Morgunblaðið - 11.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1944, Blaðsíða 1
tmMtafyft Bl. árgangur. 127. tbl. — Sunnudagur 11. júní 1944. lialoldarprentsœiðja hX m FELLD VÍGLÍNA BANDAMANNA LLl BAYEALX OG ISIGNY Þjóiverjnr segjast nú krti i tefln fram meginvaraliði BeSSf GrabSe með barniíl Alþingi kom saman a i gær KVIKMYNDADISIN BETTY GRABLE og maður hennar Harr'y James hljómsveitarstjóri sjást hjer á myndinni með ný- fætt'barn sitt. Betty er vinsæl kvikmyndaleikkona, sem oft hefir sjest hjer í kvikmyndum. Kafbátar Þjóðverja ú hefja sókn á Ermarsundi London í gær — Einkaskeyli lil Morgun- blaðsins frá Reuter. Sjólið og fluglið bandamanna vinnur nú í sameiningu að því að sækja á þýska kafbáta, sem ógna samgönguleiðum banda- manna á sjó yfir Ermarsundi. Um þella hefir frjetlst í dag frá aðalstöðvum bandamanna. Þaö eru bæði breskar og amerískar strandvarnaflugvjelar og herskip, sem laka þátt í þessari gagn- sókn, og er miklu af djúpsprengjum varpað. Ekki hefir neitt enn frjettst hvcrnig þessi gagnsókn gangi, og Þjóðverjar hafa ekki minst á kafbáta SÍíBt einu orði í sam- bandi við. innrásina. Gott dæmi upp á samvinnu Jlughers og flota var það, er til- kynt var í dag, að herskip bandamanna hefðu hrakið þýsk an tundurspilli upp að strönd- inni á Brest-skaga, svo að renna varð honum á land. Síðan komu ílugvjelar og vörp'uðu sprengj- um að tundurspillinum og er hann nú algjört flak. Af öðrum tundurspilli þýskum, sem sökt vaí nóttina áð'^r, var bjargað 140 mönnum. Geiði það tundur spillirinn Ashanti. Hæslu hairipdræffls- ALÞINGI -kom saman til framhaldsfundar í gær. For- sætisráðherra las npp brjef ríkisstjóra, þar sem þmginu vav steí'ht saman 10. júní, Forseti Sþ. tilkynti þing- mönnum, að þeim myndi strax eftir helgi verða tilkynt um tilhögun hátíðahaldanna á Þingvöllum 17. júní í sam- bandivið stofnun lýðveklisins. Ennfremur tilkynti forseti Sþ. i'oi'föll nokknrra þing- manna. Þeir voru 4, sem höfðu tilkyut forföll: CJísli Guð- nmndsson (veikur 'og mun ekki inæta á þessu þingi), Ski'ili -Guðmundsson (einnig veikur og mun ekki geta mætt), Jóh. Jósefsson og1 Rjarni- Ásgeii-sson, en þeir munu sennilega mæta. síð'ar. Næsti fundur verður í Sþ. á morgun. Sókn Bandaríkjamanna norður Cherbourghskaga London í gær'. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BANDARÍKJAHERSVEITIRNAR á hægra fylkingar- armi innrásarhersins, tóku í morgun bæinn Isigny í krik- anum við Cherbourghskaga og er þar með víglína banda- manna orðin samfeld milli Bayeaux og Isigny. Gagn- árásum Þjóðverja á Caensvæðinu heldur en áfram og hafa þar nú staðið látlausar skriðdrekaörustur í þrjá daga. Hafa Þjóðverjar skriðdreka sína framan við meginherinn. og er talið að þeir hafi þarna þrjú skriðdrekafylki. Meginyaralið á vettvang. Transocean-frjettastofan þýska hefir það eftir einum af talsmönnum þýska hermálaráðuneytisins í dag, að ann- ar þáttur innrásarviðureignarinnar muni hefjast að nokkurum dögum, eða jafnvel nokkrum klukkstundum liðnum. Þjóðverjar hafi nú byrjað að senda meginvaralið sitt fram til bardaga. Rússar byrja sókn gegn Finnum London í gær: I herstjórnartilkynningu finsku herstjórnarinnar í dag segir, að Rússar hafi hafið als- herjarsókn á hendur finska hernum á Kirjálaeiði. Var sókn in undirbúin með öflugri stór- skotahríð, og tókst Rússum að rjúfa nokkur smáskörð í varnr arkerfi Finna. — Rússar hafa ekki minst á þessa sókn enn, heldur segja, að ekkert mark- vert beri til tíðinda austur þar, en Þjóðverjar kveða bardagana við Jassy vera að hjaðna nið- ur. — Reuter. vinningarni I gær var dregið í 4. flokki Happdrættisins á hæstu vinn- inga komu þessi númer: nr. 18425 kr. 15000 og nr. 23851, 5000 krónur. Hæsti vinningur var á V\ miða, voru % í umboði á Hvammstanga og Vi hjá Maren Pjetursdóttir. Fimm þúsund króna vinningurinn var einnig á % miða. Var V2 hluti í um- boði á Siglufirði og V2 á Akur- eyri. Sölubúðum lokað frá hádegi 16. júní Ríkisstjórn hefir tilkynt að öllum sölubúðum og skrifstof- um, öðrum en mjólkur- og braUðbúð'um, skuli vera lokað frá hádegi 16. júní n. k. til manudagsmorguns 19. júní, og beinir Rikisstjórn þeim tilmæl- um sínum til allra þeirra, er hlut eiga að máli, að svo verði gert. Skæðar orustur á Cherbourghskaga. Amerískt fallhlífalið og fótgöngulið, sem flutt var sjó- leiðis, á möi-gum orustum á Cherbourghskaganum miðj- um, og reyna að sækja bæði í suður og norður. — Munu syðstu sveitirnar ekki vera alllangt frá Carentin, en það- an er aftur skamt jtil Isigny, sem aðrar Bandaríkjaher- sveitir hafa á sínu valdi. Sem stendur er þó ekkert sam- band milli þessara herja. Vígsvæðin eru því tvö Að því er best verður sjeð af fregnum aðila, ern vígsvæð- in þessi: Annað nær frá mynni Orne og að mynni árinnar Yir. Er það uin 65—70 km. að lengd og eru bandamenn þar allsstaðar koumir upp frá ströndinni, lengst að líkindum 10—. 12 km. Mjög' er breydd landgöngusvæðisins misjöfn, en lengst inn í land eru bandamenn komnir við Caen og fyrir sunnan Bayeaux. — Ilitt vígsvæðið er á Cherbourghskaga, aðallega umhverfis þorpið St. mer Eglise, en það er um 7 km. frá sjó. Ekki er hægt að sjá, hve stórt svæði Bandamenn hafa þama á valdi sínu. ¦M*i*~ Veðrið batnar hægt Veðrið er altaf jafn ilt á kvöldin og nóttunni, en undan- farna daga hefir einnig A-erð m.jög skýjað loft, og gert flug- vjehun örðugt um allan hernað. Þjeðverjar, sem eiga miklu styttri í-lugleiðir, ]iafa gert nokkrar atlögur að stöðvum, bandamanna á ströndiimi, en bandamenn hjeldu uppi í nótt, þrátt fyrir ilt veður, árásum á .iárnbrautai'stöðvar óvinanna og mistu við það átta flugvjelar. Grimmustu orusturnar Það er stöðngt við Caen, seni ha.rkan er mesl í bardiigun- inn, og hafa þeir gert þar fimm árásir undanfarinn sólarhring með öflugu skriðdrekaliði, en Bretar og Kanadamenn siað'u'S fast fyrir. Þjóðverjar segja að bandamenn hafi bcðið mikið tjón í ovuslum liossum, og kveða 7 herfylki þeirra alls vora orðin illa úfleikin og sum gjörsigruð, síðan innrðsín hófst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.