Morgunblaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLA8I8 ÞriSjudagur 13. júní 1944. {/[/. S^omeróet /v/cmaham: LARRY DERFORD í leit að lífshamingju 17. dagur — Hann ákvað að nota pening- ana til þess að kaupa sjer hús á ströndinni. Hann valdi Anti- bes, sem lá á milli Cannes og Monte Carlo, svo að auðveld- lega var hægt að ná þangað frá báðum stöðunum. En hvort það var hönd forsjónarinnar, eða örugg eðlisávísun hans sjálfs, sem stjórnaði því, að hann valdi stað, sem brátt varð mið- depill tískunnar, er ekki hægt að segja um. Nú rann upp glæsilegasta tímabilið í ævi Elliotts. Hann kom með hinn ágæta matsvein sinn með sjer frá París. og brátt vitnaðist það, að hjá honum væri bestur matur á allri strönd inni. Hann ljet þjóna sína klæð ast í hvíta búninga, með gylt- um ólum á öxlunum. Hann veitti gestum sínum af mikilli rausn. en fór þó aldrei út fyrir takmörk þess, að vera smekk- legur. Á ströndum Miðjarðar- hafsins úði og grúði af konung- legum tignum frá öllwm hlut- um Evrópu, sem heiðruðu heimili Elliotts með komu sinni. Jeg hafði þá, eftir nokkura ára ferðalög, keypt mjer hús í Cap Ferrat og sá Elliott því oft. Jeg hafði meira að segja vaxið svo í áliti hjá honum, að hann bauð mjer í nokkur af stærstu Bamkvæmum sínum. Elliott var hreykinn af hinu nýja húsi sínu, og var umhugað um, að sýna systur sinni það. Hann hafði ætíð virt álit henn- ar mikils, og vildi að hún sæi umhverfi það, sem hann nú bjó í, og kyntist vinum sínum. — Hann skrifaði henni, og bað hana að koma með Isabel og Gray og dvelja, sem gesti sína, á Hótel du Cap, sem var rjett hjá heimili hans, þar eð hann hefði rúm fyrir þau öll þar. Frú Bradley svaraði, að hún gæti nú ekki lengur ferðast, heilsu sinnar vegna. Gray gæti heldur ekki farið frá Chica- go. Hann græddi nú óhemju mikið af peningum og væri alt- af önnum kafinn. Elliott þótti mjög vænt um systur sína, og varð órólegur, þegar hann fjekk brjef hennar. Hann skrifaði Isabel. Hún svaraði með skeyti, að þótt móðir sín væri engan veginn vel frísk, yrði að liggja í rúminu einn dag í viku, þá væri hún ekki í neinni lífs- hættu, ætti að geta lifað lang- an tíma enn, ef hún fengi góða hjúkrun. En Gray þyrfti að hvíla sig, og kæmu þau því 'til Evrópu næsta sumar. 21 október kom hrunið í New York. Jeg vár þá í Lundúnum. Fyrst gerðum við þar okkur ekki grein fyrir, hve alvarlegt á- standið var, nje hve ömurlegar afleiðíngar hrunið myndi hafa. Jeg tapaði mjög litlu sjálfur. Jeg vissi, að Elliott hafði brask að mikið, og var hræddur um, að hann hefði fengið illa út- xeið, en hitti hann ekki, fyrr en við komum báðir til Riviera- strandarinnar um jólaleytið. Hann sagði mjer þá, að Henry Maturin væri dáinn og Gray eignalaus. Jeg er illa að mjer í viðskipt um, og er því hræddur um, að frásögn mín af atburðum þeim, er Elliott sagði mjer frá, verði nokkuð ruglingsleg. Mjer skild ist, að hin hörmulegu endalok fyrirtækis þeirra Maturin- feðga væru sumpart að kenna einþykni og sjálfsáliti Henry Maturins og sumpart fífldirfsku Gray. Henry Maturin vildi fyrst ekki trúa því, að hrunið væri alvarlegt. Hann taldi sjálf um sjer trú um, að þetta væri aðeins samsæri veðlánara í New York til þess að leika illi- lega á starfsbræðrum þeirra úr sveitunum, og hann beit á jaxl- inn og helti út peningum til þess að styðja markaðinn. Hann hamaðist gegn Chicago veðlánurum þeim, er ljetu bug ast fyrir þorpurum þessum í New York. Hann hafði altaf hælt sjer af því, að enginn af minni skjólstæðingum hans, ekkjum, með litlar tekjur, em- bættismönnum,sem hættir voru störfum, o. s. frv., hefðu nokkru sinni tapað eyrisvirði á því, að fara að hans ráðum, og nú borg aði hann þeim úr eigin vasa fremur en láta þau bíða tjón. Hann sagðist vera reiðubúinn til þess að fara á höfuðið sjálf- ur, hann gæti orðið ríkur aft- ur, en hann gæti aldrei litið framan í nokkurn mann, ef þetta gamla fólk, sem treysti honum, misti alt sitt. Hinar miklu eigur hans gengu brátt til þurðar, og kvöld eitt bilaði hjartað skyndi lega.Hann var þá á sjötugsaldri Hann hafði altaf unnið mikið, borðað of mikið og drukkið sleitulaust. — Gray var nú einn eftir. Tilraunir hans til þess að gE£Íða fram úr vandræðunum, mistókust. • Jeg er ekki vel kunnugur því, sem eftir er sögunnar. Isabel seldi skartgripi sína. Það eina, sem þau áttu eftir, var plante- kran í Suður-Karólínu, sem var á nafni Isabel. Þau fengu engan kaupanda að henni. Gray var þannig algjörlega eigna- laus. „Og hvað um þig, Elliott?" spurði jeg. „O-o, jeg kvarta ekki", svar- aði hann glaðlega. Það var ekki á honum að sjá að kreppa væri á, sem helming- ur veraldarinnar riðaði undir. Ástæðuna uppgötvaði jeg af tilviljun: Elliott var um þetta leyti hættur að fara til Eng- lands, nema einu sinni á ári, til þess að kaupa sjer föt. En hann bjó enn í íbúð sinni í París þrjá mánuði á haustinu og í maí og júní, en þá voru engir vina hans á Riviera-ströndinni. Jeg dvaldi af tilviljun einn dag í París um vorið, á leið minni til Cap Ferrat, og bað Elliott að borða með mjer há- degisverð. Þegar við höfðum lokið við að borða, stakk hann upp á því, að við heimsæktum nokkr- ar forngripaverslanir þar í ná- grenninu. Þótt jeg segði honum, að jeg hefði enga peninga til þess að kaupa fyrir, hafði jeg gaman af fylgjast með honum. Við fórum í gegnum Place Vendome, og þá spurði hann mig, hvort jeg vildi koma með sjer til Carvets sem snöggvast. Það var verið að sauma handa honum nærföt, og átti að sauma upphafsstafi hans í þau. Skyrturnar voru ekki búnar, en buxurnar, sem afgreiðslu- maðurinn náði í til þess að sýna honum, virtust mjer alveg eins og þær, sem jeg var vanur að kaupa hjá Macy. En það, sem dróg að sjer athygli mína var, greifakóróna, sem var fyrir of- an stafina E. T. En jeg sagði ekki orð. „Þetta er prýðilegt", sagði Elliott. „Prýðilegt. Þjer send- ið þetta svo heim, þegar skyrt- urnar eru búnar". Við gengum út á götuna, og Elliott sneri sjer að mjer, og brosti. „Tókstu eftir kórónunni? Jeg mundi eignilega ekkert eftir henni, þegar jeg bað þig að koma með mjer til Carvets. ¦— Jeg held jeg hafi ekki fengið tækifæri til þess að segja þjer, að jeg hefi tekið gamla fjöl- skyldutitilinn upp aftur". „Hvað segirðu?" hrópaði jeg, og gleymdi allri kurteisi. . Elliott lyfti augabrúnunum með vanþóknun. „í móðurætt mína er jeg kom inn af greifa, sem kom til Eng- lands í fylgdarliði Filipps II. og giftist hirðmey Maríu drottn- ingar. Jeg hygg, að jeg hafi aldrei sagt þjer það, að jeg dvajdi í Róm í september 1929. Mj'er leiddist að fara þangað, því að auðvitað er enginn í Róm um það leyti, en það kom sjer mjög vel fyrir mig, að skyldurækni mín skyldi verða yfirsterkari löngun minni í ver aldlegar skemtanir. Nokkrir vina minna þar sögðu mjer, að hrunið væri að koma, og ráð- lögðu mjer að selja öll amerísk verðbrjef sem jeg ætti.Jeg sendi Henry Maturin skeyti um að selja alt, og kaupa gull fyrir, og Louisu sendi jeg annað skeyti um að gera slíkt hið sama. En hún fór ekki að orðum mínum, og kom það henni í koll síðar". „Svo að þú hefir verið búinn að koma ár þinni vel fyrir borð þegar hrunið kom?" 1 Buick 1 = bíll til sölu og sýnis á I horninu Vesturgötu— I I Framnesvegi kl. 7—10 í | kvöld. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU. Gullfuglinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 3. og hinir höfðu fengið, síðan lagði hann af stað. "Þegar hann hafði gengið nokkra leið, settist hann niður, til þess að fá sjer bita, og hann var rjett búinn að opna malinn, þegar refur kom fram úr kjarri þar skamt frá, nam stað- ar og horfði á konungsson. „Æ, góði, gefðu mjer svolítinn matarbita", sagði ref- urinn. Jeg gæti nú sjálfsagt notað matinn minn sjálfur", sagði konungssonur, „því ekki veit jeg, hve langt jeg þarf að fara, en svo mikið hef jeg í malnum, að jeg get gefið þjer bita með mjer". Þegar refurinn hafði fengið kjötbita að bíta í, spurði hann konungsson, hvert hann ætlaði. Og honum var sagt það. ,,Ef þú vilt hlýða mjer, þá skal jeg hjálpa þjer, og þá mun þjer ganga vel", sagði refurinn. Þessu lofaði konungssonur og svo lögðu þeir af stað saman. Þeir hjeldu nú áfram ferðinni um stund, þar til þeir komu til borgarinnar, þar sem gistihúsið var, þar sem altaf var gleði og glaumur, en aldrei sorg. „Hjer verð jeg að fara framhjá, hjer eru svo margir hundar", sagði refurinn, og svo skýrði hann konungssyni frá því, hvar bræður hans væru niður komnir. ,,Og far- irðu þar inn, þá losnarðu þaðan heldur ekki aftur", bætti hann við. Konungssonur lofaði refnum að fara ekki inn í gisti- húsið, hann gaf honum meira að segja hendina upp á það, og svo skildu þeir. En þegar konungssonur kom að gisti- húsinu og heyrði allan glauminn og gleðina þar, þá fanst honum hann endilega mega til með að fara inn, og þar hitti hann bræðurna sína báða og þegar þeir fóru að tala saman og skemta sjer, þá fór það svo að hann gleymdi bæði refnum og gullfuglinum, ferðinni og föður sínum. — En er hann hafði dvalið þar um hríð, kom refurinn. Hann hafði þá vogað sjer inn í bæinn þrátt fyrir alt. Hann stakk hausnum inn um dyragættina og glápti á konungsson og sagði, að nú yrðu þeir að halda af stað. Þá kom konungs- son til sjálfs sín aftur og þeir lögðu af stað. Þegar þeir höfðu lengi ferðast, sáu þeir stórt fjall langt í burtu. Þá sagði refurinn: „Þrjú hundruð mílum fyrir handa þetta fjall er gylt linditrje með gullblöðum á og í þessu trje situr gullfuglinn, sem þú ert að leita að". Frúin: — Ó, hvað jeg er feg- inn, að þú ert kominn heim. Jeg gaf betlaranum þarna nokk uð af miðdegisverðinum og síð an hefir hann sofið þarna í stólnum. Maðurinn: ¦— Ertu þá viss um, að hann hafi ekki steindrep ist? * Ritstjórfnn: — Sögulega sjeð er þessi saga yðar alröng. Skáldið: — En samt er hún sögulega sjeð eitthvað það besta, sem jeg hefi látið frá mjer fara. * • Ritstjórinn: — Þessi saga er alls ekki prenthæf. Það stend- ur hjer, að aðal kvensöguhetj- an hafi verið alsnakin. Skáldið: — Já, en jeg hyl hana í næsta kafla með sam- viskubiti. * Gesturinn: — Svo sjáið þjer um, að jeg komist á járnbraut- arstöðina í tæka tíð, eða er það ekki? Gestgjafinn: — Nei, það geri jeg ekki. Gesturinn: — Það er skrítið. Allir vinir mínir sögðu mjer, að þjer mynduð ná í mig og flytja mig aftur burt. Gestgjafinn: — Þeir hafa þekt yður betur en jeg. • Oldungur: — Það stendui" hjer, að í London sje ekið yfir mann á hverjum hálftíma. Kona hans: — Aumingja maðurinn. .* Dóttirinn: — Hefirðu heyrt það, pabbi, að það er búið að! taka stærsta hótelþjóf í New York fastan. Faðirinn: — Hvaða hóteli stal hann? * Mæja: — Svo þú ert búin að segja Kalla, að þú elskir hann, eftir alt saman? Malla: — Jeg ætlaði ekki að gera það, en — en hann yeiddi það upp úr mjer. * Stúlkan: — Mjer virðist myndin af mjer altaf verðaJjót ari og ljótari. Málarinn: — Já, verið þjer rólegar, hún er bráðum búin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.