Morgunblaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. júní, 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Fjelagsþroski og sfjeffabaráffa FRAMTÍÐ og velferð íslensku þjóðarinnar veltur á því, að gæði landsins sjeu notuð á hyggilegan hátt, að atvinnu- vegirnir reynist arðgæfir og hægt verði að koma í veg fyrir öfgagjarna og ólífræna stjettabaráttu.Til þess að von sje um þetta þurfa samtök fólksins að byggjast á umbóta viðleitni og fjelagslegum þroska en ekki á kröfum til ann- ara og óheilbrigðum ofsa. Uppruni þjóðarinnar er nátengdur þeirri frelsisást sem bugast ekki fyrir yfirgangi. Landnemar íslands fóru hing- að af því að þeir sættu sig ekki við að vera kúgaðir af því meirihluta valdi, sem studdi einvalda konung. Þeir vildu vera frjálsir menn og hafa olnbogarúm. ¦ Allan aldur ísjensku þjóðarinnar hefir sami hugsunar- hátturinn verið mjög ríkur í eðli hennar. Hún hefir eins og allir aðrir svarið sig í ættina. Þess vegna hafa ein- staklingar hennar á öllum öldum átt örðugt með að beygja sig fyrir valdi hvaðan sem það kom, og þess vegna hafa samtök þjóðarinnar aldrei verið eins sterk eins og þegar hún hefir þurft að hrinda af sjer annarlegu valdi. Um það höfum við ánægjulegt dæmi fyrir augunum þessa dagana, enda þótt valdið, sem verið er að afnema væri áður lamað dg beygt. ^ Flestir íslenskir menn vilja því aðeins hlíta ákvörðun- um meirihluta valdsins í fjelagslífi sínu, að þeir finni að það styðjist við fulla sanngirni "og lagalegan rjett. Þjóðin er ekki fjelagslega sinnuð nema þar, sem um er að ræða sannar eða ímyndaðar rjettarkröfur, er gera þurfi til annara. Þess vegna gengur betur að halda saman fjelags- skap, sem byggist á stjettabaráttu, heldur en hinum sem byggjast þarf á fjelagsþroska. Dæmi þessu til sönnunar, eru fjelög verkamanna, iðnaðarmanna og annara smærri hópa, sem taka laun hjá öðrum. Öll þessi fjelög hafa verið rekin á stjettabaráttu -grundvelli. Styrkur þeirra og tengsli, eru kröfur á hendur annara um aukin fríðindi. Hins hefir lítið eða ekki orðið vart í starfsemi þessara fje- laga, að þau beittu valdi sínu í þá átt, að auka verkmenn- ingu með því, að tryggja aukin afköst, meiri trúmensku við vinnu, nýjar vinnuaðferðir o. s. frv. Hinu hafa þau og lítið beitt sjer fyrir, að tryggja einstaklingunum hagfeld- ari og varanlegri not þeirra f jármuna, sem þeir hafa aflað. Til að koma þessu fram þyrfti aukinn fjelagsþroska í stað stjettabaráttu sjónarmiðsins. — Svipað þessu má segja um sum samvinnufjelög landsins. Þeirra afli hefir verið beitt með mestu kappi, að því að slá niður vald og gengi kaupmanna og þá stundum meira lagt upp úr því, að græða fje og auka vald, heldur en hitt, að selja ódýr- ar og vandaðar vörur. En þetta á ekki við samvinnufje- lögin yfirleitt. Framan af æfi sinni bygðu þau á grund- velli hins sanna fjelagsþroska með því að leggja alt kapp á að hafa sem besta verslun. Sá hluti samvinnufjelags- skaparins, sem merkastur er, sem eru afurðasölufjelögin, hafa líka frá upphafi bygt á grundvelli fejlagsþroskans með aukinni vöruvöndun og annari þeirri starfsemi, sem miðar að því, að koma óunnum afurðum í söluhæft ástand. Búnaðarf jelögin eru í eðli sínu bygð eingöngu á f jelags- þroska grundvelli. Þeirra takmark er aukin þekking og bættar aðferðir við að rækta jörðina, fóðra búpeninginn, auka arðsemi hans o. s. frv. Þessi dæmi, sem hjer hafa verið nefnd, eru tekin að mestu af handahófi úr því mikla safni, sem allt fjelagslíf þjóðarinnar er. En þessi dæmi styðja þá skoðun, að eðli þjóðarinnar sje þannig, að barátta við eitthvert vald sje líklegri til að sameina mikið fjölmenni heldur en sú þjóð- nytja starfsemi, sem heimtar fjelagsþroska og framtíðar sjónarmið til tryggingar aukinni þekkingu og vaxandi manndómi. En þó að þettá sje svo, og menn hljóti að telja þfí miður; þá er hitt víst, að ef fjelagslíf þjóðarinnar á frámvegis að markast af stjettabaráttu valdinu, þá er ills vto og niður á við stefnt. En ef f jelagslífið getur fram- v^gis bygst á fjelagsþroska, þá eru framfarjxnar vísar,;,. HAPPDRÆTTIÐ. 15000 krónur: 18425 5000 krónur: 23851 2000 krónur: 6587 8710 12419 23581 1000 krónur: 1203 1309 1512 6435 9370 9551 9854 11774 11838 12671 14221 20674 218 235 240 252 302 890 1000 1751 1793 1856 1862 2073 2093 2097 2157 2410 2604 2609 2887 3308 3313 3326 3534 3749 4221 4266 4623 5030 5482 5680 5871 6041 6369 6490 6548 6574 6617 6657 6691 6746 7039 7061 7165 7271 7377 7551 7653 8235 8337 8403 8411 8482 8567 8690 8694 9417 9822 10125 10232 10534 500 Jtrónur: 244 3589 4071 5779 6031 6945 8280 9098 9663 11402 13900 15786 17944 20845 21952 22692 24595 320 krónur: 35 240 00 1751 ] 73 2093 5 04 2609 í 26 3534 c 23 5030 E 41 6369 f 17 6657 ( 61 7165 ', 53 8235 l 82 8567 l 22 10125 1( 11118 11317 11345 11544 11800 12222 12539 12781 12813 14810 14904 15516 15530 15659 15714 16299 16478 17562 17644 18129 18190 18301 18357 18738 18845 18850 19256 19718 19748 20051 20226 20260 20353 20390 20591 21003 21294 21753 22508 22703 22838 22951 23742 23967 24075 24092 24231 24244 24703 24899 200 krónur: 151 997 1587 1883 2668 3542 4613 5225 5546 5746 6269 6526 7014 7748 8452 8702 9131 9331 9857 9956 9988 10055 10083 10214 10327 10424 10616 10819 10829 10847 11237 11250 11283 11305 11400 11476 11660 11946 12001 12028 12081 12091 12148 12263 12264 12374 12475 12852 12889 13107 13186 13333 13456 13458 13503 13526 13714 13734 13757 13878 13890 13944 14097 14169 14191 14193 14243 1450L14533 14887 14932 14962 15105 15122 15256 15419 15492 15802 15804 15916 16022 16033 16216 163Ö0 16406 16449 16468 16596 16639 16733 16847 16866 16873 16934 17133 17218 17410 17667 17753 17780 17926 17960 18007 18163 18228 18298 18314 18622 18787 18896 19018 19085 19156 19308 19625 19723 19838 19855 19893 20385 20420 20443 20455 20610 20828 20875 21021 21050 21110 21176 21195 21416 21455 21535 21563 21571 21611 21671 21672 21709 21742 21743 21778 21781 22022 22106 22287 22427^22448 22628 22784 22835 22837*22882 22938 23036 23039 23077 23174 23176 23208 23324*23442 23457 23559 23875 23997 24068 24149 24261 24275 24372 24392 24426 24519 24538 24598 24620 Aukavinningar: 1000 krónur: 18424 18426 (Birt án ábyrgÖár)., 104 133 288 738 1416 1517 1849 1860 2263 2519 3149 3232 3968 4527 4759 4781 5512 5533 5686 5733 6112 6165 6413 6477 6778 6822 7596 7730 7959 8207 8597' 8617 8858 9086 9228 9312 9585 9724 265 272 1148 1248 1631 1709 2028 2057 2751 3025 3787 3836 4685 4709 5334 5486 5621 5664 5862 6028 6361 6383 6543 6634 7215 7253 7857 7926 8460 8588 8762 8778 9166 9197 9508 9509 9873 9877 víhverii ókrifar: »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»».»»»»if I * I i/lr uctQleq,ct íífi % ??* *?« **?*****» **? ?** *t*%**t**t**Z*^t******* **? f*ef inu Vill flagga dag og nótt í viku. MÆTUR BORGARI þessa bæj ar, sem vill ekki láta nafns síns getið, — eins og sagt er í gjafa- listum til góðgerðastofnanna, — hitti mig að máli núna um helg- ina og sagði mjer frá hugmynd, sem hann hafði fengið í sambandi við fánann og meðferð hans. Hug myndin var sú, að við íslending- ar ættum að hafa okkar eigin reglur um það, hve lengi fánar mættu vera við hún að kvöldlagi. „Hvaða vit er í því t. d., sagði maðurinn, að draga. niður öll flögg kl. 9 að kvöldi yfir þjóð- hásiðisdagana. Mjer finst að við ættum ao flagga núna í heila viku, dag og nótt. Það er bjart allan sólarhringin núna um sól- stöðurnar og þó að það sje venja hjá erlendum þjóðum, að taka niður fana sína á ákveðnum tíma á kvöldin, þurfum við ekki að fara eftir því. Hinsvegar er ekkert vit í að hafa flögg uppi eftir sólarlag, eða þegar dimma tekur af nóttu". Síðan þetta samtal fór fram, hefi jeg frjett, að Alþingi væri í þann veginn, að setja ákveðnar reglur um meðferð fánans. Ef til vill v'erður búið að birta þær regl ur, þegar þessi skrif koma fyrir almenningssjónir. En jeg vildi nú samt koma hugmynd borgarans á framfæri, því mjer finst hún þess verð að henni sje gaumur gefin. Flestum þykir hólið gott. EINÍST AF LESENDUM mínum, sem ekki hefir skrifað mjer áð- ur, sendir mjer langt brjef um „landsins gagn og nauðsynjar" eins og fleiri og það er nú ekki nema mannlegt, að þykja lofið gott og kanske er það þessvegna, að jeg birti upphafið á brjefinu hans, en það er á þessa leið: „Jeg hefi Iengi ætlað að skrifa þjer nokkrar línur og þakka fyrir mörg vel sögð orð í dálkunum þínum og margar ágætar uppá- stungur um ýms þarfamál. Jeg er viss um að dálkar, þínir eru mest lesnir af öllu efni blaðs- ins". Jeg þakka fyrir þessi orð og önnur svipuð, sem mjer hafa bor ist í brjefum frá kunningjunum, sem jeg hefi kynst í gegnum dálka „daglega lífsins". Og svo skulum við snúa okkur að brjef- inu. Barnaleikvellirnir eru fyrir alla. BRJEFRITARINN minnist á greinina um barnaleikvellina, sem jeg skrifaði á dögunym. í því sambandi segist hann hafa orðið þess var, að við einn ákveð inn barnaleikvöll í bænum, að næstu nágrannar við völlinn telja hann sína einkeign og fyrir sín börn og amist heldur við börn- I um, sem heima eiga lengra frá vellinum, þó í sama bæjarhverfi sje. Það er eðlilegt, að börnin haldi þessu fram, því jeg hefi orðið var við, að foreldrar þeirra sumra hafa eínmitt komið þeirri hugmynd inn hjá börnunum". 1 Vitanlega eru opinberir barna- leikvellir fyrir öll börn jafn. Göturykið. NÆSTA ÁHYGGJUEFNI þessa brjefritara er göturykið. Háfa þár flestir sömu sögu að í ?????•^•••.?.?•?••?.???•????•••???•??•??•?•A segja. Mönnum finst þáð eins og hver önnur guðsblessun þegar rigning er og margir óska eftir rigningu í stað þurks, þegar ryk- ið ætlar alla að kæfa. Jeg mintist á þetta- rykmál við . verkfræðing, sem jeg þekki, um daginn. — Hafa verkfræðingarnir ekki fundið'neitt ráð til að losa okk- ur við göturykið? spurði jeg hann. — Jú, svaraði verkfræðingur- inn. Það eru til tvö ráð til að losna við rykið. Annað er að mal bika allar götur og hitt er að steypa allar götur í bænum. Önn ur ráð eru ekki til. Það hefir verið unnið talsvert að því, að malbika göturnar í vor og í sumar. Með þeim verkfær- um og því vinnuafli, sem bærinn ræður yfir, getur það ekki geng- ið fljótara en það gerir nú. Grasblettirnir á Hring brautinni. EINU SINNI skrifaði jeg um grasblettina á Hringbrautinni. — Það var í tilefni af því, að búið var að troða niður grasblettina í austurbænum, (hjá strætisvagna verkstæðinu), en samskonar gras blettir í vesturbænum (hjá nýju bæjarhúsunum), stóðu í blóma. Jeg man eftir að jeg hældi vest- urbæingum fyrir góða umgengni í tilefni af því, hve grasblettun- um var vel við haldið. En nú er ekki hægt lengur að kalla reitina grasbletti. Sennilegra að rjetta orðið sje moldarflög. Þessir grasblettir á miðri göt- unni voru fallegir og menn bjuggust við, að þeim yrði hald- ið við. En mönnum hefir því mið ur ekki orðið að von sinni í þeim efnum. Góð hugmynd um götuhreinsun. LOKS ER HJER EITT bæjar- málið enn, og það er viðvíkjandi götuhreinsuninni. Br j ef ritarinn, sem nefndur er hjer að framan ber fram ágæt hugmynd til bóta í því málj. Hann segir: „Jeg get ekki stilt mig, úr því jeg er að skrifa þjer á annað borð, að minnast nokkrum orð- um á götuhreinsunina hjer í bæn um. Hún fer fram eins og fyrir 25 árum síðan. Nokkrir menn fara um göturnar með sópa og skóflur og moka upp í opinn hestvagn. Það þarf ekki mikinn blástur til þess að rykið og brjefaruslið þyrlist á vegfarend- ur, sem framhjá hreinsunarmönn unum ganga. Þetta finst mjer vinnubrögð, sem ekki ættu að sjást á þessari vjela- og framfara öld. Er ekki hægt að útbúa, eða eru ekki til erlendis, nokkurskonar ryksugur, sem nota mætti við götuhreinsun. Jeg- held að hljóti að vera hægt að útbúa lokaðann bíl (svipaðann sorphreinsunar- bílunum) sem væri með útbún- að til að soga upp alt brjefa- ruslið og annan óþverra af göt- unni, hefði t. d. vítt rör, sem látið væri nærri nema við renni- steininn og síðan sogdælan sett í gang og bifreiðin keyrð hægt á- fram. Þetta ætti að gerast á þeim tíma sólarhringsins sem minst væri umferðin. Jeg trúi ekki öðril en okkar ágætu verk- og vjel- fræðingar gætu látið útbúa svona tæki, ef þau eru þá ekki til er- íendis". ' "'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.