Morgunblaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 11
Mánudagur 19. júní 1944. MORGUNBLAÐIÐ 11 Fimm mínútna krossyáta Lárjett: 1. vik. — 6. lofttegund. — 8. æst. -— 10. fljót á Ítalíu. — 11. endist vel. — 12. dvali. — 13. tveir eins. — 14. sjó. — 16. baug. Lóðrjett: 2. Samtenging. — 3. háðfugl. — 4. ríkjasamband. — 5. töl- .uðu. — 7. mannanafn þágufall. — 9. fljót. — 10. dunkur. — 14. tryllt. — 15. greinir. 179. dagur ársins. Sólmánuður byrjar. Árdegisflæði kl. 5.25. Síðdegisflæði kl. 16.45. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apótek. Næturakstur aimast Bifreiða- stöð íslands, sími 1540. . Dpmsmálaráðherra gaf í gær- kveldi þá undanþágu á fánalög- unum, að fánar mættu vera að hún til klukkan 8 í kvöld. Guðmundur Guðjónsson kaup maður, formaður Fjelags mat- vörukaupmanna á fimtugsafmæli í dag. Hjónaband. 17. júní voru gef- in saman í hjónaband ungfrú Dóra Þorvaldsdóttir og Þórir Hall verslunarmaður. Heimili ungu hjónanna verður á Þórsgötu 17. 17. júní voru gefin saman í hjónaband ungfrú Dóra Þorvalds dóttir og Þórir Hall verslunarmað ur. — Heimili ungu hjónanna er á'Þórsgötu 17. Það var samdóma álit manna, að Kíkisútvarpið hefði getað val ið betri dagskrá í gærkvöldi, á lokaþætti lýðveldishátíðarinnar, en gert var. Þá átti vissulega að hafa samfelda, þjóðlega dagskrá og þakka á þann hátt fólkinu fyr ir hinn einstæða glæsileik, sem það setti á hátíðina, frá byrjun til enda. ÚTVARPIÐ í DAG: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfrjettir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Frjettir. 20.30 Kvöld Kvenrjettindafjelags íslands: Ávörp og ræður. Tón- leikar. 21.50 Frjettir. Dagskrárok. MILO ,^.*i/*-*r* IMIillHIKMk IÖMISOIL Þegar Reykjavík breytti Svíar senda hús til Argentínu DAGANA fyrir þjóðhátíðina ikom það greinilega í ljós í , Reykjavíkurbæ, að hátíð var í vændum. Veður var gott þessa daga, og gerði það sitt til að setja hátíðarsvip á bæinn. Flaggstengur voru reistar um bæjarhverfi, þar sem aldrei hefir áður sjest fáni við hún, gömul hús, sem ekki hafa verið máluð árum saman, og engu var líkara, en eigendur hefðu svarið þess dýran eið að láta þau aldrei komast í kynni við nýja málningu, breyttu nú um lit og svip hvert af öðru, á ótrúlega stuttum tíma. Mest kvað þó að breytingun- um á miðbænum. Hin tilvon- andi hátíð hafði sett nýjan svip á umhverfi Austurvallar þegar á fimtudagskvöld. Framan á svalir Alþingishúss ins var komið fyrir stórum skildi með hátíðarmerkinu í rjettum litum, en lyngbönd fest á svalirnar og húshliðina, svo grásteinshúsið gamla fjekk hlý- legri svip. Utan um líkneski Jóns Sig- urðssonar voru reistar háar fánastengur og röð af fána- stöngum komið fyrir meðfram gangstjettunum umhverfis all- an völlinn. Á Landsímahúsinu var sjer- stök skreyting. Á framhlið húss ins voru sett skjaldarmerki sýslnanna, eins og þau, sem gerð voru fyrir Alþingishátíð- ina 1930, en síðan hafa of sjald- an sjest. Enda áttuðu ýmsir vegfarendur sig ekki á því fyrst í stað, hvaða merki þetta voru. Fram eftir öllu kvöldi á fimtudag sáust menn við vinnu við alskonar skreytingar, bæði utan húss og innan. Sýningar- gluggar verslananna breyttu nú um svip. Söluvarningur hvarf þaðan að miklu leyti. En í staðinn kom fánaskreyting með myndum Jóns Sigurðsson- ar. Síðari hluta dagsins var farið að selja hátíðarmerki þau, sem til þess eru ætluð, að menn beri þau á barmi sjer. Gekk sú sala greiðlegar en við var búist. Því áður en um- ferð hætti á götunum, bar á þurð á birgðum sölumanna. En á, föstudagsmorgni heyrðust víða óánægjuraddir um, að eng in slík merki væru lengur fá- anleg í höfuðstaðnum. Ljek það orð á, að einstakir menn hefðu verið stórtækir í þeim kaupum, hvað sem til þess ber. Föstudagurinn. Föstudagurinn rann upp. Hlýviðrisdagur, sem hinir fyrri þessar vikur. En upp úr dag- málum dró fyrir sól og kom suðaustanandvari. Hvað boðaði hann? 'Regn á Þingvöllum á þjóðhátíðinni? Um það var spjallað og spáð. En þó var ótt- inn um illviðri ek'ki eins mik- ill að þe^su sinni eins og fyrir Alþingishátíðina 1930. Því þá var ekki um að ræða annáð en einstæða minningarhátíð, sem laðaði til sín fjölda manns' úr fjarlægum löndum. En í þetta sinn var verið að undirbúa at- höfn, sem var aðalatriðið og myndi frarn fafa hvernig sem viðraði, hvernig sem vindar bljesu, þó það vitanlega væri heit ósk allra manna, að hinn um svip Undirbúningsdagar ! fornhelgi þingstaður sýndi sig ; á þessum mikla hátíðisdegi í 'sínum fegursta skrúða. | Um hádegi á föstudag skyldi ' öllum verslunum lokað í bæn- jum. Fyrir hádegi var mikil ' mannaferð um verslunargötur bæjarins. Fólk var sýnilega að kaupa til Þingvallaferðar, en um leið að fbrvitnast um svip- breyting bæjarins. Af manna- ferðinni varð greint, að til höf- uðstaðarins voru komnir marg- ir fyrirmenn úr hjeruðum landsins, sem hafa kosið heldur að vera hjer staddir á hátíð- inni og á Þingvöllum, en á samkomunum heima í hjeruð- um sínum. Eftir hádegi minkaði mjög um mannaferð á götunum. Nú voru menn að undirbúa sig und ir Þingvallaför. En kl. IV2 var settur fundur í Sameinuðu Alþingi, þar sem hin endanlega atkvæðagreiðsla um sambandsslit og lýðveldis- stofnun 17. júní fór fram. Er frásögn af því, sem þar fór fram, birt á öðrum stað hjer í blaðinu. Á áheyrendapöllum. Þegar maður kom upp á á- heyrendapalla Alþingis nokkr- um mínútum fyrir kl. IV2 á föstudag, leyndi það sjer ekki fyrir neinum, að yfir þingsaln- um var óvenjulegur hátíðar-' blær. Fánarnir um öll þing- mannaborðin gerðu sitt til þess að setja sjerstakan svip á sal- inn að þessu sinni. Engin þröng var á pöllunum. Því var aðsóknin ekki meiri? Skýringin ^lr nærtæk. Þjóðin hefir talað í þessu máli. Þing- ið hafði hjer ekki annað að gera en framkvæma hinn einhuga, skýlausa þjóðarvilja. Líður að fundarbyrjun. Þing menn ganga til sæta sinna. Ekk ert hvískur eða tal heyrist. Forseti: ,,Þá er fundur sett- ur!“ Um leið heyrist í kvikmynda tökuvjelunum. Eftir ræðu forsætisráðherra kemur atkvæðagreiðslan. Fyrst handaupprjetting. — Kjartan Bjarnason snýr myndatökuvjel sinni, svo allar hendur sjáist. Þá er nafnakall. „Kemur upp hlutur Áka Jakobssonar. Þing- menn greiða atkvæði eftir rjetti’i stafrófsröð, því Áki er þar fyrstur. Forseti les upp nöfnin. Þingmenn svara: Já. Nöfnin og jáin í jöfnum takt, eins reglulega eins og gang- verkið í myndavjelinni. Og þegar forsætisráðherra hefir lokið máli sínu um gild- istöku lýðveldisstjórnarskrár-. innar 17. júní, og aftur fer fram nafnakall, hagar tilviljunin því svo, að hlutur Stefáns Jóh. Stefánssonar kemur upp, svo hann verður fyrstur með sitt hiklausa já. Svona var það. Og þegar for- seti hefir lýst, að næsti þing- fundur verði að Lögbergi, er þessum fundi slitið. Bridgekeppni Akur- eyrar. Reykjavík sigraði 2. og 3. umferð 2. og 3. umferð bridgekepn- innar milli Reykavíkur og Akureyrar hafa vverið spilað- ar. — Báðar þessar umferðir vann Reykjavík. Sveit Reykvíkingaa er spil- aði aðra umferð var skipuð: Brynjólfi Stefánssyni, Árna M. Jónssyni, Guðmundi Giuð- mundssyni og Benedikt Jó- hannssyni. Sveit Akureyringa: Steinn Steinsen, Þorlákur Jónsson, Stefán Árnasbn og Vernharð- ur Sveinsson. Eftir þessa umferð höfðu Reykvíkingar 1530 stig um- fram Akureyringa. Sveit Akureyringa, er spil- uð var þriðja umferð, skip- uðu: Jón Sólnes, Óskar Sæ- mundsson, Friðrik Halldórs- son og Árni Sigurðsson. ■— Reykvíkingar: Árni M. Jóns- son, Stefán Stefánsson. Bene- dikt Jóhannsson og Lárus Karlsson. Þessari umferð lauk einnig með sigri Reykvíkinga, 1880 .stig umfram Akureyringa. STOKKHÓLMI: — Samkv. fregnum, sem nýlega hafa birst í Stokkhólmsblöðunum, hefir hr. Axelson-Johnson, kunnur sænskur skipaeigandi, gefið all mörg tilbúin sænsk timburhús, til þess að reisa í San-Juan- hjeraðinu í Argentínu, en þar varð fyrir skömmu mikill jarð- skjálfti. Hús þessi, sem þegar eru komin til Argentínu, hafa verið sjerstaklega smíðuð með loftslagið þar og önnur skil- yrði fyrir augum. Mikið er um það rætt, að nota svona hús af ýmsum.gerð- um, þegar kemur að því, að bæta úr húsnæðisvandræðun- um í Evrópu. — Hefir hinum sænsku húsum verið veitt mest eftirtekt í því sambandi ,en í Svíþjóð hafa þau lengi verið notuð og gefist vel. Formaður sænskra timbur- húsaframleiðenda sagði nýlega í blaðaviðtali, að hann teldi það engar ýkjur að áætla að 50 milj. manna 1 Evrópu væru húsnæð- islausir, sem stendur. — Taldi hann hin sænsku hús geta bætt þar úr brýnustu þörfinni, sjerstaklega, þar sem skortur myndi verða á byggingarefni, þar sem stríðið hefrir geisað. „Auroro" fjelag Esperanfisla í Rvik Fimtud. 1. júní hjelt nýstofn- að fjelag Esperantista, „Aur- oro“, þriðja fund sinn í Mið- bæj arskólanum. Fundurinn var f jölmennur og ríkti mikill áhugi um málefni Esperanto-hreyfingarinnar með al fundarmanna, útbreiðslu málsins og kynningu þess. Rætt var um ýmsar leiðir til kenslu Esperantos, ' svo sem brjefskóla, námskeið og kenslu í útvarpi. Samþykt var tillaga þar sem stjórninni var falið að fara þess á leit við útvarpið, að kensla í Esperanto yrði aftur tekin upp í útvarpi á hausti komanda og einnig að tími fengist til erindaflutnings á og um Esperan-to. Til máls tóku Ólafur S. Magnússon, forseti fjelagsins, Helgi Hannesson o. fl. Einnig var rætt um útgáfu blaðs á Esperanto og jafnvel bóka, einkum orðabóka, en vöntun slíkra bóka háir út- breiðslu málsins hjer einmitt mjög. Þá var samþykt að fjelagið efndi til skemtiferðar til Gull- foss og Geysis sunnud. 2. júlí. S. J. MUllIillllllllllllll!II!!llllll!IIIiIllllllII!liniIUIIIIIIllllllIlllllUIIII!llllllinilllllllllllli!lllill||||||||!I||||||||||||||tllllj| Itilkynning . I | frá Hforgunblaðinu I | MYNDAMÓTI 1 blaðsins verða 1 lalls ekki lánuð | De Gaulle siofnar bæjarsfjórn í Bayeaux London í gærkveldi. DE GAUULE setti á stofn á ferð sinni til Frakklands- stranda bæjarstjórn í borginni Bayeaux og ennfremur stjórn fyrir borgaraleg málefni þess svæðis, sem þegar er á valdi bandamanna. Þetta hefir De hjer eftir iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiniiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuuiiiiiiumuiiiimiiiuuuuiiuiuiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiiuia Gaulle auðsýnilega gert án samþykkis Breta og Bandaríkja manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.