Morgunblaðið - 11.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.1944, Blaðsíða 6
'MORGUNBLAÐIÐ Siumudagur, 11. júní 1944. 1ÁJ Someróet YJjau^L lam: LARRY DERFORD í leit að lífshamingju — 16. dagur — — Það sáust engin merki þess, að hann ætlaði að stytta upp, svo að við ákváðum, að Isabel yrði að lifa áfram, án þess að sjá rúm Elísabetar drotningar eða liið tigna minn- ismerki Hampton Court, og ókum aftur tii Lundúna. Jeg sá hana nokkrum sinnum eftir þetta, en aldrei tii þess að tala neitt við hana, og þar eð jeg hafði fengið nóg af Lundúnum í bráð, lagði jeg af stað til Tyrol. IV. KAPÍTULI. í tíu ár sá jeg hvorki Isabel nje Larry. Jeg sá Elliott oftar en áður, af ástæðum, sem jeg mun síðar greina frá, og sagði hann mjer við og við frjettir af Isabel. En hann frjetti ekkert a| Larry. „Eftir því, sem jeg best veit, er hann enn í París, en það er ósennilegt, að við hittumst. Við umgöngumst ekki sama fólk- ið“, bætti hann við með vel- þóknun. „Það er leitt, að hann skuli hafa farið svona algjör- lega í hundana. Hann er af rríjög góðu fólki kominn. Jeg er viss um, að jeg hefði getað gert eítthvað úr honum, ef hann hefði viljað það sjálfur. Annars var Isabel heppin að losna við hann“. Isabel giftist Gray 'Maturin snemma í júní árið eftir, að hún sleit trúlofun sinni við I.arry. Þótt Elliott væri meinilla við að yfirgefa Paris, þegar sam- j kvæmistimabilið þar stóð sem; hæst, og hann myndi missa af j mörgum stórum samkvæmum,. var ættrækni hans of mikil til þess, að hann gæti vanrækt það,! sem hann áleit þjóðfjelags- skyldu sína. Bræður Isabel gátu ekki verið viðstaddir brúð kaupið, og þess vegna varð Elliott að takast á hendur þetta 1 erfiða ferðalag til Chicago, til þess að gifta frænku sína. Athöfnin fór fram með eins mikilli viðhöfn, og Biskupa- kirkjan frekast gat látið í tje. „Það var auðvitað ekki eins og gifting í Notre Dame“, sagði hann mjer ánægjulega. „En hún var mjög hátíðleg, af mótmæl- endagiftingu að vera“. Ari síðar eignaðist Isabel dóttur, sem hún, samkvæmt tískunni, skírði Joan. Og tveim árum þar eftir eignaðist hún aðra dóttur, sem hún skírði Priscillu, samkvæmt tískunni, sem þá var. ★ Einn af meðeigendum Henry Maturins dó, og hinir tveir drógu sig brátt í hlje. Hann varð þannig eigandi að fyrir- tæki því, sem hann hafði í raun inni altaf ráðið einn yfir. Hann gerði Gray að meðeiganda, og fyrirtækið hafði aldrei staðið með öðrum eins blóma. Gray var miög góður við konu sína. Þegar fyrsta barnið fæddist, gaf hann henni fagr- an demantshring, og"þegar ann að barnið fæddist, safalaskinn- j feld. Hann var sVb önnum kaf- | inn, að hann gat sjaldan farið 1 frá Chicago, en þegar hann gat því við komið, dvöldu þau í húsi Henry Maturins í Marvin. Henry gat ekki neitað syni sín- um um neitt, og eitt sinn gaf hann honum plantekru í Suður- Kaliforníu í jólagjöf, svo að hann gæti farið þangað á veið- ar. Henry Maturin hafði litið eftir eigum frú Bradlake og Elliotts í mörg ár, og treystu þau honum algjörlega. Hann hafði aldrei hvStt þau til neins fjárbralls, en lagt peninga þeirra í örugg veð. En með hinni miklu aukningu verð- mæta jukust hinar tiltölulega litlu eignir þeirra svo’mikið, að þau urðu bæði glöð og undr- andi. Elliott sagði mjer, að án nokkurrar fyrirhafnar væri hann árið 1926 helmingi ríkari en árið 1918. Hann var þá 65 ára gamall, hárið grátt, and- litið hrukkótt og pokar undir augunum. En hann bar aldur- inn vel, var ennþá beinn í baki og ljettur í spori. — En margt var breytt. Hefarfrúr þær, sem höfðu í fyrstunni tekið Elliott undir sinn verndarvæng, voru nú komnar vel til ára sinna. Ensku aðalsfrúrnar höfðu neyðst til þess að láta óðul sín af höndum við tengdadætur sínar, þegar þær mistu menn sína, og bjuggu nú í litlum húsum í Cheltenham eða Regents Park. Þeir, sem nú stjórnuðu sam- kvæmislífinu, virtust engin not hafa fyrir þann gamla mann, sem Elliott var nú að verða. Þeir voru að vísu ennþá íusir til þess að koma í hinar íburð- armiklu veislur, sem hann hjelt hjá Claridge, en hann var nógu greindur til þess að sjá, að þeir komu þangað til þess að hitta hvorn annan, en ekki til þess að sjá hann. „Rígbundnar erfðavenjur og ^ stríðsgróðamenn hafa eyðilagt samkvæmislíf Englands“, sagði hann. „Fólki virðist nú sama um, hverja það þekkir. Bestu skraddararnir, skósmiðirnir og hattagerðarmennirnir eru enn í Lundúnum, og verða vonandi það sem jeg á eftir ólifað, éh þá er líka alt upp talið. Veistu það, góði minn, að í St. Erths láta þeir kvenmenn ganga um beina?“ Elliott var lítið hrifnari af Frakklandi. Hefðarfrúr þær, sem hann hafði þekt þar í æsku, voru nú farnar að spila bridge (en það spil fyrirleit Elliott innilega), gengnar í guðspeki- fjelög eða dauðar. Iðnrekendur, Argentínumenn og Sikileyingar og amerískar konur, er skilið höfðu við menn sína, bjuggu nú í húsum hefðarfólksins og hjeldu þar glæsileg samkvæmi — en þar neyddist Elliott til þess að hitta stjórnmálamenn, sem báru frönskuna mjög illa fram, blaðamenn, sem kunnu enga borðsiði, — og jafnvel leikara. Nei, þetta var ekki sú )parís, sem hann hafði tekið sjer sem andlegt heimkynni fyrir 30 árum. Þetta var ekki sú París, sem góðir Ameríku- menn fóru til, þegar þeir dóu. En Elliott hafði óljóst hug- boð. Einhver innri rödd hvísl- aði því að honum, að Riviera- ströndin væri enn einu sinni í þann veginn að verða aðseturs- staður tískunnar og hefðar- fólksins. Hann þekti ströndina vel, þar eð hann hafði oft dval- ið nokkra daga í Monte Carlo á Hotel de Paris, á leið sinni frá Róm, eða hjá einhverjum vina sinna, sem átti hús þar. Það hafði altaf verið að vetrarlagi. En það var nú nýl., sem hann hafði heyrt talað um ströndina sem heppilegan sumardvalar- stað. Stóru gistihúsin voru enn þá opin. Nöfn sumargestanna birtust í samkvæmisdálkum New York Herald, og Elliott las þau með velþóknun. Hann hafði þá talsverða pen- inga undir höndum. Henry Ma- turin hafði nú loks gefið sig rás viðburðanna á vald og lát- ið af hinni gömlu íhaldssemi sinni, þegar sonur hans hjelt áfram að hvetja hann til þess, og hann sá, að vinir hans græddu stöðugt stórfje í verð- brjefakauphöllinni. Hann skrif aði Elliott, að hann væri altaf jafn andvígur fjárhættuspili, en þetta væri ekki fjárhættu- spil, heldur staðfesting á trú hans á ótæmandi auðsupp- sprettum landsins. Bjartsýni hans bygðist á heilbrigðri skynsemi. Hann sá ekkert, er stöðvað gæti framför Ameríku. Hann lauk brjefinu með því að segja, að hann hefði keypt nokkur örugg verðbrjef fyrir Louisa Bradlake, sem hún hefði túttugu þúsund dollara tekjur af. Loks, ef Elliott vildi græða dálítið af peningum og vildi láta sig um alt saman, gæti hann fullvissað hann um það, að hann yrði ekki fyrir von- brigðum. Elliott, sem hætti til að nota margstaglaðar tilvitnanir, svar aði, að hann gæti staðist alt, nema freistingar. Afleiðingin varð sú, að þaðan í frá las Elli- ott altaf frjettir af verðbrjefa- 'markaðinum fyrst, þegar hann fjekk New York Herald í rúm- ið á morgnana, eh í mörg ár hafði athygli hans fyrst beinst að frjettum úr samkvæmislif- inu. Henry Maturin hafði tek- ist svo vel fyrir hans hönd, að Elliott átti nú fimtíu þúsund dollara, sem hann hafði ekkert haft fyrir að eignast. Hiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuif | Húsasmiðir f H Ef ykkur vantar laghent- § = an mann, sem unnið hefir | s við húsasmíði í 2 ár, léggið = M nöfn sín og heimilisfang = H inn á afgreiðslu, blaðsins = = fyrir mánudagskvöld, — B merkt „Tvö ár“. § H * = mililllllliillllllIllUilllllllIllllllllillIillllllllllllliE!llll!II Gullfuglinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 2. hans néstaði hann vel og ljet hann ekkert skorta, sparaði hvorki mat nje föt. En það fór eins um hann og bróður hans, þegar hann hafði farið eigi langt varð hann svangur, tók mal sinn og settist niður við veginn og tók til snæð- ings. Þá kom refur fram úr kjarri og horfði á. „Góði, gefðu mjer bita“, sagði refurinn. „Farðu í hrútshorn“, sagði konungssonur, „ekki veitir mjer líklega sjálfum af matnum mínum, því það veit eng- inn hve langt jeg þarf að fara“. „Jæja, þá það“; sagði refurinn og hvarf inn í kjarrskóg- irm aftur. Þegar konungssonur hafði matast um stund, lagði hann aftur af stað. Loksins kom hann í sömu borgina og sama gistihúsið og bróðir hans hafðist nú við í, og þar fannst yngsta konungssyninum líka gott að vera, og sá fyrsti, sem hann hitti, var bróðir hans, og svo settist hann um kyrt með honum. Bróðir hans hafði svallað og spilað, svo að það var rjett svo að hann átti eftir fötin utan á sjer, en nú bjrrjuðu þeir aftur, og varð nú slík kátína, dans og fjör, að yngsti sonurinn gleymdi einnig ferð sinni, gull- fuglinum, föður sínum og öllu ríkinu. Og ekki spurðist heldur meira af honum um hríð. Þegar nú leið aftur að því, að eplið skyldi þroskast, þá átti nú næstelsti konungssonurinn að fara út í aldingarð- inn og halda vörð um gulleplið. Þjónn fór með honum, sem hjálpaði honum upp í trjeð og hafði hann einnig með sjer spil og öldunk sjer til dægrastyttingar, að hann ekki sofnaði á verðinum. En allt í einu um miðja nóttina varð bjart sem um hádag, fuglinn kom og lýsti af hverri fjöð- ur, og um leið og fuglinn tók eplið, ætlaði konungssonur að grípa hann, en náði aðeins í stjelið og hjelt eftir einni fjöður úr því. Svo fór hann inn til föður síns með fjöðr- ina í hendinni og þegar þangað kom varð albjart þar inni, svo lýsti af þessari einu fjöður. Konungssyni gramdist að hafa látið fuglinn sleppa með eplið og vildi nú endilega fara og reyna að finna hann og ná frá honum gulleplinu, sem hann hafði tekið. Líka ætl- aði hann að reyna að hafa upp á bræðrum sínum, að því er hann sagði. Konungurinn hugsaði sig lengi um, hvort hann ætti að láta hann fara, því hann hjelt varla að hon- um gengi betur og vildi ógjarna missa alla syni sína svona út í buskann. En konungssonur bað föður sinn svo vel um Eerðaleyfi, að honum var loks veitt það. Svo tók hann að búa sig út, fjekk nesti, föt og fje, eins — Mamma, er pabbi stund- um óþekkur? — ’ Nei, nei, barnið mitt. Pabbi er altaf þægur. — Hvers vegna gaf vinnu- konan honum þá utanundir í gærkvöldi? ★ Kenslukonan: — Hvað er þetta, Pjetur. Ertu að leika þjer hjer og gemur ekki í skólann? Pjesi: — Þarna kemur það. Jeg vissi, að jeg hafði gleymt einhverju. ★ Gesturinn (vondur): — Það er hár í súpunni. Þjónninn: — Ljóst eða rautt? Ef það er ljóst, er það af Kötu, annars af Stínu. ★ — Þykir þjer spínat gott? — Nei, og mjer þykir vænt um, að mjer skuli ekki þykja það gott, því að ef mjer þætti það gott, myndi jeg borða það, en jeg hata þetta kálgiesi. ♦ Gesturinn hafði flutt af gisti- húsinu án þess að greiða reikn- ing sinn. Hóteleigandinn skrif- sði honum: „Kæri herrá L. Jónsson. Vilj- ið þjer gera svo vel að senda upphæðina á reikningi yðar frá gistihúsinu. Með mikilli virð- ingu, o. s. frv.“ En þessi L4 Jónsson svaraði með effirfarandi brjefi: „Kæri gistihúseigandi. Upp- hæðin á reikningnum . er 610 | krónur. Virðingarfylst. L. Jónsson“. ★ í hóteli. — Get jeg fengið ritföng lán- uð? Þjónn: — Eruð þjer gestur hjer? — Gestur? Nei, jeg er ekki gestur, jeg er látinn borga 20 dollara fyrir hvern sólarhring. ★ Ungfrúin: — Getið þjer hjálp að mjer til þess að fá herbergi og bað? Þjónninn: — Jeg get hjálp- að yður til þess að fá herbergi, en þjer verðið að baða yður .sjálfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.