Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 10
10 rat MOROUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. júní 1944. LARRY DERFORD 1ÁJ. Someróet Yl^aa^L iam: í leit að lífshamingju — 25. dagur — „Þekkir þú þetta fólk, Sop- hie?“ sagði hann. „Já, auðvitað“, sagði hún og hló ölæðislega. „Þetta eru æskuvinir mínir. Jeg ætla að kaupa handa þeim kampavíns- flösku". Hún starði dauflega á mig andartak. „Hver er þessi vinur þinn, Isabel?“ spurði hún því næst. Isabel sagði henni nafn mitt. „Já. Jeg man, að þjer komuð einu sinni til Chicago. Þjer er- uð hálfgerður ruglukollur, er það ekki?“ „Kannske“, sagði jeg og brosti. Jeg mundi ekkert eftir henni, sem ekki var að undra, þar eð jeg hafði ekki verið í Chicago í meira en tíu ár, og hafði þá hitt svo margt fólk, að ómögu- legt var að muna eftir því öllu. Hún var mjög há og virtist enn hærri en hún var, vegna þess hve grönn hún var. Hún var í skær-grænni silkiblússu böglaðri og skítugri, og svörtu pilsi. Hár hennar, stuttklippt, var úfið og mikið litað. Andlit hennar var ósæmilega mikið farðað, kinnarnar eldrauðar upp að augum og augnalokin dökkblá. Á augnabrúnunum og augnahárunum var þykkt lag af dökkum farða og munn- urinn var ljósrauður. Hún horfði á okkur með kald hæðnislegu brosi. „Þið virðist ekkert mjög glöð yfir að hitta mig“, sagði hún. „Jeg heyrði að þú værir í París“, sagði Isabel og kulda- legt bros ljek um varir hennar. „Þú hefðir getað hringt í mig. Jeg hefi síma“. Nú kom Gray okkur til hjálpar. „Skemtirðu þjer vel í París, Sophie?“ „Stórkostlega. Þú fórst á höfuðið, Gray, var það ekki?“ Gray roðnaði. „Jú“. „Það var leiðinlegt. Það er sennilega lítið gaman að vera í Chicago núna. Jeg var hepp- in að vera farin þaðan“. ★ Nú kom kampavínið, og við heltum í glösin. Sophie greip sitt glas með skjálfandi hönd- um, og tæmdi það í einum teig. Hún leit á Larry. „Þú virðist ekki hafa mikið að segja, Larry“. Hann hafði stöðugt horft á hana, síðan hún kom að borð- inu, án þess að láta nokkur svipbrigði á sjer sjá. Nú brosti hann vingjarnlega. „Jeg hefi nú aldrei verið mjög ræðinn“. ,,Þú átt heima hjer í París?“ „Núna, já“. Við hjeldum áfram þessu vandræðalega samtali um stund. Þá stóð Sophie á fætur. „Ef jeg fer ekki aftur að borð inu mínu, verður vinur minn þar alveg æfur“. Hún gat varla staðið á fótunum. „Verið þið sæl. Komið bráðum aftur. Jeg er hjer á hverju kvöldi“. Hún tróð sjer framhjá fólk- inu, sem var að dansa, og við mistum brátt sjónar á henni. Það lá við, að jeg færi að skelli hlæja að hinni ísköldu fyrir- litningu, sem var í svip Isabel. Ekkert okkar sagði orð. „Þetta er andstyggilegur stað ur“, sagði Isabel alt í einu. „Við skulum koma heim. Jeg borgaði fyrir kampavín Sophiu og við fórum út. Klukk an var yfir tvö, og mjer fanst tími til kominn að fara að hátta, en Gray sagðist vera svangur, og jeg stakk því upp á því, að við færum til Graf í Mont- martre og fengum okkur eitt- hvað að borða. Við vorum öll þögul, þegar við keyrðum af stað. Þar var enn strjálingur af fólki.Við settumst inn og báðum um buff, spæld egg og bjór. Isabel virtist nú vera orðin ró ■ leg aftur. „Manstu nokkuð eftir Sop- hie?“ sagði hún við mig. „Rún sat hjá þjer fyrsta kvöldið, sem þú *borðaðir kvöldverð heima hjá okkur í Chicago. Þá var hún með eldrautt hár. Eðlileg- ur háralitur hennar er dökk- grár“. Jeg reyndi að skerpa minnið. Jeg mundi óljóst eftir viðkunn- anlegri ungri stúlku, með blá- græn augu. Hún hafði ekki verið fríð, en fersk og einlæg, og_ í fari hennar hafði verið sambland af feimni og fram- hleypni, sem jeg hafði haft gam an af. ► „Aúðvitað man jeg eftir henni. Mjer líkaði vel nafn hennar. Jeg átti einu sinni frænku, sem hjet Sophia“. „Hún giftist manni, sem hjet Bob MacDúrfrane“. „Það var prýðispiltur“, sagði Gray. „Jeg held að hann sje sá lag legasti maður, sem jeg hefi sjeð Jeg gat aldrði skilið,' hvað hann sá við Sophie. Hún giftist um svipað leyti og jeg. Foreldrar hennar voru skilin og móðir hennar giftist aftur olíukaup- manni og fluttist til Kína. Sophie var hjá föðurfrændum sínum í Marvin og var hún oft með okkur, en eftir að hún gift ist, sáum við hana eiginlega aldrei. Bob MacDurfrane var lögfræðingur. Hann hafði frem ur litlar tekjur, og þaii höfðu litla íbúð á nyrðri bakkanum. En það var ekki það. Þau kærðu sig ekkert um að hitta fólk. Jeg hefi aldrei sjeð jafn ástfangnar manneskjur og þau. Jafnvel eftir að þau höfðu ver ið gift í tvö eða þrjú ár og voru búin að eignast barn, fóru þau í bíó, og hann hjelt utan um hana og hún hallaði höfðinu upp að öxl hans — alveg eins og þau væru í tilhugalífinu. Það var gert mikið grín að þeim í Chicago". Larry hlustaði þegjandi á það, sem Isabel sagði. Andlit hans var órannsakanlegt. „Og hvað skeði svo?“ spurði jeg. „Kvöld eitt voru þau á leið heim til Chicago í litlum, opn- um bíl, sem þaU áttu, og voru með barnið með sjer. Þau urðu altaf að taka það með. sjer, hvert sem þau fóru, því að þau höfðu enga stúlku — Sophia gerði öll húsverkin sjálf — enda tilbáðu þau krakkann. — Alt í einu kom stór Sedan-bíll á fleygiferð og keyrði beint á þau. Bob og barnið dóu þegar í stað en Sophia melddist að- eins lítilsháttar". „Því var haldið leyndu fyrir henni eins lengi og mögulegt var, að Bob og barnið væru dá- in, en loks varð að segja henni það. Það var hræðilegt. Hún varð nær vitskerkt. Það varð að gæta hennar dag og nótt, og einu sinni tókst henni nærri því að kasta sjer út um glugg- ann. Við reyndum að gera alt fyrir hana, sem við gátum, en hún virtist hata okkur. Þegar hún kom heim af sjúkrahúsinu, var hún send á heilsuhæli, og þar dvaldi hún mánuðum sam- an“. „Veslingurinn“. „Þegar hún kom þaðan, byrj aði hún að drekka. Það var hræðilegt fyrir tengdaforeldra hennar. Þau eru góðar og grand varar manneskjur, og tóku þetta mjög nærri sjer. Fyrst reyndum við öll að hjálpa henni, — en það var ekki hægt „En hafði hún nokkra pen- inga?“ spurði jeg. „Hún hafði líftryggingarfje Bob, og svo hefir hún sennilega- fengið einhverjar skaðabætur. En það entist ekki lengi. Hún eýddi eins og drukkinn sjómað ur, og eftir tvö ár átti hún ekk- ert eftir. Amma hennar vildi ekki fá hana aftur til Marvin. Tengdaforeldrar hennar lofuðu að sjá hgnni fyrir fjárstyrk ef hún færi frá Ameríku, og lifir hún sennilega á honum núna“. „Jeg get ekki að því gert, að jeg kenni í brjósti um hana“, sagði Gray. „Jæja?“ sagði Isabel kulda- lega. „Ekki geri jeg það. Auð- vitað var þetta þungt áfall fyr- ir hana, og enginn hafði meiri samúð með Sophiu en jeg. Við höfðum þekst frá því að við mundum fyrst eftir okkur. En heilbrigð manneskja nær sjer aftur eftir áfall eins og þetta. Hún fór í hundana vegna þess að einhver veila var í skaphöfn hennar. Hún var óstöðug í eðli sínu. Jafnvel ást hennar á Bob var ýkt. Ef skaphöfn hennar hefði verið sterk, hefði hún ver ið fær um að fá eitthvað út úr lífinu“. „Dæmirðu ekki nokkuð hart, Isabel“, tautaði jeg. „Það held jeg ekki. Jeg hefi heilbrigða skynsemi, og jeg sje enga ástæðu til þess að kenna 1 brjósti um Sophíu. Guð veit, að engum gæti þótt vænna um Gray og börnin en mjer, og ef þau færust í bílslysi yrði jeg næt vitstola. En fyrr eða síðar mundi jeg ná mjer aftur. Mund ir þú ekki vilja það, Gray, eða vildirðu heldur að jeg drykki mig fulla á hverju kvöldi?“ Græni riddarinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. aftur. Þetta allt hlustaði konungsdóttir á og setti sjer það vel á minni. Þegar stytt var upp, fóru þeir tveir burtu, og þær biðu heldur ekki lengi, heldur fóru að tína alskonar lyfjajurtir á akri og í skógi. Þegar hún hafði fengið allar þær, sem þær þurftu, færði konungsdóttir sig í gerfi grasakonu, fór til hallarinnar og bauðst til þess að lækna konungsson. „Nei, það er ekki til neins“, sagði konungurinn, „það hafa komið hingað svo margir og reynt að lækna son minn, en honum hefir alltaf versnað en ekki batnað“. En hún ljet sig ekki, heldur lofaði að honum skvldi batna, og það bæði fljótt og vel. — Jæja, konungurinn sagði, að hún yrði þá víst að fá að reyna, og svo fór hún inn til Græna riddarans og þvoði honum einu sinni. Þegar hún svo kom aftur daginn eftir, var hann orðinn það hress, að hann gat setið uppi í rúminu, næsta dag gat hann stigið í fæturna og er hún hafði þvegið honum í þriðja sinnið, var hann orðinn jafngóður aftur, og grasakonan sagði að hann gæti meira að segja farið á veiðar. Nú fór konungi að líka heldur betur við þessa grasakonu. En hún kvaðst verða að fara heim til sín og sagðist ekki’ geta tekið við þeim heiðursboðum, sem konungur bauð henni, að gera hana að hirðlækni og hengja á hana ótal orður'og krossa. Hún lagði nú af stað, og er hún var komin í skógar- rjóður eitt, skammt frá höllinni, klæddi sig úr grasakonu- kuflinum og tók fram bókina og opnaði hana. Heyrðust þá sömu fögru hljómarnir og áður og um leið kom Græni riddarinn. En þegar hann sá ástmey sína í hennar dýrasta skúði á þessum stað, undraðist hann mjög og spurði, hvernig hún væri þangað komin. En hún sagði honum upp alla söguna, og síðan gengu þau heim til hallar hans og- sögðu konunginum föður hans allt saman. Varð hann þá fegnari, en frá megi segja, og var svo slegið upp mikilli Drúðkaupsveitslu og gekk Græni riddarinn að eiga kon- angsdóttur, sem bjargað hafði lífi hans. Eftir það fóru þau heim til föður hennar og varð þar fagnaðarfundur. En stjúpuna vondu rak konungur frá sjer, ásamt dætrun- um hennar tveim, og bað hana að setja fólk í dýflissur annars staðar en í sinni höll. " ENDIR. Enska blaðið Daily Express spurði eitt sinn lesendur sína að því, hvaða menn væru óhæf ir til þess að ganga í hjónaband. Eitt svarið var þannig: „Þeir menn eru fyrst og fremst óhæfir til hjónabands, sem ekki geta verið skemtileg- ir og gert að gamni sínu. Án glaðværðar er hjónabandið ó- þolandi. Auk þess er sá eigin- maður mjög gallaður, sem ekki kann að segja ósatt. Eiginmenn verða að skilja það, að sannleik urinn er stundum ófær og ó- sannindi meinlaus, ef ekki gagn leg. Það getur haft ill áhrif á hjónabandið, ef eiginmaðurinn notar óhafandi sannindi í stað- inn fyrir viðeigandi ósannindi. Karlmenn, sem álíta, að konur sjeu eins og kínverskt postu- lín, ættu helst ekki að gifta sig, og eins þeir, sem eru sjerlega tilbreytingagjarnir ★ Kandídatinn: — Hvenær ætl ar þú eiginlega að taka próf? Gamall stúdent: — Á sumr- in áset jeg mjer að taka prófið um veturinn, en á veturna á- kveð jeg að taka það um sum- arið. En svo er altaf svo heitt á sumrin og kalt á veturna. Nú bíð jeg aðeins eftir mildum , vetri eða köldu sumri, og þá skaltu sjá, að það kemst á. ★ Nemandi í unglingaskóla var skipað að biðja afsökunar á því, að hann hefði reitt hnef- Ænn framan í kennarann. Hann orðaði afsökunina á þennan hátt: „Jeg bið yður afsökunar á því, herra kennari, að jeg reiddi framan í yður hnefann, en barði yður ekki“. ★ Sonurinn: —Hvers vegna er sagt móðurmál, en ekki föður- mál? Faðirinn: — Það er af því, að mæðurnar tala meira en feð- urnir. ★ Sjúklingurinn: — Ef þjer bjargið lífi mínu, skal jeg borga yður 2000 krónur. Læknirinn: — Þær fæ jeg undir öllum kringumstæðum. ★ Hann: — Hvað haldið þjer að þjer tækjuð til bragðs, ef jeg kysti yður? Hún: — Jeg myndi kalla á pabba. Hann: — Jæja, þá verð jeg að sleppa því. Hún: — Pabbi er í sumarfríi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.