Morgunblaðið - 22.06.1944, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.06.1944, Qupperneq 12
12 Fimtudagur. 22. júní 194í« 3Vloro(UttWaí>tí> Rommel ræðir við Chrisliansen Rommel heldur ekki kyrru fyrir, eða hjelt ekki áður en innrásin byrjaði. Hjer sjest hann vera að ræða við Christiansen yfirhershöfðingja Þjóðverja í Hollandi, — líklega um innrásarvarn ir. Rommel er til vinstri á myndinni, en Christiansen til hægri. — Rússar sækja from i útt til Helsingfors London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RÚSSNESKU HERSVEITIRNAR, sem tóku Viborg í gærdag, halda áfram sókn sinni og sækja fram í áttina til Helsingfors, höfuðborgar Finnlands. Það er ekki fullljóst, hvar Finnar hafa í hyggju að verjast, en vitað er, að þeir hafa ekki bygt neinar varnarstöðvar á leiðinni milli Viborgar og Helsingfors, að minsta kosti ekki neinar, sem komast í hálfkvisti við Mannerheim- línuna. Bandamenn ná bæki- stöðvum mannlausra flugvjela London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunbl frá Reuter. ÞAÐ VAR OPINBERLEGA tilkynt í dag, að hersveitir Bandaríkjamanna hefðu náð á sitt vald bækistöðvum á Frakk landsströndum, sem notaðar voru til að skjóta hinum nýju mannlausu flugvjelum Þjóð- verja á staði í Englandi. Bæki- stöðvar þessar höfðu verið sett ar upp á Cherbourg-skaga. Sjerfræðingar bandamanna hafa þegar farið til bækistöðv- anna til að athuga þar alt er kynni að koma að gagni .í barátt unni við þessi nýju sprengju- skeyti Þjóðverja. Mar.nlaus flugvjel sett saman. Sjerfræðingum bandamanna hefir nú tekist að setja saman heila flugvjel af hinni nýju gerð, sem Þjóðverjar hafa sent mannlausar til Englands. Er nú verið að athuga og rannsaka skeyti þetta. Fiugmenn Breta skjóta Jþær niður. Flugmenn Breta hafa skotið niður margar hinna mannlausu ilugvjela, sem Þjóðverjar hafa verið að senda til Englands undanfarið. Segja flugmennirn ir að ógurlegar sprengingar verði í loftinu þegar mann- lausu flugvjelarnar verða fyrir skotum orustuflugvjela. I gær og í dag hafa Þjóðverj ar skotið fleiri mannlausum flugvjelum yfir Ermarsund en áður, en margar þeirra voru skotnar niður áður en þær fjellu til jarðar og gátu valdið tjóni. I fyrrinótt sendu JÞjóð- verjar 20 mannlausar flugvjel- ar á 7 mínútum, en þær voru allar skotnar niður yfir Ermar- sundi. Amerískar sprengjuflugvjel- ar rjeðust á bækistöðvar fyrir mannlausar flugvjelar Þjóð- verja í Pas de Colais svæðinu í dag og ollu miklu tjóni. Æiíaði að synda yfir Ermarsund - en lenfi í fangelsi London: Ungur íri, Kelvin Lawler frá Eire, sem búsettur var í London, var dæmdur í Dover fyrir skemstu í þriggja mánaða fángelsi fyrir að vera á Doversvæðinu án leyfis. Hann sagðist hafa verið í Bover með það fyrir augum, að . synda yfir Ermarsund og ganga í þjónustu Þjóðverja. Sagðist Iiann hafa ætlað að ganga í þýska flugherinn og gera árás- ir á England. Hann var tekinn fastur á ströndinni nærri Dover og hafði þá meðferðis sundföt og björg- unarbelti. í herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld er skýrt frá því, að her- sveitir þeirra hafi sótt yfir Avir ána og hrakið Finna úr bæki- stöðvum, sem þeir höfðu á syðri bökkum fljótsins. Rússar segjast ennfremur hafa brotist í gegnum varnarlínur Finna hjá Medevezhegorsk pg tekið þar nokkra staði. Þá segjast þeir hafa tekið bæinn Voznesenye. Rússar vilja veita góða friðarskilmála. í Stokkhólmi líta menn svo á, að vonir sjeu til þess, að Rússar vilji enn veita Finnum tiltölulega góða friðarskilmála, ef þeir hætta nú að berjast. Er talið, að Rússar vilji láta Finna fá góða skilmála vegna þess að það myndi hafa góð áhrif í Ungverjalandi, Rúmeníu og Búlgaríu og flýta fyrir því að Balkanþjóðirnar segi upp vist- inm hjá Þjóðverjum. Corl heimsækir De Gaulle. LONDON: Gort lávarður, lands stjóri á Malta hefir nýlega heimsótt De Gaulle hershöfð- ingja í bækistöðvum hans í Algiers. Ræddust þeir lengi við um sameiginleg ófriðarmaVk- mið. Kvíkmynd af þjóð- hátíðarhöldunum ÓSKAR GÍSLASON ljós- myndari sýndi í gær í G'amla Bíó kvikmynd, sem hann tók af þjóðhátíðarhöldunum hjer í Reykjavík og’ á Þingvöllum. Ivvikmyndin hóf'st með mynd- um frá útifundi æskulýðs- fjelaganna, sem haldinn var við Austurvöll fyrir kosning- arnar í maí. Síðan komu myndir frá kosningunum hjer í Reykjavík og síðan myndir frá Þingvöllum og af hátíða- höldunum hjer í bænum á sunnudaginn. Kvikmyndin er mjófilma. Virðist hún hafa tekist mjög sæmilega. Þegar telcið er tillit til hinna erfiðu aðstæðrla í rigningunni á Þingvöllum. Ljósmyndarinn hefir lagt í það mikla vinnu að fram- kalla myndina og hefir aldrei fyr hjer á landi verið sýnd ■f'rjettakvikmynd opinberlega jafn skömmu eftir að atburð- irnir hafa skeð. Gamla Bíó var þjettskipað- áhorfendum, 'bæði gestum og fólki, sem hafði greitt að- gangseyri. Virtist möímum vel líka myndin. Viðgerð lokið á efri hæð Fjelagsheim- ilis V. R. SÍÐASTLTÐINN sunhudag voru salir á efri hæð Fje- lagsheimilis Verslunarmanna- fjelags Reykjavíkur teknir í notkun, eftir að farið hafði fram • gagngerð viðgerð á hæðinni. Ivl. 15,30 komu nokkrir fjelagsmenn \'. R. saimm í sölunum. Formaður fjelagsins Hjörtur Hanson, bauð menn velkomna og lýsti að nokkru endurbótum þeim, sem farið höfðu fram á hæðinni. Hafa allir salirnir verið mjög fag- urlega málaðir og húsgögn endurbætt. Að ræðu Hjartar lokinni flutti Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjórj ræðu í tilefni dags ins. Að samkvæmi þessu loknu voru salirnir opnaðir, og verða nú, eins og áður, seldar þar veitingar fjelagsmönnum V. R. og gestum þeirra. ÚrslHaleikur ísiands- mótsins í kvöld í KVÖLD kl. 8.30 fer fram á Iþróttaveíilinum úrslitaleikur- inn í knattspyrnumóti Islands 1944. Keppa þar Fram og Val- ur, og vinnur Valur mótið, ef hann ber sigur úr býtum 1 þess- um leik. Fram getur hinsvegar unnið mótið fyrir K. R., því sigri Fram, vinnur K. R. mót- ið. En verði jafntefli, verða K. R. og Valur að keppa aftur, því þá verða þgu jöfn að stigum. Leikurinn verður efalaust spennandi, eins og títt er um úrslitaleiki'Fram og Vals. — Á undan leik og í leikhljei mun lúðrasveitin Svanur skemta vallargestum. 10 kr. háfíðamerkin uppseld SVO SEM kunnugt er, gaf Póst- og símamálastjórnin út hátíðarfrímerki og voru þau í sex verðflokkum, frá 10 aur- um til 10 krónur. Tíu krónit merkin eru nú til þurðai* gengin, en upplag þeirra var 50 þúsund. Eftirspurn eftir merkjun- um hefir verið svo mikil að* ekki er annað sjáanlegt, en að hinir mörgu föstu viðskifta- vinir okkar í útlöndum verðí útundan, sagði Sæmundur Helgason, póstfulltrúi blaðinu í gær. Upplag hinna frímerkjanna var öllu meira. og skortur á' þeim ekki yfirvofandi. í. R.-ingar á ísafirði í ÞRÓTT AFÓLK Iþróttafjö lags Reykjavíkur, sem fór u þróttaför tii Vestfjarða, kom til Isafjarðar í gær. Formaður 1. R.. Þorsteinri Bernharðsson, skýrði blaðinui svo frá í gær, að öllum í flokknum liði vel og föriri gengi að óskum. — Flokk- urinn mun dvelja á ísafirði í einn eða tvo daga áður en í- þróttasýningar hefjast. Eri ætlunin að fyrstu sýningarnarí verði á ísafirði, en síðan farið! víðar um Vestfirðina. Skæruliðasveitir sfofnaðar í Búlgaríu LONDON í gærkveldi: Eden utanríkismálaráðherra skýrði neðri deild breska þingsins frá því í dag, að mikil samtök væru um það í Búlgaríu að standa gegn stefnu núverandi stjórn- ar, sem hefir samvinnu við Þjóð verja. Eden sagði, að stofnaðar hafi verið sveitir skæruliða í Búlgaríu til að valda Þjóðverj- um tjóni. Ráðherrann sagðist ekki geta gefið nákvæmari upp lýsingar um baráttu skæruliða í Búlgaríu, því slíkt myndi að- eins hjálpa búlgörsku stjórn- inni og Þjóðverjum í baráttu þeirra við föðurlandsvinina. — Reuter. Árnaðaróskir irá Færeyingum Herra forseti Sveinn Björns- son, Þingvöllum. Thórshavn 17 júní ,,Færeyingar, sem saman eru komnir á fundi í Thórshavn í tilefni af mesta merkisdegi x sögu íslands, senda þjóðinni, forsetanum, Alþingi og stjórn- inni hjartanlegustu kveðjur sín ar. Vjer samgleðjumst frænd- um vorum, sem í dag hafa al- gerlega tekið örlög lands síns í eigin hendur. Vjer treystum því og trúum, að þetta mesta sögu- lega stórvirki yðar, sem þjer hafið lokið við eftir margra ára erfiði, megi verða til blessunar landi og lýð og til þjóðarsóma á ókomnum árum. Heilir og sælir, íslendingar, bræðraþjóð vor! Jóhannes Palurssorik

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.