Morgunblaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 5
» "Þriðjudagur 13. júní 1944. MORGUNBLAÐID LJÓSIÐ FRÁ ÍSLANDI 1 Ekkert er mjer fjær en að vilja telja nokkurn mann af að lesa bækur Jönasar Guðmunds sonar, forstjóra. Hitt vildi jeg heldur. Og munu að vísu flest- ir vera þess auðeggjaðir. Því að það væru undarlegir menn, sem engan hug hefðu á að vita hverju spáð hefir verið um úr- slitatíðindi þau sem nú eru að gerast, og í vændum eru, ekki síst þegar um þær spár'er að ræða, er sumar hafa þegar sann ast. En þó er það nú ekki það, sem jeg ætla að rita um að sinni, heldur sumt það í bókum J. G. sem ekkr er rjett, og ann- að sem nokkur furða er, að jafn gáfaður höfundur ’ skuli ekki hafa getið um. I bók sinni „Spá dómar um ísland" (1941) s. 4—5, talar J. G. um rit eftir Adam Rutherford sem kom út 1937, og segir í því sambandi: ,,Ef við rennum huganum aftur í tímann um þessi 4 ár, sem lið- in eru síðan 1937, er þókin var skrifuð, og reynum að rifja upp, hvernig ástatt var þá, er jeg viss um, að við gætum orðið sammála um, að þá bjóst eng- inn við „stórviðburðum 1 ná- inni framtíð“. Jeg las þetta með nokkurri undrun, af því að jeg veit, að J. G. er einn þeirra gáfumanna sem veitt hafa ritgerðum mín- um talsverða eftirtekt. En jeg hafði um það leyti oft látið í Ijós, að við miklum tíðindum og illum mætti búast í náinni fram tíð. Skulu hjer nokkur dæmi nefnd. í grein sem rituð er 22. nóv. 1936, og kom þá skömmu síðar í blaði, stendur svo: „En takist ekki þessi stefnubreyting, þá er óhætt að segja, að skamt er til ógurlegri tíðinda en orðið hafa áður ítsögu mannkynsins“. (Víðnýall s. 27). En í grein, sem skrifuð er 1. febr. 1937: „Hin mesta þörf er á því um ýms tíðindi nálægrar framtíð- ar, að þau verði á annan veg en helst horfir nú......Þarf varla að efa, að svartara hefir varla verið fyrir stafni í sögu mannkynsins en nú er“. (Við- nýall, s. 33). Og ennfremur, s. 37: „Horfurnar eru að vísu nú ennþá miklu ógurlegri en vor- ið 1914, þegar jeg sagði fyrir hin geigvænlegustu tíðindi, ef þessu máli yrði ekki sint“. Nægir þetta til að sýna, að það er ekki rjett að segja, að 1937 hafi enginn „búist við stórviðburðum í náinni fram- tíð“. II. Jeg verð um margt að vera á öðru máli en J. G. er í bókum sínum, en hann hefir hinsvegar nálega að engu haft mínar kenningar. Jeg hafði, löngu áð- ur en rit Rutherfords komu til sögunnar, reynt að vekja at- hygli á því, að nú eru fyrir höndum aldaskifti, sem alveg eru einstæð í sögu. mannkyns- ins.Jeg er enginn trúmaður eða biblíudýrkandi, en hefi litið á þetta mál frá sjónarmiði nátt- úrufræðingsins. Jeg hefi fundið, svo að ekki verður vjefengt, hvert er hið mikla og undur- samlega markmið, sem hinn skapandi máttur keppir að í al- heimi. Jeg hefi sýnt framá meira gildi jarðfræðinnar fyrir heimspeki og heimsfræði, en menn höfðu áSkir komið auga binda verk um Opinberun Jó á. Og vitanlega þótti mjer mjög mikilsvert og stórmerkilegt, að sjá koma fram spá um andlega mannkynsforustu íslensku þjóð arinnar. Mjer var svo vel kunn ugt um veikustu hlið íslenskrar þjóðrækni, að jeg hafði hin á- gætustu skilyrði til að meta mikils útlendan stuðning í þessu máli, og dást að andagift þess manns sem varð til að veita hann, hvað svo sem liði ýmsum öðrum skoðunum hans, er síður snerta mitt mál. Málið er í aðalatriðum ein- falt. Lífið vex fram á hverri lífstjörnu, þróast að skynjun og síðan viti, og takmarkið er að rih fram til þeirrar vitneskju um lífið á öðrum jarðstjörnum, að unt verði að koma á svo full komnu sambandi við það, sem nauðsyn er á. Samband hafði að vísu átt sjer stað frá upphafi, en án þess vitað væri af því á stjörnum hins frumstæða lífs, hannesar, eftir dr. R. Charles, einn af lærðustu guðfræðingum og höfuðklerkum Bretlands. Eru í verki þessu miklar skýr- ingar og gerðar af stórmiklum lærdómi. En þegar hinn stór- lærði höfundur kemur að því, er Jóhannes sjer „engil sem stendur í sólinni", þá gefst hann alveg upp við að skýra, botnar ekki neitt í því hvað spámað- urinn muni eiga við með þess- um orðum. En frá sjónarmiði náttúrufræðingsins er þetta mjög svo auðskýrt og auðskil- ið. Þetta bjarta sem spámaður- inn hyggur vera sólina, er skin frá verunni sjálfri, og vitanlega virðist ,,engillinn“ vera innaní þeim ljóshnetti, sem þannig er tilkominn. Sbr. Framnýal s. 174 III. Þó að það sje misskilningur, að líta á Opinberun Jóhannesar sem spá um hvað verða muni þar sem menn þá heldur ekki .hjer á jörðu, þá getur hinsveg áttuðu sig á því, að hverskonar ar ekki verið neitt vafamál, að trú og dulrænu er til slíks sam * framkoma hennar er ekki án bands að rekja. Þekking er nauðsynleg til þess að tekist geti sú samstilling lífsins á hverri jarðstjörnu, og öllum, sem er leið sannra framfara. Nú getur svo far- ið. að hin nauðsynlega þekk- ing ávinnist ekki, og þá er það andstillingin sem vex. Þá lýst- ur hinum andstiltu þjóðum saman í sífelt ógurlegri styrj- öldum. Sbr. að í þessum ófriði er nú frá flugvjelunum kastað niður meiri þunga sprengiefna (og ógurlegri sprengiefna), en í allri hinni fyrri heimsstyrjöld. Þar sem hin nauðsynlega stefnu breyting tekst ekki, verða að lokum slík ógurleg tíðindi sem segir af í Völuspá og Opinber- un Jóhannesar. En vitanlega eru slík rit hræringur af tilraun um vitranamannanna til að segja frá því sem' þeir fjar- skynjuðu eða „sáu“, fyrir sam- band við sýngjafa á einhverri jarðstjörnu hinna ógurlegustu atburða, og svo tilraunum þeirra til að skýra það sem þeir skildu í rauninni ekkert i. Því að það er mjög stórkostlegur misskilningur að halda, að þar sem ,,Opinberunarbókin“, er, hafi verið að verki maður sem vissi nákvæmlega hvað fram- tíðin bar í skauti sínu, en ljek sjer aðeins að því að segja frá því á sem óskiljanlegastan hátt. Menn fara mikils á mis er þeir líta ekki á alt þetta mál jarð- fræðilega og frá sjónarmiði framvindufræðinnar og sann- vísindalegrar sálfræði. En það hefir J. G. ekki gert, í öllu því mikla máli sem hann í bók sinni „Vörðubrot“ ritar um Op- inberun Jóhannesar. Vjer fá- um í Op. Jóh. frjettir af ennþá miklu stórkostlegri flugher j - um og stórvirkari sprengiefn- um en til eru hjer á jörðu. Þarf enginn, sem sjeð hefir flugvjel ar á ferð í myrkri, að furða sig svo mjög á því, þó að spámann- inum virðist það vera stjörnur, sem eru í rauninni flugvjelar. En um stærð stjarnanna og eðli, hafði hann enga hugmynd. Fróðleg bending um það, hvorumegin sánnleikann er að finna í þessu máli, er annaðeins og þetta. Til er mikið tveggja sambands við hin miklu alda- skifti fyrir mannkyn vort, og hættuna á að það gæti orðið lokakafli hinnar hryllilegu sögu mannkynsins sem nú er að hefjast. En þó mun það ekki verða, og voðanum verða af- stýrt. Og mjög mun þá skifta um og margvíslega. Mjög marg ir munu hingað koma víðsveg- ar af löndum þegar fer að verða ljós heimsþýðing íslensku þjóð- arinnar, og að hjer er nær ver- ið guðunum — þ. e. auðveld- ara til sambands við fullkomn- ari mannkyn annara jarð- stjarna — en í nokkrum stað öðrum á þessari jörð. Munu þá ekki hljótast nein vandræði af, þó að erfiðara sje hjer um ýmsa matvælaframleiðslu en víða í öðrum löndum. Og að vísu mun, eftir aldaskiftin, einnig veðurfar breytast- hjer mjög til batnaðar, og jarðrækt ýmiskonar taka þeim framför- um sem nú mundu þykja mjög með ólíkindum. Og það sem mest er vert, sú framför mann- þroskans, sem íslenskur æsku- lýður nú ber svo greinilega vitni, mun aukast og eflast, uns íslendingar munu vekja á sjer eftirtekt og aðdáun hvar sem þeir fara, ekki einungis eins og vjer vitum að til forna átti sjer stað, heldur jafnvel langt fram yfir það. Apríl—maí. Helgi Pjeturss. Árás á Berlín í nótt. London í gærkveldi: — Bretar sendu Mosquitoflugvjelar til árásar á Berlín í nótt sem leið, Var þetta þriðja nóttin í röð sem slíkar árásir voru gerðar Loftvarnaskothríð var hörð, en loft skýjað 1 iiniimHWffliiiiiiimimiiiiimimimmiinMnimiinm = ______ | Packord =, einkabifreið, mjög lítið 5 notuð, til sýnis og sölu á jjf torginu Garðastræti—• §j Vesturgötu kl. 6—7 í dag. j§ imiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimifi BRJEF: Reyhháfurinn á Þór Þeir þurfa ekki að vera hræddir um að hafa óhreint í pokahorninu, sem passa að hafa altaf gat á því. Hr. ritstjóri! SÖKUM þess að þjer birlið brjef til min í blaði yðar föstu- daginn hinn 5. maí frá Þor- steini Árnasyni, vænti jeg, að Djer komið þessu svari mínu til hans á framfæri: Herra Þorsteir.n Árnason, þar sem jeg hefi verið fjarverandi síðastliðinn hálfan mánuð, hefi jeg því miður ekki getað þakk- að þjer fyrir brjefið eða óskað ajer gleðilegs sumars, en nú skal nokkuð úr bætt. Mjer skilst á þessu brjefi DÍnu að þú viljir reyna að telja lesendum Morgunblaðsins trú um að jeg hafi skrifað „Sög- una“ í Sjómannablaðið Vík- ingur eingöngu af illvilja og ódrengskap. Er það þá ódreng- skapur að lofa þjer að heyra hvað sagt er og gefa þjer tæki- færi til að andmæla ef á þig er hallað. Það skulu samtíðar-. mennimir meta, en slagorð eins og eru í þessu brjefi þínu geta allir fundið og hvorki sanna þau eða afsanna neitt í því máli sem um er verið að ræða. En nú vil jeg nokkru nánar athuga þetta mál, því alltaf er lær- dómsríkt að deila við dreng- lyndan andstæðing, eins og jeg veit að þú ert. Hvað kom mjer til að skrifa greinina, er í stuttu máli þelta: Jeg er með henni að gagnrýna eftirlitið á skipunum, og hvorki mjer eða öðrum sjómönnum blandast hugur um að það er nauðsynlegt, því eftirlitið er ekki í svo góðu lagi sem vera skyldi, og með því að gagnrýna það, væri ef lil vill hægt að fá úr ýmsu bætt. Og ekki þarft þú að halda að með sleifarlagi þeim málum sje neinum manni greiði gerður. Sjómenn- irnir sjálfir gera áreiðanlega sitt til að halda skipunum við og sömuleiðis útgerðarmenn- irnir og jeg held að hvergi sje hægt að finna dæmi þess, að útgerðarmaður hafi haft á móti viðgerð sem skoðunarmaður hefir álilið nauðsynlega. Það eru því skoðunarmennirnir, er hafa það í sinni hendi, að halda skipunum alltaf í öruggu standi, en þvi miður er það ekki gert sem skyldi. Það væri ekkert hægra hjá mjer en að birta í þessu brjefi nokkrar klausur úr dagbókar útdráttum ýmissa skipa, sem sýna hvern- ig ástandið er á ýmsu, sem þó er nýlega eftirlitið og talið gott af skoðunarmönnum, en oft má satt kyrt liggja og mun jeg ekki gera slikt að svo stöddu máli. En nú skulum við atl^uga það sem þú segir að sje með öllu ósatt í „Sögunni", sem sje, að þú og skipaskoðunarstjór- inn hafi farið hinn 19. februar að gera skoðun á reykháf á Es. Þór. — Ennfremur sagir þú: „enda lá ekkert það fyrir, sem gaf tilefni til þess“. *Þessu svara jeg með eftirfarandi vott orði stýrimannsins: „Jeg undirritaður stýrimaður á Es. Þór, votta hjermeð að jeg bað um skoðun á skorsteininum á Es. Þór hinn 19. febrúar 1944 með vilja og vitund skipstjóra, og einnig að skoounarmaður kom *um borð þann dag og skoðaði skorsteininn. 20. 5. 1944. St. Björnsson“. Sennilega hefir þessi be’ðni um'skoðun verið munnleg en þá er heldur ekki hætta á, að hafið þið nú ekki verið í em- bættisferð er þið voruð þarna á bryggjunni, heldur á skemti- göngu, þannig mætti nú vel laga máiið til. Svo langar mig til að minnast á vottorð Lúðvíks Sigmunds- sonar, sem endar þannig: „Ástæðan fyrir því að smíði reykháfsins var ekki lokið fyrr var sú, að altaf lá fyrir vinna, að minum dqmi, sem meira lá á að framkvæina, heldur en smíði á áður nefndum reyk- háf“. Þetta er sú besta sönnun fyrir því sem jeg er að halda fram. — Hjer er það ekki tekniski ráðunauturinn sem ræður, helól ur verkstjóri í Landssmiðjunni, hann frestar því, sem honum sýnist, eftir þessu að dæma; maður, sem kemur sjaldan um borð í skipin, og veit sennilega lítið hvers með þarf, sem vo:r» er, því hann er að sjá um vinnu inm i sinni smiðju. Jeg býst nú við að þetta verði' síðasta brjeíið til þín, frá minni hendi, um þessi mál, og jeg vona að það geri sitt gagn. Jeg þakka þjer fyrir óskir þínar um sigursæla baráttu vifi höfuðskepnurnar og jeg vona að þú látir ekki eftir liggja þinn hlut til að farartækin sjeu trausl og örugg, Bæði hjá mjer og öðrum, í þeim orustum, því Ægir er vanur að ráðast á garð inn þar sem hann er lægstur. Birgir Thoroddseim. Brjóstlíkan a! Jóni Sígurðssyni UNGUR Reykvíkingur, Gest- ur Þorgrímsson (heit. Jónsson- ar í Laugarnesi) hefir sýningu á brjóstlíkönum úr gipsi, af Jóni Sigurðssyni, forseta, í sýn- ingarglugga KRON við Banka- stræti. Ber að líta tvær gerðir líkana, önij.ur í mjög hæfilegri stærð, en hin er öllu stærri og mun Gestur helst hafa í huga að hún verði í samkomuhúsum eða sölum. Eins og fyrr getur'eru líkör* þessi ur gipsi, og húðuð „oxy- deruð“. Gestur hefir ekki haldið sýn- ingu á verkum sínum, en unnið að slíkri myndsmíði um alJ- langt skeið og hafa þeir, sem fylgst hafa með verkum hans, látið í Ijós þá skoðun sína, að hann muni "vera með efnilegri. ungum mönnum í þessari grein. Ekki mun Gestur gela tekið á móti pöntunum, er afgreiða þarf/yrir 17. júní, en tekið er á móti pöntunum í verslua KRON, Bankastræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.