Morgunblaðið - 22.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.06.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur. 22. júní 1944. MOBGONBLAÐIÐ . J EIGINKONA LANDRÁÐAMANNS JUDAS Iscariot, illræmdasti og svívirðilegasti svikari allra tíma, var ókvæntur, og síðari tíma kynslóðir geta því ekki vitað, hvað frú Iscariot hugs- aði í þann mund, er Kristur var svikinn. En næstum allir svik- arar nútimans, alt frá Laval til Vidkun Quisling, eru kvæntir. Kastljósin hafa fallið á quisl- ingana sjálfa, en konur þeirra hafa staðið í skugganum. En hverskonar konur eru þær? Eru þær valdafíknar eins og eigin- menn veirra? Eru þær ham- ingjusamar? Erú þær skefldar? Eiga þær hlutdeild í hinum fyrirlitnu svikabrögðum eigin- manna sinna? Eru þær einfald- ar, barnalegar eða gáfaðar? Hvernig er líf þeirrar konu, sem gift er landráðamanni? Jeg hefi oftar en einu sinni hitt frú Maríu Quisling, og jeg hygg mig þekkja hana nægilega til þess að reyna að lýsa sál- fræðilega lífi hennar og lífs- þrám. Jeg veit hvernig hún lif- ir, jeg gjörþekki umhverfið, sem hún lifir í, og framar öllu öðru er mjer vel kunnugt um það, að hún er fjarri því að vera hamingjusöm. Jeg hitti Maríu Quisling í fyrsta sinn fyrjr næstum því tuttugu árum síðan. Hún er fædd í Rússlandi og var um þetta leyti starfandi sem þýð- andi og skrifstofustúlka hjá rússnesku stjórninni. Fundum okkar bar saman í Karkov, fæðingarbæ hennar — borg, sem liðið hefir hinar ægilegustu þjáningar í þessari styrjöld. Hún kyntist Quisling í Rússlandi. HÚN var þá ung og lagleg, ekki fullra tuttugu ára að aldri, há og grönn, og með stór djúp- læg augu. Þessi hungursneyðar ár 1922—23 vann jeg í Rúss- landi á vegum Rauða krossins og Þjóðabandalagsins við skipu lagningu á matvæla- og fatn- aðarúthlutun til íbúanna. Sá maðurinn, sem einna mest gerði fyrir rússnesku þjóðina um þassar mundir, var hinn mikli norski heimskautafari, Friðþjófur Nansen, einhver mesti hugsjónamaður vorra tíma. Það var Nansen, sem kynti mig fyrir einkaritara sín- um, Vidkun Quisling, höfuðs- manni. Quisling var' hávaxinn, ekki eins feitur og hann er nú, frísklegur og þróttmikill í út- liti. Mjög skömmu eftir fund okkar kynti hann mig fyrir hinni fögru konu sinni, Maríu. María var vel mentuð ung stúlka. Hún talaði vel ensku og var allmjög Sovjet-sinnuð og reyndi að sannfæra eiginmann sinn um það, að Sovjetríkin væru á framfarabraut og ættu sjer mikla framtíð. Um þetta leyti sagði bæði hún og eigin- maður hennar oft við mig: — „Þrátt fyrir hungursneyðina er ástandið betra nú en það var á dögum keisarastjórnarinnar. —. Rússar eru frábær þjóð“. Þegar jeg fór frá Rússlandi, voru Quislinghjónin í Moskva. Vidkun Quisling var þar í þjón- ustu bresku stjórnarinnar. Þetta var árið 1927, er allsherjar- verkfallið mikla stóð yfir í Bret landi. England hafði slitið stjórnmálasambandvnu við Rúss Eftir Ingrid von Rosen, greifafrú Komst jeg síðar að því, að Quisling hafði um sig 150 manna lífvörð. AHir kannast við norska nasistaleiðtogann Quisling, sem um alllangt skeið hefir mjög sóst eftir frægð og völdum, og nú að lokum hlotið þann vafasama heiður að vera þektur um allan heim sem illræmdasti land- ráðamaður nútímans. Eftirfarandi grein fjallar um konu Quislings, Mariu Quisling, sem lítt stendur manni sínum að baki um metorðagirnd og valdafýsn, Frá- sögn greifafrúarinnar von Rosen er færð í letur af blaðamanninum Kurt Singer. ur saman um það, að ef lof- orðið fengist, skyldi hjálpar- starfsemin rekin í smáum stíl fyrst í stað, meðan reynt væri, hversu mikil alvara fælist bak við loforðið. Fyrst í stað skyldi því aðeins senda smávægilegar vörusendirigar til landsins og athuga síðan, hvort nasistarnir slæg'ju eign sinni á sendingarn- ar. Auðvitað var ekki ætlast til þess, að jeg skýrði yfirvöld- um Quislings frá þessum áform Fyrri land, af því að Rússar höfðu stutt verkfallsmennina bresku og skipulagt ýmiskonar upp- lausnarstarfsemi. Norðmenn höfðu tekið að sjer að gæta breskra hagsmuna í Rússlandi, og hafði norska stjórnin skipað Vidkun Quisling til þeirra starfa. Jeg man það glögt, að Quisl- ing hlaut breskt heiðursmerki í viðurkenningarskyni fyrir þjón ustu sína í þágu Bretlands. Kona hans, María, var sjer- staklega hreykin af þessari upp hefð. Minningin um þessa tíma stóð mjer mjög skýrt fyrir hug- skotssjónum, er María og Vid- kun Quisling lýstu yfir fyrir skömmu: „England er svarinn- fjandmaður allrar menningar“. Þessi yfirlýsing vqr birt og mjög á lofti haldið í öllum blöð- um nasista. Jeg hafði dvalist í Frakklandi og Sviss, ferðast mikið, og hafði alveg gleymt Quislingshjónun- um. Það var svo árið 1931, að jeg rak einhverju sinni augun í blaðafrjett þess efnis, að Vid- kun Quisling hefði verið skip- aður hermálaráðherra í Noregi. Síðar, 9. apríl 1940, frjett^ jeg það, sem heimurinn allur nú veit, að Quisling hefði svikið Hákon konung, hefði afhent nas istum fósturjörð sína og væri orðinn lepp-einræðisherra nas- ista í landi miðnætursólarinn- ar. Fregnir þessar hrygðu mig mjög, því að þegar jeg þekti Quislingshjónin, voru þau gáf- uð, heiðvirð og hugsjónarík, að því er mjer virtist. En jeg vjssi, að metorðagirndin og valda- fýsnin geta eyðilagt hina bestu * eiginleika. Mjer var einnig kunnugt um það, að María Quisling var kona sem þráði frægð. Hún vildi baða sig í frægð manns síns, og hún tald- ist til þess flokks kvenna, sem þrá að skapa eiginmönnum sín- um mikinn frama. Quislingar — samnefni allra landráðamanna. JÉG VONAÐI, að jeg myndi aldrei sjá þap aftur. Nafnið Quisling var nú notað í öllum málum heims, sem heiti á land- ráðamönnum og svikurum. Og jeg vildi ekki hafa nein skifti við svikara. En viðburðarásin í þessari styrjöld er óútreiknan- leg, og óvæntir atburðir eru daglegt brauð. Einn þessara ó- væntu atburða gerðist, er stjórn arerindreki hlutlauss ríkis kom í heimsókn til mín á heirriili mitt í Stokkhólmi. Jeg hafði þekt mann þenna um margra grein María Quisling. ára skeið og hafði starfað með honum í Rússlandi árið 1922 við að senda ýmiskonar hjálp- argögn til Ukrainu, Kákasus og Armeniu. Jeg hafði grun um fyrirætl- un hans með þessari heimsókn. Hann vildi fá mig til þess að taka þátt í hjálparstarfsemi, en við slíka starfsemi hafði jeg unnið hvað eftir annað árin eftir heimstyrjöldina fyrri. Hann kvað reynslu við slík störf mjög dýrmæta, og það væri skylda mín að veita nú aðstoo mína. Þar að auki myndi jeg hafa betri aðstöðu við þetta starf en aðrir. Jeg var í hópi þeirra fáu, sem þektu Quisling persónu- lega og voru í kunningsskap við frú Quisling. Hann vilai fá mig til þess að fara til Nor- egs og fá leyfi Quislings til þess að hjálparstofnun hans mætti senda peninga, matvæli, hús og fatnað til Noregs til hjálpar þeim, sem orðið höfðu fyrir ógnum nasista og mist höfðu alt sitt af völdum styrjaldar- innar. Allir þeir, sem fje lögðu fram til aðstoðar hinni hernumdu norsku þjóð, óttuðust, að mat- vælin og hin tilbúnu hús, sem ætluð voru Norðmönrium, myndu verða gerð upptæk af nasistum og hinir þurfandi Norðmenn myndu því ekkert fá. Mjer var nú ætlað það hlut- verk að fá loforð Quislings fyr- ir því, að hjálparstarfið skyldi ekki verða hindrað. Jeg var í mjög miklum vafa um gildi slíks loforðs, þótt það fengist, því að jeg vissi, hversu oft Adolf Hitler hafði rofið dreng- skaparheit sín. En eftir nokk- urra stunda viðræður fjellst jeg á að fara til Oslo og freista að fá þetta loforð. Við komum okk um. Oslo var sem dauð borg. HIN gullna Oslo var sem borg, er banvænn faraldur hafði gengið yfir. Karl-Jóhannsgata, sem hafði verið fjölfarnasta gata borgarinnar, var nú mann- laus. Verslanir voru tómar, en hvarvetna voru tilkynninga- spjöld Quislinga, myndir af Hitler og einkennisklæddar stormsveitir Quislings. Og hing að pg þangað var krotað á vegg ina „V“ eða „H—7“ •— stytting á nafni Hákonar konungs sjö- unda. Grand Hotel var næstum þjett skipað nasistaforingjum. Það var ekki fyrr en eftir mikið þjark, að jeg fjekk þar herbergi gegn okurleigu. Jeg hafði ekki gert neina ákveðna starfsáætl- un, en áleit, að best væri að ganga beint til verks og skrif- aði því frú Maríu Quisling brjef. Kvaðst jeg þar vona, að hún myndi eftir mjer frá sam- vérudögum okkar í Karkov. Væri ætlun mín að dvelja nokkra daga í Noregi, og myndi mjer þykja mjög gaman að sjá hana og spjalla við hana. Snemma næsta morguns hringdi siminn. María Quisling hringdi sjálf til mín. Hún var mjög fagnandi og talaði ást- úðlega við mig á góðri norsku með dálitlum rússneskum hreim. „Þjer verðið að koma strax og finna mig. Mjer þykir altaf svo gaman að hitta gamla kunningja". Bauð hún mjer að koma til sín þenna sama dag og borða með sjer ádegisverð. Frú Quisling sendi bifreið sína eftir mjer. Var jeg henni mjög þakklát fyrir þá um- hyggju, því að ekkert bensín er að fá í Noregi, og það er því varla nokkur leið að fá leigu- bifreið í Oslo. Hún bjó 1 hinni gömlu og veglegu Villa Grande, sem norskur föðurlandsvinur hafði áður átt. Vidkun Quisl- ing hafði tekið hana eignarnámi og umbætt hana. Við ókum um það bil fimmtán mílur vegar út úr borginni til hins fagra Bygdöness, sem teyg ir sig út í Oslofjörðinn. í um hálfrar annarar mílu fjarlægð frá höfðingajsetrinu nam bif- reiðin staðar. Lífvörður Quisl- ings rannsakaði bifreiðina, en okkur var leyft að halda áfram för okkar undir eins eftir að jeg hafði sýnt þeim, að jeg hafði engin vopn falin i handtösku minni. Alt umhverfis mig sá jeg vjelbyssuhreiður, sem út- búin höfðu verið bæði til varn- ar gegn flugvjelum og árásar- mönnum, ef uppreisn skyldi brjótast út. í húsunum umhverf is hafði lífvörðurinn aðsetur. Húsið var skreytt stolnum listaverkum. MJER til mikillar undrunar, tók María Quisling sjálf á móti mjer í garðinum en ekki þjón- ar hennar. Samstundis og jeg steig út úr vagninum kom hún í áttina til mín. Hafði hún aug- sýnilega beðið mín í garðinum, en þaðan er fagurt útsýni yfir Oslofjörðinn. María Quisling faðmaði mig og kysti ástúðlega. Fann jeg til andstygðar á þessari rússnesku venju, en jeg vissi, að ef jeg ljeti í ljós einhverja andúð, myndi fyrirætlun mín farin út um þúfur áður en jeg einu sinni hefði fengið tækifæri til þess að skýra frá erindi mínu. Hún var klædd ljettum blá- um sumarkjól, var í brúnum skóm og bar „Sólarkross“ Quislings — norska hakakross- inn — á brjóstinu. Krossinn var úr gulli. Setrið var fagurt og húsbún- aður allur mjög smekklegur, og jeg sá, að María myndi þar hafa verið að verki. Hreykin mjög sýndi hún mjer húsið. Síðan fór hún með mig upp í njósn- arturninn, svo að jeg gæti til fulls notið útsýnisins yfir Oslo- höfn og Oslofjörðinn. Útsýnið frá turninum var ó- neitanlega fagurt, en jeg var ekki í því skapi, að jeg gæti fyllilega notið þess. Jeg var hrædd — hreinskilnislega sagt hrædd — við þenna stað. Hús þetta, sem Quisling hafði gefið nafnið „Gimlé“ eftir fornri norskri sögu, var altof stórkostlegt fyrir hugmynda- flugið. í húsinu voru fjörutíu og sex herbergi, og skrautið var svo stórfenglegt, að það var einna líkast því, að maður væri staddur í álfheimi. Jeg sá lista- verk eftir Rembrandt, Diirer, Munch og frummyndir eftir Rodin — alt „fengið að láni“ í listasöfnum í Oslo. En María ljet sig það augsýnilega engu varða. Hún var hreykin af mál- verkum sínum og myndastytt- um og virtist alls ekki telja neitt óeðlilegt að þau væru hjer í húsi hennar, í stað þess að vera í listasafni rikisins. Við gengum gegnum veislu- sali, bókasöfn, landabrjefaher- bergi og tugi svefnherbergja og lestrarherbergja áður en við komumst upp í athugunarturn- inn. Á setri þessu hafði áður verið veðurathugunarstöð. Mar ía sagði við mig: „Vidkun eyð- ir miklum tíma í að athuga stjörnurnar hjeðan. Við höfum bæði mikinn áhuga á stjörnu- fræði. Hefir þú nokkuð kynt þjer stjörnufræði?“ Jeg hristi þegjandi höfuðið. Alt í einu sá jeg hina fornu rússnesku dulspeki birtast í þessari konu. Að síðustu upp- götvaði jeg nú hvað það var, sem mjer hafði fundist svo ein- kennilegt við hana frá því fyrst er jeg sá hana eftir öll þessi ár. I gegnum hina djúpu dulspeki- trú hafði einhver illur andi — einhverskonar veikleiki — náð tökum á henni, og hafði einnig haft áhrif á eiginmann hennar, einræðisherrann Vikun Quisl- ing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.