Morgunblaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 10
10 MOEGUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. júní 1944. 1ÁÁ Someróet Wcmyk iam EARRY DERFORD í leit að lífshamingju 14. dagur — „Jeg er viss um, að hann hef- ir sagt sannleikann. En sjáið þjer ekki, að ef hann hefði unn ið jafn kostgæfilega að ein- hverri arðbærri framleiðslu, hefði hann nú góðar tekjur?“ Jeg svaraði: „Sumir menn eru undarlega gerðir. Það eru til glæpamenn, sem vinna eins og þrælar að ráðagerðum, sem koma þeim í fangelsi, og þegar þeir sleppa þaðan út aftur, byrja þeir á nýjan leik. Ef þeir sýndu eins mikinn dugnað, iðni, þolinmæði og gáfur við heiðvirð störf, kæmust þeir i ábyrgðarstöður í þjóðfjeláginu, sem nýtir og góðir þegnar. En þeir eru nú einu sinni svona gerðir. Þeir velja glæpina“. „Vesalings Larry“, sagði hún og hló. „Þjer eruð þó ekki að gefa í skyn, að hann sje að læra grísku til þess að setja á stofn ræningjaflokk?“ Jeg fór einnig að hlæja. „Nei, ekki er jeg það nú. Það, sem jeg er að reyna að segja yður, er, að til eru menn, sem finna hjó sjer svo sterka hvöt til þess að gera eitthvað sjer- stakt, að þeir ráða ekki við sjálfa sig. Þeir verða að gera það. Þeir eru reiðubúnir til þess að fórna öllu, til þess að geta fullnægt þessari löngun sinni. „Jafnvel þeim, 'sem elska þá?“ „Já“. „Er þeíta nokkuð annað en hrein eigingirni?" „Jeg veit það ekki“, svaráði jeg og brosti. „Hvaða gagn getur Larry haft af því að læra dauð tungu mál?“ „Sumir menn hafa óeigin- gjarna þekkingarlöngun. Það er ekki fyrirlitleg löngun“. „Hvaða gagn er í þekking- unni, ef hún er ekki notuð?“ „Ef til vill ætlar-hann að nota hana eitthvað. Ef til vill er fullnægjandi fyrir hann ein- göngu að vita, eins og það er fullnæging fyrir listamanninn að framleiða listaverk. Svo er það, ef til vill, aðeins skref h* áttina að einhverju stærra“. „Ef hann leitaði þekkingar, því fór hann þá ekki í háskól- ann, þegar hann kom heim úr stríðinu, eins og Dr. Nedley og mamma vildu?“ „Jeg ræddi um þetta við hann í Chicago. Það var gagns- laust fyrir hann, þótt hann fengi embættispróf. Jeg hygg, að hann hafi haft ákveðna hugmynd um, hvað það var, sem hann vildi, og fundist hann ekki geta aflað þess í háskóla. í þekkingunni eru til tvær teg- undir manna", þeir, sem fara rudda veginn, og þeir, sem fara sínar eigin leiðir. Jeg hygg, að Larry sje einn þeirra, sem ekki getur farið nema sínar eigin leiðir“. „Jeg man, að jeg spurði hann eitt sinn að því, hvort hann langaði til þess að verða rit- höfundur. Hann hló og sagðist ekkert hafa til þess að skrifa um“. „Aldrei hefi jeg heyrt eins ófullnægjandi ástæðu til þess að gerast ekki rithöfundur“, svaraði jeg og brosti“. Hún ypti óþolinmóðlega öxl- um. „Það, sem við getum ekki skilið, er, hvers vegna hann er orðinn svona. Aður en hann fór í stríðið var hann alheilbrigð- ur. Yður gæti ekki dottið í hug núna, að hann hefði verið mjög góður tennisleikari og golfleik- ari. Hann var vanur að gera alt það, sem við hin gerðum. Hann var algjörlega heilbrigð- ur drengur, svo að engin ástæða var til þess að ætla, að hann myndi ekki verða ‘heilbrigður karlmaður. Þjer eruð rithöf- undur. Þjer hljótið að geta skýrt þetta fyrir mjer“. „Hvernig haldið þjer, að jeg geti skýrt hina óendanlegu margbreytni mannlegs eðlis?“ „Það var þess vegna, sem jeg vildi tala við yður í dag“, bætti hún við, án þess að hafa tek- ið nokkuð eftir því, sem jeg svaraði. „Eruð þjer óhamingjusöm?“ „Nei, ekki beinlínis. Þegar Larry er ekki með mjer, er jeg ágæt. Það er, þegar hann er með mjer, sem jeg verð svo þreklaus. Nú er það aðeins nokkurskonar verkur, sem lík- ist strengjum þeim, sem maður fær eftir langa reið, þegar mað- ur ekki hefir setið á hesti um lengri tíma. Það er ekki sárs- jauki, ogiþað er engan veginn óbærilegt, en maður veit altaf |af því. En jeg kemst yfir það. . Jeg get aðeins ekkr sætt mig við þá hugmynd, að Larry leggi líf sitt í rústir“. „Ef til vill gerir hann það ekki. Það er langur og erfiður vegur, sem hann hefír hafið göngu á, en kannske finnur hann áð lokum það, sem hann leitar að“. „Hv.að er það?“ „Hefir yður ekki dottið það í hug? Mjer fanst hann gefa það mjög greinilega í skyn með þvi, sem hann sagði við yður: guði“. „Guði!“ hrópaði hún. Upp- hrópun þessi lýsti vantrúnaði og undrun. Þessi ólíka notkun okkar á sama orðinu var svo hlægileg, að við skeltum bæði upp úr. En Isabel varð brátt alvarleg á ný. í svip hennar var eitthvað, sem liktist ótta. „Því í ósköpunum haldið þjer það?“ „Þetta eru aðeins getgátur. En þjer spurðuð mig um álit mitt, sem rithöfundar. Því mið ur vitum við ekki, hvað það var, sem kom fyrir hann í stríð inu og hafði svo djúp áhrif á hann. Jeg hygg, að hann hafi orðið fyrir einhverju óvæntu áfalli. En hvað svo sem það var, sem fyrir Larry kom, þá skynjaði hann af því átakan- lega fallvalleika Iífsins og það fylti hann þrá eftir að fá vissu sína um, að einhvers staðar væri að finna bætur fyrir sorg og synd veraldarinnar“. Jeg sá, að Isabel líkaði þetta ekki alls kostar vel. „Já, en er þetta ekki sjúk- legt? Það verður að taka ver- öldina eins og hún er. Þegar við erum einu sinni í hana fædd, eigum við að reyna að fá eins mikið út úr lífinu og mögu legt er“. „Sennilega er þetta rjett hjá yður“. „Jeg er ekkert annað en mjög venjuleg, heilbrigð, ung stúlka. Jeg vil skemta mjer“. „Það virðist vera algjör ó- samþýðanleiki í skaphöfn yð- ar. Þjer eruð eins og tveir vin- ir, sem vilja fara saman í ferða lag. Annar þeirra vill klifra upp á snævi þakta fjalistinda Grænlands, en hinn vill veiða fisk við kóralströnd Indlands. Það er greinilegt, að það getur aldrei blessast". „Jeg gæti ef til vill fengið selskinnsfeld, ef jeg færi upp á fjallatinda Grænlands, en jeg efast um, að nokkur fiskur sje við kóralströnd Indlands". „Það er nú eftir að vita“. „Því segið þjer þetta?“ sagði hún og hleypti dálítið brúnum. „Mjer virðist þjer altaf draga eitthvað undan. Jeg veit vel, að það er ekki jeg, sem hefi aðal- hlutverkið í leiknum. Það er Larry. Hann er hugsjónamað- urinn, draumóramaðurinn, sem dreymir fagran draum, og jafn vel þótt draumurinn aldrei ræt ist, er dásamlegt að hafa dreymt hann. Mjer er ætlað hið erfiða, fjárhagslega og verklega hlut- verk. Heilbrigð skynsemi nýtur aldrei mikillar samúðar, eða er það? En þjer gleymið því, að það yrði jeg, sem borgaði. Larry myndi svífa áfram, prýddur dýrðarljóma, og alt, sem mjer væri ætlað, væri að lötra á eft- ir og fá tekjurnar til þess að hrökkva. Jeg vil lifa“. Hún þagði andartak. „Elliott frændi og mamma hafa samþykt það, sem jeg hefi gert. Hvað segið þjer um það?“ .„Góða mín, má yður ekki vera sama um álit mitt? Þjer þekkið mig sama og ekkert“. „Jeg lít á yður sem hlutlaus- an áhorfanda“, svaraði hún og brosti glaðlega. „Jeg vildi gjarnan fá samþykki yðar líka. Yður finst jeg hafa breytt rjett, er það ekki?“ „Jeg hygg, að þjer hafið breytt rjett — fyrir yður“, svaraði jeg og treysti því, að hún tæki ekki eftir tvískinnungi þeim, er var í svari mínu. „Hvers vegna hefi jeg þá vonda samvisku?“ „Hafið þjer vonda sam- visku?“ Brosið, sem enn var á vörum hennar, var nú orðið dálítið raunalegt. Hún kinkaði kolli. 'SSt T óbaks-stráknr inn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 5. Konungur varð svo glaður, að hann vildi gefa piltinum hálft ríkið og dótturina með. -— Já, það gæti riú verið nógu gott að fá hálft ríki, og það þakkaði hann fyrir kær- lega, en hann var lofaður annarri, svo hann gat ekki kvænst konungsdótturinni. Svo varð hann kyrr, þar sem hann var kominn og fjekk helming ríkisins, en eftir nokk- urn tíma kom stríð, og piltur fór auðvitað í það, til þess að verja ríki sitt, og hann beitti óspart svörtu egginni. Óvinirnír fjellu eins og flugur og sigur var unninn í því stríði. En svo beitti piltur hvítu egginni og allir hinir föllnu lifnuðu við aftur og gáfu sig konunginum á vald og þeim, sem átti hinn helming ríkisins. En þegar þeir voru orðnir svona margir, fór að verða heldur lítið um mat, en þá breiddi piltúr úr dúknum sínum og fengu þá allir nóg, bæði að borða og drekka. Þegar hann hafði dvalið enn um skeið með konungi í góðu yfirlæti, tók hann að langa til að sjá borgarstjóra- aótturina aftur. Hann ljet búa út fjögur herskip og lagði af stað, og þegar hann kom í höfn á bæ þeim, þar sem hún bjó, ljet hann skjóta af fahbyssum og fólkið í bænum undraðist hvaða stórmenni væri að leggja að landi með svona glæstan flota. Á skipunum var alt eins prýðilegt og hjá nokkrum konungi, og í fötum piltsins sjálfs var hver saumur úr gulli, enda var hann orðinn vel fjáður. Það leið ekki á löngu, uns borgarstjórinn kom og bauð ronum að borða með sjer, og þáði hann boðið, og við borðið sat hann milli frúar borgarstjórans og dóttur hans. Þegar þau sáttu þarna og spjölluðu og borðuðu, laumaði pilturinn helmingnum af hringnum borgarstjórans niður í glas dóttur hans, en auðvitað vissi hún um það allt sam- an og gerði sjer erindi út og bar saman báða hlutana. — Móðir hennar tók eftir að eitthvað var á seyði og hljóp fram á eftir dóttur sinni strax og hún gat. „Veitstu, hver er kominn. mamma“, sagði dóttirin. „Nei“, sagði borgarstjórafrúin. „Það er pilturinn, sem hann pabbi seldi fyrir tóbak“, sagði hún. Þetta fjekk svo á móður hennar að það stein- leið yfir hana. Þá kom borgarstjórinn sjálfur og þegar hann heyrði frjettirnar, munaði minnstu að eins færi fyrir honum. „Og verið þið bara ekki hrædd“, sagði Tóbaks-strak- urinn, „jeg er bara hingað kominn til þess að sækja stúlkuna, sem jeg kyssti á leiðinni í skólann forðum“. Og við borgarstjórafrúna sagði hann: „Þú skalt aldrei fyrir- líta fátæk börn, það er enginn, sem veit, hvað úr þeim kann að verða, því börn eru mannsefni og vitið eykst m^ð vextinum“. ENDIR. BÓNAÐIR OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILLIR, Lau^aveg 168. — Sími 5347. Engin viðurkenning í viský. Douglas McArthur yfirhers- höfðingi álítur viský ekki við- eigandi viðurkenningu handa þeim, sem hafa skarað fram úr í loftinu. Einn náungi í liði hans hefir nú skotið niður 27 japanskar flugvjelar. Heitir hann Richard I. Bong og er frá Poplar í Wis- consin. Áður hafði Eddie Rick- enbacker kapteinn unnið á 26 flugvjelum og heitið hvei'jum þeim kassa af viský, sem betur gerði. En yfirhershöfðinginn hefir snúið viðurkenpingunni upp í það að gera Bong að majór. Bong majór vinnur nú í skrifstofu á Nýju Guineu. Á- stæðuna fyrir því veit hann ekki, en mun vera ætluð sem hvíld. En þessi ungi kappi tel- ur dagana, þangað til hann fær skipun um að fljúga. Hann ótt- ast, að ef til vill yerði hann nú sendur heim og látinn tala fyr- ir verðbrjefasölu eða settur í fylkingarbrodd í skrúðgöngum einhverju þessháttar viðkom- andi. En hann segist miklu held ur vilja eiga í flugorustum við Japana en að gera það. (Heimskringla.) ★ „Kæri sonur. Okkur foreldr- um þínum þykir vænt um að heyra það, að þú hyggur til að gifta þig. Við getum sannfært þig um, að ekkert er hamingju- samara hlutskifti heldur en að vera giftur góðri konu . . . .“. Brjefið var miklu lengra, en síðast kom dálítil eftirskrift: „Mamma þíri er farin til þess að ná i frímerki. Góði besti vertu nú enginn asni, heldur vertu piparsveinn alla æfi. — Pabbi“. Ef Loftur getur bað ekki — þá hver?.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.