Morgunblaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Frumvarp um þjóðfána íslendinga lagt fyrir Alþingi Refsing lögð við óvirðingu fánans RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fram í Neðri deild Alþingis frumvarp til laga um ’pjóðfána íslendinga. Eins og kunnugt er fluttu þeir Gunnar Thoroddsen ’og Sigurður Bjarnason þings- ály ÍTunartillögu á þingi í vor um notkun íslenska fánans. Var sú íillaga samþykt og ríkis- stjórninni jafnframt falið að undirbúa og leggja fyrir Al- þing það, sem nú situr frum- varþ til fánalaga. I samræmi við þessa tillögu hefir nú rík- isstjórnin lagt fram fyrgreint frumvarp um þjóðfána Islend- inga. í frumvarpi þessu er kveðið á um gerð fánans og hlutföll milli hinna þriggja lita hans. Ehnfremur eru þar settar regl- ur um notkun hans á sjó og landi, staðsetningu fánastanga o. fl. í 7. gr. frumvarpsins segir svo: „Frá 1. mars til 31. október skal ekki draga þjóðfánann að hún á landi fyrr en kl. 8 að að morgni og frá 1. nóvember til febrúarloka ekki fyrr en kl. 9 að morgni. Fáninn skal dreg- inn rdður, er sól sest, þó ekki síðar en kl. 22, ef sól sest síðar. Um notkun fánans á skipum fec eftir reglum þeim, sem gilda á hverjum tíma um slíka notk- tin. Á húsum og skipum strand- gæslu og tollstjórnar má víkja frá þessum reglum“. Lögreglan skal hafa eftirlit með því, að enginn noti þjóð- fána. sem ekki er í samræmi við hina lögákveðnu gerð hans, eða svo upplitaðan og slitinn að verulega sje frábrugðinn rjett- um fana um lit og stærðarhlut- fölt reita. Má gera slíka fána mpptæka, ef þeir eru notaðir á stóng eða sýndir úti eða inni, þar sem almenningur getur sjeð þá. Utí misnotkun og óvirðingu við finann segir svo í 12. gr. f rv.: „Enginn má óvirða þjóðfán- ann, hvorki í orði nje verki. GheimiU er að nota þjóðfán- ann sem einkamerki einstakl- inga, fjelaga eða stofnana eða auðkennismerki á aðgöngumið- urr samskotamerkjum eða öðru þess háttar. Óheimilt er einstökum stjórn rnálaflokkum að nota þjóðfán- ann í áróðursskyni við kosn- ingj' ndirbúning eða kosning- ar. Óheimilt er að nota fánann í firmamerki eða á söluvarning, umbúðir eða auglýsingu á vör- um. Nú hefir verið skrásett af misgáningi vörumerki, þar sem notaður er þjóðfáninn án heim- ildar, og skal þá afmá það úr vörutnerkjaskrá samkvæmt kröfu dómsmálaráðuneytisins. fi ú setur maður þjóðfánann á söluvarning eða umbúðir hans, og skal þá fenginn dómsúrskurð ur um, að honum" sje óheimilt að nota fánamei'kið eða hafa vörur til sölu, sem auðkendar eru með því. Auk þess má skylda hann til þess, ef nauðsyn krefur, að ónýta vérurnar eða umbúðir þeirra, svo framarlega sem þær eru þá í vörzlum hans eða hann á annan hátt hefir um ráð yfir þeim“. Þá er og í frumv. ákvæði um refsingar fyrir brot gegn frið- helgi fánans. Vbrða þau sektum frá 10— 1000 kr. Með sektum frá 500— 5000 kr. skal refsa skipstjóra, sem notar þjóðfánann ólöglega eða notar á sjó, þar sem íslenskt vald nær til, nokkurri fána, sem hann á ekki rjett til að nota. Með mál út af brotunum skal farið sem almenn lögreglu mál. Frumvarp þetta var til 1. umræðu í Nd. í gær. Forsætis- ráðherra fylgdi því úr hlaði með stuttri ræðu. Mintist hann á samþykt þingsályktunarinn- ar í vor og ræddi nokkur ein- stök atriði frumvarpsins. — Gunnar Thoroddsen tók einnig til máls og fagnaði því, að frv. þelta væri fram komið Ræddi Vestmannakórnum haldið samsæli í kvöld VESTMANNAKÓRINN hefir haldið hjer tvo samsöngvá fyr- ir fullu húsi og við góðar und- irtektir áheyrenda. Á fyrri söngnum bauð form. Landssambands, Jón Alexand- ersson, kórinn velkominn með stuttri ræðu af svölum Gamla Bíó, en Söngfjel. Harpa söng lag við kvæði, sem ort var í til- efni af komu Vestmannakórs- íins hingað, en- Sveinn Guð- mundsson, form. kórsins, þakk aði. Bárust kórnum og söng- stjóránum, Brynjólfi Sigfús- syni margir blómvendir, og varð kórinn að endurtaka mörg lögin. Eftir sönginn á sunnudag fór kórinn til Vífilsstaða og söng þar fyrir sjúklinga hælisins. í Keflavík söng kórinn í gær kvöldi. — í kvöld halda Lands samband blandaíra kóra og Kátir fjelagar Vestmannakórn um samsæti í Tjarnarcafé. Lokunartími brauð- sölubúða um þjóð- hátíðina, UM ÞJÓÐHÁTÍÐINÁ verður lokunartími brauðbúða bæjar- ins sem hjer segir: Föstudaginn 16. júní verður lokað kl. 19, laugardaginn 17. júní er lokað allan daginn, en sunnudaginn 18. júní verður opið kl. 9—11. hann einnig nokkur alriði frv. A. m. k. eitt atriði vantaði í' það, þar væru engin ákvæði um sjerstaka fánadaga, þ. e., þá daga, sem ætlast væri til að almenningur drægi fána að hún. Ennfremur mætti segja, að refsiákvæðin fyrir misnotk- un eða óvirðingu við fánann væru mikils til of væg. — í hegningarlögunum væru nú mjög ströng refsiákvæði fyrir að óvirða fána erlendra ríkja. Lægi þar við varðhald og fang elsi. Engin slík ákvæði væru til gagnvart óvirðingu, sem sjálfum þjóðfána íslendinga væri sýnd. Sjer virtist því, sem ákvæði þessa frumvarps um þessi efni þyrftu að vera harð- ari. Frumvarpinu var því næst vísað til 2 .umræðu og alls- herjarnefndar með samhljóða atkvæðum. Ber mjög að fagna því, að þetta mál er fram komið, ein- mitt nú á þessu þingi, þar sem stigið verður lokaskrefið í sjálf stæðismáli þjóðarinnar. Herstjórnarlilkynn- in bandamanna • London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. HERST J ÓRN ARTILKYNN- ING bandamanna í kvöld er á þessa leið: Fullkomið samband er nú á komið milli landgöngusvæða okkar, og um 96 km. strand- lengja er á okkar valdi. Breidd þessa svæðis eykst stöðugt, og var sótt dálítið fram fyrir vest- an Caen. . Amerískar hersveitir á Cher- borghskaga hafa sótt frekar fram til norðurs og vesturs, og höfum við náð meiru af strand vegum þar. Lengra til austurs voru óvinirnir reknir úr Che- risyskógi. — Ákafar orustur hjeldu áfram milli bresks stór- skotaliðs og þýskra skridreka- sveita. Herskip bandamanna hafa stutt landherinn vel. Flugvjel- ar okkar rjeðust hópum saman í dag á flugvelli óvinanna og samgönguleiðir á mjög stóru svæði. Einnig voru orustuflug- vjelar yfir bardagasvæðinu. Mesti sprengjuflugvjelafloti, sem nokkru sinni hefir verið sendur frá Bretlandi, rjeðist í morgun á flugvallakerfi, sem í eru 16 flugvellir, — alt frá Bordeaux til Lille og einnig 6 járnbrautarbrýr. Ráðist var á marga aðra st&ði. Ellefu óvina- flugvjelar voru skotnar niður. Átta af okkar vjelum fórust“. Þriðjudagur 13. júní 1944« „Islenskir leikarar |>urfa að fá betri starfskilvrði” Stutt samtal við frú Gerd Grieg, sem er senn á .förum hjeðan. ^ j „ISLENSKIR LEIKARAR eru búnir miklum hæfileik- um og þeir hafa náð undraverðum árangri, þegar tekið er tillit til þeirra slæmu vinnuskilyrða, sem þeir eiga víð a'ð. búa. Það verður að veita þeim betri starfsskilyrði, en þeir, eiga nú við að b'úa. Þannig, að þeir geti gefið sig óskift- ir að leiklistinni, en þurfi ekki að stunda hana í tómstundum frá erfiðri vinnu“. Á þessa leið fórust frú Gerd Grieg leikkonu orð í gær, er stjórn Leikfjelags Reykjavíkur bauð blaðamönnum til kaffi- drykkju í Iðnó til þess að hitta frú Grieg, sem nú er brátt á förum hjeðan. Eins og kunnugt er, starfar frú Grieg hjá norsku stjórninni og í styrjaldarþarfir. Frú Gerd Grieg hefir dvalið hjer á landi öðru hvoru síðan 1942 og sem kunnugt er hefir hún int ómetanlegt starf af hendi fyrir íslenska leiklist. Mun og hennar minst með þakklæti meðal leiklistarunn- enda fyrir hennar mikla og góða starf. Leikstarf frú Grieg og leiðbeiningarstarf hennar hjer er svo kunnugt, að ekki þarf að rekja það. Sjálf segir frúin, að það hafi verið henni mikil ánægja að geta á 1% ári stuðlað að sýningum á fjórum norskum stórleikritum og gefið íslendingum kost á að kynn- ast, verkum norskra höfunda. Kann vel við sig á Islandi. Frú Grieg hefir tekið ást- fóstri við ísland og íslendinga og fór mörgum og lofsamlegum orðum um dvöl sína hjer. Hún hefir af eðlilegum ástæðum kynst vel léiklistarlifi hjer og gestsaugað hefir sjeð þar betur en kunnugir, hvað vel er gert og hvar vanhagar. Það er því mikilsvert að heyra skoðanir jafn mentaðrar..Ieikkonu. Hún segir, að blað eitt hafi minst á, að hún kæmi aftur til íslands, og víst segist hún vilja það, en helst vildi hún áður sjá íslenska leikara koma í heim- sókn til Noregs og leika þar í íslenskum leikritum. Frú Gerd Grieg sagði blaða- mönnum, að hún teldi það ganga kraftaverki næst, hverju íslensku leikararnir hafi áork- að á hinu litla og þrönga leik- sviði hjer í Iðnó. Það sýndi dug- inn, sem í þeim byggi. Góð hjálp frá Bretum. Frúin mintist á hina miklu hjálpsemi, sem Bretar hafa sýnt íslenskri leiklist, með því að leyfa, að búningar og annað, sem nauðsynlega þurfti til leik listarinnar, yrði keypt í Eng- landi. Sannleikurinn væri sá, að Bretar hefðu gert meira fyr- ir Islendinga í þessum efnum en þeir gerðu fyrir sína eigin leiklist. „Þrátt fyrir hina bitru og sorglegu hlið þess, að landið hefir verið hernumið“, sagði frú Grieg, „er ekki hægt ann- að að segja, en að á stríðsárun- um hafa íslendingar fengið tækifæri'’ til að útbreiða ís- lenska menningu og sýnas hvers virði hún er“. Þakkar fyrir samveruna. Að lokum bað frú Grieg blaðamennina að skila sínu innilegasta þakklæti fyrir hin- ar ágætu viðtökur, sem hún hefði fengið hvarvetna hjer á landi, og þakka fyrir samver- una. Hefðu allir kepst um að sýna sjer vináttu og góðan hug. Þetta vildi hún þakka um leið ’og hún segði, hve mikils virði það hefði verið sjer að fá tæki- færi til að kynnast íslending- Framhald á bls. lg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.