Morgunblaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 10
30 MOEGDNBLAÐIÐ Laugardagur 10. júní 1944. 1ÁJ JJomeróet 'aa^Lam: LARRY DERFORD í leit að lífshamingju 15. dagur — „Jeg veit, að það er heimsku- legt. Jeg veit, að hver viti bor- in manneskja rnyndi segja, að jeg hefði gcrt það eina, sem hægt var að gera. Og samt, djúpt í hj artafyigsnum mínum, hefi jeg þá óþægilegu tilfinn- ingu, að ef jeg væri betri og óhlutdrægari, óeigingjarnari, göfuglyndari, myndi jeg giftast Larry. Ef jeg elskaði hann nógu mikið, myndi jeg ekki kæra mig um, þótt jeg færi á mis við allan heimsins munað“. „Við getum einnig haft þetta öðruvísi. Ef hann elskaði yður nógu mikið, hefði hann ekki hikað við að fara að ósk yðar“. „Jeg hefi einnig hugsað um það. En það stoðar ekkert. Sennilega er sjálfsfórnin ríkari í eðli konunnar en mannsins“. „Hvers vegna fórnið þjer yð- ur þá ekki?“ Hingað til höfðum við spjall- að glaðlega saman, nærri því eins og við værum að tala um fólk, sem við þektum bæði, en væri þó ekki nátengt okkur. Og þegar Isabel sagði mjer frá samtali sínu við Larry, hafði hún jafnvel talað með ljettri glaðværð og lífgað frásögnina með gáska sínum, eins og hún vildi, að jeg tæki ekki of al- varlega það, sem hún sagði. En nú var hún föl. „Jeg er hrædd“. Litla stund sátum við þögul. Það fór hálfgerður kuldahroll- _ur um mig, eins og altaf, þegar jeg er vitni að djúpri og hreinni, mannlegri tilfinningu. „Elskið þjer hann mjög mik- ið?“ spurði jeg loks. „Jeg veit það ekki. Jeg hefi enga þolinmæði með honum. Jeg er reið við hann. En jeg þrái hann“. Jc Enn sátum við þögul. Jeg vissi ekki, hvað jeg átti að segja. Jeg skaraði í eldinn og bættKmeiri kolum á. Alt í einu byrjaði Isabel að tala: „Jeg hjelt, að hann myndi gefast upp, þegar til kastanna kom. Jeg vissi, að hann var veikur fyrir“. „Veikur?“ hrópaði jeg. „Því í ósköpunum haldið þjer það? Maður, sem í heilt ár stóðst andúð allra vina sinna og ætt- ingja vegna þess, að hann var ráðinn í að íara sínar eigin'göt- ur!“ „Jeg gat altaf látið hann gera það, sem jeg vildi. Jeg gat vaf- ið honum um fingur mjer. Hann stjórnaði aldrei gerðum okkar. Hann geroi aðeins það, sem við hin gerðum". Jeg kveikti mjer í vindlingi og horfði á eftir reyknum, sem jeg bljes út úr mjer. „Mömmu og Elliott fanst mjög vítavert af mjer að halda áfram að vera með honum, eins og ekkert hefði ískorist, en jeg tók það ekki alvarlega. Jeg hjelt altaf, að hann myndi láta undan að lokum. Jeg trúði ekki öðru en hann myndi gefast upp, þegar honum hafði skilist, að jeg meinti það, sem jeg sagði“. Hún hikaði, horfði á mig og þrosti svo, í senn gletnislega og illgirnislega. „Munduð þjer hneykslast stórlega, ef jeg segði yður dálítið?" „Það er mjög ósennilegt“. „Þegar við ákváðum að fara til Lundúna, hringdi jeg 1 Larry og spurði hann, hvort við gætum ekki verið saman síðasta kvöldið, sem jeg dveldi í París. Elliott frænda fanst það ósæmilegt, og mömmu ónauð- synlegt. Þegar mamma segir, að eitthvað sje ónauðsynlegt, meinar hún, að það sje henni algjörlega á móti skapi. Elliott frændi spurði mig, hvað við ætluðum að gera, og jeg sagði honum, að við ætluðum að borða einhversstaðar kvöldverð og heimsækja síðan næturklúbb ana á eftir. Elliott sagði mömmu, að hún ætti að banna mjer að fara. Mamma sagði: „Tekur þú nokkurt tillit til þess, þótt jeg banni þjer það?“ „Nei, ljúfan“, svaraði jeg. „Ekkert“. Þá sagði hún: „Það var einmitt það, sem jeg hjelt. í þessu tilfelli er tilgangslaust að banna þjer“. „Móðir yðar virðist mjög skynsöm kona“. „Já, jeg held, að það fari ekki margt framhjá henni. Þegar Larry kom að sækja mig, fór jeg inn 1 herbergi hennar, til þess að bjóða henni góða nótt. Jeg var dálítið máluð. í París verður maður að gera það. Þeg- ar hún sá kjólinn, sem jeg var í, athugaði hún mig vandlega frá hvirfli til ilja, svo að jeg fjekk óþægilegan grun um, að hún vissi um áform mitt. En hún sagði ekki neitt. Hún kysti mig aðeins og sagðist vona, að jég skemti mjer vel“. „Hvert var þá áform yðar?“ Isabel horfði á mig, eins og hún virtist í vafa. um, hve hreinskilin hún ætti að vera. „Jeg vissi, að jeg leit vel út, og þetta var síðasta tækifæri mitt. Larry hafði fengið borð hjá Maxim. Við borðuðum alla uppáhaldsrjetti mína og drukk um kampavín. Við töluðum mikið — a. m. k. jeg — og jeg kom Larry til þess að hlæja. Honum hefir altaf þótt jeg skemtileg. Við dönsuðum. Þeg- ar við vorum búin að fá nóg af því, fórum við til Chateau de Madrid. Þar hittum við fólk, sem við þektum, og fengum meira kampavín. Síðan fórum við öll til Acacia. Larry dans- ar mjög vel, og við dönsum vel saman. Hitinn, músikin og vín- ið — alt þetta var farið að stíga mjer til höfuðs. Mjer datt dá- lítið í hug. Jeg gat áreiðanlega fengið hann til þess að koma með mjer heim, og þegar hann einu sinni var kominn þangað — nú, þá var nær óhjákvæm:- legt að hið óhjákvæmilega myndi ske“. — Hm — þjer hefðuð svoi mjer varla getað skýrt þetla betur“. „Þegar hljómsveitin hætli leik sínum, stóð jeg kyrr í faðmi hans. Jeg sagði, að klukk an væri orðin margt og við þyrftum að fara snemma af stað í fyrramálið, svo að best væri að fara að halda heim. Við náðum okkur í leigubifreið. Hann lagði handleggina utan um mig og kysti mig. Hann kysti mig — kysti mig — það var dásamlegt. Bifreiðin stans- aði, áður en við vissum af. Larry sendi hana á brott. „Jeg ætla að ganga heim“, sagði hann. „Bíllinn ók skröltandi niður veginn og jeg lagði handlegg- ina utan um hálsinn á honum“. „Viltu ekki koma með upp og drekka skilnaðarskálina?" sagði jeg. „Jú, ef þú vilt“, sagði hann. „Hann hringdi dyrabjöllunni og dyrnar opnuðust. Hann kveikti Ijósið og v.ið gengum inn. Jeg leit í augu hans. Þau voru svo heiðarleg — svo fals- laus. Það var greinilegt, að hann hafði ekki minstu hug- mynd um, að jeg var að leggja fyrir hann snöru. Jeg fann, að jeg gat ekki komið svona fram við hann. Það var eins og taka sykurmola frá litlu barni. Vit- ið þjer, hvað jeg gerði? Jeg sagði: „Það er annars best, að þú komir ekki með upp. Mamma var ekki vel frjsk í kvöld, og jeg vil síður vekja hana, ef hún skyldi vera sofn- uð. Góða nótt“. Jeg kysti hann og ýtti honum síðan 'út um dyrnar. Það var endirinn“. „Eruð þjer hryggar?“ „Jeg er hvorki hrygg nje glöð. Jeg gat ekki að þessu gert. Það var ekki jeg sjálf, sem gerði þetta. Það var aðeins augnablikshugkvæmd, sem náði valdi yfir mjer og gerði þetta fyrir mig“. Hún glotti. „Það myndi sennilega vera kallað „minn betri maður“.“ „Já, sennilega“, svaraði jeg. „Þá verður riinn betri mað- ur að taka afleiðingunum. Jeg treysti því aðeins, að hann verði varfærnari í framtíðinni". Þannig lauk í rauninni sam- tali okkar. Jeg hygg, að Isabel hafi verið nokkur huggun í því að tala hreinskilnislega við ein- hvern — en það var líka alt, sem jeg gat gert fyrir hana. Mjer fanst jeg verða að segja eitthvað meira. „Þegar við erum ástfangin“, sagði jeg, „og alt fer út um þúf ur, erum við svo óhamingju- söm, að við erum viss um að líta aldrei glaðan dag framar. En þjer verðið undrandi, þegar þjer sjáið, hvað sjórinn gerir fyrir yður“. „Hvað eigið þjer við?“ sagði hún og brosti. „Ástin er ekki góður sjómað- ur og dofnar á langri sjóferð. Þegar Atlanthafið skilur ykkur Larry að, , komist þjer að raun um, yður til mikillar undrunar, að verkurinn, sem áður var óbærilegur, finst nú varla“. „Er það yðar eigin reynsla?“ „Já, reynsla stormasamrar fortíðar. Þegar jeg þjáist af óendurgoldinni ást, fór jeg alt , af um borð í hafskip“. Gullfuglinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 1. EINU SINNI VAR KONUNGUR, sem átti aldingarð. í þeim garði óx eplatrje og á því trje óx gullepli á ári hverju, en þegar leið að þeim tíma, sem átti að fara að taka eplið af trjenu, þá var það horfið. og enginn vissi hvað af því hefði orðið. Konungurinn átti þrjá syni, og við þá sagði hann svo einn daginn, að sá sem gæti náð fyr- ir hann eplinu, eða komist að því, hver hefði stolið því, hann skyldi erfa ríkið eftir hans dag, hvort sem það væri sá elsti eða yngsti, eða sá í miðið. Sá elsti settist nú undir trjeð og ætlaði að handsama þjófinn, þegar hann kæmi. Þegar leið á nótt, kom gullfugl fljúgandi og lýsti af hon- um laftga vegu, og er konungssonur sá hann og bjarmann af honum, varð hann svo hræddur, að hann hljóp inn eins hratt og hann gat. Morguninn eftir var eplið horfið, og þá hafði konungs- sonurinn fengið í sig kjark aftur og fór nú að viða að sjer nesti og hugðist leggja af stað og reyna að finna fuglinn. Konungurinn sparaði hvorki mat nje góð klæði handa syni sínum, heldur ekki peninga. Þegar konungssonur hafði ferðast nokkra leið, fór hann að verða svangur, tók því upp mal sinn og settist undir trje eitt við veginn og tók til snæðings. Þá kom refur út úr skógarrjóðri einu og settist og horfði á konungsson. „Góði gefðu mjer bita“, sagði refurinn. „Ekki held jeg, að jeg fari að gera það“, sagði konungs- sonur. „Jeg held mjer veiti ekki af matnum mínum sjálf- um, enginn getur vitað hve langt jeg þarf að fara, eða hve lengi jeg verð á leiðinni“. „Jæja, þá það“, sagði refurinn og hvarf aftur inn í kjarrið. Þegar konungssonur hafði matast og hvílt sig, lagði hann aftur af stað. Eftir langa ferð kom hann að borg einni mikilli og í þeim stað var veitingahús, þar sem í\llt af var gleði og engin sorg. Þar fannst honum gott að vera og settist þar að. Þar var dans og vín, kátína og skemmt- an, svo mikil, að konungssonur gleymdi gullfuglinum og eplinu og föður sínum og ríki hans. Og þá var hann úr leitinni. Arið eftir átti yngsti konungssonurinn að gæta að epl- inu, og hann settist undir trjeð, eins og bróðir hans hafði gert, þegar eplið tók að þroskast. En eina nóttina kom gullfuglinn alt í einu þjótandi og ljómaði sem sól, en konungssonur varð svo skelkaður, að hann tók til fótanna og þaut inn sem hraðast hann gat. Morguninn eftir var eplið horfið, en þá var konungs- sonur orðinn hinn kjarkbesti aftur og vildi endilega leggja af stað, til þess að vita, hvort hann gæti fundið fuglinn. Fór hanrt nú að búa sig til ferðar og konungurinn faðir Conan Doyle þektist. Á einni af fyrirlestraferðum sínum í Englandi kom Conan Doyle í lítið þorp, þar sem hann var viss um, að enginn þekti sig. Þóttist hann þar óhultur fyrir myndasmiðum og blaða- mönnum, en það er eitur í hans beinum að verða fyrir þeim piltum. Þegar hann hafði stig- ið af járnbrautarlestinni, fleygði hann farangri sínum upp í vagn og skipaði öku- rqgnni að aka til gistihúss, sem hann nefndi. „Sjálfsagt, herra Conan Doyle“, svaraði ekillinn, gam- all og gráhærður maður. Conan Doyle hjelt fyrst, að maðurinn væri í dulargerfi. „Segið mjer“, sagði hann loks byrstur, „hvernig stendur á því, að þjer vitið, hver jeg er? Hafið þjer sjeð mynd af mjer í blöðunum?“ „Nei, aldrei", svaraði ekill- inn, „en jeg sá þegar á blekblett unum á fingrum yðar, að þjer eruð rithöfundur. Hið hvassa augnaráð yðar og hinar ein- kennilegu þagnir yðar bentu mjer til þess, að þjer mynduð fást við að skrifa glæpamanna- sögur og hinir slitnu skósólar yðar bera vott um það, að þjer sjeuð sífelt á flótta undan á- leitnum blaðamönnum. I stuttu máli . . . .“. „Getur það verið“, hrópaði höfundur Sherlock Holmes sagnanna undrandi, „að þjer getið þekt mig á þessu?“ „Ekki skal jeg nú fullyrða það“, svaraði karl rólega, „því það stendur skýrum stöfum á töskum yðar: A. Conan Doyle“. — Er þetta lokkur úr hári konu þinnar? — Nei, það er lokkur úr hjera, sem jeg skaut einu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.