Morgunblaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. júní 1944. MOEÖÖNBLAÐIÐ (Jppgjöf Ausfurrísk-IJngverska hersins 191 SUMARSÓKNIN árið 1918 hafði gersamlega farið út um þúfur. Aðeins fáar framsveitir höfðu komist yfir ána Piave, og þær sveitir höfðu aftur ver- ið hraktar til fyrri stöðva sinna. Tjón var ægilegt, og vjer vor- um alveg ringlaðir. Reyndar höfðum vjer átt i höggi við mikið ofurefli. Piave áin hafði einnig alt í einu vaxið mjög, og eyðilagði fljótið fleiri brýr fyr- ir oss en óvinirnir. Hershöfð- ingjarnir höfðu hlaupið á sig eins og hershöfðingja er hátt- ur — að minsta kosti í augum undirmannanna. En það var eitthvað mejra, sem hlaut að hafa farið aflaga *— eítthvað, sem vjer ekki fyllilega gátum gert oss grein fyrir. Fyrir að- eins átta mánðum höfðum vjer hrakið ítalina á flótta eins og kanínur við Caporetto, en nú voiu þeir komnir í sóknarað- stöðu. Gamli undirforinginn minn, sem hafði verið í hernum áður en jeg kom í þennan heim, var dapur í bragði. Mig langaði til að hughreysta hann. „Allt í lagi, Pelosa“, sagði jjeg. — „í næsta skifti brjótumst við á- reiðanlega í gegn“. Sá gráhærði svaraði:- „Mjer finst reyndar, að við höfum verið heppnir að komast e k k i í gegn“. Jeg gat varla trúað mínum eigin eyrum. ,,Já, herra“, hjelt hann á- fram. „Lítið á hestana, herra. Þeir hafa ekki fengið nægilegt fóður. Þeir megnuðu vart að draga þungu fallbyssurnar úr þeim skorðum, sem þær hafa verið settar í. Þeir gætu áreið- anlega ekki lagt upp í margra mílna eftirför. Við myndum því verða að nema staðar, og fót- gönguliðsmenn okkar, sem lengra sæktu, hefðu þá engan stuðning í sókn sinni. I víg- gröfunum hafa þeir skotfæra- kassa sína rjett við hendina, en í framsókn yrðu þeir að bera skolfærin með sjer. Lilið svo á hermenn yðar, herra. Hversu langt haldið þjer, að þessir út- tauguðu menn gætu borið birgð ir sínar? Þeir myndu brátt varpa þeim frá sjer og ganga óvopnaðir. Jeg er aðeins ó- breyttur liðsmaður, en jeg álít þó, að best sje fyrir her okkar að berjast hjer áfram og flytja sig ekki neilt til“. Herinn var orðinn örmagna. JEG HUGSA að Pelosa gamli hafi verið fyrsti maðurinn í liði voru, er eitt sinn var hinn vold ugi austurríski her, sem skildi sannleikann. Herinn gat ekki sótt fram. Þess vegna höfðum vjer tapað stríðinu. En hvernig og hvenær ósigurinn myndi koma í ljós, vissi jeg ekki. Brátt myndi verða á oss ráðist. •— Myndi þessi „stöðu“-her þá megna að hrinda þeirri árás? Myndi jafnvel skipulegt undan hald reynast auðið? Hvenær myndum vjer algerlega ör- magnast. Alveg ringlaður sá jeg hrun- ið nálgast hröðum skrefum. •— Hermennirnir Ijettust sífelt meir og meir vegna ónógrar fæðu. Að lokum var ástandið orðið svo alvarlegt, að meðal- þungi hermannanna var ekki Eftir Ervin Lessner, liðsforingja Allir vona, að endalok hins mikla hildarleiks í Evrópu sjeu ekki langt undan landi. Er ekki ófróð- legt í því sambandi að rifja upp hvernig viðnáms- þróltur austurrísk-ungverska hersins allt í einu bil- aði árið 1918 og það fyr en bandamenn þá bjuggust við. Höfundur eftirfarandi greinar var liðsforingi i austurrísk-ungverska hernum i fyrri heimsstyrjöld, og hann hefir bæði barist í her Tjekka og Finna í þessari heimsstyrjöld. nema 100 pund. Eitt sinn höfðu þessir sömu menn verið þrek- legir bændur. Hestarnir voru heldur ekki orðnir annað en skinnið og beinin. Þá reyndum við að gefa sumum hestunum ríflegri fóð- urskamt á kostnað hinna, en i árangurinn varð sá einn, að þeir drápust úr meltingarkvill- um. Skotfærabirgðir vorar minkuðu einnig jafnt og þjett, og þess myndi varla langt að bíða, að vjer yrðum með öllu skotfæralausir. Frá „hærri stöðum“ komu kynlegar fyrirskipanir. — Vjer áttum að kanna siðferðisþrek og stjórnmálalega hollustu und irmannanna. Þetta fól auðvitað jafnframt í sjer það, að hinir æðri foringjar áttu að gefa sams konar skýrslu um oss. Margir liðsforingjar urðu ofsareiðir. Þeir voru hlýðnir og tryggir þjónar hans keisaralegu og kon unglegu hátignar. Var fæstum spurningunum svarað, eða eyðublöðin voru send aftur með napuryrtum ummælum. Stjettaágreiningur varð milli liðsforingjanna, og var illyrð- um hreytt í þá liðsforingja, sem vitað var um að voru af efna- fólki komnir og myndu því sæmilega fjárhagslega öruggir eftir stríð. í ftjótu bragoi virtist her vor enn feikiöflugur — um 150 herfylki með þúsundir fall- byssna. En oss skorti nýtísku hergögn, m. a. höfðum vjer ekki einn einasta skriðdreka. Baráttukjarkurinn var þrotinn, og hermennirnir orðnir sinnu- lausir af að hanga sífelt í sömu víggröfunum. Ef óvinirnir gerðu árás, gat verið að hermenn vorir beittu hundrað punda þunga sínum til varnar — til þess að forðasl erfiðið við að hörfa til nýrra varnarstöðva. Áróðursherferð hafin til að hressa hermennina. BEIÐNI kom frá þýsku her- sljórninni um að halda hvatn- ingarræður yfir hermönnunum á hverjum degi. Yfirherstjórn vor skipaði liðsforingjunum að flytja þessar ræour fyrir mönn- um sínum. Efnið fengum vjer upp í hendurnar. Kröfu Þjóð- verja um Elass-Lolhringen .. . vjer myndum aldrei láta Tren- tino af hendi .... Miðveldin höfðu ekki hafið styrjöldina . .. Alt hljómaði þetta annað hvort bjánalega eða hlægilega. Jeg vissi, að menn vorir myndu ekki leggja eyru við þessu. — Það gat líka jafnVel verið hættu legt að fá heila þeirra-til starfa á ný. Hvao myndu slóvensku bændurnir mínir hirða um stað, sem kallaður var Strasbourg, eða hver fyrstur hervæddist ár- ið 1914? Ef jeg fengi þá til þess að hugsa á ný, kynni þeim að detta í hug að halda heim. Þessi ræðuhöld báru engan árangur, en sama máli gegndi ekki um allar ræður. — Menn komu að heiman úr leyfum. Enginn gat fyllilega skilið hvað þessir menn sögðu, og þeir skildu það heldur ekki að öllu leyti sjálfir. Þeir bentu á það, að enn væri til staður, sem kall aður væri heimili, og það væri tilgangslaust að berjast áfram, Best væri því fyrir hvern og einn að bjarga eigin lífi og lim- um. Sumir liðsforingjar ljetu taka þessa menn fasta, en jeg gerði það ckki. Þeim hermönnum fjölgaði ^felt, sem ekki sneru aftur til vígstöðvanna, er Ieyfi þeirra voru útrunnin. Fleiri menn gerðust liðhlaupar en fjellu. — Vjer skráðum, að mönnum þessum hefði seinkað, og til- kyntum yfirforingjunum ekk- ert um þá. En hernaðarvjelin gekk þó ennþá. Hermennirnir gegndu störfum sínum, hlýddu fyrir- skipunum og Jieilsuðu foringj- um sínum. Þeir tóku á móti skipunum og framkvæmdu þær kæruleysislega — ef til vill ó- sjálfrátt. Dáleiðsla agans tengdi þá saman. Föðurlandsástin var dáin, og ef einhver hefði spurt hermennina, hversvegna þeir berðust áfram, þá hefðu þeir engu gelao svarað. Liðsíoringj- arnir vissu það ekki heldur, og þeir kvörtuðu meira en undir- menn þeirra. Endalokin myndu verða ægileg, og það var óttinn við þessi endalok, sem hvatti oss til þess að halda áfram þess um tilgangslausa leik. September leið. Búlgaria gafst upp. Þessar fregnir sköp- uðu slíka ólgu í her vorum, að gefa varð út sjerstakar fyrir- skipanir til þess að koma í veg fyrir uppnám. Skipanir þessar voru framkvæmdar. Enn verk- aði heraginn. Vandræðafálm keisarans og herstjórnarinnar. SLÆMAR brjettir bárust frá stöðum að baki víglínunnar. •— Heilar herdeildir höfðu að engu fyrirskipanir um að fara til víg stöðvanna og styrkja hina reik- andi víglínu. Rotnunin var að verða enn víðtækari. Oss voru send trúnaðarskeyti, þar sem vjer vorum beðnir að reyna að stæla kjark og þegnhollustu her mannanna. Yfirherstjórnin tók nú í taumana. Enn voru nokkur traust herfylki í varáliðinu. — í stað þess að senda þessi her- fylki frám til vígslöðvanna, voru þau send gegn hinum upp reisnarsinnuðu herdeildum að baki víglínunnar. Keisarinn gaf nú út boðskap þess efnis, að þjóðir þær, sem bygðu Austurríki-Ungverja- Shirfey lemple við nám Shirlcy Hún er Tempte, hin fræga kvikmyndadís, varð nýlega 16 ára. nú við nám og les mikið, en býst bráðiega við að taka aftur til stárfa við kvikmyndaleik. land, skyldu fá áð stofna sjer- stök ,,þjóðríki“ inan keisara- dæmisins. Fáir hermenn hirt-u nokkuð um þjóðernismál á þesg um tímum. Þeir þráðu aðeins, að -eitthvert kraftaverk gerðist, er bundið gæti endi á þjáningar þeirra. Ný stjórn í Budapest skipaði öllum ungverskum her sveitum að hverfa heim. Uag- verska varaliðið gleymdi nú hollustu sinni við keisarann og reýndi að komast heim. ‘Þessi skipun barst aftur á móti ekki til ungversku hersveitanr.a á vígvöllunum. Og loks rann upp sá dagur, að tómið eitt var bak við víg- linu vora. Varalioið var alt fai- ið heim. Og herstjórn Paivchei j anna, sem átti að hafa aðsetur í Udine, hafði lagt af stað hl óþekts ákvörðunarstaðar. Mat- vælin voru þroin og öll drátt- ardýr dauð. ÖIl þungahergögn voru skilin eftir, en smærii vopnin báru hermennirnir mef5 sjer. Ef óvinimir hefðu nú gei't árás, hefði orðið lítið um varn- ir, en þeir gerðu ekki árás. Eitthvað gerðist, sem enginn haíði í raun og veru búist vio, en allir vissu nú, að varð að gerast. Jeg á hjer við hinn ó- þekta samsærismann. Einhver maður hættir að hlýða skipun- um. Hann varpar frá sjer vopn- um sínum og leggur af stað frá vígstöðvunum •— af stað heim. Þetta breiddist út eins og skógareldur. Menn yfirgáfu stöðvar sínar •— einn , og einn gða í hópum. Undirforingjamii öskruðu og liðsforingjarnir köil uðu — en þau hróp stóðu ekki lengi. Heryjelin var ekki leng- ur til. Nú voru hjer aðeins menn, hundruð þúsunda. Ein miljón — eða enn fleiri. •— Því ættu hundrað eða þúsund menn að taka við fyrirskipunum frá ein um manni? Hermennirnir rjeð- ust þó sjaldan á foringja sína. Persónulegur kunningsskapur og virðing hvarf ekki með öliu, þótt dáleiðslusvefninum ljetti. Orðið „heim“ var á allra vör- um, en áður hafði heraginn gei t alla sljófa fyrir þessu orði. Italir hefja árás — ægileg mannvíg. ÞEIR íoringjar, sem ákváðu að halda heim með menn sína, mættu engri mótspyrnu. Her- mennirnir voru veikir og soltn- ir, og skotgrafirnar tœmdust skjótt.. Á heimleiðinni voru her mennimir ávarpaðir af nýbök- uðum ræðumönnum og lýð- skrumurum, en það var aðeins eitt, sem hermennimir kærðu sig um að fá vitneskju um •— hvort nokkur fæða eða farar- tæki væru í grendinni. Þeim fanst fjarstætt að nokkrum skyldi hugkvæmast, að þeir Ijetu innritast í nýjan þjóðern- isher, því að þeir voru ekki að yfirgefa einn herinn í því skyni að ganga 1 annan. Aðeins fáeinar herdeildár voru eftir í skotgröfunum. Þær höfðu verið nokkuð seinni að hrista af sjer dáleiðslusljenið. Og einmitt nú hófu óvinirnir sókn. Var það löngun ítlanna að binda endi á stríðið með stór kostlegu blóðbaði vegna þeirra Framhald á 8. síða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.