Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. júní 1944. MORGUNBLAÐIÐ 5 v 1 ^jjfóttcióíÉci or9 un l lci Éói nó »«*:**:**:**:**:*-:<»>*:*Ý«<^í<<MK^**>*t**:**:**:*»:*«4*<M^**:*<:<*:**:**> £ 4*« »*. |*. A A f .!*> |*| A A A A t** [** «** .*> A .♦« ij** A A A Jk.A. « /V*«*%*VWV%”«”«”»,WWV,«*VVVVV%*WTt Þegar glíman var endurvakin 1 Reykjavík EINS OG getið hefir verið í frjettum Morgunblaðsins, hefir Guðmundur Þorbjörnsson múr- arameistari frá Seyðisfirði, eúm af frumherjum Glímufje- lagsins Armann, verið staddur hjer í bænum að undanförnu. Hefir fjelagið og gamlir glímu- fjelagar hans heiðrað hann á margan hátt, og greinilega kom ið fram í því það þakklæti, sem þeir, er unna þessari þjóðar- íþrótt Islendinga, bera 1 brjósti til hans. Guðmundur Þorbjörnsson, sem er fæddur á Akranesi og alinn upp þar og í Borgarfirði, fjekk snemma lifandi áhuga á glímu og" öðrum íþróttum. Sá áhugi hefir haldist óskertur fram á þenna dag, en meðan Guðmundur dvaldist hjer —í Reykjavík um nokkur ár, fyr- ir 36 árum? síðan, fjekk þessi áhugi hans útrás í hagnýtum störfum á sviði íþróttanna, og gerðu þau mikið til þess að vekja íslensku glímuna aftur úr deyfð þeirri, sem yfir henni hafði þá verið um nokkur ár, og hrinda henni fram á leið á þeirri þroskabraut, sem hún hefir fetað síðan. Það vita allir, sem nokkuð þekkja til íþrótta, að Glímufje- - lagið Armann er nú eitt stærsta og öflugasta íþróttafjelag lands ins, vel skipulagt og stjórnað af frábærum áhugamanni, Jens Guðbjörnssyni. En hitt vita færri, að fjelagið Ármann, sem sr. Helgi P. Hjálmarsson heit- inn og Pjetur Jónsson blikk- smiður stofnuðu nokkru fyrir aldamót.in síðustu, var að mestu hætt starfsemi sinni, er Guð- mundur Þorbjarnarson kom hingað og gekst fyrfr því ásamt Ásgeiri G. Gunnlaugssyni kaup manni og Vilhjálmi Árnasyni trjesmíðameistara, að þeir ung- ír menn, sem áhuga höfðu á glímu, tóku að koma saman til æfinga. Strengdu þessir þre- menningar þess heit, að þeir skyldu ekki gefast upp, þótt óbyrlega kynni að blása, og ber Glímufjel. Ármann þess vott- inn, að þeir gerðu það ekki. Þjóðaríþrótt. Með flestum þjóðum er ein- hver íþrótt, sem þjóðaríþrótt má telja, upprunnin með þjóð- inni, þar sem hún er iðkuð, og svo er um glímuna hjer, hún er æfaforn í landi, og hvergi ann- arsstaðar þekkist nein íþrótt, sem beri af henni nokkurn svip Þess vegha hefir glíman , oft reynst Islendingum drjúg til varnar, er við erlenda menn var að etja, sem ekki kunnu á henni skil. Islendingar eru nú tvíefldir í öllum þjóðlegheitum, að minsta kosti í orði, og íþrótt- unum vex æ meir fylgi, eftir því sem árin líða. Því er ekki nema eðlilegt, að glíman skipi virðulegan sess meðal okkar og vegur hennar verði þeim mun meiri, sem árin ganga fleiri yf- Samtal við Guðmund Þorbjörnsson múrarameistara frá Seyðisfirði ir þjóðina og íþróttirnar þró- ast. Glíman er nú á þroskaskeiði. Fleiri og fleiri ungir mpnn leggja stund á hana. Og þeir finna allir sem einn kosti henn ar. Og þessvegna eru þeir full- ir þakklæti í garð þeirra manna, sem börust fyrir fram- gangi hennar, oft við erfiðustu skilyrði og einungis af áhuga fyrir íþróttinni sjálfri. Einn þeirra manna er Guðmundur Þorbjörnsson. Tvennir tímar. Þótt því sje fjarri, að íþrótt- irnar hafi enn þau skilyrði, sem fullkomin megi teljast, þá er sem betur fer ólíkt umhorfs á því sviði og laust eftir aldamót- in síðustu, er Guðmundur Þor- björnsson kom hingað til bæj- arins ög safnaði um sig nokkr- um flokki ungra manna, sem áhuga hafði á þjóðaríþróttinni. Á fyrstu æfinguna, sem þeir hjeldu, komu þeir saman, 12 að tölu, á túnbletti fyrir ofan Bakkabúð við Lindargötu. — Við Bakkabúð heyrast nú ekki lengur glímuskellir og uppvax andi íþróttakynslóð höfuðstað- arins hefir sjálfsagt ekki hug- mynd um, að þar hafi nokkurn tíma vórið glímt, en þetta kvöld er hinir tólf ungu menn tóku þar glímutökum og skeltu hver öðrum niður í blautt túnið, var hafið það starf, sem veitti ör- yggi fyrir þvi, að þjóðaríþrótt- in fjelli ekki niður í sjálfum höfuðstaðnum. — Síðan hefir altaf verið skipulögð glímustarf semi hjer í Reykjavík. — Fór illa meS fötin. ' — En þetta fór illa með föt- in okkar, að detta á blautt tún- ið, segir Guðmundur. Og svo var líka annað, að fólk þyrptist að okkur, og fór svo nærri, að háski var að. Þriðja var svo það, að við komum saman til þess að æfa íþróttina og full- komnast í henni, en ekki til að sýna almenningi hana, fyrr en við hefðum fengið meiri þjálf- un. Af þessum ummælum Guð- mundar má glögt sjá, að nægur áhugi var fyrir glímunni með- fil almennings. Fólk þyrptist saman til þess að horfa á þessa fyrstu æfingu, sem höfð hafði verið um skeið. En fyrir íþrótta mönnunum vakti annað en að sýna sig strax, það vakti fyrir þeim að æfa sig svo, að þeir gætu boðið bæjarbúum upp á verulega fallega glímu eftir vissan tíma. Áður kærðu þeir sig ekki um n^in forvitin augu á æfingunum. — Eftir þessa æfingu fórum við niður á klappirnar við sjó- inn, segir Guðmundur, og hjeld 'arnesi. Hann bauð okkur það og gaf okkur ráð, en glímdi aldrei í minni tíð hjer í Reykja • vík. Glímt opinberlega. — Það var arið. 1906, sem okkur leitst þurfa að efla fjár- hag fjelagsins, segir Guðmund- ur. — Ársgjaldið var aðeins ein króna og mátti greiða það árs- fjórðungslega, 25 aura í hvert sinn. En svo voru fjárráð okk- ar Ijeleg, að oft kom fyrir, að menn gátu ekki greitt þessa 25 aura á tilskyldum tíma. Flest- ir fjelagarnir voru jðnnemar eða menn, sem eitthvað annað Ivoru að læra og höfðu enga um þai nokkurskonar fund. peninga afgangs, nema ef þeir Vai mjer falið þar að skrifa ^ unnu eftirvinnú og þá var ekki upp nöfn þátttakenda og út- hærra kaupið í henni en dag- vega húsrúm fyrir næstu æf-|vinnu. Fyrir lærlinga mun ingarnai, því eins og jeg sagði kaupið þa hafa verið um 35— áðan, sáum við, að ekki gekk 4Q aura £ klukkustund. að glíma úti. — Að því er mig minnir var fyrsta kappglíman haldin í Iðnó, en þar ber okkur nú ekki Glímdu í salthúsi. - Hvernig gekk svo meö saman; sem að þessu stóðum. húsnæðið? •—Mjög vel, segir Guðmund- ur. — Jeg þekti Þorstein Þor- steinsson skipstjóra (nú í Þórshamri), vissi, að hann átti tómt salthús inni við sjóinn og bað- hann um það til glímuæf- inga. Lánaði hann okkur það umsvifalaust og voru þar marg ar. æfingar haldnar, en. þegar húsið var aftur fylt salti, fór- um við í geymsluhús innan Rauðarár og glímdum þar lengi, en eftir það æfðum við okkur um skeið í hálfbygðum húsum hjer og þar um Skuggahverfið og annarsstaðar um Austurbæ- inn. Það var að vísu óþægilegt að vera altaf að skifta um stað, en við vorum áhugasamir og ljetum okkur ekki muna um það að kveðja saman hópinn á nýjan og nýjan stað. Þeir, sem feimnir voru. — En hvað með þá yngri? — Þeir voru feimnir og hlje- drægir og þorðu ekki að koma á æfingar með þeim eldri, en voru þetta að vakka kringum okkur, svo jeg bauð þeim þá að æfa þá út af fyrir sig. Þær æf- Afl og fimi. — Hver telur þú undírstöðu- atriði glímunnar? — Afl og fimi þarf til og verður þetta tvent að fara sam- an, en eitt af því, sem við lögð- um aðaláhersluna á, var að afl- ið kæmi ekki of mikið í Ijós. Því varð auðvitað að beita um leið og brögðin voru lögð á, en helst ekki svo á bæri. En fim- in kom aðallega til greina í sam bandi við vörnina og voru ýms- ir af okkar bestu glímumöhnum framúrskarandi fimir í vörn, eins og t. d. Hállgrímur Bene- diktsson, sem var allra manna fimastur í því að láta menn liggja á þeirra eigin brögum, þó slíkt megi fremur kalla gagnsókn en vörn. — — Voru menn ekki um of kappsamir á æfingum? — Jú, það vildi við brenna, en jeg iagði altaf mikla áherslu á að reyna að fá menn til þess að vera ekki kappsama. Það gerði brögðin hreinni. Og þetta rann mönnum svo í blóðið, ef þeir gættu þess á æfingum, að það hjelst, er út í kappglímur samkomuhúsi, sem mun hafa staðið . einhversstaðar milli ingar voru haldnar í kaffi- ogjvar komið, sv0 brögðin urðu hrein þar líka. Þá var og áríð- , andi að kenna mönnum að falla Laugavegs og Grettisgötu í ' rjett, svo ekki hlytust meiðsli nánd við Barónsstíg. Við lögð- j Si föHunum. Þetta var hvort- um alla áhersluna á það að ná tveggja æft samtímis. hreinum brögðnm og að kunna að detta. Þar kom Guðjón Kr., síðar góðkunnur glímumaður a Konungsglíman 1907. — Þú sást hina frægu kon- ungsglímu á Þingvöllum árið 1907? — Já, jeg gat ekki á mjer setið. Jeg var þá við bryggju- fyrstu æfinguna, en þegar pilt- arnir 'ióru að verða æfðari og ófeimnari, bættust þeir auðvit- að í hóp þeirra, sem lengra voru komnir, en þarna voru nú samt tveir æfingaflokkar. Hinir eldri smíði á Akranesi og hafði ekk- æfðu stundum í söðlasmíðaverk ert unnið að undirbúningi þeirr stæði Þorgríms heitins í Laug- ar glímu, en brá mjer austur. Það var mjög skemtileg gliroa. Hana vann Hallgrímur Bene- diktsson, eins og þú veist, ann- ar varð Guðmundur Stefánssen, þriðji Jóhannes Jósefsson, nú- verandi hóteleigandi og fjórði Sigurjón Pjetursson, Álafossi, þá aðeins 18 ára gamall. Hann var einn þeirra, sem byrjaði að æfa hjá mjer. — Þessi konungs glima vakti mikla athygli og mikið umtal, eins og margir muna enn. Reykjavík kvödd. — Árið eftir kvaddi jeg svo Reykjavík og alla glímufjelag- ana og hefi ekki komið hing- að fyrr en nú, segir Guðmund- ur. — En tilsögn veitti ]eg' í glímu við skólann á Eiðum einn vetur. Þar voru mörg ágætis glímumannaefni, t. d. Sveinn Jónsson á Egilsstöðum og Ing- ólfur Hrólfsson á Seyðisfirði, faðir Brynjólfs Ingólfssonar íþróttamanns. — Þú glímdir aldrei opinber- lega? — Nei, ekki í kaþpglímu, en hinsvegar tók jeg þátt í nokkr- um glímusýningum. Þá sýndum við venjulega útlendum ferða- mönnum glímu, og jeg rnan eftir, að við sýndum einu sinni um borð í þýsku skemtiferða- skipi. Thomsen var þá af- greiðslumaður slíkra skipa og gerði alt, sem hann gat, til þess að skemta farþegunum, efndi til kappreiða á Melunum og glímusýninga og margs fl. — Þú varst mikill hestamað- ur, Guðmundur? — Já, jeg átti góða klára og þótti vænt um hesta, en það er nú önnur saga. Horft yfir gott dagsverk. Fáir munu geta hörft yfir betra dagsverk í þágu glím- unnar hjer, en Guðmundur Þorbjörnsson, og það hefi jeg á honum heyrt, að honum Mki vel glíman, eins og hún er iðk- uð hjer nú, enda eru skilyrðin ólík og þau voru, þegar hann var hjer að hjálpa ungum mön» um til þess að ná leikni í þjoð- ariþrótt vorri. En margir munt* hafa óskað þess, að hann hefð* verið hjer lengur, kent lengur og haft lengur hin ^óðu áhrif | á fjelagá síná, sem þeir érv* honum svo þakklátir fyrir. I Bændaglíma að kveldi. — Jeg man enn greinilega, segir Guðmundur, þegar jeg fjekk fyrst raunverulega áhuga á glímuhni. Jeg var ekki fermtJ ur þá og var í göngum með Borgfirðingum. Gangnaforingi var þá Þorsteinn Hjálms'- son, faðir Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara, en hjá honum hafði jeg áður verið. Um kvölcl ið, eftir að gengið hafði verið um daginn, var farið í bænda- glímu, og horfði jeg á af mikl- um áhuga. Varð mjer,þá sjer- staklega starsýnt á glímuaðferð Þorsteins, sem mjer fanst bera Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.