Morgunblaðið - 14.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1944, Blaðsíða 1
5 BÆIR B NORÐUR-FRAKKLANDI FALLA i I ; I Fyrsiu myndir írá innrásinni. Bandamenn sækja hvarvetna fram London í gær. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BANDAMENN hafa í dag sótt fram meðfram allri víg- línunni í Norður-Frakklandi, og fimm bæir hafa fallið í þeirra hendur. Mótspyrna Þjóðverja fer harðn- andi, en það virðist ekki ætla að draga neitt úr framsókn bandamanna. Meðal bæja þeirra, sem bandamenn hafa tekið í dag er Troarn og hefir því hægri fylkingararmur bandamanna sótt fram um 8 km. Á þeim hluta vígstöðv- anna berjast Bretar og Kanadamenn. Aðrir bæir, sem bandamenn hafa tekið eru Montebourgh á Cherbourghskaga, Le Ham, sem er fyrir vestan Mederet ána og 5 km- fyrir suðvestan Montebourgh, Pont Labbe, sem er við járnbrautina frá Chef du Pont til Sainte Mere Eglise og Balleroy, sem er fyrir sunnan Bayeaux — Saint Lo þjóðveginn. . MORGUNBLAÐIÐ birtir í dag fyrstu ljósmyndirnar, sem borist hafa hingað til lands af innrás bandamanna í Norður-Frakkland. Myndir þessar komu í gærmorgun til O. W. I., er nákvæmlega var liðin ein vika frá því að innrásin hófst. A myndinni hjer að ofan sjást her menn vaða í land frá innrásarpramma á Frakklandsströnd. Reykur frá sprengingum sjest víða á myndinni, en til vinstri er amerískt innrásarskip. Mynd þessi var tekin þann 6. júní, daginn, sem innrásin var gerð. Innrásin hefir gengid framar — segir Eisenhower. EISENHOWER hershöfðingi gaf í kvöld út tilkynningu til allra hermanna, sem eru undir hans stjórn og annara, sem starfa að innrásinni í Frakk- land, og var hún á þessa leið: ,,Mikið var traust mitt til ykkar, á hugrekki ykkar og hæfni, áður en innrásin hófst. En þið hafið samt náð meiri árangri fyrstu 7 daga innrás- arinnar en jeg hafði bjartsýn- ustu vonir um áður en bardag- arnir hófust“. „Þið eruð ein heild banda- manna og hver einstök deild vinnur til þess, að heildin nái sem bestum árangri. Það er sama, hversu löng og erfið bar- áttan verður, þið munuð gera skyldu ykkar til að endurreisa frjálst Frakkland og til að frelsa alla Evrópu, sem nú er á valdi nasista. Þið munuð eyði- leggja vígvjel nasistánna". ,,Jeg óska ykkur innilega .til hamingju me(ð hinn glæsilega árangur, sem þið hafið áunnið í byrjun í hinu mikla hlutverki. Frelsiselskandi menn hvar í heiminum sem er munu segja með mjer í dag: „Jeg er hreyk- inn af ykkur“. Rússar hefija sókn á norðurvígstöðvum Finnlunds London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. AFTONBLADET í Stokkhólmi birtir fregn am það í dagdag frá frjettaritara sínum í Helsingfors, að Rrissar hafi byrjað sókn gegn Þjóðverjum hjá Liza-ánni á Norður-Is- hafsvígstöðvunum. Liza-áin rennur í Norður-Ishafið um 50 km. fyrir vestan Murmansk, samhliða landamærum Rúss- iands og Finnlands um 35 km. fyrir innan rússensku landa- mærin. Ekki hafa borist nánari fregnir af þessari sókn ennþá og ekki er hennar getð í fregnum Rússa. Sóknin á Kirjálaeiði. Frjettaritari Reuters í Moskva, Duncan Hooper sím ar í dag, að Rússar haldi á- fram sókn sinni á Kirjála- eiði og _ sjeu nú 50 km. frá Viborg og eiga eftir 35 km. að hinni gömlu Mannerheim- línu, þar sem mest var bur- ist 1939. Rússa-r tefla fram „Voroshilov1 ‘ -skriðdrekum á þessum vígstöðvum, en Finn- ar verjast hraustlega. Sum virki Finna á þessum slóð- urn eru-gerð úr 20 feta þykkri steinsteypu og eru klædd stálplötum og gummi-einangr- un. Rússar sækja fram í þrem- ur fylkingum- — meðfram ströndinni, eftir þjóðveginum til Yiborg og að norðvestan. Rússar verða að fara yfir landsprengjusvæði, þar sem, tug-þúsundir sprengja hafa verið settar. Finnar hafa flutt alla ó- breytta borgara burt af bar- dagasvæðinu. Sumar víggirð- ingar Rússa voru ekki nema hálfgerðar þegar Finnar tóku ]>ær. Kastaði sjer á sprengju. London í gærkveldi: — Bresk- ur hermaður, sem barðist í j Burma, hefir verið sæmdur Georgskrossinum, að honum jlátnum. Hann vann það afrek, að hann kastaði sjer yfir hand- I -V „ sprengju, sem var að sprmga, jog bjargaði þar með lífi margra jfjelaga sinna. Sjálfur beið hann samstundis bana. — Reuter. Hernaðarástand í Svendborg Frá danska blaðafull- trúanum. Á MÁNUDAGINN var Svendborg sett í hernaðará- stand og mönnum bannað að vera á ferli úti milli ld. 9 á kvöldin og 5 á morgnana. Síðdegis í dag vri' skýrt frá því í Stokkhólmi og Lond- on, að þessar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna stórkost- legra skenidarverka, sem danskir föðurlandsvinir unnu á laugardaginn var. Kl. 10,30 komu föðurlands- vinir á skipasmíðastöð, þar sem 4 þýskir tundurdufla- slæðarar lágu til skoðunar. Þeir fengu verkamennina til þess að fara burt, og skömmu síðar sprakk fyrsti tundur- duflaslæðarinn í loft upp. Síðan urðu sprengingar í hin um þremur, Gereyðilagðist einn þeirra, en hinir tveir sukku. (hangsha fallin London í gærkveldi. JAPANSKA yfirherstjórnin hefir tilkynt töku stórborgar- innar Changsha í Hunanfylki í Kína. Þetta er ein mesta borg fylkisins, og er Kínverjum mik ill bagi að falli hennar. Var mik ill iðnaður í borginni og hún er samgöngumiðstöð. Ostaðfestar fregnir herma, að Japanar sæki þegar fram frá Changsha og hafi þarna mikið lið, og sje baráttan hvarvetna mjög erfið fyrir Kínverja, þar sem þá skorti allmjög bæði vjelahergögn og flugvjelar. — Japanar segja, að Kínverjar hafi beðið mikið manntjón í bardögunum um Changsha. Góður árangur. Sókn bandamanna til Troarn, sem er fyrir austan Caen, er talin sjerstaklega góður ár- angur. Taka Balleroy er einnig talin þýðingarmikil, því þar með hafa bandamenn sótt fram fyrir sunnan Bayeaux um 15 km vestur af 'Tilly sur Seulles. — Á þessum slóðum er skóg- lendi. Er þar gott til Varnar, en einnig tækifæri fyrir sókn- arliðið, að umkringja sveitir í skógunum. Hinsvegar er ekki hægt að koma þar við skrið- drekum að neinu ráði. Harðir bardagar. Bandáríkjamenn, sem tóku Montebourgh sækja fram til að reyna að komast yfir veginn, sem liggur í suður frá Valognes til Saint Jores, en þar samein- ast vegurinn þjóðveginum frá Carentan. Umhverfis Carentan er enn mikið barist og veita Þjóðverjar þar öflugt viðnám. Hernaðarstaðan hefir ekki breyst neitt milli Carentan og Lison. Það er ekki ljóst hvor aðilinn hefir Tilly sur Seulles á sínu valdi, en sú borg getur varla haft mikla þýðingu fyrir hvorn aðilann, sem er úr þessu. Á þessu svæði er ekki hægt eins og er að gera sjer neina grein um vígstöðuna. Þjóðverjar verjast enn í Ca- en. Hafa bandamenn gert óg- urlegar loftárásir á borgina og herskip bandamanna hafa skot ið úr fallbyssum á hana und- anfarna daga. Bandamenn hafa frumkvæðið. I aðalherstöðvum banda- manna í kvöld gætir mikillar bjartsýni vegna þess árangurs, sem þegar hefir náðst. Bent er á,- að bandamenn hafi þegar komið miklu af vjelahergögn- um, skriðdrekum og öðru á Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.