Morgunblaðið - 08.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.1944, Blaðsíða 10
10 ^t»-3 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 8. júní 1044. W.Sc omeróe t ht auaviam LARRY DERFORD í leit að lífshamingju 13. dagur — „Ó, hvað jeg er glöð yfir, aö þú skulir fara til læknisins!" hrópaði hún með sínum gamla ákafa. „Auðvitað verðurðu að grípa tækifærið. Það verður gaman að koma til Lundúna. Hvað verðum við lengi þar?" „Það væri tilgangslaust að koma aftur tíl Parísar", sagði Elliott. „Eftir eina viku verða allir farnir hjeðan. Jeg vil því, að þið dveljið með mjer í Lund- únum í sumar. Það eru altaf nokkrir góðir dansleikir þar í júlí, og svo er það auðvitað Wimbleton". Isabel virtist hirninlifandi og frú Bradlake varð rólegri. Hún virtist hai'a gleymt Larry. — Elliott hafði rjett lokið við að segja mjer þetta, þegar, mæðgurnar komu heim. Jeg hafði ekki sjeð þær í 18 mán- uði. Frú Bradlake var lítið eitt grennri en áður og ennþá föl- leitari. Hún var þreytuleg að sjá og engan veginn hraustleg. En Isabel var blómleg. Með rjóðar kinnar, jarpt, þykt hárið og ljómandi augun var hún svo sönn ímynd æskunnar, og virt- ist njóta svo innilega þeirrar staðreyndar einnar að vera lif- andi, að mig langaði til þess að hlæjá af gleði. Feginn að fá tækifæri til þess að endurgjalda. frú Bradlake eitthvað af vináttu þeirri, sem hún hafði sýnt mjer, þegar jeg dvaldi í Chicago, bauð jeg þeim kvöld eitt öllum þremur í leik- húsið með mjer. Jeg ætlaði einnig að bjóða þeim til hádeg- isverðar. „Það væri best fyrir þig að gera það sem fyrst, góði minn", sagði Elliott. „Jeg hefi þegar látið vini mína vita, að við sje- um komin hingað, og býst því við, að við verðum búin að ráð- stafa okkur fyrir alt sumarið eftir einn eða tvo daga". Jeg skildi, að með þessu átti Elliott við, að þá mundu þau engan tíma hafa til þess að sinna mjer og mínum líkum. Jeg fór að hlæja. Elliott horfði á mig, og í augnatilliti hans var dálítill vottur af drambi. „En auðvitað erum við oftast heima um sex-leytið, og er okk ur altaf ánægia að sjá fram- an í þíg", sagði hann kurteis- lega, en þó var greinilegt, að hann ætlaðist til þess, að jeg, sem rithöfundur, hjeldi mig á mínum lítilfjörlega stað. — En svo lengi má deigt járn brýna, að bíti. — „Þú verður að reyna að kom- ast í samband við St. Olphers", sagði jeg. „Jeg hefi heyrt, að þeir vilji losna við mjög frægt málverk, sem þeir eiga". „Jeg kaupi ekki málverk núna". „Jeg veit það. En jeg hjelt ef til vill, að þú vildir útvega þeim kaupanda að því". Stálharður glampi kom í augu Elliotts. „Góði besti, Englendingar eru mikil og merk þjóð, en þeir hafa aldrei verið færir um að mála, og munu aldrei verða það. Jeg hefi engan áhuga á enskri málaralist". * — Næstu fjórar vikur sá jeg Elliott og ættingja hans sjald- an. Hann hugsaði vel um mæðgurnar. Um eina helgi dvaldi hann með þeim a mjög tignu heimili í Sussex og öðru sinni á enn tignara heimili í Wiltshire. Hann fór með þær í konungsstúkuna í óperunni, sem gesti ungrar prinsessu af Windsor-ættinni. Hann fór með þær til hádegisverar og kvöld- verðar hjá „fína" fólkinu. Isa- bel fór á marga dansleiki. Hann tók á móti gestum í Claridge, og tóku nöfn þeirra sig vel út í dagblöðunum daginn eftir. Hann hjelt kvöldsamkvæmi í Ciro og sendiráðinu. I stuttu máli skemti hann þeim svo mikið, að Isabel hefði þurft að vera miklu meiri heimsmann- eskja en hún var, til þess að fá ekki ofbirtu í augun af allri dýrðinni. Jeg fór sjálfur I eitt eða tvö af samkvæmum hans, og við og við leit jeg inn til þeirra um sex-leytið á daginh. Isabel var ætíð umkringd hóp af glæsileg- um, ungum mönnum. Það var við eitt slíkt tækifæri, að hún dró mig lítið eitt til hliðar. . „Mig langar til þess að spyrja yður að dálitlu", sagði hún. l„Munið þjer eftir kvöldinu í . Chicago, þegar við töluðum saman á veitingahúsinu?" „Já, mjög vel". „Þjer voruð svo góður og hjálpsamur þá. Viljið þjer vera góður og hjálpsamur aftur?" „Jeg skal gera mitt besta". „Það er dálítið, sem mig langar til þess að ræða við yð- ur. Gætum við borðað saman hádegisverð einhvern daginn?" „Já, hvenær sem þjer viljið". I „Einhvers staðar á rólegum stað". „Hvað segið þjer um að aka til Hamptin Court og borða þar hádegisverð? Garðarnir eru fallegir núna og þjer gætuð um leið skoðað rúm Elísabetar drotningar". Hún fjelst á það, og við á- kváðum daginn. En þegar hann rann upp, hafði veðrið, sem hingað til hafði verið mjög gott, breytst. Himininn var grár og drungalegur og regnið fjell í stríðum straumum. Jeg hringdi í hana og spurði, hvort hún vildi ekki heldur borða inni í bænum. „Við getum ekki verið úti í görðunum og myndirnar eru svo dökkar, að við sjáum ekk- ert". „Jeg hefi sjeð ótal garða og er orðin hundleið á þessum gömlu meisturum. Við skulum samt fara". Jeg sótti hana síðan og við ókum af stað. Jegvissi af litlu veitingahúsi, þar sem hægt var að fá þolanlegan mat, og ókum við beina leið þangað. Þegar við höfðum lokið við að snæða há- degisverðinn, stakk jeg upp á því, að við færðum okkur inn í kaffistofuna. Þar var ekki nokkur maður, svo að við gát- um talað þar saman í ró og næði. „Jæja", sagði jeg. „Segið mjer nú, hvað það var, sem þjer vilduð tala um við mig". „Það sama og síðast", sagði hún og hló við. „Larry". „Jeg hjelt það, já". „Þjer vitið, að við höfum : lit- ið trúlofun okkar". „Elliott sagði mjer það". „Mamma er fegin og Elliott frændi himinlifandi". Hún hikaði andartak, en sagði mjer síðan frá samtah sínu við Larry, sem jeg hefi þegar skýrt lesandanum frá, eftir bestu samvisku. Hún hafði fest sjer hvert smáatriði samtalsins í minni. Jeg hlustaði með athygli á hana. Hún tók aðeins einu sinni fram í fyrir sjálfri sjer, til þess að spyrja mig einnar spurnirig- ar. „Hver var Ruysdael?" „Ruysdael? Það var hollensk ur landslagsmálari. — Hvers vegna spyrjið þjer að því?" Hún sagði mjer, að Larry hefði minst á hann. Hann hafði sagt, að Ruysdael a. m. k. hefði fundið svör við spurningum sínum. Síðan sagði hún mjer frá hinu undárlega svári hans við spurningu hennar um, hver hann væri. „Hvað haldið þjer, að hann hafi átt við?" Þá datt mjer nokkuð í hug. „Eruð þjer vissar um, að 'hann hafi ekki sagt Ruys- broek?" „Það getur vel verið. Hver var hann?" „Það var flæmskur dulspek- ingur, sem uppi var á fjórtándu öld". ,,Ó", sagði hún, og kendi von- brigða í röddinni. Þatta hafði enga þýðingu fyrir hana. En það hafði dá- litla þýðingu fyrir mig. Það var fyrsta bendingin, sem jeg fjekk um það, í hvaða átt íhug- anir Larry hneigðust, og á með- an jeg hlustaði enn með athygli á söguna, sem hún hjelt áfram að segja mjer, braut jeg einnig heilann um, hvaða möguleika bending þessi gæfi. Jeg vildi ekki gera of mikið úr því, þar eð verið gat, að hann hefði að- eins nefnt nafn hans sem rök fyrir máli sínu. Það gat einn- ig haft vissa þýðingu, sem Isa- bel hefði ekki tekið eftir. Þeg- ar hann svaraði spurningu hennar með því að segja, að Ruysbroek væri piltur, sem hann hefði ekki þekt í menta- skólanum, hafði hann augsýni- lega í hyggju að koma henni af sporinu. „Hvað segið þjer svo um þetta alt saman?" spurði hún, þegar hún hafði lokið frásögn sinni. Jeg þagði andartak, áður en jeg svaraði. „Munið þjer eftir því, þeg- ar hann sagðist aðeins ætla að reika um? Ef hann hefir sagt sannleikann, virðist það starf hans fela í sjer eitthvert erfiði". Tóbaks-strákurinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 4. Þegar skipshöfnin kom frá kirkjunni, sagði skipstjór- inn: „Hvaðan hefirðu fengið allan þennan mat, sem þú hefir troðið í hundinn, hann er úttroðinn eins og pylsa og liggur þarna afvelta á þilfarinu?" „Æ, jeg gaf honum beinin", sagði pilturinn. „Það var fallegt af þjer, að muna líka eftir hundinum", sagði skip- stjórinn. Síðan breiddi piltur dúkinn sinn góða á borð og um leið kom á hann svo mikill og góður matur og drykk- ur, að slíkt hafði enginn þeirra sjeð fyrr. Þegar skipsmenn voru gegnir til hinna ýmsu starfa sinna aftur, og piltur var orðinn einn með hundinum, langaði hann til þess að reyna sverðið góða. Hann brá þá svörtu egginni gegn hundinum, og hann fjell niður stein- dauður, en svo skifti piltur um og snerti hundinn með hvítu egginni og hann lifnaði við með sama og dillaði róf- unni framan í piltinn. En bókina, hana gat piltur ekki reynt. Síðan sigldu þeir vel og lengi, uns á þá skall ofviðri, sem stóð dögum saman, rak þá skipið langa vegu, svo þeir ekki vissu hvar þeir voru staddir. Að lokum slotaði þó veðrinu og bar þa skipið að ókunnu landi, og sigldu þeir í höfn. Sáu þeir brátt að sorg mikil var þar í borg og kom- ust að því, að konungsdóttirin var holdsveik. Konungur kom til skips og spurði, hvort nokkur þar gæti bjargað henni og læknað hana. „Nei, það getur enginn hjer", sögðu þeir, sem voru á þiljum. „Eru engir fleiri en þið hjer á skipi?" spurði konungur. „Jú, það er piltungi hjerna niðri", sögðu þeir. „Látið hann koma upp", sagði kon- ungur, og piltur sagðist líklega geta bætt bein konungs- dóttur. Þegar skipstjóri heyrði piltinn segja þetta, varð hann svo reiður og hræddur, að hann hljóp eins og vit laus kringum mastrið, hann hjelt nefnilega, að piltur myndi komast í eitthvert klandur út af þessum lækning- um sínum, og hafði enga trú á því að hann væri neinn læknir. En konungur sagði, að vitið kæmi með vextinum og að unglingar væru mannsefni, — ef hann hefði sagst geta þetta, þá gæti hann 'það líka sjálfsagt, og svo hefðu líka margir reynt og mistekist áður. Hann fór svo með piltinn til dóttur sinnar, og piltur söng sálminn einu sinni. Þá skánaði konungsdóttur nokkuð, en þegar hann var bú- inn að syngja hann aftur, varð hún alheil. áyvMjfarwi Frændi: — I dag hefi jeg sjeð jkrifstofuvjel, sem vinnur á við þrjá. Kaupmaður: — Það þykir mjer ekkert mikið, ef miðað er við það, sem þú afkastar. • Á knattspyrnuvellinum. Annar foringinn: „Hvað áttu við með að segja, að það sje ekki ærlegur leikur hjá okk- ur?" Hinn foringinn: „Jú, þegar þú kemur með systur þína og lætur hana vera að dufla við markvörðinn". * Bóndi: — Með leyfi að spyrja, af hvaða kyni er hund- urinn yðar? Kaupstaðarbúi: — Hann er af ætt bónda og afglapa. Bóndi: — Nú, hann er þá í ætt við okkur báða. * *— Hefirðu keypt jólagjöf handa manninum þínum? — Nei, jeg veit ekki, hve mikil peningaráð hann hefir. Hann: — Ó, elskan mín, þú verður fallegri með hverjum deginum, sem líður. ¦ Hún: — Nei, góði — vertu nú ekki að ýkja svona. Hann: — Jæja, jæja, segjum þá annan hvorn dag. * Brúðurin: — Hvað er að sjá þig, þú hefir ekki rakað þig í dag. Brúðguminn: — Af ásettu ráði gert, góða mín — mig lang ar ekkert til þess, að f jöiskylda þín gefi mjer heillaóskakoss. '. * Jón bóndi lá fyrir dauðanum. Hann hafði látið sækja hrepp- stjórann og prestinn, og hann var nú að stynja upp erfðá- skránni við hreppstjórann. — Jón sonur minn á að fá jafnmikið af reitunum og hanh Sveinn. Þá grípur kona hans fram í: — Ekki finst mjer þetta nú rjett látt, þyí að Nonni er búinn að fá mikið af sínum hlut áður. . Jón gamli rís upp við dogg og hvessir augun á kellu sína: — Þegi þú, kona. Ert það þú, sem ert að deyja, eða er það jeg? Ef Loftur getur það ekki — þá hver?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.