Morgunblaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Mánudagur 19. júní 1944, LARRY DERFORD 1ÁJ. JJomeríet njaitali <,am: í leit að lífshamingju — 21. dagur — Gullfuglinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 7. til konungshallar, en er þangað kom, vildi jómfrúin fagra ekki segja eitt orð, hún varð föl og guggin ásýnd- um, hesturinn varð magur og vesaldarlegur, svo að það mátti telja í honum rifin, en fuglinn söng ekki og það lýsti ekki lengur af fjöðrunum hans, En refurinn var á stjái nærri bænum, þar sem gisti- hús glaðværðarinnar var, og beið eftir konungssvni og meyjunni fögru og var hissa á að þau skyldu ekki koma aftur. Hann flæktist þarna lengi um og beið, en að lok- um kom hann af tilviljun niður til strandar, og þegar hann sá tunnuna, sem var á reki til'og frá við strönd- ina, kallaði hann á hana: „Ertu tóm, tunna?“ „Æ, nei, það er jeg“, sagði konungssonur í tunnunni. Refurinn lagði nú til sunds, eins fljótt og hann gat, náði í tunnuna og tók að ýta henni til lands. Svo fór hann að naga af henni gjarðirnar og þegar hann var búinn að því, sagði hann við konungsson: „Spyrntu nú í“. Konungssonur tók nú til að sparka og spyrna og fjell þá tunnan í stafi. Síðan lögðu þeir af stað saman til hall arinnar, og þegar þeir voru þangað komnir, varð hin fagra mey aftur blómleg og tók að tala, en hesturinn varð svo feitur og fallegur, að það stirndi á hvert hár, fugl- inn ljómaði og tók að syngja, en meyjan unga sagði: — „Þetta er sá, sem bjargaði okkur“. Nú átti næstyngsti konungssonurinn að fá fallegu stúlk una, sem hann hafði bjargað, fyrir konu, og kóngsdótt- ir var hún, en hvort bræður hans hafa verið settir í tunn ur eða ekki, það hefi jeg aldrei fengið að vita. Síðan var búið til brúðkaups, en fyrst sagði refurinn við konungsson, að hann yrði að höggva af sjer höfuðið, og hvernig sem brúðguminn ungi færðist undan því, þá dugði það ekki. En um leið og höfuðið var af refnum, breyttist hann í forkunarfríðan konungsson, hann var þá bróðir meyjarinnar fögru, sem þeir björguðu úr trölla- höndum. — Lifðu þau öll lengi í góðu gengi. ENDIR. Stilling hans hafði þau áhrif á hin, sem hann hefir sennilega ætlast til. Þau urðu rólegri, en horfðu samt enn ástúðlega á hann. Jeg er ekki að gefa í skyn með þessu, að hann hafi svarað hinni eðlilegu kæti þeirra með óviðeigandi kulda. Þvert á móti var hann innileg- ur og hrífandi. En í fari hans varð jeg var við eittthvað fjar rænt, sem jeg vissi ekki hvað táknaði. „Hversvegna komstu ekki fyrr til okkar, dóninn þinn?“ hrópaði Isabel og þóttist vera reið. „Jeg hefi legið út í glugga síðustu fimm dagana, í von um að sjá þig koma, og í hvert sinn, áem dyrabjallan hringdi, kom hjartað hoppandi upp í hálsinn á mjer, svo að jeg mátti hafa mig alla við, til þess að geta gleypt það aftur“. , Larry hló. „Jeg flaug til Lundúna, til þess að fá mjer föt“. Hann var í bláum fötum, sem fóru vel við grannan vöxt hans, hvítri skyrtu, með blátt silki- bindi og í brúnum skóm. Hann hafði nú látið skera hár sitt og raka skeggið. Hann var mjög snyrtilegur. En nú sást enn bet ur, hve magur hann var. Mjer virtust kinnbein hans enn hærri, gagnaugun holari og augun, í djúpum augnatóftun- um, enn stærri en áður. En þrátt fyrir það alt leit hann mjög vel út. Andlit hans, sól- brent og sljett, var ótrúlega unglegt að1 sjá. Hann var ári yngri en Gray. Þeir voru rúmlega þrítugir. En Gray virtist tíu árum eldri en hann var og Larrý tíu árum yngri. Hreyfingar Gray voru þunglamalegar, vegna þess hve hann var feitur, en hreyfingar Larry voru Ijettar og fjaður- magnaðar. Framkoma hans var drengjaleg og fjörleg, en auk þess var í henni alvöruþungi, sem jeg hafði ekki tekið eftir áðúr. Nú voru litlu stúlkurnar sótt ar, og kyntar fyrir Larry. Hann rjetti út höndina, og horfði blíð lega á þær, en þær tóku í hana, og störðu alvarlega á hann. Isa bel sagði honum að þeim gengi vel í skólanum, gaf þeim síðan sína hverja kökuna, og sendi þær í rúmið. Hún kærði sig ekki um að láta neinn trufla gleði sína yfir end urfundunum við Larry. Litlu stúlkurnar buðu nú föður sín- um góða nótt. Það var hrífandi að sjá ástina, sem ljómaði á and liti hans, þegar hann kysti þær. Hann var sýnilega mjög hreyk- inn af þeim, og þegar þær voru farnar, sneri hann sjer að Larry, með bros á vör, og sagði: „Þetta eru falleg börn, finst þjer það ekki?“ Isabel leit ástúðlega á hann. „Ef jeg Ijeti Gray ráða, myndi hann eyðileggja þær á eftirlæti. Hann ljeti mig svelta í hel, til þess að geta alið þær á nógu góðum mat“. Hann horfði brosandi á hana og bros hans sagði: „Þú veist vel, að þetta er ekki satt. Jeg tilbið jörðina, sem þú gengur á“. Isabel brosti á móti til hans. Já, hún vissi það, og það gladdi hana. Þetta voru hamingjusöm hjón. Isabel bauð okkur til kvöld- verðar, og tók engin mótmæli til greina. ★ Kvöldverðurinn var prýðileg ur, en við tókum eftir því, að Larry borðaði mjög lítið. Nú tók Isabel að spyrja hann um það, sem á daga hans hafði drif ið þessi tíu ár, sem þau höfðu ekkisjest. Hann svaraði spurn- ingum hennar mjög vingjarn- lega en þó svo óljóst, að sýni- legt var, að hann kærði sig ekk ert um, að segja of mikið. „Jeg hefi verið að reika um. Jeg dvaldi eitt ár í Þýskalandi, ög um nokkurt skeið á Spáni og í Ítalíu. Og svo hefi jeg ferðast dálíti um Austurlönd“. „Hvaðan komstu núna?“ „Indlandi“. „Hvað varstu lengi þar?“ „Fimm ár“. „Skemtirðu þjer vel?“ spurði Gray. „Skaustu nokkur tígris- dýr?“ „Nei“, svaraði Larry og brosti. „Hvað í ósköpunum hefir þú verið að gera í Indlandi í fimm ár?“ sagði Isabel. „O, jeg hefi verið að leika mjer“, svaraði hann, og bros hans var ekki alveg laust við góðlátlegt háð. „Hvað sástu þar?“ „Margt“. Þá lagði jeg eina spurningu fyrir hann. „Er það satt, að Yoga-prest- arnir ráði yfir öflum, sem okk- ur myndi virðast yfirnáttúrú- leg?“ „Jeg veit það ekki. Það eina, sem jeg get frætt yður á, er að því er alment trúað í Indlandi. En þeir vitrustu treysta ekki á þesskonar öfl. Þeir segja, að þau hindri andlega framþróun." Það var unun, að heyra Larry tala. Rödd hans var svo dásam lega hljómfögur. Þegar við höfðum lokið við að borða, fórum við aftur inn í dagstofuna, til þess að drekka kaffið. Jeg hafði aldrei komið til Indlands, og var því mjög á- fjáður í að heyra meira þaðan. „Komust þjer i kynni við nokkra rithöfunda eða hugsandi menn?“ spurði jeg. „Jeg gerði mjer far um það“, svaraði Larry. „Hvernig gátuð þjer talað við þá? Á Ensku?“ „Þeir, sem mest gaman var að ræða við, töluðu hana illa, ef þeir töluðu hana þá nokkuð, og skildu lítið. Jeg lærði mál Hindúa. Þegar jeg fór til Suð- ur-Indlands, lærði jeg nóg í Tamil, máli hinna innfæddu þar, til þess að geta bjargað mjer“. „Hvað kantu mörg tungumál núna, Larry?“ „Jeg veit það ekki. Sex eða sjö“. „Mig langar til þess að vita meira um Yoga-prestana“, sagði Isabel. „Kyntistu nokkr- um þeirra nánar?“ „Eins náið og hægt er að kynnast manni, sem eyðir mest um hluta tíma síns í Eilífðinni", svaraði hann og brostí. „Jeg dvaldi tvö ár í Áshram eins þeirra“. „Tvö ár? Hvað er Ashram?“ „Sennilega er hægt að kalla það einsetumanna-bústað. Það eru til helgir menn, sem lifa einir í hofi, úti í skóginum eða í hlíðum Himalayafjalla. Svo feru aftur aðrir, sem taka læri- sveina. Einhver góðgjarn mað- ur byggir stórt eða lítið her- bergi, fyrir Yogaprest, sem haft hefir áhrif á hann með guð- hræðslu sinni og þar búa læri- sveinarnir hjá honum, sofa úti á svölunum, fram í eldhúsinu, ef er þá nokurt eldhús, eða und ir trjánum. Jeg hafði umráð yfir lítilli herbergiskytru í ein- um slíkum sambýliskofa, sem rjett rúmaði stól, borð, bóka- hillu og rúm“. Gray hreyfði sig órólega í stólnum. Jeg hygg, að honum hafi ekki geðjast alskostar að þessu samtali. „Viljið þjer fá eitthvað að drekka?“ spurði hann mig. „Neir þökk fyrir“. „En þú Isabel?“ Hann stóð á fætur, og gekk yfir að borðinu. Þar stóð viský- flaska og glös. „Voru nokkrir aðrir hvítir menn þarna?“ „Nei, jeg var sá eini“. „Hvernig gastu haldið það út í tvö ár?“ hrópaði Isabel. „Þau voru á enda, áður en jeg vissi af. Jeg hefi lifað daga, sem hafa virst miklu lengri“. „Hvað gerðirðu allan þennan tíma?“ „Jeg las. Jeg fór í langar gönguferðir. Jeg rjeri á bát út á tjörnina. Jeg hugsaði. Það er mjög erfitt. Eftir tveggja til þriggja stunda íhugun er mað- ur eins örmagna og eftir að hafa keyrt bifreið fimm hundruð mílur, og þráir það eitt að hvíla sig“. Isabel hleypti lítið eitt brún- um. Hún var rugluð og, að því er jeg hygg, hálf óttaslegin. Ef til vill hefir hún þá byrjað að gera sjer grein fyrir, að þótt Larry væri óbreyttur í útliti, og að því er. virtist jafn vingjarn- gjarnlegur og áður, væri hann ekki sá sami. Hún hafði mi#t hann einu sinni, en þegar hún sá hann aftur, hjelt hún, að hann væri sá gamli Larry, og fjekk þá tilfinningu,að þrátt fyr ir breyttar kringumstæður til- heyrði hann henni ennþá. En nú var eins og hún hefði reynt að veiða sólargeisla í hönd sína, en hann runnið út á milli fingr anna. Hún var dálítið óróleg. En jeg hafði ekki lokið spurn ingum mínífcm enn. „Hvernig leit Yoga-prestur- inn yðar út?“ Ef Loftur getur það ekki — þá hver? Drengurinn: — Pabbi, hvað er eintal? ♦ — það er ])igar niamma þín talar við mig. — Iívað er þá sarntal ? — Það er þegar fólk talar saman. ★ — Þú getur bölvað þjer upp á, að konan mín hefir vit fyr- ir tvo. — Já, jeg hefi Hka altaf sagt, að hún væri rjett kona fyrir þig. ★ Járnsmiðurinn: — Þetta eru Ijótu tímarnir. Fyrst - koma bölvaðir bílarnir og taka frá manni atvinnuna, og svo kem- .ur tannlæknir og setst hjer að og tekur frá manni alla auka- vinnu. ★ — Góðan daginn, Hansen. En hvað þú hefir breytst við að safna alskeggi. Jeg ætlaði varla að þekkja þig. — Jeg heiti ekki Hansen. — tlver skrattinn :— hefirðu J líka fengiðþjer nýtt ættarnafn? ★ Prófessorinn: — Stína, vit- ið þjer hvað hagfræði er Vinnukonan: — Nei. Prófessorinn: — Sjáið þjer nú til, Stína. Það er t. d. hag- fræði, að menn hafa reiknað, að í hverti skifti, sem jeg anda frá mjer, deyr einhver maður. Stína—: Guð almáttugur —■ það er þá vissara að vera ekki nærri prófessornum. ★ I kvennaklúbbnum. „Hafið þjep heyrt það, að frú Ólöf hefir nýlega eignasti barn?“ „Hamingjan góða, og mað- urinn hennar hefir ekki ver ið heima í tvö ár“. „Það er satt, en barnið fædd ist Hka andvana". ★ Frúin: — Það eru ótal prent- villur í matreiðslubókinni. Bóndinn: — Jeg veit það. Jeg hefi fengið að kenna á því. „Hryggbraut hún þig?“ „Já“. „Sagðirðu ekki við hana, að þú værir ekki verðugur þess að eignast hana fyrir konu? Það hefir altaf góð áhrif“. ’ „Jú, það var komið fram á varirnar á mjer, en hún varð á undan að segja það“. ★ — Hafið þjer fegurðarlyf í öskjum? — Já. Iíve margar öskjur vill frúin fá? Tíu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.