Morgunblaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Mánudagur 19. júní 1944, Hátíðahöldin á Þingvöllum BÁRU VOTT UM ÞJÓÐLEGA EININGU Hjer verður í fám orðum sagt eitt og annað um þjóð- hátíðiná á Þingvöllum, til þess að þeir, sem fjarstaddir voru, geti gert sjer í hugar- lund hvernig var svipur há- tíðarinnar, alt fram til þess að hátíðahöld byrjuðu á efri vöiiunum þ. 17. júní kl. 4 e. h En eftir það fór tilhögun h itíðarinnar nokkuð á ann- an veg en til var ætlast, vegna veðurs og fleiri trufl- ana og óvæntra atburða. VeSJrlð og vegirnir. Á föstudagskvöld var komin úrhellis útsunnanrigning í Reykjavík og hvassviðri, eins eindregið illviðri og verst get- ui verið á þessum tíma árs. Ailir sáu þá, að það myndi ganga kraftaverki næst, ef komið yrði bjart veður næsta dag, Þeir. sem heima voru, aumkv uðu. .nú hið forsjála fólk, sem farið var til Þingvalla og lægi nú þar í misjöfnum tjöldum við ljelegan aðbúnað. Ymsum, sem heima voru, varð ekki svefnsamt um nótt- ina af áhyggjum út af því, hvort svo illa kynni að takast til, að þjóðhátíðin á Þingvöll- um myndi drukna í hellirign- ingu. Snemma morguns þ. 17. júní hafði veður lægt, og rigningar- laust var fram undir kl. 7, en þykkur þokuhjálmur grúfði yf- ■ir, svo hvergí sáust skýjaskil. Gg um kl. 7 byrjaði að rigna. Vonir um alla veðurhepni fyrir dagínn voru nú útkulnaðar að heita má. Bílaferðir úr Reykjavík byrj uðu snemma. Streymdu bílarn- ir á sjöunda tímanum í stríðum straumum austur eftir Mosfells sveitar og Mosfellsheiðarveg. Tilætlunin var, að bílar frá Þingvöllum skyldu aka gamla veginn niður hjá Geithálsi, svo bílstjórar nytu einstefnuakst- urs méstan hluta íeiðarinnar, eins og um Alþingishátíðina 1930 Vakti það því nokkra furðu, er bílar komu akandi austanað eftir nýja Mosfells- hei'ðarvegi. En skýringin á því var sú, að svo stórfeld hafði rigningin veríð á Mosfellsheiði þá'Um nóttina, að menn treystu því ekki, að gamli heiðarveg- urinn um Geitháls væri lengur fær, þó gerðar hefðu verið á horaim nokkrar umbaetur. En það leyndi sjer ékki, er til Þingvalla kom, að úrfelli haföi verið mikið þar um slóð- ir,'því Öxará beljaði fram kol- mórauð, svo ólgandi vatns- flaumurinn var um allar eyr- aj hénnar, en Öxarárfossinn tók undtr sig vel helmingi breið- árí hergbrún en. hann gerir vanalega að sumarlagi. í tjaldborginni. Sá, sem þetta ritar, kom á Þingvöll um kl. 8 að morgni og •fór rakleitt upp í tjaldborgina á efri völlunum. Um þetta leyti var. óslitinn fólksstraumur frá bílastæðunum uppi á gjár- fcarmt niður gjána og í tjald- borgina. Flest það fólk, sem gist hafði þar um nóttina, var komið á En rigningin varð til trafala kreik. En í stöku tjaldi lá fólk fyrir enn. Sum • tjöldin voru ekki erfn tekin til íbúðar. Höfðu húsbændur þeirra tjaldað á föstudegi, sjer til hagræðis há- tíðisdagana, en gist heima um nóttina. Ýmsir höfðu haft erfiða nótt, og engir góða. En engan heyrði jeg æðrast um það. Allir, .ungir sem gamlir, tóku þeim óþæg- indum með mestu geðstillingu. Menn voru ekki komnir til Þingvalla að þessu sinni til þess að njóta þar náttúrufeg- urðar, heldur til þess, fyrst og fremst, að vera viðstaddir ó- gleymanlegan, sögulegan, hjart fólginn atburð. Gott veður hefði vitaskuld aukið á á- nægjuna, prýtt atburðinn, en var ekkert aðalatriði að þessu sinní. -Jeg hafði að vísu ekki tal af þeim, sem dulmögnuð náttúra Þingvalla ljek verst þessa nótt. En það voru þeir, sem vöknuðu við, að þeir alt í einu lágu í beljandi vatnsflóði. Jafnvel ekki kunnugustu mönnum á þessum slóðum gat dottið í hug, að eina hásumar- nótt hlypi svo mikill vöxtur í Öxará, að hún spýtti vatnsæð- um gegnum gjáfrimann eystri. En þegar hún er í miklum vexti, spretta lækir alt í einu um und irgöng gegnum bergið, og flæða niður yfir véllina. Og svo var þessa nótt. Samfara þvb sem stormur var svo mikill af suð- austri framanaf nóttu, að sum- ir vöknuðu í ofboði og fanst sem jörðin sjálf væri orðin kvik og kominn jarðskjálfti. En jarðskjálftafregnin fjekst ekki staðfest. frekar en ýmsar kvik- sögur á ófriðartímum. Mjer var sagt, að 30—40 tjöld hefðu lent í vatnsflaumn- um. En þarna um morguninn, er fólk reis á fætur, voru þess- ir skyndilækir mörgum til hag- ræðis. Því þarna gátu menn þvegið sjer. „Gleðilcga hátíð“. Það leyndi sjer ekki, er mað- ur gekk um tjaldborgina, að al- menningur er orðinn vanur úti- legum. Ungt fólk var í meiri hluta meðal næturgestanna á völlunum, hentuglega klætt í þessum kringumstæðum. Menn éiga ekki að leggja áherslu á skartklæðnað á Þingvallahá- tíðum. Meira um vert að vera í hátíðaskapi, hvað sem á dyn- ur. Og svona var þarna. Vita- skuld kann að vera, að fundist hafi einhverjir, sem úrillir voru yfir geðbrigðum veðrátt- unnar. En jeg hitti þá ekki. í brekkunni fyrir ofan tjald- borgina var hægt að gera sjer í hugarlund, hve tjöldin þarna myndu vera mörg, og taldist mjer til, að þau væru ekki inn- anvið 2500, ef með voru talin þau, sem voru á dreifingi aust- ur um hraunið. En»þau voru nokkur. Á sjálfum vöilunum voru tjöldin í nokkurn veginn skipu lögðum röðum. En þyrpingin vitanlega ekki eins áferðar- ,fall@g og tjaldborg Alþingishá- tíðarinnar 1930, vegna þess, hve tjöld þessi voru misjöfn að stærð og gerð, sum svo smá, að menn gátu aðeins legid þar út af einn eða tveir. í ■tjaldborginni þénna morg- un leyndi það sjer ekki, að þarna ríkti sami andi og svo greinilega kom fram í góðviðr- inu Þingvalladagana 1930. Þarna voru allir vinir og bræð- ur, þó þeir aldrei hefðu sjest. Hvergi, nema á Þingvöllum, nýtur sín sá þjóðlegi einhugur, sem altaf er til í hugarfylgsn- um hvers einasta íslendings. Þar eiga menn hægt með að gleyma öllu öðru. Þar hverfur allur ókunnugleiki og þurku- .skapur manna á milli. Þar finna menn best samhygð og skyldleika við alt, sem íslenskt er. Þenna drungalega rigningar- morgun heilsuðust menn svo hjartanlega., og óskuðu öllum, sem þeir hittu, gleðilegrar há- tíðar, eins innilega og þeir óska börnum sínum gleðilegra jóla. Þokan, útsynningurinn og rigningarúðinn hafði engin á- hrif á hugi manna. Þeir voru í sólskinsskapi. Úr tjöldunum heyrðist söngur og gleði. Sum- ir kváðu við raust. Aðrir sungu. Og þó var hjer um engan ofsa- gáska að ræða. Börnin. Þarna var fólk á öllum aldri. Smábörn, sem höfðu verið tek- in með, annaðhvort af því, að enginn var eftir heima til að gæta þeirra. Ellegar af því, að þau áttu að geta sagt frá því, þegar þau vitkast, að þau hefðu verið á þjóðhátíðinni 1944, er lýðveldið þeirra var stofnað. Sum þeirra höfðu fengið litla, íslenska fána, sem þau veifuðu óspart. Litlu fánana þeirra ætla ■fnæðurnar að geyma niðri í skúffu í nokkur ár, til þess að geta sagt við börnin sín, sem þarna voru, og enn eru óvit- ar: Þessum fána veifaðir þú, og með þenna fána gekst þú á lýðveldishátíðinni. Mikið gekk á. Er jeg á tíunda tímanum sneri fró tjöldunum aftur, hjelt hinn samanhangandi fólks- Hátíðargestir ganga niður Almannagjá, snemma morguns þann 17. maí. — (Ljósm. U. S. Army Signal Corps). ^straumur áfram niður úr gjánni. Það var vöxtur í mann- elfunni, eins og í Oxará. Jeg hitti Geir Zoega vega- málastjóra á Oxarárbrúnni hans nýju. Hann ljet breikka gömlu brúna, sem var aðeins fyrir einstefnuakstur. Nú er þar komin breið og myndarleg brú, en gamla brúin er mið- partur hennar. Kolmórauð Oxaráin beljaði þar undir í sinni gljúfraþröng. „Jeg ljet taka undirstöðurnar undan brúnni í gær“, sagði vegamálastjórinn. „Veistu það“, sagði vegamála stjóri, „að nærri var kviknað í Valhöll í nótt?“ Jeg hafði ekki heyrt þau tíðindi. Það varð eld ur laus í eldhúsinu, en varð slöktur fyrir snarræði einnar starfsstúlkunnar. Hún á rífleg verðlaun .skilið fyrir að hafa varnað því, að þar væri ekki annað en brunarúst í morgun. A ýmsu hefir gengið á Þing- völlum aðfaranótt þjóðhátíðar þessarar. Menn svipast um. Er að Lögbergi kom, var þar margt manna til að skoða þar umbúnað þann, sem gerður hafði verið fyrir þingfundinn, pallinn,er klæddur var dökk- mórauðu klæði, svo hann skæri sig ekki um of úr 1 -Mt, við dökt, mosavaxið hraunið, o. fl. Þar sáu menn, eftir uppdrætti þeim, sem fylgdi hátíðarskránni, hvar þingmannabekkir voru, . forsetastóll og skrifara, hvar ræður skyldu haldnar og ávörp flutt o. s. frv. Af því gátu menn áttað sig á því, hvar helSt þeir vildu velja sjer stað, .1 áhorf- endahópnum, þegar mannþröng’ in hefði þyrpst um þingstaðinn helga. Þar mætti jeg Páli ísólfssyni. Að honum flögruðu áhyggjur útaf veðrinu, ef það skyldi taka upp á því að versna. Því er hjer var komið, var úrfellislaust að mestu. En við komum okkur fljótt saman um, að mestu máli skifti, að söngfólk og aðrir hefðu hið innra sólskin. Þá myndi alt ganga vel, hvernig sem viðraði. Til Valhallar voru engir; gestir komnir enn. Þeirra var, von um kl. 11. Því þingmenn og gestir ríkisins á hátíðinni voru viðstaddir athöfnina á Austurvelli kl. 9, er forseti Sameinaðs þings lagði blóm- sveiginn við fótstall Jóns Sig- urðssonar. Gistihúsinu var lok- að ennþá, enda beindi enginn af mannfjöldanum, er kominn var til Þingvalla, leið sinni þangað. | Skógræktargjöfin. Kl. 11 komu nokkrir menn saman í Þingvallabænum. Það, var Þingvallanefnd, stjórn Skógræktarfjelagsins og skóg- ræktarstjóri. En þangað var, von á Jóni Guðmundssyni gest- gjafa og bónda á Brúsastöðum, til þess að hann lýsti þar gjöf sinni, sem fyrir nokkru er þjóð- kunn orðin, fyrir þeim, sem við gjöfinni eiga að taka og sjá um, að hún verði notfærð, sam- Framhald á bls. §

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.