Morgunblaðið - 22.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag'ur 22. júní 1944. LARRY DERFORD 1ÁJ. ■JJomeráet íleitað lífshamingju — 24. dagur — „Jeg varð að giftast einhverj um. Við höfðum alist upp sam- an. Hann var hrifinn af mjer og mamma vildi, að jeg giftist honum. Allir sögðu, að jeg væri heppin, að hafa losnáð við Larry. Mjer þótti vænt um Gray. Mjer þykir ennþá vænt um hann. Þú getur ekki ímynd- að þjer, hve góður hann er. Enginn getur verið eins góður og umhyggjusamur og hann. Hann lítur út fyrir að vera mjög skapmikill, er það ekki? Það hefir aldrei komið fram við mig. Þegar við vorum rík, vildi hann altaf, að jeg óskaði mjer einhvers, svo að hann gæti haft ánægjuna af að veita mjer það. Einu sinni sagði jeg, að gaman væri að eiga listi- snekkju og sigla í kringum hnöttinn. Ef hrunið hefði ekki komið, hefði hann keypt handa mjer listisnekkju“. „Þetta virðist nærri því of gott til þess að vera satt“, taut- aði jeg. „Við skemtum okkur dásaín- lega. Jeg mun ætíð vera honum þakklát fyrir það. Hann gerði mig mjög hamingjusama“. „Skyldi Larry í rauninni • nokkru sinni hafa elskað þig?“ sagði jeg alt í einu. Hún settist upp í stólnum. Svipur hennar varð reiðilegur. „Hvað áttu við? Auðvitað elskaði hann mig. Heldurðu að konan finni ekki, þegar karl- maður elskar hana?“ „Hann hefir elskað þig að vissu leyti. Hann þekti enga stúlku eins vel og þig. Þið höfð- uð leikið ykkur saman frá því að þið voruð börn. Hann bjóst við því af sjálfum sjer, að hann elskaði þig. Ekkert virtist eðli- legra en þið giftust11. Isabel, sem nú var orðin ör- lítið blíðari, beið þess, að jeg hjeldi áfram, og þar eð jeg vissi, að konur hafa altaf gam- an af að hlusta á karlmenn tala um ástina, hjelt jeg áfram. „Siðfræðingar reyna að telja okkur trú um, að kynhvötin komi ástinni lítið við. Þeim hættir til þess að tala um hana eins og hún væri „epipheno- menon“.“ „Hvað í ósköpunum þýðir það?“ „Það eru til sálfræðingar, sem halda því fram, að meðvit- undin og hugsunin fylgist að, og meðvitundin takmarkist af hugsuninni, en hafi engin áhrif á hana. Eitthváð í líkingu við, þegar trje speglast á vatni. Speglunin gæti ekki átt sjer stað, ef trjeð væri ekki þar, en hún hefir þó engin áhrif á trjeð. Jeg hygg, að það sje ekki hægt að tala um ást án ástríðu. Þegar menn tala um, að ástin geti varað eftir að ástríðan sje slokknuð, eiga þeir við eitthvað annað — vináttu, sameiginleg- an smekk og áhugamál og vana. Sjerstaklega vana“. „Auðvitað er til girnd án ástar. Girnd er ekki það sama og ástríða. Ast ykkar Larry var eins einföld og eðlileg og óst Paolo og Francesca og Ro- imeo og Júlíu. Til allrar ham- ingju fyrir þig, endaði hún ekki illa. Þú giftist ríkum manni og Larry reikaði um veröldina, til þess að komast að, hvaða lag Sirenurnar syngju. Þar kom aldrei nein ástríða til j*reina“. Áður en jeg lauk þessum ræðustúf vissi jeg vel, að Isa- bel veitti enga athygli því, sem jeg var að segja, en var niður- sokkin í sínar eigin hugsanir. En það, sem hún sagði, gerði mig undrandi. „Heldurðu, að Larry sje hreinn sveinn?“ „Góða mín! Hann er 32 ára“. „Jeg er viss um, að hann er það“. „Hvernig geturðu verið viss um það?“ „Það finnur konan ósjálfrátt á sjer“. Það var orðið framorðið. Gray og Isabel voru boðin út, og Isabel þurfti að hafa fata- skifti. Jeg hafði ekkert sjer- stakt að gera og gekk því í hægðum mínum upp Boulevard Raspail í góða veðrinu. Jeg hefi aldrei verið trúaður á hugboð kvenna. Þau hafa staðið of vel heima við það, sem þær hafa leitast við að telja mjer trú um, að væri áreiðanlegt. Og þegar jeg hugsaði um endirinn á sam- tali okkar Isabel, gat jeg ekki annað en hlegið. VI. KAPÍTULI. Jeg slæptist við vinnu mína í París. Það er mjög þægilegt á vorin, þegar kastaníutrjen í Champs Elysées eru í blóma og alls staðar er birta og ilmur. Isabel, Gray, Larry og jeg heimsóttum marga skemtilega staði, sem voru í þægilegri fjar lægð frá borginni. Gray var miklu betri til heilsunnar, 'hvort sem það var Larry, sem 'hafði læknað hann, eða tíminn. Hann fjekk nú ekki lengur höfuðverkjarköstin, og hinn ömurlegi svipur, sem hafði verið í augum hans fyrst, þeg- ar hann kom til Parísar, var nokkurn veginn horfinn. Hann naut lífsins í‘ ríkum mæli. Larry virtíst einnig gera það. Jeg hóifði á tilfinningunni, að hann liti á tíma þennan eins og leyfi frá störfum sínum, og reyndi því að nota hann sem best. Hann var ekki margmáll, en það gerði ekkert til. Hann var svo skemtilegur og gaman að vera með honum, að jeg er viss um, að það var mikið hon- um að þakka, hve vel við skemtum okkur. ★ Nú var júnímánuður senn á enda, og jeg varð að fara aftur til Riviere-sxrandarinnar. Ein- hverjir kunningjar Elliotts, sem ætluðu til Ameríku, höfðu lánað Maturin-hjónunum hús sitt í Dinard, og ætluðu þau þangað með börnin, þegar er skólinn væri búinn. Larry ætl- aði að dvelja í París, en hafði keypt sjer bíl og lofaði að koma og dvelja hjá þeim nckkra daga í ágúst. Síðasta kvöldið, sem jeg, var í París, bauð jeg þeim öllum til kvöldverðar með mjer. Það var það kvöld, sem við hittum Sophie MacDurfrane. Isabel hafði látið í ljós ósk um að heimsækja ýmsa veit- ingastaði, er voru heldur ill- ræmdir, og þar eð jeg var nokk uð kunnugur á þeim slóðum, bað hún mig að vera leiðsögu- mann þeirra. Jeg var lítið hrif- inn af þessari uppástungu, því að á slíkum stöðum í París hættir fólkinu til þess að láta mjög skýrt í ljós óbeit sína á gestum, sem eru af öðru sauða- húsi- en það sjálft. En Isabel vildi ékki hlusta á mig. Jeg sagði henni, að það myndi verða mjög leiðinlegt og bað hana að klæða sig lítið áberandi. Við borðuðum seint kvöldverð, fór- um síðan til Folies Bergéres og dvöldum þar í klukkustund, og lögðum svo af stað í leiðang- urinn. Jeg fór fyrst með þau í kjall- araknæpu eina rjett hjá Notre Dame, þar sem stigamenn og hyski þeirra venur komur sín- ar, þar eð jeg þekti eigandann þar. Hann ljet okkur setjast við langt borð, við hliðina á mjög furðulega útlítandi persónum, en jeg bað um vín fyrir alla, og við skáluðum. Þar var heitt, skítugt og fult af reyk. Síðan heimsóttum við aðra knæpu við Lappe-götu. Þar spilaði ungur maður, fölur í andliti og vesaldarlegur, á píanó, gamall maður og þreytu legur sargaði á fiðlugarm og þriðji maðurinn framleiddi ó- hugnanlegan hávaða með saxó- fóni. Þar var fólkinu þjappað saman, eins og síld í tunnu, og ekkert borð laust. En þegar veitingamaðurínn sá, að þarna voru komnir gestir, sem voru líklegir til þess að hafa pen- inga, rak hann umsvifalaust fólkið frá einu borðinu og fór með okkur þangað. Alt í einu heyrðum við kallað á ensku: „Neí, sko!“ Kona nokkur stóð upp frá einu borðanna í hinum enda salsins. Maðurinn, sem með henni var, reyndi að stöðva hana, en hún ýtti honum til hliðar og skjögraði yfir gólfið. Hún var mjög drukkin. Hún kom að borðinu okkar,vstóð fyr ir framan okkur, riðaði á fót- unum og hló heimskulega. Hún virtist skemta sjer mjög vel yf- ir að horfa á okkur. Jeg leit á fjelaga mína. Isabel horfði tómlátlega á konuna. Gray hleypti brúnum og Larry starði á hana, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. „Halló!“ sagði stúlkan. „Sophia“, sagði Isabel. „Hugsa sjer að hitta ykkur hjer!“ sagði hún og hixtaði. „Sæll, Larry. Sæll, Gray“. Hún ljet fallast niður í stólinn. „Við skulum fá okkur eitthvað að drekka. — Þjónn!“ hrópaði hún. Jeg tók eftir því, að eigand- inn hafði auga með okkur, og nú kom hann yfir að borðinu til okkar. Græni riddarinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsén. 3. komnar var steyptur hlemmur einn mikill og þykkur, settur yfir, á honum var aðeins lítið gat, þar sem hægt var að láta mat síga niður um. Þarna sat nú konungsdóttir í sorgum, og henni fanst tíminn vera afar lengi að líða, en svo fann hún, að hún hafði bókina með sjer, og opnáði hana. Fyrst heyrði hún sömu indælu hljómana, sem hún hafði heyrt, en síðan aumlegar stunur og vein og allt í einu kom svo græni riddarinn. „Jeg er nær dauða en lífi“, sagði hann og sagði svo frá því, að stjúpan hefði látið setja eitur í múrinn og hann vissi ekki, hvort hann kæmist lifandi út aftur. Og þegar hún svo varð að loka bókinni aftur, heyrði hún sömu stunurnar og veinin. En stúlkan, sem var hjá konungsdóttur, átti sjer unn- usta. Til hans gat hún komið boðum með þeim, sem ljetu síga niður til þeirra matinn, að hann skyldi fara til múr- arans, og biðja hann að víkka svo mikið opið á hlemmnum yfir fangelsi þeirra, að þær gætu skriðið upp um það, fvr- ir þetta^skyldi konungsdóttir borga honum svo mikið, að hann yrði ríkur maður alla æfi. Jú, þetta gerði hann og þær sluppu út og lögðu nú af stað til framandi landa, og hvar sem þær fóru, spurðu þær eftir Græna riddaranum. Eftir langa ferð komu þær að höll, sem öll var tjölduð svörtum slæðum, og um leið og þær voru að fara fram hjá, kom mikil regnskúr, svo þær gengu undir svalir nokkrar á höllinni, til þess að standa áf sjer hryðjuna. — Þar kom til þeirra ungur maður og gamall maður, sem líka voru að leita sjer skjóls fyrir regninu, en konungs- dóttir sneri sjer þá þannig, að þeir sáu ekki framan í hana. „Hvernig stendur á því, að þessi höll er tjölduð svörtu?“ spurði þerna konungsdóttur. „Veitstu það ekki?“ spurði gamli maðurinn, „konungssonurinn í þessu landi er dauð- veikur, hann, sem kallaður er hinn Græni riddari“, og svo sagði hann þeim frá því, hvernig það allt hefði atvikast. Þegar ungi maðurinn heyrði það, spurði hann, hvort ómögulegt væri að lækna konungsson aftur. „Það er að- eins ein leið til þess“, sagði öldungurinn, „ef konungs- dóttir sú, sem var í jarðhúsinu og hann heimsótti þangað, kemur hingað og týnir þau grös merkurinnar, sem í sjer hafa lækningamátt, sýður þau í nýmjólk og þvær honum þrem sinnum upp úr því soði, þá mun hann verða alheill aftur“. Svo taldi öldungurinn upp, hvaða jurtir hjer ættu við, til þess að Giæni riddarinn kæmist til heilsunnar — Er yður ekki kalt, þegar þjer gangið í svona þunnum sokkum? • — Nei, nei, jeg hefi svo hlýj- an loðkraga um hálsinn. ★ Læknirinn: — Þjer eruð nú alveg læknaður af heyrnarleys- inu. Nú vil jeg biðja yður að borga mjer 100 krónur, sem þjer skuldið mjer. Sjúklingurinn: — Ha, hvað segið þjer? Læknirinn: — Þjer eigið að borga mjer 100 krónur. Sjúklingurinn: — Þakka yð- ur fyrir, og hver sendir mjer það? Læknirinn: — Þjer skuldið mjer 100 krónur. Sjúklingurinn: — Ekkert að þakka. Hvað skulda jeg fyrir lækninguna? Læknirinn (hrópar inn í eyra hans): — Ekkert. ★ Læknirinn: — Þjer heilsið altaf svo vingjarnlega. Jeg minnist þess ekki að hafa kynst yður. — Jeg stend í þakklætis- skuld við yður, herra læknir. — Jeg minnist þess heldur ekki að hafa læknað yður. — Nei, herra læknir. Jeg er- líkkistusmiður. ★ — Gömul kona: — -Hvernig stendur á því, að þú ert miklu minni en bróðir þinn? Drengurinn: — Það er vegna þess, að jeg er bara hálfbróðir hans. ★ Dómarinn: — Eruð þjer al- veg viss um, að ákærði hafi verið ölvaður? Vitnið: — Nei, alveg viss er jeg ekki. En hann kom heim með spýtu, sem hann var að reyna að spila á eins og munn- hörpu. ★ — Þú ert að gorta af því, að þú borðir aldrei nema græn- meti. Hvað kallarðu það þá, þegar þú borðar bauta, eins og núna? — Jeg kalla það forboðinn ávöxt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.