Morgunblaðið - 11.06.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11, júní 1944. JHofdnittliifrik Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstiórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargj ald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands I lausasölu 40 aura eintakið, 50-aura með Lesbók, Fáninn ÞAÐ ER mikill áhugi meðal almennings um land alt, að eignast íslenska fánann fyrir 17. júní og ber að fagna því. Hitt er lakara, að enn er alt í óvissu um, hvort hægt verður að fullnægja eftirspurninni, því að síðasta fána- sendingin, sem von var á til landsins fyrir þjóðhátíðina, er ókomin. En hún mun vera alveg á næstu grrösum. En þótt fánarnir komi til landsins, er erfiðara með stengurnar. Að vísu er vbn á fánastengum, en hætt er við að ekki vinnist tími til að snikka þær til fyrir hátíðina. Má því búast við að margur verði að láta Sjer nægja smá- stengur í bili, sem hægt er að stinga út um glugga. En þeir fánar gera einnig sitt gagn, því að takmarkið er, að landið verði fánum skreytt á lýðveldishátíðinni. En þegar almenningur eignast fánann og fer að nota hann, verður vel að minnast þess, að hjer er ekki um að ræða neitt leikfang. Fólk verður að gæta þess vandlega, að sýna fánanum tilhlýðilega virðing. Fáninn er tákn þjóðarinnar. Sá, sem misnotar fánann, eða sýnir hirðu- leysi í meðferð hans, auglýsir fyrir samborgurum sínum, að hann sje ekki góður þegn fósturjarðarinnar. Stjórnarvölain verða einnig að gæta þess, að okkur vantar fánalcggjöf. Síðasta Alþingi fól ríkisstjórninni að undirbúa slíka löggjöf. Þessi löggjöf verður að koma á þessu þingi, því að nauðsynlegt er að almenningur hafi fastar reglur vio að styðjast í sambandi við notkun og meðferð fánans. Reglurnar ber að gefa út sjerprentaðar og fela lögreglustjórum að útbýta ókeypis til landsmanna. Svo verður að leggja ríkt á það við skóla og uppeldis- stofnanir, að þær kenni æskulýðnum að elska og virða fánann, sem er tákn hins íslenska þjóðernis og full- veldis. Prestkosningar UM ÞESSAR MTJNDIR eru afstaðnar prestkosningar í öllum þeim prestaköllum, sem um hefir verið sótt, og verður ekki annað sagt, en að þáttakan í kosningum þess- um nú.beri vitni um það, að tómlæti manna á andlegum málum sje að minka, að þeir vilji hafa leiðtoga í þeim málum, og bjóði hann velkominn með því að fjölmenna að kjörborðinu og greiða umsækjanda atkvæði.sín, enda þótt hann sje aðeins einn,. Fyrir nokkrum árum var mun meira tómlæti um kosningar sem slíkar og minni þátttaka. En þrátt fyrir þetta, er ekki hægt að segja annað, en ljóður sje á þessu fyrirkomulagi, að kjósa presta. Og það er vitað, að af prestkosningum hafa oft skapast harðvít- ugar deilur innan safnaða, en slíkt má helst ekki eiga sjer stað. Það er betra, að safnaðarfólk reiðist yfirvöldunum, sem skipa því prest, en að það reiðist hvert öðru, vegna þess, að það hafði skiftar skoðanir á manngildi þeirra, er sóttu um prestakall það, er þeir bjuggu í. Fyrir fáum árum bar próf. Magnús Jónsson fram á Al- þingi frumvarp til laga um köllun presta og afnám prest- kosninga. Það frumvarp mun hafa dagað uppi, en hefði það orðið að lögum, myndi það stórum hafa bætt úr á þessu sviði. Samkvæmt frumvarpi þessu gátu söfnuðir kallað sjer presta, en yrði söfnuður ekki sammála um prestsefni, eða sá, sem valinn væri, ekki gæti gegnt kalli safnaðarins, var honum skipaður prestur. Það er harla einkennilegt, að það skuli hafa komist á að kjósa presta, ekki eru læknar kosnir hjer, ekki heldur sýslumenn, og hefir ekki borið á neinni óánægju með það fyrirkomulag. Það er náttúrlega gott, að geta sjeð það við prestkosn- ingar, hversu mikill áhugi er á því, að fá slíkan embættis- mann. En þó munu þeir ókostir vera á þessu fyrirkomu- lagi, að hollara væri fyrir alla aðila, að því yrði breytt sem fyrst og tekin upp aðferð hjer við, sem ekki gæti leitt af sjer flokkadrætti innan safnaða út af atriði eins og því, hver á að annast um sálufeirðingu fólksins. og Hófel Borg í Alþýðublaðinu, sem út kom 3. þ. m., er grein eftir Jón Sig- urðsson, framkvæmdastjóra Al- þýðusambands íslands, þar sem hann segir að deila sú, sem hef ir staðið milli hljóðfæraleikar- anna og Hótel Borg, sje. um „kaup og kjör“ hljóðfæraleik- ara. Þessi frásögn er mjög vill- andi. Þegar Fjelag ísl. hljóðfæra- leikara gjörði I maímánuði fyrra árs verkfallið gegn Hótel Borg var als enginn ágreining- ur um kaup hljóðfæraleikar- anna, heldur var verkfallið gjört til þess að knýja fram tvær kröfur fjelagsins samkv. samþykt þess 26. maí f. á., en þessar tvær kröfur voru: 1. að í hljómsveitinni á Hótel Borg skyldu vera fæst sex menn, en hóteleigandinn vildi ekki hafa fleiri en fjóra, og taldi sig eiga að geta ákveðið hvað marga menn hann hefði í þjónustu sinni. 2. að þeir hljóðfæraleikarar, sem áður voru í hljómsveitinni skyldu hafa forgang fyrir öðr- um til starfa þar, en hóteleig- andi vildi að sjálfsögðu hafa frjálsar hendur um það hvaða menn hann hefði í þjónustu sinni. Verkfallið var gjört út af þess um tveimur atriðum og engu öðru. Þetta verkfall stendur enn. Nú virðist fjelagið fallið frá síðarnefndu kröfunni samkv. því, sem upplýst er í tjeðri grein og er það ekki undravert, þar sem Fjelagsdómur dæmdi 14. júlí f. á., að þessi krafa væri ó- lögleg og sló því föstu, „að það sje rjettur vinnuveitandans að ákveða hvaða mann hann kýs að velja til starfs úr ákveðnum flokki“, og hefði fjelagið því als ekki lagalegan rjett til þess að gjöra verkfall til framgangs þessari kröfu. Málið stendur því svo nú að hljóðfæraleikarar halda uppi verkfalli sínu gegn Hótel Borg aðeins til þess að þvinga fram þá kröfu sína að hljómsveitin sje skipuð minst sex mönnum, og hin sterka lýðveldisást þeirra og Jóns Sigurðssonar, sem út- listuð er í. tjeðri grein, fær ekki yfirbugað tílhneyging þeirra til þess að setja hlutaðeigandi vinnuveitanda reglur um það, hvað marga menn hann megi fæst hafa í þjónustu sinni. Reykjayík, 6. júní 1944. Eggert Claesen. Lokahríðin um imphal byrjuð — Reuter. London í gærkveldi: Japanar tilkynna í kvöld, að úrslitaátökin um borgina Imp- hal í Manipurhjeraði i Indlandi sjeu nú hafin. Kveðast þeir vera að loka hring þeim, sem þeir hafa slegið um þessa mikilvægu borg, og sjeu bardagar harðir. — Bandamenn sækja hinsvegar fram frá Kohima, til þess að rjúfa hringinn um Imphal, og er álitið að mikið sje undir því komið, hvort þeir verði nógu fljótir. — Reuter. yjílwerjL ólripar: U l agíegci líj^L z Vika til þjóðhátíðar. UM NÆSTU HELGI verður lýðveldið endurreist á íslandi. Þá verður hátíð um land alt, sem þjóðin mun öll taka þátt í. Það veltur á miklu, að hátíðahöld þessi fari sem best fram og verði sem minnisstæðust þeim, sem taka þátt í þeim, og eftirkomend um þeirrar kynslóðar, er Island nú byggir. Undirbúningurinn undir hátíðahöldin er nú að kom ast á hámark. Það verður ekki annað sagt, en að sá undiibún- ingur hafi gengið vel og bendir margt til, að hátíðahöldin verði hin glæsilegustu, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, er stafa af ófrið- arástandinu í heiminum. En nú ríður á, að hver einstaklingur leggi sitt fram til þess að hátíða- höldin fari vel fram. Það er ekki hægt að heimta alt af nefndum og hinu opinbera. Það er margt, sem einstaklingarnir geta o < eiga að gera í sambandi við há- tiðahöldin. Skal jeg minnast á nokkur atriði. Skreyting húsa i bænum. Þ J ÓÐHÁTIÐ ARNEFND og bæjarstjórn munu sjá til þess, að skreytt verði eftir föngum um- hverfis Austurvöll. Verður aðal- lega skreytt með flöggum, lif- andi blómurrí og skjöldum með þjóðhátíðarqaerkinu. HörSur Bjarnason arkitekt mun sjá um skreytingarnar fyrir hönd þess- ara aðilja. En auk þess væri mjög æskilegt og raunar sjálf- sagt, að einstaklingar skreyti hús sín eftir föngum. Það er hægt að gera ýmislegt í þessum efn- um smekklega með litlum til- kostnaði. Einkum færi vel á því, að sýn- ingargluggar verslana í miðbæn- um yrðu skreyttir á sjerstakan hátt, t. d. með sögulegum sýn- ingum, fánasýningum o. s. frv. Heppilegt væri, að þeir, sem vildu hafa samvinnu um skreyt- ingar á húsum sínum í miðbæn- um og við aðalgötur, töluðu við Hörð Bjarnason, eða þjóðhátíð- arnefnd. Það myndi tryggja meira samræmi í sýningum. En þetta þyrfti að gera hið fyrsta, því óðum styttist timinn, sem er til stefnu. • Áhuginn er að vakna. ÞAÐ FER ekki hjá þyí, að á- hugi almennings er að vakna. Menn keppast um að móla húsin sín. En það er ekki nóg að mála húsin að utan. Það þarf að taka til á lóðunum umhverfis þau og gera alt hreint hátt og iágt. Það má ekki- skilja eftir, í hornunum, eins og húsmæðurnar segja. Vik- an, sem nú er að hefjast, ætti að verða sannkölluð hreinlætisvika í þess orðs bestu og sönnustu merkingu. Ekki hreinlætisvika valdboðs og skipulagningar frá æðri stöðum, heldur hvöt, sem kemur af sjálfu sjer hjá hverjum einstaklingi. • Allir eiga að taka undir. ÁRIÐ 1930 voru haldnar tvær merkar þjóðhátíðir á NorðurT löndum. Onnur var Alþingishá- tíðin á Þingvöllum, en hin var Stiklastaðahátíðin i Noregi. Menn, sem sóttu báðar þessar hátíðar, segja mjer, að sá hafi verið reginmunur á hátíðahöldin ]>ar og hjer og raunar sá eini, sem máli skifti, að á Stikla- stöðum hafi allur þingheimur sungið, þegar það átti við, en á Ulll % I ♦*♦ *t**2»**» ♦*♦ ♦•♦ ♦*♦ ♦*♦ ****»**40i Þingvöllum hafi almenningur þagað, þegar ætlast var til að hann tæki undir sönginn, sem þar fór fram. Á þjóðhátíðinni, sem fram fer á Þingvöllum 17. júní næstkom- andi, verður mikið um söng. Þar verður Páll ísólfsson með þjóð- kórinn sinn, en það er ætlast til, að allir viðstaddir taki undir og syngi méð. Það yrði sannarlega hátíðlegt, ef svo gæti orðið, og það ætti að verða. Allir, sem geta komið upp hljóði, eiga að syngja með á Þingvöllum. Þá verður það sannarlega Þjóðkór, sem Páil Isólfsson stjórnar. • Ameríkupósturinn. ÞVÍ VAR hreyft lítillega hjer á dögunum í þessum dálkum, að nauðsyn bæri til að athuga mögu leika á að flýta fyrir póstsend- ingum milli Islands og Ameríku. Núverandi ástand í þeim efnum væri vart viðunandi, þar sem póstsendingar væru margar vik- ur og jafnvel mánuði á leiðinni milli Ameríku og Islands. í þessu sambandi var bent á, hve baga- legt þetta væri fyrir kaupsýslu- menn islenska og yfirleitt fyrir viðskifti öll milli Bandaríkja- manna og íslendinga, sem nú hafa aukist að mun. Þá var og drepið á, að fleiri íslenskir nárris menn stunduðu nú nám í Banda ríkjunum en nokkru sinni fyr og væri ekki nema eðlilegt, að bæði þeir og aðstandendur þeirra hjer heima vildu fyrir hvern mun fá greiðari póstsamgöngur en nú eiga sjer stað. I þessu sambandi var að því spurt, hvern árangur för póst- og símamálastjóra til Ameríku um árið hefði borið og hvort íslensk yfirvöld hefðu ekki gert ijeinar ráðstafanir eða kynt sjer, hvort Bandaríkjamenn vildu ekki taka að sjer að flytja póst fyrir okkur loftleiðis. Síðan fyrnefnd athugasemd var rituð hefir ékki heyrst orð um þetta mál frá þeim aðilum, sem ábyrgð bera gagnvart al- menningi, en hinsvegar hafa mjer borist mörg brjef frá ein- staklingum um málið og -menn hafa átt tal við mig til að þakka fyrir, að brotið hafði Verið upþ á þessu máli: m Bandarík jamcnu myndi ekki muna um póstinn. ÍSLENDINGAR, sem áhuga hafa fyrir þessum málum, og þeir |eru margir, þenda rjettilega á, að íslenski pósturinn milli Banda ( ríkjanna og íslands geti ekki ver- I ið það mikíll, að það myndi muna mikið um hann, með þeim pósti, sem Bandaríkjaherinn sendir til , og frá íslandi með flugvjelum. jMargir eru þeirrar skoðunar, að ' yfirvöld Bandaríkjanna myndu taka vel í þá málaleitan íslend- inga að flytja fyrir þá brjefapóst loftleiðis. Én það er ekki von, að þeir bjóði slíkt og sist, ef það skyldi koma upp úr kafinu, að þeir hafi orðið fyrir stirðbusa- hætti af hendi íslenskra yfir- valda í póstmálum. ísland er nú sennilega eina iandið, þar sem bandamenn ráða, sem ekki hefir flugpóst- samgöngur milli landa. Jeg er persónulega viss um, að það er okkur sjálfum að kenna. Hefi meira að segja grun um, að það sje af s j álf by rgingshætti, eða kjánalegu stærilæti, að þessum málum hefir ekki verið kipt í mg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.