvörðun að portugalska stjórnin hefir tekið þessa á- kvörðun til þess, að stytta ófrið inn. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.