Morgunblaðið - 08.06.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.06.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 8. júní 1944. HöfHinglegar gjafir lilS.I.B.V i I ; ,1 ■ Vinhuheimilissjóði S. I. B. S. hefir nýlega borisi höfðingleg- á'r gjafir. Frá versluninni Ragn ar H. Blöndal h. f. 5000 þús. kr„ frá Kvenfjelagi Akraness, er fjelagskonur hafa safnað 2020 krónur og frá skipshöí'ninni á Þór 2000 krónur. — Auk þess bárust Vinnuheimilissjóði nokkr ar gjafir, samanlögð upphæð þeirra er kr. 1710.00. ^lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliillll'll! I Uppboðið 1 j§ á bifreiðinni R-2252, sem §j 3 frestað var 2. þ. m., fer = s fram að Skúlatúni 6 í dag, = s 8. þ. m., kl. 2 e. h. Greiðsla 1 § fari fram við hamarshögg. f §§ Bæjarfógetinn í Reykjavík. p ÍHfHmiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiiiimimi Augun jeg hvíll T ■ P með gleraugum 1 1/18 Kl 1 frá !yllll*l. Málaflutnings- skrifstofa Einar B. GuSmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—6. i Gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4 iLiiiiiitimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiii I Nestispakkar ( 5 H 5 E= s Tek við pöntunum á nesti §j 1 í stærri og smærri ferða- p || lög. Pantið í tíma fyrir 17. gj S júní. — Sími 587t). Steinunn Valdemars. 5 unnmuiiiiiiMiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiim Minningarorö um Císla Þorsteinsson, skipstjóra í DAG verður til moldar bor- inn hjer í bænum Gísli Þor- steinsson skipstjóri. Hann and- aðist að heimili sínu Ránargötu 29, eftir nokkurra mánaða van- heilsu. Með honum er fallinn í valinn einn af ágætustu sonum íslensku sjómannastjettarinnar. Gísli var fæddur að Melbæ í Leiru 5. maí 1884, og var hann sonur Þorsteins Gíslasonar út- vegsbónda, sem síðar bjó á Meiðarstöðum í Garði, og konu hans, Kristínar Þorláksdóttur. Gísli var elstur 14 systkina og mun því hafa komið í hans hlut, er hann stálpaðist, að hjálpa foreldrum sínum til þess að koma upp hinum stóra barnahóp. Á sjávarbakkanum fæddist hann og hneigðist hug- ur hans brátt að sjónum, enda varð sjómenskan lífsstarf hans. 13 ára gamall byrjaði hann að stunda róðra með föður sín- um á opnum skipum, og 18 ára varð hann formaður. Það kom snemma í ljós, að þar var eng- inn meðalmaður á ferð, svo glæsilegir voru formensku- hæfileikar hans. En það var ekki við Gísla hæfi „að dorga uppi við sand“. Hugur hans stóð til stærri og meiri viðfangsefna. Hann yfir- gaf opnu skipin og fór að stunda sjóinn á þilskipum og togurum. Árið 1909 innritaðist hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík og útskrifaðist það- an með farmannaprófi 2 árum seinna. Þann 7. apríl, sama ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Steinunni Pjetursdóttur, hinni ágætustu konu. •— Þeim varð þriggja barna auðið og eru tvö þeirra búsett hjer í bænum, en yngsta son sinn Pjetur mistu þau fyrir tveim árum. Hjónaband þeirra var hið ástríkasta og bar heimili þeirra þess órækan vött, hve samhent og einhuga þau hjónin voru um velferð þess. Árið 1913 fór Gísli stýrimað- ur á bv Jón forseta, eign h.f. Allianee og ári síðar tók hann við skipstjórn á sama skipi, og var hann skipstjóri á því skipi þar til seint á árinu 1919, að fjelagið ljet byggja stærra og fullkomnara skip við hans hæfi. Skip þetta var Skúli fógeti. Því að það hafði sýnt sig að „Forsetinn“ var of lítill fyr- ir slíkan aflamann sem Gísla. Hann var skipstjóri á þessu skipi og öðrum þar til árið 1931 er hann hælti sjómensku. Skip- stjórnin fór Gísla ávalt vel úr hendi. Hann var gæddur þeim kostum, sem prýða megan góð- an skipstjóra. — Fyrirskipanir hans á stjórnpalli voru ákveðn ar og gagnorðar. — Reglusemi hans í öllu var einslök og var hann umhyggjusamur og að- gætinn um skip sitt og skips- höfn, og ávalt stýrði hann skipi sínu heilu í höfn. Óbætt er mjer að fullyrða, að margur ungur maðurinp gekk þar í góðan skóla. Gísli var mannkostamaður mikill, prúðmenni í framgöngu og vinafastur. Hann var stór- lundaður og ljet óhikað í ljósi meiningu sína við hvern sem í hlut átti, en, jafnframt við- kvæmur og mikill tilfinninga- maður. Kæri, horfni vinur! Jeg, sem þessar línur rila, átti því láni að fagna að vera einn hinna ungu manna, sem nutu hand- leiðslu þinnar. Jeg mun ætíð minnast þín, sem góðs yfir- manns og einlægs vinar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þjer nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. G. I <s> Amérískar og íslenskar P E Y S D K í miklu úrvali. rM39«M $ Laugaveg 48. — Sími 3803. Okkur vuntur 2 menn annan til að smyrja bíla og hinn til gúmmívið- ^ gerða og verkstæðisvinnu. Bifreiðastöð Steindórs GRA8FRÆIÐ er komið Litla Blómabúðin Bankastræti 14. ± >$><^<$H^<^<$><^<^<^<^<S>^><^8><$>,€>,^><$><S><S><^<^><S><^><S><S><^<S><^><®><$><^<$><®><^<$><S><$><^><S><á><^><í^^ TILKYNNING til hluthafa Utvegsbanka Islands H.f. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar verð- ur greiddur 4% arður af hlutabrjefum bankans fyrir árið 1943. Arðurinn verð- ur greiddur í skrifstofu bankans í Reykjavík og útibúum hans gegn af- hendingu arðmiða fyrir nefnt ár. Utvegsbanki Islands H.f. I X-9 4* Eftir Roberf Storm -- WHBN W£ REACH QUARRY PRISON í , i'll make a peal with yOU,X~9-..QTOP THE CAR ANO WE'LL EACH 60 / OUR &EPARATE WAY/ QUARRY PRIS0N 20 Ml. 1) Alexander: — Jeg ætti eiginlega að siða þig svolítið núna . . . en jeg held að þú sjert nógu hræddur til þess að aka út af. X—9: — Skynsam- lega ályktað, Alexander. 2) Alexander: — Hvorugur okkar getur grætt neitt á því, þó við deyjum báðir, eða er það ekki rjett? X—9: — Getur verið. 3) Alexander: •— Jeg vil semja við þig. Stoppaðu bílinn og við förum hvor sína leið. X—9: •— Vissu- lega mun jeg stöðva bílinn . . . þegar við komum til Quarry fangelsisins. — Þangað eru 20 mílur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.