Morgunblaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 9. júní 1944, oramtiWaíúð Skau! á AHantshafsvegginn Eins og kunnugt er, beittu bandamenn mörgum orustuskipum fyrir sig, þegar þeir hófu inn- rásina, og skutu skipin á varnarvirki Þjcðverja á ströndinni. Fregnir herma að eitt af þess- um herskipum hafi verið Bandaríkjaorustuskipið Alabama, eitt af stærstu orustuskipum lieims. Það sjest á myndinni hjer að ofan. íslandsmótið: Fram vann f.R. 8-0 Pleifkjavíkurboð' ftkupið í kvöíd BOÐHLAUP Ármanns um- hverfis Reykjavík fer fram í Evö'.d. Hefst það á íþróttavell- inum kl. 9 e, h. og þar endar það einnig. 4 sveitir taka þátt í hlaup- inu, 2 frá í. R., 1 frá Ármanni og ein frá K. R. — í hverri sveit eru 15 menn, svo kepp- endur eru alls 60. í fyrra vann Ármann Alþýðu fclaöshornið, sem þá var kept tim, lil eignar. Er nú kept um tnkar, sem Alþýðublaðið hefir gefið. Verður hann unninn til eignar þrisvar x röð eða fimm sinnum alls. Kepni verður áreiðanlega hörð. Mjðngur ókeypis m pjoohamni Aðganur að þjóðhátíðarsvæð imx 17. júní er ókeypis og öll— urn heimill. Ennfremur er tjald stæði það, er fólk kann að hafa pantað hjá þjóðhátíðarnefnd, einnig ókeypis. Eftiriitsmenn nefndarinnar verða frá og með 15. júní n. k. wteð lista yfir pantanir þær, er gerða;- hafa verið á tjaldstæð- tjm hjá nefndinni og ber mönn um að snúa sjer til þeirra er fvjíi'" köma austtir, varðandi tjaidstæðin. Sýning fil ágóða fyrir Hlmdravinafjeiagið BLAÐAMÖNNUM var í gær beðxð heim til frú Urinar Ólafs- dóttur; Frakkastíg 6 A, til þess að skoða altarisklæði og hök- til, sem frúin hefir gert eftir teikrúngu Tryggva. Magnússon- ar Er það skemst af að segja, að gripirnir eru tvímælalaust 'langfegurstu sinnar teg- tmdar hjer á lándi. Liggur í ♦cekii geysileg vinna, enda hef- ir frúin unnið að þeim óslitið h2- ár. Altarisklæðið og hökullinn verða sýnd i Háskólakapellunni ♦ídag, á morgun og á sunnudag. WKxrtnum er í sjálfsvald sett, •Wfít-* háan aðgangseyri þeir ^r-eiða, en ágóðinn rennur allur lil Blindravinafjelagsins. — Er ekki að efa, að sýning þessi verði fjölsótt, því að gripirnir eru einstök listaverk. A!f að komast 13ag í Róm London í gærkveldi: Fregnir frá Róm í kvöld fcGsrflia, að alt sje þar í venju- tegt' horf, gas- rafmagns- og vatnsleiðslur væru aftur komn ar í Iag og nóg værí af mat. — Aléxander hershöfmgf hefir til- Veynt; áð Þjóðverjar hafi skilið eftir 8000 hærða hermenn í sjúkrahúsum í Róm, Umberto og Badoglio eru komnir til borgarinnar og . var lökiserfingjanum .núverandi rík isstjóra, mjög vel fagnað. Hafa þeir rætt við helstu stjórnmála trtesn í- Rómaborg. Ekki er vit- að, að Badoglio hafi er.n mynd- að stjórn, en líklegt er að ein- hver úr Róm fái sæti í henni. I GÆRKVELDI var hvorki velleikin nje skemtileg knatt- spyrna á íþróttavellinum. í. R. háði þarn'a sinn fyrsta leik í meistaraflokk á knattspyrnu- móti íslands. Þessari þátttöku ber að vísu að fagna, en hún verður að hafa annan aðdrag- anda. Þegar fjelag hugsar sjer að senda knattspyrnulið í meist ai'aflokkskeppni, verður liðið að hafa fengið svo og svo mikla reynslu og þjálfun í kappleikj- um, að það sjái sjer fært að ganga út í slíka keppni með sæmilegum árangri. ’• - • Ef þetta er ekki fyrir hendi, getur það haft mjög alvarleg á- hrif á keppendur liðsins. Þeir geta öðlast minnimáttarkend og Særðir innrásar- menn iá fullkomn- uslu lækningu London í gærkveldi: — Blaðamaður einn, sem skoð- aði aðbúð særðra manna, sem hlotið hafa sár eða meiðsli í innrásinni, sagði, að hann hefði aldrei sjeð farið með særða hermenn af eins mikilli varúð og umhyggjusemi. Lestir eru til taks í hafnarbæjum Suður-Eng lands og flytja hei-mennina þeg ar í sjúkrahús. Á járnbrautar- lestunum er aðbúnaður eins og best verði á kosið, læknar marg ir og hjúkrunarkonur með hverri sveit. Blaðamaður þessi átti tal við nokkra særða her- menn, og lýstu þeir allir bar- dögunum sem hinum ógurleg- ustu, sem þeir hafi lent í. Þann ig sagði einn, að skothríðin, sem hefði dunið yfir sveit hans, ér hann gekk á land hefði verið eins og. hagljel. Fjekk hann — Reuter. — ’ fl., sem erfitt getur verið fyrir þá ,að yfirstíga, jafnvel þegar betur blæs. Rjettar væri því fyrir í. R. að taka fyrst þátt í 1. flokks- mótum og eftir góða frammi- stöðu þar að hugsa þá til meist- araflokksmóta. Álít jeg það hina rjettu leið til að ná glæsilegum árangri fyrir fjelagið á sviði knattspyrnunnar. Því það mun tþeim vissulega takast ekki síð- ur en í öðrum íþróttagreinum, sem þeir hafa sýnt svo frábær- an árangur í. Um leikinn sjálfan er ekkert markvert að segja, þar talar markafjöldinn sínu máli. Knaffspymuljelagið Hörður hiýtur veglegar gjafir Á LAUGARDAGINN var hjelt Knattspyrnufjelagið Hörður á ísafirði hátíðlegt 25 ára afmæli sitl með veglegu hófi að Upp- sölum á Isafirði. Voru þar marg ar ræður fluttar og gleðskapur hinn besti. Fjelaginu bárust þessar gjafir: Bæjarstjórn ísafjarðar gaf því 10.000 krónur til leikvallar gerðar, Dagbjartur Sigurðsson, einn af stofnendum fjelagsins gaf því bikar til keppni. Enn- fremur bárust fjelaginu veg- legur bikar þeim 6 mönnum, er hingað til hafa verið formenn fjelagsins og hinn þriðji bikar- inn var gefinn fjelaginu af Leós bræðrum. Sverrir Guðmundsson, form. íþróttaráðs Vestfjarða afhenti fjelaginu frá Iþróttasambandi íslands, veggskjöld fjelagsins áletraðan. Freðfiskur mafskyidur ÞANN 7. júní, setti atvinnu inálaráðuneytið reglugerð um mat á freðfiski. Frá þeim tíma er allur freðfiskur, til út- flutnings mátskýldur. Bílferðir á þjóðhátlðina SVO SEM KUNNUOT ER, hefir Þjóðhátíðarnefníí’ákveð- ið að sætjagjald til Þingvalla Þjóðhátíðardagana skuli vcra kr. 40,00 báðar leiðir. — Fýrsta ferð verður farin hjeð- an úr bænum klukkan 9 að morgni hinn 16. þ. m. Þann <fag verða alls farnar fjórar ferðir, og 17. tvær ferðir. Lagt verður af stað frá Fríkirkju- vegi. Frá Þingvöllum verða ferð- irnar þrjár ]>ann 17., sú síð- asta klukkan 1 um nóttina og þann 18. verða farnar þrjár ferðir að austan. Farmiðarnir verða seldir í Iðnskólanum frá 10.—14. júní og ]xá er almenningi bent á að farseðlarnir gilda aðcins fyrir þá ferð, sem þeir fdjóða á. Landsmóf skáfa á Þingvöllum 19.-26. júní 8. LANDSMÓT skáta veröur að Þingvöllum dagana 19. til 26. júní n. k. — I fyx-adag var útrunninn frestur sá er settur hafði v.erið til tilkynningar um þátttöku. Rúmlega 100 Reyk- vískir skátar hafa tilkynt þátt- töku sína, tölu skáta utan af landi er ekki vitað með vissu, því eitthvað kann að bætast við Þann 19. júní verður farið austur og verður tjaldborg x’eist í svonefndri Hvannagjá, en þann 20. verður mótið sett. Japanar í úthverfum Changsha Japanar eru nú komnir í út- hverfi hinnar mikilvægu borg- ar Changsha, og lítur illa út fyr ir að Kínverjum hepnist að verja borgina. Þá hafa Japan- ar tekið aðra borg nærri Chang sha. Nafn hennar er Lunyang. Hafa Japanar mikinn her á þess um slóðum, og virðist aöstaða Kínverja þarna fara mjög versn andi daglega. Beita Japanar bæði skriðdrekum og flugvjel- um, en amerískar flugvjelar veita Kínverjum aðstoð eftir megni. — Reuter. í. S. í. minnist 40 ára afmælis sænska íþróffasambandsins Þann 31. maí 1943 voru iið- in rjett fjörutíu ár frá slofnun sænska íþróltasambandsins (S. R. F. — Svenska Riksforbun- det). í lilefni þessa afmælis bauð stjóm I. S. í. sænska sendi ráðinu hjer til hádegisverðar á Hólel Box’g 31. maí s. 1. Milli Svía og íslendinga hef- ir frá Olympíuárinu 1912 verið hin besta samvinna um öll í- þróttamál. Hingað hafa komið sænskir fimleikaflokkar og sænskir Iþróttaþjálfarar. Einn- ig hafa farið hjeðan tii Sví- þjóðar fimleika- og íþrólla- flokkar, er hlotið hafa góða dóma í föðurlandi Lings, fim- leikafrömuðsins fræga. Loks má geta þess, að á hina sögulegu Olympiuleika, sem háðir voru í Stokkhólmi 1912, fóru hjeðan úrvals glímu- og íþróttamenn, en með þeirri för hófust fyrstu kynni sænskra og ísl. íþrótta- manna, sem hafa haldist síðan, Alla tíð síðan hefir í. S. í. haft golt samband við sænska í- þróttasambandið (S. R. F.) og sænska íþróltafrömuði. í áðumefndu hófi, sem haldið var til heiðurs sænska íþrótta- sambandinu (S. R. F.), flutti forseti I. S. I., Ben. G. Waage, ræðu fyrir minni S. R. F. og íþróttafrömuðum Svía, og bað í ræðulok sendifulltrúa Svía hjer, hr. Otto Johansson, að taka á móti vinargjöf frá I. S. í., til S. R. F., sem var vegg- skjöldur 1. S. í. úr málmi, með áletrun og þakklæti fyrir góða samvinnu í íþróttamálum. — Sendifulltrúinn, hr. Otto Jo- hansson, tók á móti gjöfinni, með ágætri ræðu um þroska- gildi íþróttanna og mikilsverða þýðingu þeirra fyrir menning- una. * ' Þá fluíti Erlingur Pálsson, fundarritari I. S. í. ræðu fyrir minni Svíþjóðar, en sendikenn ari Svia við Háskólann hjer, hi’. Peler Hallberg, svaraði með ræðu fyrir minni íslands? Aðrir gestir þessa samsælis voru x æð- ismaður Svía, hr. Magnús Kjar an og sendiráðsritari, hr. Gunn- ar Rocksén, auk stjórnar í. S. í. í lok samsætisins var hinum vinsæla sendifulltrúa Svía hjer, hr. Otto Johansson, afhentur ísl. borðfáni að gjöf, til minningar um hið sögulega ár 1944. Var hófið hlð ánægjulegasta. II. O.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.