Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 1
tutfrfa aaju 31. árgangur,. 137. tbl. — Föstudagur 23. júní 1944. ísafoldarprentsmiðja h.f. Hringurinn þrengist um Cherbourg Úgurleg loftárós á stöðvar þjóðverja við borgina Japanski flotinn flýði í skjóli náttmyrkurs London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- ; blaðsins frá Reuter. . SJÓORUSTUNNI milli flota Japana og 'Bandaríkjamanna á mánudaginn var, — á Kyrrahafi, milli Mariana eyja og Luzon — lauk með því, að japönsku herskipin flýðu í skjóli nátt- myrkurs, eftir að Bandaríkjaflotinn hafði sökt nokkrum jap- önskum skipum og laskað önnur. Sonur Roosevelts heiðraður í herstjórnartilkynningu Ni- mitz flotaforingja, sem birt var hjer í dag segir, að þegar kom- ið var auga á japanska flotann, hafi aðeins verið 3 klukkustund ir til myrkurs, en á þessum tím hafi tekist að sökkva 1 jap- önsku flugvjelamóðurskipi, 3 olíuflutningaskipum og auk þess urðu skemdir á mörgum fleiri skipum Japana. I loftor- ustum voru skotnar niður 353 japanskar flugvjelar, en Banda ríkjamenn mistu 49. . Um tjón á skipum Banda- ríkjamanna segir, að skemdir hafi orðið lítilsháttar á yfir- byggingum flugvjelamóður- skips í>g orustuskips. FLOTI JAPANA. John Traill Stevenson, flota- málasjerfræðingur í London, telur að Bandaríkjaflotinn hafi unnið þarna mikilvægan sigur. Þetta hafi verið fyrsta tilraun japanska flotans til að stemma stigu fyrir framsókn Banda- ríkjamanna á Kyrrahafi og hann hafi gefist upp á hlut- verki sínu. Japanski flotinn hafi flúið af hólmi. í flotadeild Japana voru 6 flugvjelamóðurskip. Elnu var sökt og kveikt var í öðru. Það er ennfremur búist við, að a. m. k. fjögur orustuskip hafi verið í flota Japana. Það er ósk og von Bandaríkja manna að fá japanska flotann til að berjast. Þegar það tekst getur svo farið, að þann dag verði úrslitaorusta Kyrrahafs- styrjaldarinnar háð, segir Stev- enson. RíMfhjeruðin London í gærkveldi. í NÓTT sem leið rjeðust bresk ar sprengjuflugvjelar á hin miklu iðnaðarsvæði Þjóðverja í Ruhrhjeraði og Rínarbygðum, og ennfremur fóru Mosquito- flugvjelar til Berlínar. Veður var ekki sem best, skýjað loft og skygni ilt. Varnir Þjóðverja voru harðar.46 breskar flugvjel ar komu ekki aftur. Svifsprengjur enn. Enn skutu Þjóðverjar mörg- um svifsprengjum á London og aðra staði í Suður-Englandi í nótt og einnig í dag. — Ýmsar þeirra voru skotnar niður, en af öðrum varð manntjón og eigna. — Reuter. ELLIOT ROOSBVELT ofursti sonur Roosevelts Bandaríkja- forseta hefir víða barist í þessari styrjöld og mun nú vera í Bretlandi, eða með innrásarhernum í Frakklandi. Ofurstinn hefir nokkrum sinn um komið hingað til Islands. — Nýlega var hann sæmdur bresku orðunni CBE og var þá myndjn hjer að ofan tek- in. Rú ssar bjjóða Finnum Sykur sultugerðar VIÐSKIFTAMlLARÁÐU- NEYTIÐ hefir ákveðið, að veitt verði 3 kg. aukaskamt- ur af sykri til sultugerðar. Sykur þessi verður afhent- ur gegn afhendingu á stofn- auka nr. 4, af núgildandi mat- vælaseSli. Stofnauki þessi er í gildi frá og með 23. þ. m. til 1. ÚgÚst. f rið (Óstaðfest). Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞAÐ ER ALMÆLT í hópi stjórnmálamanna hjer í kvöld, að Rússar hafi enn á ný látið í ljós við Finna vilja til að semja við þá frið, ef það verði gert strax. Ekki hefir þó tekist ennþá að fá fregn þessa staðfesta opinberlega. Það fylgir fregninni, að friðarskilmálar Rússa sjeu á þá leið, að landamæri Rúss- lands og Finnlands skuli vera þau sömu og ákveðin voru í friðarskilmálumim 1940 og ennfremur að Rúss- ar skuli fá bækistöðvar í Finnlandi í baráttu sinni við Þjóðverja. Stjórnarmyndun í Finnlandi. Það hafa ekki enn borist neinar opinberar fregnir um að ný stjórn hafi verið mynd uð í Finnlandi, en þeir, sem kunnugastir eru hjer í Stokk hólmi, telja, að stjórnin hafi þegar verið mynduð og muni hún vera fús að semja við Rússa um frið. Hjálp til Spánverja í Frakklandi. London í gærkveldi. SPÁNSKI utanríkisráðherr- ann tilkynti í gær, að send hefði verið ein rn,iljón franka úr rík- issjóði Spánar, til hjálpar Spán verjum í Frakklandi. Það verð- ur spánska sendisveitin í Vichy, sem sjer um úthlutun þessa fjár, og er það sent vegna þess, að ýmsir Spánverjar, búsettir í Frakklandi, hafa hlotið þungar búsifjar í loftárásum* banda- manna að undanförnu. Falan- gistaflokkurinn mun auk þess senda þessu fólki mat og fatn- að. — Reuter. Roosevell óskar forsela íslands til hamingju FORSETA ÍSLANDS hefir borist þetta skeyti frá Banda- ríkjaforseta: „Hæstvirti forseti lýðveldis- ins íslands herra Sveinn Björns son Bessastöðum. Jeg flyt yð- ur innilegustu heillaóskir mín- ar í tilefni af, að þjer voruð kjörinn til hins mikla embætt- is að verða forseti lýðveldis- ins íslands, og bestu óskir mín- ar og Bandaríkjaþjóðar um vax andi farsæld íslensku þjóðar- innar. Franklin D. Roosevelt". • ' Svar forseta Islands var á þessa leið: „Hæstvirti forseti Bandaríkj- anna, herra Franklin D. Roose- velt, Hvíta Húsinu, Washing- ton. Jeg þakka yður innilega hin- ar vinsamlegu heillaóskír út af kosningu minni og fyrir árnað- aróskir yðar og Bandaríkjaþjóð arinnar til þjóðar minnar. Af- staða yðar og þjóðar yðar við þetta tækifæri hefir verið ís- lendingum mikill styrkur og er mjög mikils metin um land alt. Sveinn Björnsson". London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- • blaðsins frá Reuter. KLUKKAN 2 í DAG hófst úrslitaáhlaupið á Cherbourg virkið, með því að stórar sprengjuflugvjelar bandamanna rjeðust á stöðvar Þjóðverja og ljetu sprengjunum rigna yfir virkin. Loftárásin stóð í 80 mínútur og er sú mesta, sem bandamenn hafa gert á einn stað í Frakklandi síðan innrásin hófst. Að loftárásinni lokinni hóf stórskotalið Bandaríkjamanna mikla skothríð á borgina, en síðan tók fótgönguliðið við. , ___________________________ Hringurinn um borgina þreng ist nú óðum og er mjög að Þjóð verjum þjarmað í borginni, en þeir verjast í hinum öflugu virkjum sínum. Bandaríkja- menn eru komnir að borginni víða fyrir sunnan, suðaustan og suðvestan borgina. í dag tóku hersveitir Bandaríkjamanna eina veginn, sem Þjóðverjar höfðu á valdi sínu að borginni. Sækja til sjávar. Þjóðverjar í Cherbourg hafa hörfað inn í borgina í fyrirfram gerð varnarvirki. Hafa Banda- ríkjamenn skift hersveitum Þjóðverja í borginni í þrent. Bandaríkjamenn sækja fram á Cherbourg skagann, til sjáv- ar. Eiga þeir ófarna 1—2 km. að Hague. Bandamenn hafa ekki tekið marga fanga á þessum vígstöðv um undanfarna daga, því Þjóð- | verjar hafa hörfað til Cher- bourg varnarvirkjanna. Sigurður Þórðarson doklor í jarðfræði SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, jarðfræðingur, sem dvalið hefir í Svíþjóð undanfarin ár, hefir varið doktorsritgerð í jarðfræði við háskólann í Stokkhólmi, og var ritgerðin tekin til greina. Dr.- Sigurður varði doktors- ritgerð sína þann 2. júní s. 1., að því er segir í einkabrjefi til manns hjer í bænum. Hvattir til að gef- ast upp. Bandamenn hafa enn í dag varpað niður áróðursmiðum til hersveitanna í Cherbóurg og hvatt þá til að gefast upp. Á miðum þessum segir m. a.: — „Barátta ykkar er vonlaus. Þið eigið engrar undankomu auð- ið. Foringjar ykkar vita, að þið munið tapa. Enn er tími fyrir ykkur að bjarga lífinu og það mun verða farið vel með ykk- ur, ef þið gefist upp strax. — 15.000 fjelagar ykkar hafa þeg ar gefist upp á vígstöðvunum í Normandie". Bardagarnir við Tilly. Skriðdrekasveitir Breta og Kanadamanna hafa enn sótt nokkuð fram við Tilly. Bresk- ar framvarðasveitir eru þegar komnar til Fontenay le Pesnel, sem er um 5 km. fyrir sunnan Tilly og er við þjóðveginn um miðja vegu milli Hottot og Ca- en. Bandamenn hafa einnig sótt örlítið fram fyrir suðvestan Carentanand. Þjóðverjar hafa eflst í vörninni við Saint Lo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.