Morgunblaðið - 23.06.1944, Side 1

Morgunblaðið - 23.06.1944, Side 1
V Hringurinn þrengist um Cherbourg Japanski flotinn flýði í skjóli náttmyrkurs London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. . SJÓORUSTUNNI miili flota Japana og Bandaríkjamanna á mánudaginn var, — á Kyrrahafi, milli Mariana eyja og Luzon — lauk með því, að japönsku herskipin flýðu í skjóli nátt- myrkurs, eftir að Bandaríkjaflotinn hafði sökt nokkrum jap- önskum skipum og laskað önnur. Úgurleg lofftúrús ú stöðvur þjóðverju við borginu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. KLUKKAN 2 í DAG hófst úrslitaáhlaupið á Cherbourg virkið, með því að stórar sprengjuflugvjelar bandamanna rjeðust á stöðvar Þjóðverja og ljetu sprengjunum rigna yfir virkin. Loftárásin stóð í 80 mínútur og er sú mesta, sem bandamenn hafa gert á einn stað í Frakklandi síðan innrásin hófst. Að loftárásinni lokinni hóf stórskotalið Bandaríkjamanna mikla skothríð á borgina, en síðan tók fótgönguliðið við. í herstjórnartilkynningu Ni- mitz flotaforingja, sem birt var hjer í dag segir, að þegar kom- ið var auga á japanska flotann, hafi aðeins verið 3 klukkustund ir til myrkurs, en á þessum tím hafi tekist að sökkva 1 jap- önsku flugvjelamóðurskipi, 3 olíuflutningaskipum og auk þess urðu skemdir á mörgum fleiri skipum Japana. I loftor- ustum voru skotnar niður 353 japanskar flugvjelar, en Banda ríkjamenn mistu 49. . Um tjón á skipum Banda- ríkjamanna segir, að skemdir hafi orðið lítilsháttar á yfir- byggingum flugvjelamóður- skips pg orustuskips. FLOTI JAPANA. John Traill Stevenson, flota- málasjerfræðingur í London, telur að Bandaríkjaflotinn hafi unnið þarna mikilvægan sigur. Þetta hafi verið fyrsta tilraun japanska flotans til að stemma stigu fyrir framsókn Banda- ríkjamanna á Kyrrahafi og hann hafi gefist upp á hlut- verki sínu. Japanski flotinn hafi flúið af hólmi. I flotadeild Japana voru 6 flugvjelamóðurskip. Einu var sökt og kveikt var í öðru. Það er ennfremur búist við, að a. m. k. fjögur orustuskip hafi verið í flota Japana. Það er ósk og von Bandaríkja manna að fá japanska flotann til að berjast. Þegar það tekst getur svo farið, að þann dag verði úrslitaorusta Kyrrahafs- styrjaldarinnar háð, segir Stev- enson. Sykur tif sulfugerðar VIÐSKIFTAMÁLARÁÐU- NEYTIÐ hefir ákveðið, að veitt verði 3 kg. aukaskamt- ur af sykri til sultugerðar. Sykur þessi verður afhent- ur gegn afhendingu á stofn- auka nr. 4, af núgildandi mat- vælaseðli. Stofnauki þessi er í gildi frá og með 23. þ. m. til 1. ágúst. árásir á Ruhr og Rínarhjeruðin London í gærkveldi. í NÓTT sem leið rjeðust bresk ar sprengjuflugvjelar á hin miklu iðnaðarsvæði Þjóðverja í Ruhrhjeraði og Rínarbygðum, og ennfremur fóru Mosquito- flugvjelar til Berlínar. Veður var ekki sem best, skýjað loft og skygni ilt. Varnir Þjóðverja voru harðar.46 breskar flugvjel ar komu ekki aftur. Svifsprengjur enn. Enn skutu Þjóðverjar mörg- um svifsprengjum á London og aðra staði í Suður-Englandi í nótt og einnig í dag. — Ýmsar þeirra voru skotnar niður, en af öðrum varð manntjón og eigna. — Reuter. Það fylgir fregninni, að friðarskilmálar Rússa sjeu á þá leið, að landamæri Rúss- lands og Finnlands skuli vera þau sömu og ákveðin voru í friðarskilmálunum 1940 og ennfremur að Rúss- ar skuli fá bækistöðvar í Finnlandi í baráttu sinni við Þjóðverja. Stjórnarmyndun í Finnlandi. Það hafa ekki enn borist neinar opinberar fregnir um að ný stjórn hafi verið mynd uð í Finnlandi, en þeir, sem kunnugastir eru hjer í Stokk hólmi, telja, að stjórnin hafi þegar verið mynduð og muni hún vera fús að semja i við Rússa um frið. Sonur Roosevelfs helðraður ELLIOT ROOSEVELT ofursti sonur Roosevelts Bandaríkja- forseta hefir víða barist í þessari styrjöld og mun nú vera í Bretlandi, eða með innrásarhernum í Frakklandi. Ofurstinn hefir nokkrum sinn um komið hingað til Islands. — Nýlega var hann sæmdur bresku orðunni CBE og var þá myndin hjer að ofan tek- in. Hjálp til Spánverja í Frakklandi. London í gærkveldi. SPÁNSKI utanríkisráðherr- ann tilkynti í gær, að send hefði verið ein rqiljón franka úr rík- issjóði Spánar, til hjálpar Spán verjum í Frakklandi. Það verð- ur spánska sendisveitin í Vichy, sem sjer um úthlutun þessa fjár, og er það sent vegna þess, að ýmsir Spánverjar, búsettir í Frakklandi, hafa hlotið þungar búsifjar í loftárásum* banda- manna að undanförnu. Falan- gistaflokkurinn mun auk þess send'a þessu fólki mat og fatn- að. — Reuter. Roosevelt óskar forsela íslands til hamingju FORSETA ÍSLANDS hefir borist þetta skeyti frá Banda- ríkjaforseta: „Hæstvirti forseti lýðveldis- ins íslands herra Sveinn Björns son Bessastöðum. Jeg flyt yð- ur innilegustu heillaóskir mín- ar í tilefni af, að þjer voruð kjörinn til hins mikla embætt- is að verða forseti lýðveldis- ins íslands, og bestu óskir mín- ar og Bándaríkjaþjóðar um vax andi farsæld íslensku þjóðar- innar. Franklin D. Roosevelt". ★ , Svar forseta Islands var á þessa leið: „Hæstvirti forseti Bandaríkj- anna, herra Franklin D. Roose- velt, Hvíta Húsinu, Washing- ton. Jeg þakka yður innilega hin- ar vinsamlegu heillaóskír út af kosningu minni og fyrir árnað- aróskir yðar og Bandaríkjaþjóð . arinnar til þjóðar minnar. Af- staða yðar og þjóðar yðar við þetta tækifæri hefir verið Is- lendingum mikill styrkur og er mjög mikils metin um land alt. Sveinn Björnsson“. Sigurður Þórðarson doktor í jarðfræði SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, jarðfræðingur, sem dvalið hefir í Svíþjóð undanfarin ár, hefir varið doktorsritgerð í jarðfræði við háskólann í Stokkhólmi, og var ritgerðin tekin til greina. Dr,- Sigurður varði doktors- ritgerð sína þann 2. júní s. 1., að því er segir í einkabrjefi til manns hjer í bænum. Hringurinn um borgina þreng ist nú óðum og er mjög að Þjóð verjum þjarmað í borginni, en j þeir verjast í hinum öflugu virkjum sínum. Bandaríkja- menn eru komnir að borginni víða fyrir sunnan, suðaustan og suðvestan borginq. í dag tóku hersveitir Bandaríkjamanna eina veginn, sem Þjóðverjar höfðu á valdi sínu að borginni. Sækja til sjávar. Þjóðverjar í Cherbourg hafa hörfað inn í borgina í fyrirfram gerð varnarvirki. Hafa Banda- ríkjamenn skift hersveitum Þjóðverja í borginni í þrent. Bandaríkjamenn sækja fram á Cherbourg skagann, til sjáv- ar. Eiga þeir ófarna 1—2 km. að Hague. Bandamenn hafa ekki tekið . marga fanga á þessum vígstöðv um undanfarna daga, því Þjóð- • verjar hafa hörfað til Cher- bourg varnarvirkj anna. Hvattir til að gef- ast upp. Bandamenn hafa enn í dag varpað niður áróðursmiðum til hersveitanna í Cherbourg og hvatt þá til að gefast upp. Á miðum þessum segir m. a.: — „Barátta ykkar er vonlaus. Þið eigið engrar undankomu auð- ið. Foringjar ykkar vita, að þið munið tapa. Enn er tími fyrir ykkur að bjarga lífinu og það mun verða farið vel með ykk- ur, ef þið gefist upp strax. — 15.000 fjelagar ykkar hafa þeg ar gefist upp á vígstöðvunum í Normandie“. Bardagarnir við Tilly. Skriðdrekasveitir Breta og Kanadamanna hafa enn sótt nokkuð fram við Tilly. Bresk- ar framvarðasveitir eru þegar komnar til Fontenay le Pesnel, sem er um 5 km. fyrir sunnan Tilly og er við þjóðveginn um miðja vegu milli Hottot og Ca- en. Bandamenn hafa einnig sótt örlítið fram fyrir suðvestan Carentanand. Þjóðverjar hafa eflst í vörninni við Saint Lo. Rússar bjóða Finnum frið (Óstaðfest). Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞAÐ ER ALMÆLT í hópi stjórnmálamanna hjer í kvöld, að Rússar hafi enn á ný látið í ljós við Finna vilja til að semja við þá frið, ef það verði gert strax. Ekki hefir þó tekist ennþá að fá fregn þessa staðfesta opinberlega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.